Morgunblaðið - 08.08.2016, Page 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Tökum Clinton. Það má segja að hann hafi
gerst uppvís að hneyksli fyrir opnum tjöldum
og það hafi frést af öllu sem hann gerði næsta
dag. Hversu lengi hneykslismálin loða við hann
á síðan eftir að koma í ljós. Kannski á þessi
kafli úr forsetatíðinni eftir að dofna í sögunni
og hverfa í bakgrunninn, og kannski ekki:
menn eru enn að spinna upp nýjar sögur af
kvennafari Kennedys. Svo eru menn eins og
Johnson og Eisenhower sem hefur ekki komist
upp um fyrr en löngu seinna. Ef við lítum yfir
þessa 44 menn segir það okkur að mannleg
náttúra er söm við sig og útilokað að í svona
hópi séu ekki einhverjir sem stígi feilspor.
Sumir eru kannski of mikið fyrir flöskuna, aðr-
ir sækja í kvenfólkið, og enn aðrir fyrir eitthvað
allt annað.“
Þannig svarar Jón Þ. Þór þegar hann er
spurður hvernig hneykslismálin hafa mótað
minningu hinna ýmsu forseta Bandaríkjanna.
Jón Þ. Þór er sagnfræðingur og höfundur
fjölda bóka af sagnfræðilegum toga. Í sumar
leit nýjasta bókin dagsins ljós. Titill bókarinnar
er Bandaríkjaforsetar og er það Urður sem
gefur út. Um er að ræða stórt og mikið verk,
yfir 430 blaðsíður að lengd, og er fjallað nokkuð
ítarlega um aðalatriðin í lífshlaupi og störfum
hvers einasta forseta Bandaríkjanna.
Fjögurra ára verk
Jón segir það aðeins skemmtilega tilviljun að
bókin kemur út núna einmitt þegar einhverjar
umdeildustu forsetakosningar Bandaríkjanna
eru í vændum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á allri sögu, bæði íslenskri og erlendri, en rekið
mig á það við kennslustörf bæði í menntaskóla
og háskóla að tiltölulega lítið er til af íslenskum
bókum um annað en sögu Íslands. Smám sam-
an fór ég að sanka að mér efni í þetta verk, og
fyrir tveimur eða þremur árum áttaði ég mig
loks á því að það væri kannski rétt að gefa bók-
ina út þetta sumarið og vonandi njóta góðs af
þeirri athygli sem beinist að bandarísku for-
setakosningunum.“
Eru um fjögur ár liðin síðan Jón hóf að vinna
að gerð bókarinnar með skipulögðum hætti.
Hann segir vandann við skrifin ekki síst hafa
falist í því að halda hverjum kafla nægilega
stuttum og knöppum því allir eru forsetar
Bandaríkjanna hver um sig efni í stóra bók.
„Knappi textinn er alltaf erfiðastur og um leið
þurfti ég að gæta þess að gera þeim öll verðug
skil; að enginn yrði útundan né heldur að ein-
hver annar fengi of mikið pláss.“
Endurspegla samtímann
Athyglisvert er að Jón einblínir ekki á emb-
Erum enn að uppgötva eitthvað
nýtt um forseta Bandaríkjanna
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Orðstír „Það á bæði við um íslenska stjórnmálamenn og um bandaríska forseta líka að menn gleymast orðið svo fljótt. Hver man t.d. í dag eftir
Gerald Ford?“ spyr Jón Þ. Þór. Það virðist sumpart ráðast af heppni (og stundum af óheppni) hvaða forsetar lifa áfram í vitund almennings.
ættisverk forsetanna heldur fjallar líka um
ævihlaup þeirra fyrir og eftir árin í Hvíta hús-
inu. „Ég lagði á það áherslu að gera uppruna
þeirra skil, og þá ekki bara hvaðan þeir væru
ættaðir heldur við hvernig kjör forsetarnir ól-
ust upp og hvernig aðstæður mótuðu þá. Í
rauninni er þetta mjög sundurleitur hópur sem
kemur úr mjög ólíku umhverfi og misjöfnum
jarðvegi, en endurspegla forsetarnir samt hver
á sinn hátt bandarískt samfélag síns tíma.
Sumir fæddust í sárri fátækt á meðan aðrir –
sérstaklega á 20. öldinni – voru synir auð-
manna. Sumir gengu í fínustu skóla en aðrir
voru sjálfmenntaðir. Þeir fyrstu voru bænda-
synir og sjálfir bændur, enda Bandaríkin þá
enn eins konar bændasamfélag.
Markmiðið var þó ekki að segja sögu Banda-
ríkjanna, þó að hún komi óneitanlega fram í
lífshlaupi og störfum forsetanna: „Þetta er ekki
formleg saga Bandaríkjanna, en segir þó tölu-
vert um sögu landsins, og um leið um sögu
heimsins eftir því sem Bandaríkin gera sig
meira gildandi og standa loks uppi sem eina
stórveldið.“
Enn að læra eittvað nýtt
Er freistandi að halda að saga bandarísku
forsetanna hafi þegar verið fullskrifuð; að við
vitum allt sem hægt er að vita um þessa merku
menn og ný vitneskja varla að koma upp á yfir-
borðið úr þessu. Jón segir þetta ekki alls kostar
rétt, og skilningur okkar á lífi og störfum
margra Bandaríkjaforseta taki enn breyt-
ingum. „Það er athyglisvert að bandarískir
sagnfræðingar eru óhemjuduglegir við að
skrifa ævisögur forsetanna, og eru endalaust
að koma út nýjar bækur nánast um þá alla, og
sífellt verið að endurskoða það sem áður var
talið viðtekin sannindi. Forsetar sem áður
þóttu ekki hafa staðið sig sérstaklega vel reyn-
ast kannski hafa unnið merkilegra starf en fólk
áttaði sig almennt á, og að sama skapi hefur
dýrðlingaljóminn minnkað á sumum dáðustu
forsetunum.“
Nefnir Jón nokkur dæmi: „Virðing Johns
Adams hefur aukist gríðarlega á síðustu árum,
og sagnfræðingar farnir að öðlast aðra sýn á
Harry S. Truman. Lendir Truman í þessum
Sumir Bandaríkjaforsetar hafa ekki verið metnir að verðleikum Dýrðarljómi annarra hefur minnk-
að eftir því sem meira hefur komið í ljós um þá Jón Þ. Þór segir forseta Bandaríkjanna hafa komið úr
ólíkum áttum en allir hafi þeir endurspeglað samfélagið og samtímann hver á sinn hátt
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Eftirminnilegt kvöld Gestir tónleikanna voru
ánægðir með frammistöðu hljómsveitarinnar.
Enska rokkhljómsveitin Muse hélt tónleika í Laugardalshöll
» Það var öllu tjaldað síðastliðið laugar-dagskvöld þegar enska hljómsveitin
Muse lék listir sínar í Laugardalshöllinni.
Óhætt er að segja að sveitin sé með þeim
stærri í heiminum en hún hefur selt yfir
tuttugu milljónir platna og unnið til tvennra
Grammy-verðlauna svo eitthvað sé nefnt.