Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 27
skelfilegu aðstæðum að taka við af Roosevelt
eiginlega fyrirvaralaust, og er seinna stríði
ekki fyrr lokið en að kalda stríðið dynur á hon-
um, og svo að styrjöld brýst út í Kóreu. Hann
tekur líka þá umdeildu ákvörðun að varpa
kjarnorkusprengjum á Japan. Hann var lengi
vel talinn í hópi lökustu forseta en það viðhorf
litaðist af því að hann var metinn út frá Roose-
velt.“
Tiltekur Jón George W. Bush sem dæmi um
forseta sem virðist smám saman lækka í áliti.
„Mér fannst það koma hvað sterkast fram í um-
mælum Bush eldri í bók sem kom út í vetur,
þar sem hann sagði soninn „hafa gert sitt
besta“. Þú kemst ekki mikið nær því að segja
að hann hafi verið óhæfur. Virðing Eisen-
howers eykst heldur ekki, og alltaf virðist fólk
ætla að hafa mjög skiptar skoðanir á Kenn-
edy.“
Nixon virðist hins vegar vera smám saman
að hrista af sér slæmt orðsporið. „Þrátt fyrir
allt sem Nixon gerði, og framkomu hans, þá
eru sagnfræðingar að gera sér æ betur grein
fyrir að hann var að mörgu leyti alveg stór-
merkilegur stjórnmálamaður. Skoðunin á
Lyndon B. Johnson er líka að vaxa.“
Gleymdir leiðtogar
Einnig er forvitnilegt að skoða hvaða for-
setum almenningur man enn eftir. Er undar-
legt til þess að hugsa að menn sem stýrðu vold-
ugustu þjóð heims svo seint sem á seinni
helmingi síðustu aldar eru sumir gleymdir
öllum nema áhugasömustu sagnfræðingum
og stjórnmálafræðingum. Bendir Jón á að
margt af unga fólkinu í dag viti kannski ekki
hver George Bush eldri er. „Það á bæði við
um íslenska stjórnmálamenn og um banda-
ríska forseta líka að menn gleymast orðið svo
fljótt. Hver man t.d. í dag eftir Gerald Ford,
og jafnvel Reagan? Er ekki langt síðan þessir
menn voru á allra vörum en það eru bara
sumir úr hópnum sem ná að lifa í sögunni, eða
öllu heldur að þeim sé haldið á lífi.“
Margt getur gert forseta fræga. „Taktu til
dæmis Lincoln og Kennedy. Þeir eru píslar-
vottar sem allir muna eftir og Lincoln að auki
frægur fyrir borgarastríðið og öll þau átök
sem hann stóð í. Morðið á Kennedy er svo
eftirminnilegt því hann er nánast drepinn í
beinni útsendingu. En það að vera myrtur í
embætti er ekki nóg eitt og sér. Er t.d. mjög
sjaldan minnst á Garfield, eða McKinley og
var sá síðarnefndi þó mjög vinsæll forseti.“
Jón nefnir Lyndon B. Johnson sem sagan
tengir á mjög neikvæðan hátt við Víetnam-
stríðið á meðan Woodrow Wilson og Franklin
Delano Roosevelt eru tengdir tveimur heims-
styrjöldum á jákvæðan hátt. „Tenging Nix-
ons við Víetnam er ekki nærri því eins nei-
kvæð og hjá Johnson, því hann hreykti sér af
að hafa komið þar á friði.“
Ekki sakar heldur ef forseta eru gerð skil í
dægurmenningarverki. Þannig lærðu margir
um John Adams í gegnum margverðlaunaða
sjónvarpsþáttaseríu HBO árið 2008. Í dag er
söngleikur um Hamilton að slá í gegn bæði á
Broadway og á West End. „Það er engin
spurning að dægurefnið mótar afstöðu fólks
og margir fá eiginlega alla sína söguþekkingu
úr sjónvarpi og kvikmyndum.“
Af þeim forsetum sem Jóni þykja helst van-
metnir í dag nefnir hann Grover Cleveland.
„Hann var stórmerkur forseti sem er afar
sjaldan getið nú til dags. Sömuleiðis Ulysses S.
Grant. Hoover er eiginlega kennt um kreppuna
miklu, þó að Coolidge beri engu minni ábyrgð á
henni, en um Hoover má segja að hann hafi
verið merkur maður frekar en merkur forseti.
Af núlifandi forsetum finnst mér Jimmy Carter
ekki hafa fengið þá virðingu sem hann á skilda.
