Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Frá kr.
69.995
COSTA DEL SOL
11. ágúst í 11 nætur
Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna og
1 barn í íb/h/st. Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v.
2 fullorðna í íb/h/st.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ara
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
irá
sk
ilja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ara
.
Allt að
43.000kr.
afsláttur á mann
Stökktu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórnendur Mjólkursamsölunnar
finna fyrir auknum áhuga á skyri
víða um heim. Könnunarviðræður
standa yfir við sölufyrirtæki og
verslanir í Rússlandi, Ástralíu, Kína
og fleiri löndum um samstarf um
framleiðslu og sölu á íslensku skyri.
Sala á íslensku skyri í nágranna-
löndunum hefur margfaldast á síð-
ustu árum. Hún hefur mest verið á
Norðurlöndunum og Finnar eiga
heimsmetið í skyráti, ef uppruna-
landið er ekki talið með. Ari Edwald,
forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir
að dregið hafi úr aukningunni í Finn-
landi og á hinum löndunum á Norð-
urlöndunum, markaðirnir séu í
nokkru jafnvægi. Hins vegar sé góð
stígandi í útflutningi á skyri til Bret-
lands og Sviss „og við trúum því að
innan fárra ára munum við geta selt
þangað 4-5 þúsund tonn af íslensku
skyri“, segir Ari. Þá gangi samstarf-
ið um sölu á skyri í Bandaríkjunum
samkvæmt áætlun. Í heild sé sala á
íslensku skyri erlendis í samræmi
við áætlanir.
„Það er einnig mjög jákvætt að við
erum að sjá hér innanlands einhverja
mestu aukningu í skyrsölu sem verið
hefur í mörg ár. Söluaukning fyrstu
sjö mánuðina er 30% í magni, miðað
við fyrra ár, og við erum vissir um að
erlendi ferðamaðurinn skýri hluta
þeirrar aukningar,“ segir Ari.
Yrði framleitt ytra
Mikill þungi er núna í fyrirspurn-
um frá fjarlægari mörkuðum en
einnig frá fleiri löndum í Evrópu. Ari
nefnir sem dæmi Þýskaland, Kína,
Ástralíu, Japan, Ungverjaland,
Frakkland og Tékkland. Stjórnend-
ur MS voru nýlega á ferð í Rússlandi
vegna slíkra fyrirspurna og hingað
hafa meðal annars komið fulltrúar
frá fyrirtækjum í Ástralíu og Kína til
að kanna möguleika á samstarfi.
„Það er mikil hefð fyrir mjólkur-
neyslu á öllum þessum svæðum en
aðstæður geta verið mismunandi.
Rússar hafa áhuga og eru hvattir til
að framleiða meira af búvörum
heima fyrir. Þeir hafa ef til vill tekið
eftir vinsældum skyrs í Finnlandi.
Við erum að skoða samstarf þar af
mikilli alvöru,“ segir Ari.
Ef af yrði myndi skyr verða fram-
leitt í Rússlandi, samkvæmt ís-
lenskri uppskrift. Sama er uppi á
teningnum í Ástralíu og Kína.
Fulltrúar ástralskrar smásölukeðju
hafa komið hingað og óskað eftir
samstarfi um framleiðslu á skyri.
Telur Ari víst að Ástralarnir hafi
fylgst með markaðssetningu á ís-
lensku skyri í Bretlandi.
Fellur vel að tískustraumum
„Það er margt sem vinnur með
skyrinu í alþjóðlegum neyslu-
stefnum og straumum. Fólk kallar
eftir hollum afurðum með lítilli fitu
og kolvetnum en miklu próteininni-
haldi, vörum sem er þægilegt að
neyta og eru saðsamar og bragðgóð-
ar. Skyrið hittir algjörlega í mark
varðandi alla þá þætti sem nútíma-
fólk lifir og hrærist í,“ segir Ari.
Hann tekur fram að það taki tíma
að koma framleiðslu á nýja markaði,
jafnvel líði ár frá fyrstu þreifingum
og þar til skyr er komið í hillur versl-
ana. „MS gerir kröfur um gæði og að
framleiðslan sé nákvæmlega eftir
forskrift fyrirtækisins og að við
skyrgerðina sé unnið eftir íslenskum
skyrkúltúr sem MS hefur þróað í
samstarfi við Matís og erlenda aðila
þannig að unnt sé að fara eftir hon-
um í framleiðslunni og tryggja að
skyrið sé eins og að á að vera,“ segir
Ari.
Áhugi á skyri á fjarlægum mörkuðum
Viðræður við Rússa, Ástrala og Kínverja Góð stígandi í
útflutningi til Bretlands og Sviss 30% aukning innanlands
Kynning Sala á íslensku skyri í Bretlandi eykst stöðugt en það var fyrst
kynnt í verslunum Waitrose í byrjun síðasta árs.
Ljósmynd/Simona Susnea
Skyr Vinsældirnar aukast stöðugt.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Aðstæður við jöklana og í fjörunum
breytast dag frá degi og við því þarf
að bregðast. Bæta
verður merkingar
og með fræðslu
gera ferðamönn-
um hættuna ljósa.
Viðleitni í þá átt
hefur tvímæla-
laust skilað ár-
angri,“ segir Víðir
Reynisson, lög-
reglufulltrúi á
Suðurlandi, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Fulltrúar lögreglu ætla í vikunni að
ræða við fulltrúa þeirra ferðaþjón-
ustufyrirtækja sem eru með ferðir
við Sólheimajökul, þangað sem
hundruð ferðamanna koma á hverj-
um degi.
