Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 15

Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Óstöðvandi með Gerber Bear Grylls Gerber Bear Grylls hnífar og fjölverkfæri eru heimsþekktar, amerískar gæðavörur. Hnífur GERBER Bear Grylls Ultimate Knife ™ Verð: 8.370 kr. Fjölverkfæri GERBER Bear Grylls Ultimate Multi-Tool™ Verð: 9.114 kr. Borin hafa verið kennsl á árásar- manninn sem særði tvær lögreglu- konur með sveðju fyrir utan lög- reglustöð í borginni Charleroi í Belgíu á laugardag og var á endan- um skotinn til bana af þriðju lög- reglukonunni. Hann er 33 ára gamall maður frá Alsír, á sakaskrá og geng- ur undir skammstöfuninni K.B. Hann hefur búið í Belgíu frá árinu 2012 en hann hefur aldrei verið tengdur við hryðjuverk áður. Þetta staðfestu saksóknarar í borginni í gær eins og fram kemur í frétt AFP. Lögreglukonurnar komust lífs af. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á ódæðisverkinu í gær og sagði árásar- manninn vera „hermann“ samtak- anna. Amaq-fréttastofan, sem er með tengingu við samtökin, sagði árásina hafa verið „svar við ákalli um að ráðast að borgurum“ sem búa í löndum sem studdu sprengjuárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak. AFP hefur þetta eftir ónafngreind- um heimildarmönnum. Hættustig ekki hækkað „Alríkissaksóknarar hafa upplýst okkur um að rannsókn sé hafin á manndrápstilraun með hryðjuverk- um … að gefnum ákveðnum atriðum (í málinu),“ sagði forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, í samtali við fréttamenn í gær. Átti hann þar við að árásarmaðurinn æpti „Allahu Ak- bar“ eða „Guð er mestur“ þegar hann réðst að lögreglukonunum með sveðju. Forsætisráðherrann lofaði einnig hugrekki lögreglukvennanna. Hættustig landsins verður ekki hækkað en hætta á árásum er því enn talin „möguleg og líkleg“. Ríki íslams stóð fyrir sveðjuárás  Árásarmaður frá Alsír og á sakaskrá AFP Árás Maðurinn réðst á konurnar við lögreglustöð í borginni Charleroi. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Að minnsta kosti tuttugu manns lét- ust í óveðri og flóðum sem gengu yfir höfuðborg Makedóníu, Skopje, á laugardag. Fórnarlömb veðursins fundust ekki fyrr en á sunnudags- morgun þegar veðrinu hafði slotað. Sumir drukknuðu í bílum sínum en margra er enn saknað. Þetta kemur fram í frétt BBC. 93 mm af regni féllu í borginni í óveðrinu en það er meira en meðaltal- ið fyrir allan ágústmánuð á svæðinu. Þá varð vatnsdýptin mest 1,5 metrar. „Þetta er hörmung. Við höfum aldrei upplifað annað eins,“ sagði borgarstjóri Skopje í gær. Yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi næstu fimm- tán daga í borgunum Skopje og Te- tovo í gær eftir óveðrið. „Stórfurðulegur“ dagur „Gærdagurinn var stórfurðulegur. Það var fínasta veður þegar við lögð- um af stað á leik sem var spilaður kl. 18.45 að staðartíma. Svo í hálfleik þá urðum við varir við það á leið inn í klefa að þakið var farið að leka all- hressilega og ljósin í höllinni að blikka,“ segir Einar Árni Jóhanns- son, þjálfari U18 landsliðs karla í körfuknattleik, í samtali við Morgun- blaðið í gær en liðið var statt í borg- inni Skopje að spila á Evrópumótinu þegar óveðrið gekk yfir. Það versta var yfirstaðið þegar leiknum lauk segir hann en þegar út var komið og haldið á hótelið var rigningin ævin- týraleg og miklar þrumur og elding- ar. „Við sáum að það var farið að leka inn í rútuna,“ segir hann en þeir hafi einnig séð bíla á leiðinni þar sem vatnið var farið að flæða upp á rúð- urnar. „Auðvitað var mönnum pínu brugðið þegar þeir fengu fréttir af því í morgun að allavega fimmtán manns væru látnir á þeim tíma og fleiri slasaðir,“ segir Einar en þá hafi þeir áttað sig á því að aðstæður hefðu verið mun flóknari en þeir upplifðu sjálfir. Metrigning kostaði 20 manns lífið  Fjöldi lést í flóðum og margra saknað  Þakið fór að leka og ljósin að blikka, segir íslenskur þjálfari AFP Flóð Íbúar yfirgefa heimili sín í gær eftir að þau urðu flóðunum að bráð. 50% Bandaríkja- manna myndu kjósa Hillary Clinton sem for- seta ef kosið væri á milli hennar og Donalds Trumps í dag. Þá myndu aðeins 42% kjósa Trump. Þetta kemur fram í nið- urstöðum skoðanakönnunar Wash- ington Post og fréttastofu ABC sem framkvæmd var dagana 1.-4. ágúst. Ef Gary Johnson, frambjóðandi frjálshyggjuflokksins, og Jill Stein, frambjóðandi Græningjaflokksins, væru tekin með í reikninginn fengi Clinton 45% fylgi en Trump aðeins 37%. Clinton hefur þannig aukið við for- ystu sína í skoðanakönnunum frá því um miðjan júlí, eða um 4%. Kemur Clinton því betur undan landsþingi Demókrataflokksins en Trump gerir eftir landsþing Repúblikanaflokks- ins. Fleiri kysu Clinton til forseta Hillary Clinton Fleiri hundruð þúsundir manna söfnuðust saman á Ynikapi-torgi í Istanbúl í gær á fjöldafundi til stuðn- ings lýðræðinu og forseta Tyrk- lands, Recep Tayyip Erdogan, í kjöl- far valdaránstilraunarinnar sem framkvæmd var þar í landi um miðj- an júlí og varð 273 manns að bana. Stjórnarflokkurinn, AKP, skipu- lagði fundinn og markar hann lok þriggja vikna samstöðuaðgerða til stuðnings forsetanum. Um 15.000 lögreglumenn gættu öryggis á fundinum en mannhafið hafði þegar þakið torgið tveimur tímum áður en hann hófst. „Ákveðni einnar þjóðar, einn fáni, eitt land og eitt ríki mun verða öllu yfirsterkara á fjöldafundinum,“ sagði forsætisráðherrann Binali Yildirim og varaði jafnframt við hvers konar ögrun. Stór hluti frátekinna sæta á fund- inum var ætlaður fjölskyldum þeirra sem létust í valdaránstilrauninni. AFP Þúsundir út að styðja forsetann Ynikapi-torg í Istanbúl fylltist af fólki til stuðnings lýðræðinu og Erdogan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.