Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Með skömmu millibili hefur stórt skarð verið höggvið í hóp okkar skóla- félaga af 1949 árgangi Verzlun- arskóla Íslands. Samhentur hóp- ur sem hefur komið saman mánaðarlega í tugi ára. Nú er það okkar ágæti skólabróðir og minn góði vinur, Arnold Bjarna- son, sem kveður okkur eftir erfið veikindi síðustu ára. Andlát hans kom ekki alveg á óvart en veldur mér trega þar sem horfinn er á braut traustur vinur um langan aldur, vinátta sem aldrei féll skuggi á. Skólaárin í Verzló leiddu til okkar fyrstu kynna. Hann settist í undirbúningsdeild skólans veturinn 1946-47 er hann kom eins og norðlenskur stormsveipur, bauð mönnum birginn þegar því var að skipta, hlaðinn sjálfstrausti, sem alla tíð einkenndi hann. Hann var vin- sæll meðal skólasystkina sinna, hafði góða nærveru og var skemmtinn í góðra vina hópi. Maður fór ekki í grafgötur um að þar fór í góðu meðallagi frjálsborinn Íslendingur. Hann var fæddur og uppalinn á Siglu- firði þar sem hann sleit barns- skónum, gæddur öllum þeim kostum sem slíkum stöðum fylgja, þar sem leikvöllurinn var fjöllin, fjörðurinn og fjaran sem eru svo mótandi fyrir hugi ungra fullhuga sem annarra. Leiðir okkar eftir Verzló skildi um tíma. Ég lauk skyldu- námi úr verslunardeild 4. bekkj- ar en hann hélt ferðinni áfram til viðskiptafræðináms við Háskóla Íslands þaðan sem hann lauk námi. Störf hans um alla framtíð tengdust verslun og iðnrekstri og var hann í upphafi síns starfs- ferils ráðinn forstjóri Verslana- sambandsins hf. sem var samtök smásöluverslana. Síðan stofnaði hann fyrirtækið Timbur & stál hf. þar sem hann var frum- kvöðull á þeim vettvangi. Þar var talsvert í ráðist og að mörgu leyti djörf ákvörðun á þeim tíma, framleiðsla á steypustyrktar- járni fyrir íslenskan byggingar- iðnað í samkeppni við erlenda, samkynja vöru. Arnold var góð- ur stjórnandi með góða skipu- lagsgáfu. Okkar samskipti á seinni hluta lífshlaups okkar urðu nokkuð náin. Báðir vorum Arnold B. Bjarnason ✝ Arnold Bein-teinn Bjarna- son fæddist 30. jan- úar 1931. Hann lést 23. júlí 2016. Útför Arnolds fór fram 4. ágúst 2016. við tengdir iðn- rekstri og viðskipt- um. Ég er honum þakklátur fyrir áhuga hans á rekstri míns fyrir- tækis Sjóklæða- gerðinni hf. 66°N, sérstaklega hvað varðaði framleiðslu útivistarfatnaðarins þar sem hann byggði á eigin reynslu í ferðum sínum um hálendi Íslands. Eftir slíkar ferðir mátti ég eiga von á heimsókn hans til skrafs um hvað fara mætti betur að hans mati í hönnun fatnaðarins. Hann var ekki sá vinsælasti meðal hönnuða fyrirtækisins vegna at- hugasemda en hafði oft árangur sem erfiði. Sjálfur var hann góð- ur hlustandi, sýndi áhuga og var óspar á góð ráð. Rækt hans við forfeður sína og fæðingarstað sinn Siglufjörð var honum ávallt hjartans mál, og lét margt gott af sér leiða í þeim efnum. Ég er þakklátur honum fyrir trygglyndi hans og vináttu og óska honum góðrar heimkomu í nýjum heimkynn- um. Jóhönnu, sambýliskonu Arn- olds, ásamt fjölskyldu hans sendum við kona mín Svanhildur samúðarkveðjur. Samúðarkveðjur fylgja hér einnig frá VÍ-49 félögunum. Þórarinn Elmar Jensen. 