Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
ERU ÞAÐ HEITU
LAUGARNAR?
„
“
HVERNIG KEMST 330.000
MANNA ÞJÓÐ Á EM?
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VANDINN LIGGUR
OFT HJÁ OKKUR
SJÁLFUM.
SAMÞYKKIR ÞÚ
KYNFERÐISOFBELDI?
Stykkishólmi | Amtsbókasafnið í
Stykkishólmi, sem var stofnað ár-
ið 1847, mun flytja í ný húsakynni
á næsta ári. Í vikunni var tekin
fyrsta skóflustunga að viðbygg-
ingu við Grunnskólann í Stykkis-
hólmi. Með nýbyggingunni mun
Amtsbókasafnið tengjast starf-
semi Grunnskólans og verður
skólabókasafnið sameinað rekstri
Amtsbókasafnsins. Nýja bygg-
ingin mun auka rými skólans sem
mikil þörf er á.
Bæjarstjórn tók ákvörðun um
að sameina rekstur skólabóka-
safnsins og Amtsbókasafnsins í
þeim tilgangi að auka hagræðingu
og bæta aðstöðu. Var skipaður
sérstakur vinnuhópur um verk-
efnið á síðasta ári sem hefur unn-
ið að því að endurskipuleggja hús-
næði Grunnskóla Stykkishólms,
Tónlistarskóla Stykkishólms og
bókasafnanna tveggja.
Ákveðið var að byggja í tveimur
áföngum við grunnskólann. Fyrsti
áfangi er húsnæði sem er ætlað
Amtsbókasafninu og grunnskól-
anum.
Hraðar hendur við
stærsta verkefnið
Nýja byggingin verður um 550
fermetrar að stærð. Leitað var
tilboða í verkið og lægsta tilboð
kom frá Skipavík ehf. í Stykkis-
hólmi sem mun skila húsinu til-
búnu til notkunar. Vertaki ætlar
sér að hafa hraðar hendur og
ljúka verkinu eftir rúmt eitt ár.
Verklok verða því í september
2017 og mun þá öll aðstaða í
grunnskólanum batna til muna
þegar bókasöfnin verða sameinuð
og Amtsbókasafnið opnað á nýjum
stað.
Samkvæmt tilboði er áætlaður
kostnaður við framkvæmdina 247
milljónir króna.
Bygging bókasafnsins er
stærsta verkefni Stykkishólms-
bæjar frá því fyrir 10 árum er nýr
leikskóli var byggður og tekinn í
notkun.
Núverandi húsnæði bókasafns-
ins í miðbænum hefur verið selt
og þar munu ný hús rísa á næstu
árum.
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
á sér merka sögu. Á næsta ári eru
liðin 170 ár síðan það var stofnað
að undirlagi Bjarna Thorsteins-
sonar, amtmanns í Vesturamtinu.
Amtsbókasafnið var rekið af Amt-
inu og síðar af sýslunefnd Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu.
Þegar sýslunefndir voru lagðar
niður árið 1986 tók Stykkishólms-
bær við safninu og húsnæði þess.
Síðan hefur Amtsbókasafnið verið
rekið sem almenningsbókasafn á
vegum Stykkishólmsbæjar.
Bókasöfn sameinuð í Stykkishólmi
Vinna hafin við nýja
byggingu við Grunn-
skólann og verður hún
tilbúin að ári
Morgunblaðið/GunnlaugurSkóflustungan Konur voru í aðalhlutverkum: Ragnheiður Valdimars-
dóttir, Hafdís Bjarnadóttir og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir. Framkvæmdir Byggt verður við hús Grunnskólans í Stykkishólmi.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Talsmenn óbreyttrar nýtingar
beita klassískum aðferðum afneit-
unarfræðinnar,
sem felast meðal
annars í því að sí-
fellt er krafist
meiri rannsókna
og gagna þrátt
fyrir að vel rök-
studd sérfræði-
álit og viðamikil
gögn liggi fyrir
um ástand lands-
ins,“ segir Ólafur
Arnalds, prófessor við Landbúnað-
arháskóla Íslands í leiðara í nýjasta
hefti tímaritsins Náttúrufræðings-
ins.
Þar ræðir hann sauðfjárbeit og
segir hana ekki vera með skynsöm-
um hætti. Hann segir stóra hluta
landsins illa gróna, einkum á gos-
beltinu og öðrum svæðum þar sem
jarðvegi er allra hættast við rofi.
„Auðnir eru vitaskuld ekki hæfar til
beitarnýtingar, þar eru hringrásir
orku, næringar og vatns rofnar,
virkni vistkerfanna er hrunin,“ seg-
ir Ólafur.
En í greininni er hann líka gagn-
rýninn á nýgerðan búvörusamning
sem hann telur að muni leiða til
fjölgunar sauðfjár og enn meiri
beitar.
Fólki blöskrar ástandið
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Ólafi sagði hann að verst væru
svæðin við Langjökul, eystra gos-
beltið frá Þjórsá og austur úr að
Vatnajökli, Hornafirði og fyrir
norðan Vatnajökul. Þetta séu dap-
urlegustu svæðin. Gróðurhulan get-
ur alveg farið niður í fimm prósent
á þessum svæðum.
En hvað veldur tregðu kerfisins
við að bregðast við þessu?
„Það er margt, það er ekki hægt
að benda á eitthvað eitt. Það er mis-
vægi atkvæða í landinu. Þriðjungur
þingmanna er tengdur þessu kerfi,
hefur verið bóndi eða tengdur land-
búnaði með einhverjum hætti á
meðan hlutfall landsmanna sem er
tengt þessu kerfi er kannski ekki
nema fimm prósent. Bændasamtök-
in eru mjög öflug,“ segir Ólafur sem
heldur úti heimasíðu um málefnið
sem nefnist moldin.net.
„Þeir sem að kynna sér þessi mál
þeim blöskrar hver staðan er.
Mér þykir vænt um sveitina og þá
menningu sem henni fylgir en mér
finnst að það þurfi að vera vit í
stuðningi samfélagsins við þessa
grein.
Það er ekki gott fyrir neina at-
vinnugrein að vera helg kýr. Þetta
er að koma greininni í koll núna,
hún er orðin verulega á skjön,“ seg-
ir Ólafur.
En í leiðaranum bendir hann á að
stuðningsgreiðslur samfélagsins
séu gríðarlega miklar til sauðfjár-
bænda en taki ekki tillit til ástands
landsins nema að litlum hluta. Að
réttur sauðfjáreigenda til að beita á
annars land sé furðulegur en lög um
fjallskil og lausagöngu búfjár séu
úrelt.
Að mati Ólafs neita forsvarsmenn
atvinnugreinarinnar að horfast í
augu við breytta tíma, minnkandi
neyslu og nauðsyn þess að laga
framleiðsluna að þörfum og land-
kostum.
Sauðfjárbændur afneita vandanum
Prófessor gagnrýninn á sauðfjárbeit Telur búvörusamninginn leiða til fjölgunar sauðfjár
Morgunblaðið/Golli
Landið Fallega rollan getur orðið vandamál þegar um ofbeit er að ræða.
Ólafur Arnalds
—með morgunkaffinu