Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 23
herja sem stýrimaður og skipstjóri. Lengst skipstjóri á Margréti EA og Björgvin EA frá Dalvík eða í 10 ár. Síðustu fimm árin hefur Sigtryggur verið skipstjóri á Kaldbak EA 1 sem hefur verið með aflahæstu togurum landsins undanfarin ár. „Við erum síð- an að taka við nýjum Kaldbak sem kemur í árslok. „Það er gæfa mín að hafa ráðist til starfa hjá Samherja og hafa tekið þátt í að byggja það upp ásamt öllum þeim sem vinna hjá fyrirtækinu.“ Sigtryggur hefur starfað í félögum tengdum starfinu svo sem Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðurlands og einnig eftir sameiningu Skipstjóra- félags Íslands og Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands. Á yngri árum var Sigtryggur mikið í íþróttum, þá aðallega knattspyrnu, handbolta og skíðum hjá íþróttafélag- inu Hugin á Seyðisfirði og í stjórn þess um tíma. „Áhugamál mín eru margvísleg, tónlist, íþróttir, útivist, ljósmyndun og ferðalög. Við hjónin erum í gönguklúbbnum Fjallaglennur og förum árlega í nokkurra daga göngu með félögum úr klúbbnum svo sem Víknaslóðir fyrir austan, Hellis- mannaleið að fjallabaki, Snæfellsnesið og víðar.“ Fjölskylda Eiginkona Sigtryggs er Anna Guð- ríður Kristjánsdóttir, f. 21.7. 1965, við- urkenndur bókari og skrifstofustjóri Securitas á Akureyri. Foreldrar hennar eru Kristján Einarsson, f. 17.2. 1934, fyrrverandi flugumferðar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, og k.h. Rebekka Elín Guðfinnsdóttir, f. 14.5. 1937, fyrrverandi bókasafnsfræð- ingur. Fyrrverandi maki Sigtryggs: Ragnhildur Filippusdóttir, f. 23.11. 1956, húsmóðir á Akureyri. Börn: 1) Telma Sigtryggsdóttir, f. 9.3. 1975, húsmóðir og verslunarstjóri Kvosarinnar, bús. á Álftanesi, maki: Kjartan Örn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Verslunargreiningar; 2) Kjartan Sigtryggsson, f. 10.6. 1979 myndlistarmaður á Akureyri; 3) Sig- urður Kristinn Sigtryggsson, f. 23.6. 1984, hljóðupptökumaður og lagahöf- undur á Akureyri, maki: Anita Hirlek- ar, fatahönnuður; 4) Guðborg Björk Sigtryggsdóttir, f. 22.8. 1990, versl- unarkona á Akureyri, maki: Guðbjörn Hólm nemi. Börn Önnu Guðríðar Kristjánsdóttur eru Elín Björg Guð- mundsdóttir, f. 8.1. 1985, og Ívar Örn Hauksson, f. 20.9. 1990. Barnabörn Sigtryggs eru 6 talsins. Systkini: Bergsveinn Halldórsson (hálfbróðir), f. 29.9. 1949, smiður á Selfossi; Jónína Ingibjörg Gísladóttir, f. 9.5. 1952, þroskaþjálfi í Reykjavík; Sigurður Kristinn Gíslason, f. 14.6. 1955, bókari í Garðabæ; Ólafía María Gísladóttir, f. 9.2. 1958, lyfjatæknir á Seyðisfirði; Ragnheiður Gísladóttir, f. 2.8. 1965, kennari í Kópavogi; Guðrún Gísladóttir, f. 22.5. 1971, nemi í Dan- mörku, og Sigurveig Gísladóttir, f. 13.5. 1973, hjúkrunarfræðingur á Seyðisfirði. Foreldrar: Gísli Sigurðsson, f. 26.6. 1926, d. 14.7. 1991, bókari og bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði, og k.h. Guðborg Björk Sigtryggsdóttir, f. 28.7. 1931, d. 19.6. 