Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Húsið er 60 m2 að grunnfleti kjallari, hæð og ris. Birt flatarmál 109 m2. Húsið stendur á 409 m2 leigulóð í eigu Fjallabyggðar. Upplýsingar í síma 897 6963. Eyrargata 31, Siglufirði er til sölu TIL LEIGU VANDAÐAR ÍBÚÐIR Í SKIPHOLTI 11-13 í MEÐ EÐA ÁN HÚSGAGNA FRÁ OG MEÐ 15. ÁGÚST Rúmgóðar 2ja herbergja íbúðir með suðursvölum á góðum stað í miðborginni LEIGA Á MÁNUÐI: ÁN HÚSGAGNA KR. 240.000MEÐ HÚSGÖGNUM KR. 340.000 Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar: www.leigufelagid.is SÍMI: 571 6403- leigufelagid@leigufelagid.is Það þarf engan sérfræð- ing í gatnagerðarmálum til að sjá hve gatnagerð og viðgerðum á götum höfuðborgarsvæðisins virðist vera ábótavant. Það eru ekki bara búta- saumsviðgerðir sem hafa „trosnað á saum- unum“, sem stinga í augun, heldur virðist nýleg vinna vera hroð- virknislega gerð og jafn- vel ónýt. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig komið er fyrir malbiki á götu í Kópavogi. Þarna hefur væntanlega verið mal- bikað ofan á „lifandi“ undirlag, því komnar eru sýnilegar vatnsrásir í malbikið auk þess sem það hefur risið og sigið á köflum. Væri ekki skynsam- legra að taka fyrir minni svæði í einu og vinna þau þá svo vel að þau dugi í nokkur ár, heldur en drífa af stór svæði sem verða hálfónýt jafn- vel á fyrsta ári? Vegfarandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hroðvirknisleg gatnagerð Boðlegt? Þarna hlykkjast hálfgerður skurður að brunnum í malbikinu. Það má með sanni segja að vatnaskil hafi orðið í fram- lögum til afreks- íþrótta á Íslandi með undirritun tímamóta- samnings mennta- og menningarmálaráðu- neytis og Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands í síðustu viku. Með þessum nýja samningi fjórfaldast framlag ríkissjóðs til Afrekssjóðs á árunum 2017-2019. Grunnur samningsins byggist á mikilli og sameiginlegri faglegri vinnu og út- tekt sem aðilar létu gera á um- fangi afreksstarfs á Íslandi auk samanburðar við norræn íþrótta- samtök. Þetta eru í raun stór- íþróttapólitísk tíðindi og við- urkenning til íþróttahreyfingarinnar fyrir afar öflugt samfélagslegt starf. Eins og alþjóð veit og hefur fylgst með á undanförnum árum hafa íþrótta- konur og íþróttamenn þjóðarinnar svo sannarlega verið góð land- kynning með afrekum sínum og framkomu. Hér heima er íþrótta- starfið hornsteinn félagslegra samskipta í hverju byggðarlagi. Íþróttir er vettvangur leiks og lífs, síung uppspretta hverrar kyn- slóðar, sem stendur traustum fót- um í bæjarlífinu. Íþrótta- og ung- mennafélögin hafa gríðarlega samfélagslega þýðingu. Þau skapa afreksfólkið sem verður fyr- irmyndir og drifkraftur ungra barna og unglinga. Sérsamböndin taka svo við hinum bestu og standa fyrir þátt- töku í erlendum keppnum. Við erum í raun að tala um nýtt umhverfi sér- sambandanna og af- reksfólks í ein- staklings- sem hópíþróttum. Á und- anförnum árum hefur KSÍ verið eina sér- samband ÍSÍ sem hef- ur verið sjálfbært í rekstri sínum og hefur getað hald- ið úti öflugu afreksstarfi allra landsliða. Og uppskorið sam- kvæmt því. Nú skapast tækifæri fyrir önnur sérsambönd sem er af- ar ánægjulegt. Við þessar miklu breytingar verður ÍSÍ að fara í gagngert endurmat á reglum og úthlutunum Afrekssjóðs ÍSÍ. Vandi fylgir vegsemd hverri. Sérstök ástæða er til að þakka Illuga Gunnarssyni mennta- málaráðherra fyrir framsýni, skilning og kjark í þessu stóra hagsmunamáli íþróttahreyfingar og þjóðarinnar allrar. Hann fékk góðan bakstuðning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannessyni for- sætisráðherra. Ég er jafnframt fullviss um að þessi samningur fær góðan stuðning í öllum flokk- um enda um mikið hagsmunamál að ræða. Að lokum er rétt að óska forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal og hans fólki, til hamingju með þetta risaskref í sögu íþróttahreyfing- arinnar. Lárus hefur barist ein- arðlega fyrir þessu máli og upp- sker vel. Takk Illugi – takk ríkisstjórn Eftir Stefán Snæ Konráðsson » Við erum í raun að tala um nýtt um- hverfi sérsambandanna og afreksfólks í ein- staklings- sem hóp- íþróttum. Stefán Snær Konráðsson Höfundur er formaður Íþrótta- nefndar ríkisins og situr í Afrekssjóði ÍSÍ. Tilgangurinn helg- ar meðalið í skrifum Ólafs Arnarsonar þar sem hann beinir spjótum sínum að Vinnslustöðinni hf. og veður elg í dylgjum, hálfsannleik eða hreinum ósannindum. „Er ekki mál að linni?