30. ágúst árið 1961 skrifaði Sigurjón Sæmundsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, bréf til þriggja brott fluttra Siglfirð- inga, Björns Dúasonar, Jóns Kjartanssonar og Óskars J. Þor- lákssonar og fór þess á leit að þeir hefðu forystu um að sem flestum Siglfirðingum í Reykja- vík og nágrenni gæfist kostur á að styrkja gerð „táknræns minn- isvarða“ um séra Bjarna Þor- steinsson tónskáld, afa Arnolds B. Bjarnasonar, í tilefni af ald- arafmæli hans 14. október. Þessi minnisvarði var stundaklukka í kirkjuturn Siglufjarðarkirkju og klukkuspil sem leikur seinustu hendinguna úr laginu Kirkju- hvoll eftir sr. Bjarna kl. sex á hverju kvöldi. Um 50 þúsund krónur söfnuðust og voru gef- endur um 350, lægstu framlögin voru 10 krónur en þau hæstu 2.000 krónur. Eftir fundinn gengu þeir Arnold B. Bjarnason og Ólafur Nilsson út á Austur- völl og undir styttu Jóns Sig- urðssonar ákváðu þeir að nú væri rétti tíminn til að stofna fé- lag brott fluttra Siglfirðinga. Boðuðu þeir félagar, fyrir hönd „Siglufjarðarmótsnefndar“, til fundar á Café Höll, níu dögum síðar. Á þeim fundi var Siglfirð- ingafélagið í Reykjavík og ná- grenni stofnað og samþykkt að félagið gerði 14. október að stofndegi sínum en dagurinn er fæðingardagur séra Bjarna Þor- steinssonar. Einn stjórnar- manna var Arnold Bjarnason viðskiptafræðingur, 30 ára. Í desember 1963 tók Arnold við formennsku af Jóni Kjartans- syni og var formaður félagsins í rúmt eitt ár. Arnold sat í stjórn Siglfirðingafélagsins í samtals 17 ár eða fram til ársins 1977 en tók þá við hlutverki endurskoð- anda félagsins og hefur ásamt Ólafi Nilssyni gegnt því hlut- verki óslitið síðan. Arnold var sæmdur gullmerki félagsins árið 2001. Arnold var alla tíð mikill Sigl- firðingur og þótti afar vænt um sína gömlu heimabyggð þar sem hann ólst upp. Hugur hans var alltaf heima og Arnold var óþreytandi í því að huga að hags- munum bæjarins og leggja lífinu þar lið með margvíslegum hætti. Enn þann dag í dag hljómar Kirkjuhvoll séra Bjarna frá hljómfögrum kirkjuklukkum Siglufjarðarkirkju kl. 18 dag hvern. Tónarnir gefa bænum einstakan sjarma og ylja Sigl- firðingum og gestum bæjarins. Stytta af tónskáldinu og séran- um prýðir Bjarnatorgið fyrir framan kirkjuna. Barnabarnið, Arnold B. Bjarnason, var bak- hjarl þeirrar framkvæmdar og færði Siglufjarðarbæ styttuna að gjöf árið 2012. Meðal verk- efna sem nutu krafta Arnolds langar mig að nefna sérstaklega Þjóðlagasetur séra Bjarna Þor- steinssonar á Siglufirði og ævi- sögu séra Bjarna „Eldhugi við ysta haf“. Siglfirðingafélagið, sem er eitt öflugasta átthagafélag landsins og fagnar um þessar mundir 55 ára afmæli, á Arnold B. Bjarnasyni mikið að þakka. Arnold er einn af stofnfélögum og þannig „guðfaðir“ félagsins og starfaði hann óslitið í þess þágu í 55 ár og sótti viðburði á vegum þess alla tíð. Fyrir hönd Siglfirðingafélags- ins sendi ég Jóhönnu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur við fráfall þessa mæta og mikla Siglfirðings. Rakel F. Björnsdóttir, formaður Siglfirðinga- félagsins. Komið er að kveðjustund. Arnold hefur lagt upp í sína hinstu ferð og minningarnar hrannast upp hjá þeim er eftir