2016, starfskona á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Úr frændgarði Sigtryggs Gíslasonar Sigtryggur Gíslason Ragnheiður Rögnvaldsdóttir vinnukona, fædd í Skálatungu á Akranesi Gísli Sigurðsson húsmaður á Ytra-Hólmi í Innri-Akraneshr. og víðar Sigurður Kristinn Gíslason sjómaður og verkstjóri í Reykjavík Ólafía Ragnheiður Sigurþórsdóttir húsfreyja í Reykjavík Gísli Sigurðsson bókari og bæjarfulltrúi á Seyðisfirði Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Gaddstöðum Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Gaddstöðum á Rangárvöllum Gunnþór Björnsson bæjarritari og bæjar- stjóri á Seyðisfirði Hulda Gunnþórsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, frá Brennistöðum í Eiðaþinghá Björn Ólafsson bóndi á Gilsárteigi á Fljótsdalshéraði Páll Sigtryggur Björnsson bóndi á Seyðisfirði María Ólafsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Guðborg Björk Sigtryggsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Arndís Ágústína Klemensdóttir húsfreyja í Króki í Norðurárdal í Borgarfirði Ólafur Kristjánsson bóndi í Álftártungu á Mýrum Snemma beygist krókurinn Sig- tryggur í fjörunni á Seyðisfirði. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Gunnar Böðvarsson fæddist 8.ágúst 1916 í Reykjavík. For-eldrar hans voru Böðvar Kristjánsson, f. 31.8. 1883, d. 29.6. 1920, menntaskólakennari og for- stjóri í Reykjavík, og k.h. Guðrún Thorsteinsson, f. 7.6. 1891, d. 26.4. 1931, húsfreyja. Gunnar varð stúdent í Reykjavík 1934, tók verkfræðipróf í stærð- fræði, kraftfræði og skipavélfræði frá Tækniháskólanum í Berlín 1943. Að afloknu prófi um vorið 1943 fór hann til Kaupmannahafnar og vann hjá vélaverksmiðjunni Atlas til stríðsloka. Eftir heimkomuna vorið 1945 réðst Gunnar til Rafmagnseftirlits ríkisins og varð forstöðumaður Jarð- borana ríkisins og jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar 1947- 1961 er hann hætti störfum þar. Þá stofnaði hann ásamt Sveini Ein- arssyni ráðgjafafyrirtækið Vermi, þar sem hann starfaði áfram að jarð- hitamálum 1962-1964, er hann flutt- ist til Corvallis í Oregon. Þar var hann prófessor í stærðfræði og jarð- eðlisfræði til dauðadags. Hann dvaldi í tvö ár við nám í Cal. Tech.-háskólanum í Pasadena í Kali- forníu 1955-1957. Því námi lauk með doktorsprófi í jarðeðlisfræði. Jafnframt aðalstörfum sínum hef- ur Gunnar fengist við ráðgjafastörf í jarðeðlisfræði, einkum jarðhita- fræði, víðs vegar um heiminn, t.d. í Mið- og Suður-Ameríku, Kína og hér á Íslandi, einkum hjá Hitaveitu Reykjavíkur en einnig við Kröflu- virkjun og víðar. Gunnar átti sæti í ótal nefndum og stjórnum bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Hann hlaut við- urkenningar fyrir störf sín m.a. frá Verkfræðingafélagi Íslands, Há- skóla Íslands og Ameríska jarðhita- félaginu. Eiginkona Gunnars var Tove Böðvarsson, f. Christensen í Kaup- mannahöfn 16.5. 1924, d. 16.6.1993, húsfreyja, síðast bús. í Bandaríkj- unum. Börn þeirra: Guðrún Marí- anne, Kristjana Ella og Örn Böðvar. Gunnar Böðvarsson lést 9.5. 