“ spyr hann í fyrirsögn Morg- unblaðsgreinar 30. júlí 2016. Því skal eindregið svarað játandi. Látum nú vera að greinarhöf- undur fari rangt með ártalið þegar Vinnslustöðin (VSV) og Meitillinn í Þorlákshöfn sameinuðust. Það gerðist 1996 en ekki 1991. Sér- kennilegri og alvarlegri er sú „sagnfræði“ sem birtist í eftirfar- andi klausu: „Ekki leið á löngu þar til Vest- mannaeyingum fannst ófært að kvóti þeirra væri unninn í Þorláks- höfn og lyktir þeirra mála urðu að Frostfiskur keypti fiskvinnslu Meitilsins. Eftir aldamót var skráning skipa Meitilsins flutt til Eyja og þau auðkennd VE. Kvóti Meitilsins er þar með kominn til Eyja.“ Hér er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir, enda of léttvægt að tala um missagnir. Nær væri að segja að hlutunum sé snúið á hvolf. 1. Rekstur Meitilsins var að mestu óbreyttur árin eftir samein- inguna. Bolfiskvinnsla var þannig rekin áfram, í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum. 2. Þegar kom fram á árið 1999 blasti við gríðarlegur rekstr- arvandi VSV með Íslandsmeti í rekstrartapi það árið. Félagið stefndi í gjald- þrot með tilheyrandi afleiðingum fyrir byggðarlögin bæði tvö. 3. Uppstokkun allr- ar starfsemi VSV var nauðsynleg en afar sársaukafull. Rekstr- areiningum var fækk- að og fjölda fólks sagt upp störfum, þar á meðal öllum starfs- mönnum í Þorláks- höfn. Bolfiskvinnsla í Eyjum var lögð af. 4. Í apríl 1999 voru starfsmenn á launaskrá VSV 320 talsins en 150 manns mættu til starfa hjá félag- inu þá um haustið. 5. Markvisst var reynt að finna frystihúsinu í Þorlákshöfn verkefni og það tókst með því að Vinnslu- stöðin lagði Frostfiski hf. til 40% aukningu hlutafjár með öllum eignum VSV í Þorlákshöfn, tog- bátnum Danska-Pétri og 500 þorskígildistonna kvóta. Frost- fiskur var þá með fiskvinnslu í Reykjavík en skilyrði fyrir hluta- fjáraukningunni var að fyrirtækið flytti starfsemi sína til Þorláks- hafnar. Það gekk eftir. 6. Gunnar Sturluson, þáverandi og núverandi stjórnarformaður Frostfisks, tjáði sig um málið í við- tali við Morgunblaðið 3. september 1999 og sagði meðal annars „að með þessum aðgerðum styrkist staða félagsins verulega. Enn fremur breytist vinnslumynstur fé- lagsins talsvert. Í stað þess að kaupa fisk á fiskmarkaði verði lögð áhersla á að vinna afla Danska- Péturs, sem og afla sem keyptur verði af útgerðarmönnum á grund- velli fastra löndunarsamninga. „Við erum að setja okkur niður í nánd við ein gjöfulustu fiskimið á Íslandi. Það er vandfundin betri staðsetning en á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn. Þarna fáum við tæki- færi til að stækka okkar fyrirtæki.“ 7. Frostfiskur óx og dafnaði eftir flutning til Þorlákshafnar og hluta- fjáraukningu með stuðningi VSV. Síðar ákvað Frostfiskur að selja Danska-Pétur frá Þorlákshöfn með aflaheimildum og árið 2005 leystu aðaleigendur Frostfisks til sín 40% eignarhlut VSV í félaginu. Þar með lauk afskiptum VSV af starfsemi í Þorlákshöfn 8. Í Eyjum var viðvarandi at- vinnuleysi, með því mesta á land- inu á árunum 2000 til 2004, og til- heyrandi fólksfækkun vegna brottflutnings allt fram að hruni. Áhrifa fjöldauppsagna í VSV gætti verulega á þessum árum og bruni frystihúss Ísfélagsins hafði sitt að segja líka til að gera slæmt at- vinnuástand enn verra. Hver er sinnar gæfu smiður. Okkur tókst sem betur fer að koma Vinnslustöðinni á réttan kjöl. Fyr- irtækið, sem stefndi í gjaldþrot 1999, rétti sig smám saman af með markvissum aðgerðum og er komið í flokk stöndugustu fyrirtækja landsins á síðustu árum, að mati Creditinfo. Staðreyndir tala sínu máli. „Sagnfræði“ Ólafs Arn- arsonar er ekki heppilegur vegvísir þeirra sem vilja hafa það er sann- ara reynist. Já, mál er að linni Eftir Sigurgeir B. Kristgeirsson » Staðreyndir tala sínu máli. „Sagnfræði“ Ólafs Arnarsonar er ekki heppilegur vegvísir þeirra sem vilja hafa það er sannara reynist. Sigurgeir B. Kristgeirsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.