standa. Þakklæti og virðing er efst í huga gamalla Útivistar- félaga, en hann var með frá upp- hafi og ég tel ekki ofmælt að hann hafi verið einn af sterkustu máttarstólpum félagsins. Þegar fjármál félagsins voru í flækju, eftir fyrstu árin, var hann í for- svari endurskipulagningar þeirra og eftir að uppbygging í Básum hófst, var hann ómetan- legur. Ferðir félagsins voru skipulagðar á skrifstofu Útivist- ar, en framkvæmdir í Básum, á Skemmuvegi hjá Arnold. Þang- að áttu allir erindi, þar var skeggrætt og skrafað, áætlanir gerðar og góð ráð fengust fyrir lítið. Heilan vetur unnu sjálf- boðaliðar í skemmunni við að skafa panelinn sem stóri skálinn er klæddur með og þar hafa ver- ið byggð stór og smá hús til flutnings. Básar áttu hug hans allan á þessum árum, en 1980 voru farnar vinnuferðir með sjálfboðaliðum, 17 helgar í röð eða, þar til húsið var fokhelt og komið fram á jólaföstu. Í Básum var mikið um mannauð og þar stjórnaði Arnold ýmsum fram- kvæmdum, m.a. pokadýrunum, en það voru konur á ýmsum aldri, klæddar plastpokum sem unnu við fúavörn og fleira og hann var einnig háttsettur í off- iseraklúbbnum, en það voru þeir, sem eftir langan vinnudag, kl. 9 að kvöldi, örkuðu út í læk, hvernig sem viðraði, fóru úr að ofan, þvoðu sér og rökuðu og smurðu sig með veiðikremi, bæði að utan og- innan, áður en þeir gengu inn til kjötsúpunnar og kvöldvökunnar. Ekki er und- arlegt að Básar heilluðu hann, þar fann hann sinn kæra lífs- förunaut til margra ára og þar átti hann ástkonu að nafni Krossá. Sú var eins og oft vill vera með slíkar, bæði frek ,óstýrilát og villt, en aldrei þreyttist hann á að reyna að hemja hana, útvegaði fjármagn fyrir jarðýtu, gerði varnargarða og aðrar ráðstafanir sem þurfti, til að verja Básana. Anno og Krossá voru eitt, hún var hans stóra áskorun. Það er mikill fengur að hafa fengið að vera samstiga Arnold á ákveðnu æviskeiði hans. Hann var afar skemmtilegur, hlátur- mildur, örlítið stríðinn og mjög hljómelskur, hafði gaman af söng og hrókur alls fagnaðar. Þar að auki var hann mjög traustur félagi í Útivist, sem alltaf var hægt að leita til. Hans störf verða seint fullþökkuð. Ég sendi öllum hans aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og lýk þessu með síðasta erindi úr Úti- vistarljóði eftir Gísla Svanbergs- son: Við öll munum hittast að endingu þar. Við eilífðargátunni fáum við svar. Á kvöldin þá saman, við söngvanna gaman, við sitjum og rifjum upp minningarnar. Lovísa Christiansen, fyrrv. formaður Útivistar. Tíminn æðir áfram sleitulaust og skyndilega þarf að minnast sam- ferðamanna sem hverfa í brimróti daganna. Mig langar að minnast einstakrar konu, hluta tilverunnar frá því ég man eftir mér. Sigrún Laxdal var besta vin- kona móður minnar. Þær kynnt- ust í menntaskóla og vinátta þeirra hélst alla tíð. Oft komst varla hnífurinn á milli þeirra. Sigrún var ævintýraleg kona og líf hennar ólíkt flestra. Hún fæddist í Frakklandi, einhvers staðar sunnarlega og það var eins og suðrænn andi fylgdi Sigrún Laxdal ✝ Sigrún Laxdalfæddist 19. maí 1926. Hún lést 5. júlí 2016. Sigrún var jarð- sungin 18. júlí 2016. henni, þótt síðar meir byggi hún á