Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 6
6 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á Miðnesheiði eru miklir mögu- leikar til uppbyggingar. Fyrir byggðir hér á Suðurnesjum er mikilvægt að greiða úr ýmsu varðandi skipulagsmál og móta stefnu um uppbyggingu svæð- isins, svo hefjast megi hefjast handa um framkvæmdir vegna at- vinnustarfsemi,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði. Sveitarfélögin Garður, Sand- gerðisbær og Reykjanesbær skip- uðu í vor fulltrúa stýrihóps til þess að skoða ýmis mál varðandi Miðnesheiðina og vinna að stefnu- mótun um svæðið. Umrætt svæði liggur innan sveitarfélaganna þriggja og hafa þau hvert um sig skipulagsvald innan sinna marka. Landið er hins vegar í eigu rík- isins sem leysti það til sín með eignarnámi þegar Varnarliðið kom til Íslands árið 1951 og fram- kvæmdir við uppbyggingu her- stöðvar og Keflavíkurflugvallar hófust. „Í þessu verkefni þarf rík- ið að koma í samstarf með sveit- arfélögum. Allir eiga hér hags- muni undir, því fyrirtæki til dæmis í flug- og ferðaþjónustu eru áfram um að þar megi reisa til dæmis verslanir, afgreiðslu- stöðvar fyrir bíla og flugvélar, hótel og sitthvað fleira,“ segir Magnús. Akurinn var óplægður Samfélagið í Garði hefur breyst mikið á undanförnum ár- um, segir Magnús sem hefur verið bæjarstjóri þar frá 2012. „Sjávar- fremur að nú sé framtakssamir menn í Garði að reisa þar 24 her- bergja hótel sem opnað verði snemma á næsta ári og gangi allt upp verði það stækkað fljótlega. – Á Reykjanesinu er svo orðið nauðsynlegt að huga að ýmsu varðandi samgöngumál á svæð- inu. Það segir Magnús að gerast mætti til dæmis með því að leggja hjólreiðastíga milli byggðakjarna með tengingu við flugstöðina. Íbúum fjölgar „Starf alþingismanns, ráð- herra og bæjarstjóra er fyrst og síðast þjónusta við fólk. Greina þarf hvar bæta þarf úr og finna svo lausnir. Það er líka ánægju- legur þáttur í starfinu að geta greitt götu fólksins sem kemur til mín sem bæjarstjóra með alls- konar erindi, lítil sem stór, sem finna þarf lausn á,“ segir Magnús bæjarstjóri og fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra. „Rekstur sveitarfélagsins er í jafnvægi og sveitarsjóður er skuldlítill. Við getum því boðið góða þjónustu; hér eru góðir leik- og grunnskólar, íþróttaaðstaða og fleira. Hvernig til tekst í starf- inu með íbúum birtist svo alltaf að einhverju marki í íbúatölum. Nú eru Garðbúar að verða 1.500 og hefur fjölgað um 60 á þessu ári eða um 4%. Margir veit ég að hafa flust hingað því hér bauðst hús- næði á þægilegu verði, hér eru búsetuskilyrði og stutt í atvinnu. Það eru því margar samverkandi ástæður sem ráða því að hér í Garðinum gengur okkur flest eða allt í haginn.“ Magnús Stefánsson er bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á Garðskaga Starf alþingismanns, ráðherra og bæjarstjóra er þjónusta, segir Magnús Stefánsson bæjarstjóri. Miklir möguleikar eru á Miðnesheiðinni  Magnús Stefánsson er fæddur árið 1960. Hann fór í Samvinnuskólann á Bifröst, eftir nám varð hann fljótlega bæjarritari í Ólafsvík og seinna bæjarstjóri í Grundarfirði. MBA frá Háskóla Íslands.  