Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Síðastliðinn föstudag var GAMMA Capital Management Limited veitt sjálfstætt starfsleyfi til að veita fjár- málaþjónustu í Bretlandi. GAMMA verð- ur fyrsta ís- lenska fjár- málafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yf- irvalda eftir 2008, en áður hafði GAMMA Capital Management hf. sinnt starfsemi í London í rúmt ár á grundvelli íslensks starfsleyfis. Leyfið, sem er fengið frá Fjárfestingarsjóðurinn Total Return Fund, sem er í rekstri hjá GAMMA, hefur heimildir til að fjárfesta erlendis og segir Gísli að þær verði nýttar þegar höftum verður aflétt. Með nýju leyfi nær starfsemi GAMMA nú til rekstrar og stýr- ingar verðbréfasjóða, fjárfesting- arsjóða og fagfjárfestasjóða, eignastýringar, ráðgjafar í tengslum við fjárfestingar, svo sem í verðbréfum, sjóðum og fyr- irtækjaverkefnum, fyrirtækjaráð- gjafar og útgáfu á greiningum. Fjórir starfsmenn í London GAMMA Capital Manage- ment Limited er í eigu sömu hlut- hafa og GAMMA Capital Man- agement hf. á Íslandi. Fjórir starfsmenn starfa á skrifstofu fyrirtækisins í London. ingum, fjármögnun og greininga- vinnu,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA. þjónustu á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars þegar kemur að er- lendum verkefnum, fjárfest- breska fjármálaeftirlitinu, Fin- ancial Conduct Authority, heim- ilar GAMMA í London að bjóða upp á víðtækari fjármálaþjónustu sem felur meðal annars í sér fyr- irtækja- og fjárfestingaráðgjöf. Undirbúnir fyrir afnám gjaldeyrishafta GAMMA varð á síðasta ári fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til þess að hefja starfsemi í Lond- on í kjölfar tilkynningar um fyr- irhugað afnám hafta. „Markmið eigenda og stjórn- enda GAMMA hefur verið að út- víkka og styrkja grundvöll starf- seminnar með því að fá sjálfstætt starfsleyfi í Bretlandi og hefur þeim stóra áfanga nú verið náð. Með þessu skrefi verður GAMMA í enn betri stöðu en áður til að veita viðskiptavinum sínum öfluga GAMMA veitt starfsleyfi í London  Fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda síðan fyrir hrun  Leyfið heimilar GAMMA í London að bjóða upp á víðtækari fjármálaþjónustu Ljósmynd/GAMMA Á besta stað Skrifstofa GAMMA er staðsett við Upper Brook Street. Gísli Hauksson Innkaupakerrur geta þjónað ýmsum tilgangi eins og þessi ferðamaður sýndi á gangi sínum meðfram Geirsgötunni í gær. Maðurinn, eða konan, nýtti innkaupakerru til þess að ferja Qwic-rafmagnshjól en ekki er víst hver áfangastaðurinn var. Einnig er óvíst hvers vegna ferðamaðurinn valdi ekki þann kost að hjóla á áfangastaðinn á splunkunýju rafmagns- hjóli. Kannski vildi hann bara njóta góðviðrisins. Morgunblaðið/Ófeigur Rafmagnsreiðhjóli rúllað í kerru Gott veður getur gefið ástæðu til að grípa til frumlegra ráða Bæjarráð Kópavogs hefur á síð- ustu vikum hafnað fyrir sitt leyti fjórum umsóknum um rekstr- arleyfi fyrir ökutækjaleigur í bænum. Er því borið við að fjöldi bílastæða á stöðunum sé ekki nægilegur fyrir þann fjölda öku- tækja sem sótt er um fyrir. Um er að ræða umsóknir fyr- irtækjanna Aukabónuss í Lauf- brekku 6 (8 bifreiðar), Storku- bergs á Skemmuvegi 34A (4 bifreiðar), Réttingaverkstæðis Hjartar á Smiðjuvegi 56 (6 bif- reiðar) og Gistingar BB44 á Borgarholtsbraut 44 (12 bifreið- ar). Í þremur tilvikum var í svör- um til Samgöngustofu sagt að umsóknir væru í samræmi við skipulag og aðkoma hentug fyrir starfsemina, en það dugði ekki til að mati bæjarráðs vegna skorts á bílastæðum. Í einu tilvikanna (Borgarholtsbraut) benti bæj- arráð á að um væri að ræða íbúðasvæði sem ekki hentaði fyr- ir ökutækjaleigu. Bílastæði skortir fyrir reksturinn  4 ökutækjaleigum hafnað í Kópavogi Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Enn hefur lögreglunni ekki tekist að ná til annars þeirra tveggja manna sem leitað var að vegna skotárásar í Fellahverfi í Breið- holti síðastliðið föstudagskvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í gær að allt kapp væri lagt á að finna manninn. Þegar Morg- unblaðið fór í prentun höfðu nokkrar ábendingar borist, en þær höfðu ekki leitt til handtöku mannsins. Hinn maðurinn var handtekinn aðfaranótt laugardags og var hann úrskurðaður í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Kona var einnig hand- tekin í tengslum við rannsóknina en henni var sleppt. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu og sér- sveit ríkislög- reglustjóra voru kallaðar út um níuleytið 5. ágúst vegna tilkynn- ingar um skothvelli fyrir utan söluturn í Iðufelli. Hópur manna, um 40 til 50 manns, hafði safnast þar saman til að gera upp mál sín á milli að því er lögregla telur. „Ég hef aldrei séð jafnmarga á planinu fyrir framan sjoppuna,“ sagði sjónarvottur við blaðamann mbl.is sem var á staðnum. Út brutust slagsmál sem enduðu með því að skotið var af haglabyssu í átt að bíl þar sem tveir menn voru. Sjónarvottur taldi sig hafa séð út um íbúðarglugga sinn tösku fulla af vopnum. Skotið á bifreið Þegar lögreglan kom á vettvang lokaði hún fyrir umferð um Fella- hverfið og lýsti eftir tvímenningum sem grunaðir voru um að hafa staðið fyrir skotárásinni auk bif- reiðarinnar sem skotið var á. Bif- reiðin kom í leitirnar síðar um kvöldið og þeir sem í henni höfðu verið reyndust ómeiddir. Einn í haldi og annar á flótta eftir skotárás í Breiðholti  Rannsókn málsins enn í fullum gangi hjá lögreglu Vopnuð lögregla á vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.