jafnhversdagsleg- um stað og Ásvalla- götu. Faðir hennar var listmálari og alltaf var listrænn dráttur í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún mál- aði, smíðaði hús- gögn, saumaði föt, og svo má lengi telja. Saman skrifuðu þær móðir mín söngleik, sem þær fluttu, ásamt bekkjarsystrum sínum í árlegu hófi kvenstúdentafélags Íslands. Það er skemmst frá að segja, að „Poppleikurinn Skóli“ sló rækilega í gegn. Sigrún vann utan heimilis í mörg ár, hjá franska sendi- ráðinu, en ekki var það sjálfgef- ið að giftar konur störfuðu utan heimilis á þeim tíma. Hugurinn stefndi þó lengra og því hélt hún í háskólanám og lauk prófi í mál- vísindum með ótrúlegri ritgerð, sem hún síðan fjölfaldaði í bók og gaf vinum sínum. Slík kona hefði getað verið þriggja manna maki. En Sigrún giftist Sturlu Friðrikssyni erfðafræðingi og tók þátt í ótal ævintýrum eiginmannsins og urðu þau í huga okkar ein heild. Þar var útivistin áberandi en Sigrún var mikil hestakona og fór einnig í ýmsa hálendis- leiðangra og tjaldferðir. Síðar meir lögðu þau hjón önnur lönd undir fót og komust í hóp víð- förlustu Íslendinga. Kenndi þar margra grasa, en ef til vill var það ævintýralegasta ferðalag til eldfjallaeyjunnar Krakatáar, þar sem gist var í tjöldum innan um blóðsuguleðurblökur! Sigrún og Sturla bjuggu fyrst á Harrastöðum í Skerjafirði, að- eins steinsnar frá okkur fjöl- skyldunni og því var samgangur mikill. Húsið sjáft var ævintýra- legt og ísbjarnarskinn á gólfi. Farið var eftir kræklingi í Hval- fjörðinn og grillað á heimagerðu útigrilli. Þessar nýjungar vöktu eftirtekt okkar barnanna, að ekki sé minnst á sumarhúsið við Laxfoss, þar sem þau dvöldu mestan hluta sumars. Síðar meir byggðu þau hjónin sér stórt og mikið hús, nær sjónum og varð það ekki síður ævintýra- legt. Myndarskapur var mikill, enda húsmóðirin vön því að bjarga málunum sjálf. Þegar Sigrún Ása, dóttir þeirra, gifti sig, kom ekki annað til greina en að halda brúðkaupið heima og hristi þá Sigrún brúðkaups- veislu fram úr erminni. Svo má lengi telja. Jafnvel þeir, sem búa yfir slíkri elju, verða að falla fyrir elli kerlingu. Sigrún var lengi heilsuhraust, en nú varð hún að láta í minni pokann. Það var ómetanlegt fyrir móður mína að geta samglaðst með henni á 90 ára afmælinu þann 19. maí. En við áttuðum okkur á því, að það yrðu sennilega síðustu samfund- ir vinkvennanna. Stundin kom og lífið hvarf. Við, sem eftir stöndum þökkum fyrir ómetan- leg kynni og vináttu í áratugi. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Elsku bróðir minn, hann Tryggvi, er látinn. Kallið kom þriðju- daginn 12. júlí sl. Tryggvi var elstur okkar syst- kinanna þriggja. Hann átti við erfið veikindi að stríða, bæði líkamleg og andleg, frá því hann var unglingur. Hann fór þá að fá alvarlega krampa og flog og gekkst undir miklar rannsóknir vegna þessa. Í ljós kom heilaskaði sem talinn var afleiðing slyss, en hann hafði fengið slæmt höfuðhögg í kringum tíu ára aldur. Ég man að mamma og pabbi heitin töluðu oft um hvað Tryggvi hefði verið skýr og fljótur til sem barn. Hann fékk snemma mikinn áhuga á skák og sýndi þar mikla hæfileika, svo mikla að hann var farinn