Morgunblaðið - 08.08.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500
• Frí heimsending lyfja
• Góð kjör fyrir eldri
borgara og öryrkja
• Gerðu verðsamanburð
• Lyfjaskömmtun á góðu verði
góð þjónusta
ogPersónuleg
Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00
Heilbrigð skynsemi
Heilsugæsla
efra Breiðholts
Gerðuberg
Lyf á lægra verði
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Urriðaholtsskóli, nýr leik- og grunn-
skóli í Urriðaholti í Garðabæ, mun
ekki taka til starfa í haust, líkt og
ráðgert var, en ástæðan er sú að enn
sem komið er eru mjög fá börn í
hverfinu.
„Í dag eru sextán börn á aldrinum
0-16 ára með lögheimili í Urriðaholti.
Börn á grunnskólaaldri í Urriðaholti
fara í aðra skóla í Garðabæ þar til
skólinn í hverfinu tekur til starfa og
eins hafa leikskólabörn þar fengið
pláss í öðrum leikskólum,“ segir í
skriflegu svari frá Garðabæ.
Fyrsti áfangi skólans, um 5.300
fermetrar, er þó risinn og næsta
skref er að klæða húsið að utan. Í
honum eru 250 pláss fyrir börn á
grunnskólaaldri og um 100 heils-
dagspláss fyrir leikskólabörn. Í
fyrsta áfanganum verða leikskóli, al-
menn kennslurými, bókasafn og
stjórnunarrými skólans.
Í heild er gert ráð fyrir um 640
plássum fyrir grunnskólabörn og
plássum fyrir 120 leikskólabörn.
Í svari Garðabæjar segir að stefnt
sé að því að opna skólann á árinu
2017.
„Garðabær fylgist vel með þróun
mála í hverfinu og fjölda barna þar
með það að markmiði að skólinn taki
til starfa um leið og fjöldi barna gef-
ur tilefni til,“ segir í svarinu.
Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upp-
lýsingastjóri Garðabæjar, segir að
búist sé við nokkurri fjölgun í hverf-
inu þar til skólinn verði opnaður.
„Þetta verður metið eftir fjölgun á
börnum. Það eru margir að byggja
og flytja inn núna á næstu mánuðum.
Það mun fjölga mikið á næstu tveim-
ur árum,“ segir hún.
Nýr leikskóli í Úlfarsárdal
Ráðgert að fyrsti áfangi nýrrar
byggingar Dalskóla í Úlfarsárdal í
Reykjavík, leikskóli, verði tekinn í
notkun í haust. Árið 2017 er ráðgert
að fyrsti hluti grunnskólans verði
tekinn í notkun og í heild árið 2018.
Í skriflegu svari frá Reykjavíkur-
borg segir að leikskólinn verði tek-
inn í notkun um tveimur vikum síðar
en áætlað var, eða um mánaðamótin
ágúst/september nk.
„Nemendaspá haustsins gerði ráð
fyrir 177-222 börnum í grunnskóla-
hluta Dalskóla en þar sem uppbygg-
ing hverfisins er í fullum gangi er
nokkuð erfiðara að spá fyrir um
nemendafjölda. Í júlí voru 160 nem-
endur skráðir í skólann en búist er
við að þeim fjölgi töluvert núna þeg-
ar grunnskólarnir taka til starfa eftir
sumarleyfi,“ segir í svarinu, en ekki
er gerð árleg spá um fjölda leik-
skólabarna í Reykjavík.
Búist er við hraðri fjölgun nem-
enda í skólanum á næstu fimm árum.
„Þá gætu nemendur í grunnskóla-
hluta Dalskóla orðið ríflega 300 að
fimm árum liðnum. Töluverð óvissar
er þó enn um uppbyggingarhraða og
innflutning í hverfið,“ segir í svarinu.
Dalskóli verður hluti alhliða þjón-
ustumiðstöðvar fyrir íbúa í Úlfars-
árdal, þar sem meðal annars verður
almenningsbókasafn, íþróttastarf-
semi og sundlaug.
Ljósmynd/Garðabær
Urriðaholt Fyrsti áfanginn hefur um 250 pláss fyrir grunnskólabörn og um 100 heilsdagspláss fyrir leikskólabörn.
Nýr grunnskóli tekur
ekki til starfa í haust
Of fá börn til að Urriðaholtsskóli verði tekinn í notkun
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Úlfarsárdalur Dalskóli verður hluti alhliða hverfismiðstöðvar fyrir íbúa Úlf-
arsárdals. Leikskólinn verður tilbúinn til notkunar um næstu mánaðamót.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Þetta er ákveðið af hverjum leik-
skóla fyrir sig, það er ekkert boð
að ofan um það hvenær leikskólar
eiga að fara í frí,“ segir Sigrún
Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi
Skóla- og frístundasviðs Reykja-
víkurborgar.
En margir foreldrar sem þurfa
einmitt að vinna mikið í júlí pirra
sig yfir því að allir leikskólar
Reykjavíkur skuli einmitt loka á
þeim tíma.
„Þetta er samkvæmt reglum um
leikskólaþjónustu að börn fái 20
daga frí. Leikskólastjóri ákveður
hvenær þessir frídagar eru að
höfðu samráði við foreldraráð leik-
skólans. Þetta er bara samkvæmt
reglugerð og leikskólalögum.
En er ekki fráleitt að öllum leik-
skólum borgarinnar sé lokað á
sama tíma, því sumir foreldrar eru
hvað mest uppteknir í vinnu í júlí-
mánuði?