Hann reyndi margt mjög athyglisvert á meðan
hann var við völd, þó að það tækist ekki, bæði
vegna andstöðu heima fyrir og erlendis.“
Einnig nefnir Jón John Quincy Adams,
sjötta forseta Bandaríkjanna. „Hann er stór-
snjall diplómati og mótar þá utanríkisstefnu
sem Bandaríkin fylgja allt fram að fyrri heims-
styrjöld. Það sem var þó ekki síst merkilegt við
hann, og eins með Andrew Johnson, er að þeir
gerast aftur þingmenn eftir að hafa stigið úr
forsetastóli, standa sig þar mjög vel, og leggja
jafnvel enn meira af mörkum á þinginu en þeg-
ar þeir voru í Hvíta húsinu.“
Ekki virðist heldur nein formúla fyrir því
hverjum fór forsetastarfið vel úr hendi. „For-
setar Bandaríkjanna voru misjafnlega hæfir,
misjafnlega menntaðir og misjafnlega reyndir,
og uppi á mjög misjöfnum tímum. Sumir eru
fórnarlömb aðstæðna, eins og Truman sem gat
litlu ráðið um það að Kóreustríðið braust út.
Sama gildir um marga forseta sem hafa þurft
að takast á við ýmis ófyrirsjáanleg efnahagsleg
áföll. Er helst hægt að segja að það geti hafa
skipt gríðarlegu máli hversu klókir þeir voru að
ráða sér hæfa samstarfsmenn og ráðgjafa.“
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
◆ KASSAR
◆ ÖSKJUR
◆ ARKIR
◆ POKAR
◆ FILMUR
◆ VETLINGAR
◆ HANSKAR
◆ SKÓR
◆ STÍGVÉL
◆ HNÍFAR
◆ BRÝNI
◆ BAKKAR
◆ EINNOTA VÖRUR
◆ HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Morgunblaðið/Ófeigur
Stórtónleikar Muse er ein af vinsælustu hljómsveitum heims og brást ekki aðdáendum sínum í Laugardalshöll.
Margir hafa áhyggjur af niður-
stöðu næstu forsetakosninga.
Mjótt er á mununum á milli Do-
nalds Trumps og Hillary Clinton
og eru bæði mjög óvinsæl hjá
stórum hópum fólks. Kennir sagan
okkur eitthvað um það þegar mjög
umdeildur einstaklingur nær að
komast í valdamesta embætti
heims?
„Ég held að aldrei hafi komið
upp viðlíka staða í bandarískum stjórnmálum og nú og kannski best að hafa sem fæst
orð um komandi kosningar. Hitt er þó hægt að segja að sama hvernig kosningarnar
fara þá munu niðurstöðurnar marka tímamót. Ef Hillary vinnur þá verður það í fyrsta
skipti sem kona er kosin forseti, og í sjálfu sér orðið merkilegt nú þegar að annar
stóru flokkanna hafi teflt fram kvenmanni sem sínu forsetaefni,“ segir Jón. „Ef
Trump vinnur þá er hann búinn að brjóta blað að því leyti að hann kemur inn í flokk-
inn sem hálfgerður utangarðsmaður, vinnur samt prófkjörin og fær á endanum út-
nefninguna. Hversu mikill rugludallur hann er verður svo hver og einn að dæma fyrir
sig. Kannski á hann eftir að koma á óvart. Ég veit ekki nógu mikið um hann til að
leggja mat á það, en get ekki neitað að mér þykir hann allt annað en aðlaðandi í sjón-
varpi, eða í því sem eftir honum er haft.“
Sumir binda jafnvel vonir við að forsetaframbjóðandi frjálshyggjuflokksins, líbert-
aríanistanna, geti hrist upp í kosningunum. Þykir mörgum Gary Johnson, fyrrverandi
ríkisstjóri Nýju Mexíkó, mun betra forsetaefni en Hillary og Donald, og mælist fylgi
Johnsons núna svo mikið að honum verður mögulega boðið að taka þátt í kappræðum
í sjónvarpi með hinum frambjóðendunum tveimur. Frjálshyggjumennirnir binda von-
ir við að með því að komast í sjónvarpið geti Johnson snaraukið fylgi sitt enda margir
kjósendur sem hreinlega gera sér ekki grein fyrir að aðrir möguleikar séu í boði en að
greiða annaðhvort repúblíkönum eða demókrötum atkvæði: „Það er allt of lítið tekið
með í fréttaumfjöllunum að svona menn geta haft áhrif, og fengið það mikið fylgi að
það kann að breyta úrslitum kosninganna. Dæmi um þetta er framboð Ross Perot,
sem margir vildu meina að hefði tekið svo mikið af atkvæðum frá Bush að það leiddi
til þess að Clinton stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna 1992.“
Þriðji valkosturinn gæti breytt
niðurstöðu kosninganna
Gary Johnson Donald Trump Hillary Clinton
Horfinn Jón nefnir Grover Cleveland sem
dæmi um forseta sem er nær gleymdur í dag.
Skúrkur? Richard Nixon var kannski ekki
eins slæmur og flestir halda.
Áhrif John Quincy Adams lét öllu meira að sér
kveða á þingi en meðan hann var forseti.
Afskiptaleysi Calvin Coolidge var rólyndis-
maður en hart deilt um framlag hans.
Kennsluefni Dægurmenningin getur haft áhrif á hvaða forsetum almenningur man eftir. Paul
Giamatti í hlutverki John Adams og David Morse sem George Washington í þáttaröð HBO.