að tefla strax sem unglingur við sterka skákmenn í meistara- flokki. Tryggvi gat lært heilu skákirnar utan að sem og skák- byrjanir sem eru í raun heil fræðigrein í skáklistinni. Þrátt fyrir mikil veikindi auðnaðist Tryggva að viðhalda þessu ein- staka minni alveg ótrúlega lengi. En veikindin settu aftur á móti mikið strik í reikninginn í hans daglega lífi og andlegu kvillarnir háðu honum líka sí- fellt meir. Smám saman hætti Tryggvi að geta stundað vinnu en hann hafði mestmegnis stundað störf sem tengdust sjómennsku. Eft- ir það fékkst hann mest við sjó- mannatrúboð, til dæmis með því að heimsækja sjómenn um borð í erlend skip sem komu í höfn í Reykjavík og dreifa til þeirra bæklingum. Segja má að það hafi verið gæfa Tryggva í lífinu árið 1985 að kynnast Tryggvi Ólafsson ✝ Tryggvi Ólafs-son fæddist 9. desember 1943. Hann lést 12. júlí 2016. Útför Tryggva var 18. júlí 2016. Hvítasunnusöfnuð- inum þar sem hon- um var tekið fagn- andi, hjálpað og hann studdur í einu og öllu. Ég man hvað ég fann mikinn mun á and- legri líðan Tryggva eftir að hann fór að taka þátt í starfi safnaðarins og ég fæ aldrei fullþakk- að því góða fólki í söfnuðinum sem umvafði hann og gerði honum lífið svo miklu auðveld- ara og betra. Tryggvi dvaldi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbara- vogi á Stokkseyri síðustu sex æviárin og lést þar. Hann átti góð ár á Kumbaravogi. Alltaf þegar ég kom að heimsækja hann hafði starfsfólkið á orði hversu hlýlega Tryggvi talaði til allra en líka hvað því fyndist merkilegt hvað hann ætti auð- velt með að muna nöfn. Hann heilsaði öllum með nafni sem komu að sinna honum og bað svo guð að blessa þau. Það er alltaf erfitt að þurfa að kveðja fólkið sitt. Tryggvi lést af þrálátri lungnabólgu sem líkaminn réði ekki við að lokum enda var hann orðinn mjög lúinn af öllum átökunum sem fylgja því að berjast við erfið og langvarandi veikindi. Eftir að hafa setið við rúmið hans á Kumbaravogi síðustu dagana fyrir andlátið, allt þar til yfir lauk, veit ég fyrir víst að Tryggvi bróðir hvílir í miklum friði og það gefur mér góða til- finningu í sorginni. Ég sendi börnum Tryggva; þeim Sigríði, Davíð og fjöl- skyldum, innilegar samúðar- kveðjur. Að lokum færi ég starfsfólkinu á Kumbaravogi miklar og kærar þakkir fyrir alla umhyggjuna og hlýjuna sem það sýndi Tryggva þann tíma sem hann átti þar. Það var mér ómetanlegt að vita af hon- um í svona góðum höndum síð- ustu æviárin. Anna Ólafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar AUÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Ásvegi 28, Breiðdalsvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Upp- sölum, Fáskrúðsfirði, fyrir hlýja og góða umönnun. . Anna Margrét Birgisdóttir, Einar Heiðar Birgisson, Jónína Björg Birgisdóttir og fjölskylda. Okkar ástkæri JÓHANNES ÓLAFSSON, Njálsgötu 65, lést á heimili sínu 25. júlí síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. . Aðstandendur hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar systur okkar og frænku, PÁLÍNAR R. KJARTANSDÓTTUR hússtjórnarkennara, Kleppsvegi 4. . Guðríður Ólöf Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.