„Það var sumaropnun í leikskól-
anum Hagaborg og hann hafði
ákveðna sérstöðu hvað það varðar,
en það er ekki í ár. En þessar lok-
anir eru ekki á nákvæmlega sama
tíma, þú getur séð lista yfir lok-
anir leikskólanna á vef borg-
arinnar, en þetta er mjög svipað
tímabil hjá þeim öllum.“
Þegar listi yfir lokanir leikskól-
anna er skoðaður sést að lang-
flestum leikskólanna er lokað í
fyrstu eða annarri viku júlí-
mánaðar en þeir hefja starfsemi
síðan aftur í byrjun ágúst. Örfáar
undantekningar eru þar sem leik-
skólanum er lokað í blálok júní-
mánaðar og opnaður aftur í seinni
hluta júlímánaðar.
Setja hagsmuni barnsins frek-
ar en fyrirtækisins í forgang
Þetta kerfi er varla byggt upp
með hagsmuni barna og foreldra í
huga, er þetta ekki bara byggt
upp með hagsmuni leikskólakenn-
ara og kerfisins í huga?
„Ég get ekki svarað því,“ segir
Sigrún.
Þegar formaður Félags stjórn-
enda leikskóla, Ingibjörg Krist-
leifsdóttir er spurð sömu spurn-
ingar segir hún: „Það er
mismunandi á milli sveitarfélaga
hvernig kerfið er en almenna regl-
an er sú að börnin eiga rétt á sam-
felldu 4 vikna sumarfríi. Sum
sveitarfélög hafa lokað í 6 vikur
samfleytt en í Reykjavík er svig-
rúm til þess að velja beggja vegna
við 2-3 vikna lokun að því að ég
best veit. Leikskólakennarar og
annað starfsfólk á allt að 6 vikur í
sumarfrí en það er alltaf nokkur
hópur sem á ekkert og upp í
nokkra daga.
Það er því ekkert endilega hags-
munir starfsmanna að allir séu
skikkaðir í frí á sama tíma. En það
eru ótvírætt hagsmunir barnanna
að það sé ákveðinn rammi um upp-
haf og endi skólaársins og það er
örugglega talsverð fjárhagsleg
hagræðing af lokun.
Leikskólinn er menntastofnun
sem á að setja hagsmuni barna í
fyrsta sæti.
Kerfið á að laga sig að þörfum
barna en ekki öfugt.
Vinnuveitendur verða að taka
tillit til þess að börn starfsmanna
þurfi sumarfrí. Pólitíkin sér leik-
skólann gjarnan sem þjón-
ustustofnun fyrir vinnumarkaðinn
en leikskólakennarar líta fyrst og
fremst á hann sem menntastofnun.
Það reynir á stórfjölskyldu og
vini þegar foreldrar ungra barna
verða að vinna á lokunartíma leik-
skóla og vinnuveitendur verða að
vera sveigjanlegir og skilnings-
ríkir, en það hlýtur að vera sjálf-
sagður réttur hvers barns að fá
a.m.k. 4 vikur í sumarfrí frá leik-
skóla. Það á að vera útgangs-
punkturinn hvernig sem útfærslan
er.“
Leikskólakennarar myndu
vilja annan tíma fyrir frí
Þegar talað er við formann Fé-
lags leikskólakennara, Harald
Frey Gíslason, segir hann að þessi
mál komi ekki mikið inn á borð fé-
lagsins. „Þetta er í höndum sveit-
arfélaganna hvenær þau loka og
hvenær ekki.
Ef sveitarfélög fara að hafa opið
um sumar þá veit ég ekki hvernig
þau ætla að leysa starfsmanna-
málin sín.
Ég sem foreldri er ekki spennt-
ur fyrir því að fá skólakrakka til
að leysa leikskólakennarana af.
Einhvers staðar verða starfsmenn-
irnir að koma frá.
Þetta eru viðkvæmar stofnanir,
þetta eru ung börn sem eru við-
kvæm fyrir breytingum. Aftur á
móti veit ég að leikskólakennarar
væru án efa til í að geta ákveðið
hvenær á orlofstímabilinu þeir
færu í sumarfrí. Þetta er mjög
flókið en það er ekki ein hlið á
þessu.“
Sveitarstjórnir
ráða lokunum
Pirrings gætir hjá sumum foreldr-
um út af sumarlokunum leikskóla enda
eru þær allar í júlímánuði
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Börnin hafa gaman af leikskólanum en ekki eru allir foreldrar
ánægðir með að flestum leikskólum í Reykjavík er lokað á sama tíma.
Miklu meiri líkur
eru á því en áður
að Geirfinns-
málið verði af-
greitt óupplýst
nú en áður. Þetta
segir Ómar Þ.
Ragnarsson
fréttamaður sem
hefur sent frá sér
bókina Hyldýpið,
sem fjallar um Geirfinnsmálið.
Hann skrifaði bókina að mestu fyrir
14 árum og byggir hana að stærst-
um hluta á viðtölum við eina per-
sónu, sem „lýsir mannshvarfi á
hendur sér í lok bókar“ og „varð að
leiksoppi örlaganna með því að
dragast inn í þennan hræðilega at-
burð“, segir í formála Hyldýpisins.
Ómar segir bókina uppgjör
tveggja persóna sem komu að mál-
inu. Spurður hvort bókin varpi ljósi
á hvað raunverulega gerðist, segir
hann lesendur verða að meta það.
Ómar með Hyldýpið
um Geirfinnsmál
Ómar Ragnarsson