Frá bílastæði eru nokkur hundruð
metrar að jökulsporðinum, hvaðan
má svo ganga inn á jökulinn sjálfan.
Víðir segir lögreglu og björg-
unarsveitamenn telja að mestu óhætt
þegar fólk fer þarna um vel búið og
hefur leiðsögn.
Einir á ferð eru í hættu
„Okkar áhyggjur beinast fyrst og
síðast að fólki sem þarna er eitt á ferð
og fer út fyrir markaða stíga, skeytir
ekki um viðvörunarmerki og svo
framvegis. Við höfum upplýsingar um
minniháttar óhöpp sem þarna verða
en sumt er þó alvarlegra,“ segir Víðir.
Í því sambandi nefnir hann slys
sem varð um miðjan júlí síðastliðinn
þegar erlendur ferðamaður slasaðist
alvarlega. Sá var á gangi á hjalla ofan
við stíginn inn Sólheimajökli og féll
þar tugi metra. Þá má nefna slys árið
2011 þegar ungur Svíi féll niður í
sprungu á jöklunum og lést þar vegna
ofkælingar, en misvísandi upplýs-
ingar réðu því að björgunarliðar kom-
ust ekki á staðinn í tíma.
Víðir Reynisson segir ennfremur
að brugðist hafi verið við aðstæðum
við Sólheimajökul með ýmsu móti.
Megi þar nefna styrkingu Tetra-
kerfisins, sem gegnir veigamiklu
hlutverki í öllum fjarskiptum við
björgunaraðgerðir.
Að sögn Benedikts Bragasonar í
Sólheimakoti, sem rekur ferðaþjón-
ustu Arcanum, er Sólheimajökull afar
kvikur. „Það eru um 20 ár síðan ég
fluttist hingað og ég gæti trúað að á
þeim tíma hefði jökullinn gengið til
baka um einn kílómetra. Til framtíðar
litið er því ögrandi verkefni að koma
fólki í jöklaferðir. Það er alltaf hætta
á íshruni og vegna bráðnunar mynd-
ast pyttir og svelgir á jöklum.“
Minni vá í Reynisfjöru
Snemma á þessu ári varð banaslys
í Reynisfjöru í Mýrdal en þá fórst
japanskur ferðamaður sem lenti í
brimsogi er hann gekk of langt fram í
flæðarmálið. Lögregla var með varð-
stöðu á þessum slóðum fyrstu vik-
urnar á eftir en í kjölfarið var komið
upp merkingum á svæðinu hvar vakin
var athygli á hættunum.
„Á veturna er mikill brimþungi
þarna sem étur upp fjöruna. Á sumr-
in þegar aldan er léttari hleðst upp
sandur, svo nú nær fjaran þarna
kannski 70 til 100 metra lengra út en í
fyrravetur. Váin er því ekki söm og
var,“ segir Víðir. Hann segir að í heild
þurfi þó sífellt að fylgjast með fram-
vindunni og síbreytilegu landi með
tilliti til slysahættu – og nefnir í þessu
sambandi Víkurfjöru, Skaftafell og
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Hætta í breyttu landi
Sólheimajökull hopar en Reynisfjara hleðst upp Nýtt
land á hverjum degi Bæta þarf merkingar og fræðslu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sólheimajökull Upplýsingaskiltið stóð á sínum tíma við jaðar jökulsins, sem nú hefur hopað um hundruð metra.
Reynisfjara Fjöldi fólks var
þar um helgina. Hætta er minni.
Víðir Reynisson
„Stofninn virðist standa vel og dýr
sem veiðast að undanförnu virðast
vel á sig komin,“ segir Jóhann Gutt-
ormur Gunnarsson hjá Umhverf-
isstofnun á Egilsstöðum. Hann er
umsjónarmaður með hreindýra-
veiðinni þar eystra sem hófst 15.
júlí. Nú þegar hafa veiðst rúmlega
120 dýr en í kvótanum eru um 1.300
skepnur.
Veiði á törfum hófst 15. júlí og á
kúm 1. ágúst – en veiðitímabilið
stendur fram í miðjan september
„Menn ættu að öllu eðlilegu að vera
komnir með eitthvað fleiri tarfa en
nú er. Annað í þessu er alveg sam-
kvæmt bókinni,“ segir Jóhann.
Hreindýrakvótinn á Austurlandi
í ár er 1.300 dýr og þar eru alls 9
veiðisvæði undir. Mest tilheyrir
svæði 7 sem spannar Djúpavogs-
hrepp; það er svæðið frá Öxi að
Lónsheiði. Þar má í ár veiða 355
dýr – og á föstudag höfðu þar 32
verið felld. Á svæði 1, sem er það
annað stærsta, er kvótinn 170 dýr
og tíu eru fallin. Það svæði nær frá
Vatnajökli til norðurs, gróflega
milli Jökulsár á Fjöllum og Jökuls-
ár á Dal og þaðan allt norður í Þist-
ilfjörð.
Almennt hefur viðrað vel til
hreindýraveiða að undanförnu þótt
þokuslæðingur upp til heiða hafi á
stundum truflað. sbs@mbl.is
Fleiri tarfar ættu
að vera veiddir
Hreindýraveiði þykir fara vel af stað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hyrnt Hreindýr í Berufirði þar sem
stór stofn dýra er að staðaldri.