Magnús sat á Alþingi nær óslitið frá 1995-2009. Félags- málaráðherra 2006 til 2007. Bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði frá 2012. Hver er hann? útvegurinn var lengi ákveðinn burðarás atvinnulífs í Garði, en nú er þetta ekki síður orðinn ferðamannastaður. Þegar ég kom hingað til starfa gerði ég mér strax ljóst að hér væri óplægður akur í ferðaþjónustu, en þó mikil tækifæri. Bæjarstjórnin vann stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu sem skilaði okkur hugmyndum sem nú verða að veruleika, ein af annarri,“ segir Magnús og heldur áfram: „Á hverju ári koma þúsundir ferðamanna á Garðskaga. Þar var í sumar opnað lítið kaffihús í gamla vitanum. Nýr og glæsi- legur veitingastaður í húsnæði byggðasafnsins verður opnaður á næstunni og í Garðskagavita verða settar upp sýningar. Þá verður sérstaklega hugað að þjónustu við fjölmarga ferðamenn sem koma á hverju ári á Garð- skaga til að sjá norðurljósin,“ seg- ir Magnús. Hann getur þess enn- Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Jú, við þekkjum sögur af því að sum viðskipti íslenskra útflytjenda og innflytjenda hafi farið illa,“ seg- ir Ingólfur Sveinsson, fjármála- stjóri Íslandsstofu sem ýtti úr vör rannsókn á útflutningskostnaði ís- lenskra fyrirtækja og sækist nú eftir reynslusögum um hversu háum fjárhæðum útflytjendur tapa árlega vegna vanefnda og/eða svika erlendra kaupenda annars vegar og birgja hins vegar. Verk- efnisstjóri rannsóknarinnar er Sunna Björg Gunnarsdóttir og er hugmyndin að hún leiti leiða til að lágmarka eða koma í veg fyrir að útflytjendur verði fyrir tapi. Af 50 dollara viðskiptum geta 30 dollarar bæst við í kostnað „Þetta er tvískipt. Annars vegar það sem snýr að banka- og milli- færslukostnaði. Hins vegar því þegar neitað er að borga við af- hendingu,“ segir Ingólfur. „Ef við kíkjum á fyrra dæmið þá er ég fjármálastjóri hjá Íslandsstofu og hef lent í því að borga reikninga upp á 50 dollara og kostnaðurinn af því er kannski 30 dollarar, þetta er voða skrítið. Fyrir lítil fyrirtæki getur þetta verið gríðarlegur kostnaður. Við sendum einhverjar vörur eitthvert langt, og ef það fer í gegnum nokkra banka og getur kostnaðurinn verið jafnvel helm- ingurinn af upphæð reikningsins. Einmitt smærri upphæðirnar sýna þetta oft sem best. Hugmyndin er að komast til botns í þessu og athuga hvort það séu betri leiðir færar; kannski hægt að finna leiðir sem eru ódýr- ari? Markmiðið er að menn þurfi ekki alltaf að læra af eigin mistök- um heldur geti lært af mistökum annarra og forðast gildrurnar,“ segir Ingólfur. Komið verr fram við íslenska útflytjendur? Á næstu mánuðum verða tekin viðtöl við fyrirtæki í útflutningi til að safna reynslusögum og verður síðan unnið úr þeim gögnum og greindar aðferðir til að lækka óþarfa kostnað tengdan útflutn- ingi. Skýrslan á að koma út í nóv- ember og verður unnið úr gögn- unum og leitað að aðferðum til að lækka óþarfa kostnað tengdan út- flutningi. „Já, markmiðið er að komast að því hvort það sé komið verr fram við íslenska útflytjendur heldur en aðra,“ segir Sunna Björg Gunn- arsdóttir verkefnisstjóri. „Næstu mánuði munum við safna upplýs- ingum og reynslusögum frá fyrir- tækjum í þessu fagi. Ísland er lítið land og við viljum komast að því hvort það skaði okkur í útflutningi eða innflutningi og ef svo er hvort ekki sé hægt að laga það,“ segir Sunna. Vilja lágmarka tap útflytjenda  Íslandsstofa lætur rannsaka útflutningskostnað íslenskra fyrirtækja  Spurt um vanefndir og svik „Mig grunar að kostnaðurinn við ein- hyrninginn muni enda í 2 milljónum króna. Það er allt saman borgað úr eigin vasa, ég splæsi í þennan gjörning, þetta er styrkur minn til Hinsegin daga.