1989. Merkir Íslendingar Gunnar Böðvarsson 101 árs Stefán Kemp 95 ára Margrét Ingimundardóttir 90 ára Aðalbjörg Anna Jónsdóttir Arndís Guðjónsdóttir Guðrún Norðdahl Sigrún Hartmannsdóttir 85 ára Friðrik Eyfjörð Jónsson Ingileif Ólafsdóttir Marta Pálsdóttir Þórarinn Snorrason 80 ára Elín Helgadóttir Halldóra Sigurgeirsdóttir Inga Birna G. Dungal Íris María M. Eriksen Ragnheiður Halldórsdóttir Rannveig Leifsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Sigurður Kári Jakobsson 75 ára Björn Halldórsson Jóhannes Jónsson Magnús Þorgilsson Svanhildur Ísól Skaftadóttir 70 ára Erlingur A. Jennason Jóhanna Haraldsdóttir Júlíus S. Sigurðsson Kristján Bjarndal Jónsson Ríkharður Kristjánsson Sólveig Guðmundsdóttir Sveinn Ingvarsson 60 ára Ari Jónsson Auður Kjartansdóttir Árni Ingvarsson Dröfn Þorvaldsdóttir Einar Bjarnason Garðar Geirsson Halldóra Skaftadóttir Hildur Helga Sigurðardóttir Sigmar Sigurðsson Sigrún Bjarnadóttir 50 ára Atli Ómarsson Ágústa Þóra Ágústsdóttir Birgir Pálsson Einar Sigurður Bergþórss. Heimir Þorsteinsson Hjördís Anna Helgadóttir Hrefna Gissurardóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jónína Jónsdóttir Kristján Karlsson Ólafur Árnason Skúli Jónsson Þorgerður Sævarsdóttir 40 ára Ana Rita Andrade Gomes Anna Lilja Karlsdóttir Berglind Hafsteinsdóttir Halla Ingibjörg Leonhardsd. Ingólfur Árni Björnsson Ingunn G. Leonhardsd. Jón Garðar Sigurðsson Magnús Ófeigur Gunnarss. Rúnar Þór Pétursson Sveinn Gunnar Jónsson Tinna Ásgeirsdóttir 30 ára Andrea Karen Jónsdóttir Ágúst Ingi Óskarsson Erla Björk Guðjónsdóttir Guðbjörg S. Gunnarsdóttir Kolbrún Eva Kristjánsdóttir Kristján Árni Knútsson Kristján Björn Sigurðarson Saga Lluvia Sigurðardóttir Sigurður Helgi Oddsson Til hamingju með daginn 40 ára Freyr er Dalvík- ingur og er frkvstj. og eig- andi að hvalaskoðuninni Arctic Sea Tours. Maki: Silja Pálsdóttir, f. 1971, bókunarstjóri Arctic Sea Tours. Börn: Lárus Anton, f. 2005, Þórlaug Diljá, f. 2012, fóstursonur: Aron Freyr Heimisson, f. 1990. Foreldrar: Anton Gunn- laugsson, f. 1943, d. 2005, og Jóhanna Jó- hannesdóttir, f. 1942. Freyr Antonsson 30 ára Hanna er Vest- mannaeyingur en býr í Kópavogi og er rekstrar- stjóri hjá HK. Maki: Ólafur Víðir Ólafs- son, f. 1983, yfirþjálfari hjá HK. Börn: Elmar Franz, f. 2007, Salka Dögg, f. 2013, og Dagur Elí, f. 2016. Foreldrar: Jóhann Óskar Heiðmundsson, f. 1956, verkstjóri, og Sigríður Lísa Geirsdóttir, f. 1963, hót- elstjóri hjá Storm hotels. Hanna Carla Jóhannsdóttir 30 ára Sunna býr í Hafn- arfirði og er viðskipta- fræðingur og auglýs- ingastjóri Iceland Review. Maki: Eyþór Gunnar Jónsson, f. 1983, við- skiptafræðingur. Sonur: Gabríel Máni Ómarsson, f. 2010. Foreldrar: Sigurður Tóm- as Björgvinsson, f. 1963, og Jenný Inga Eiðsdóttir, f. 1963, fósturfaðir: Sig- urður Gunnlaugsson, f. 1963. Sunna Mist Sigurðardóttir Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.