“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem sigldi fallegum einhyrningi í gleðigöngunni á laugardag og vakti hann mikla athygli enda engin smá- smíði. „Ég borgaði einhyrninginn því það er tekið fyrir það að þiggja styrki inn í atriði í göngunni. Við tókum þessa ákvörðun í árdaga hátíðarinnar. Það er vegna reynslu okkar af öðrum göngum í heiminum. Þar mætir þú í gleðigöngu og veist varla hvort þú sért að horfa á vagna eða bjórauglýs- ingu. Þá er allur pólitískur broddur farinn úr göngunni. Um leið og þú ert búinn að þiggja hjálp frá einhverjum auglýsanda þá vill hann fá sitt. Þetta er bara hluti af þessu, ég borga glaður svona gjörning. Við vor- um með stóran svan um árið, vík- ingaskip í fyrra og núna einhyrning- inn. Þetta hefur yfirleitt kostað um tvær milljónir króna. Þetta er leik- sýning á hjólum. Það er verið að setja á svið ágætis leiksýningu fyrir þessa upphæð. Eini munurinn er sá að þennan gjörning sjá hundrað þúsund manns í einu og aðgangur er ókeyp- is.“ Einhyrningurinn verður bráðum rifinn í sundur Nú er þetta mikil og falleg smíði, verður hann notaður í eitthvað ann- að? „Nei, við verðum að rífa hann, hann verður ekki notaður aftur. En hann stendur ennþá við Selja- veg 2 fyrir aftan Héðinshúsið og þar er enn straumur fólks að láta taka myndir af sér við einhyrninginn. Hann mun standa þarna í nokkra daga áður en við tökum hann í sund- ur.“ Þetta hefur tekið sinn tíma að smíða þetta, afhverju ákvaðstu að hafa einhyrning? „Ég byrjaði að kaupa inn hráefnið í einhyrninginn í apríl. En mestu skipti að hafa svona gott teymi í kringum mig. Ég verð að þakka sérstaklega manninum sem rak þetta verkefni áfram, Hilmari Páli Jóhannessyni. Hann er mikill listamaður, hönnuður, smiður og verkstjóri. Kraftaverkamaður í einu orði sagt. Ef uppskera verkefnisins er sú að það séu hundrað þúsund brosandi andlit þarna úti eða að einhver ein manneskja nái punktinum með gjörn- ingnum þá er takmarkinu náð. Einhyrningurinn er táknmynd hin- segin fólks. Þetta er ævintýrahetja og goðsögn, ekkert ólíkur huldufólkinu og því hvernig það var áður notað til að lýsa hinsegin fólki, enda var huldu- fólk ekki eins og fólk er flest. Einhyrningurinn er bæði ofsalega stór og stæltur en getur líka verið mjög kvenlegur. Hann notar styrkleika sinn til að hlaupa, prjóna og er þvílíkur vinnu- þjarkur, sumir þeirra geta líka flogið og ef þú passar þig ekki geta þeir líka stungið þig. En hann er alltaf fal- legur, glæsilegur og „gordjöss“. Hann er ekki hræddur við neitt, hann skammast sín ekki fyrir neitt. Hann er með sjálfsvirðinguna í lagi. Vill ekkert hrós og enga vorkunn.“ borkur@mbl.is Borgaði allt saman sjálfur  Einhyrningurinn vakti mesta athygli Morgunblaðið/Ófeigur Geðigangan 2016 Páll Óskar Hjálmtýsson var eins og drottning í göngunni uppi á fallegum einhyrningi sem vakti mikla athygli enda engin smásmíði. Páll Óskar Hjálmtýsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.