Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR
„Um ýmsa þætti
í ævi Kristmanns
fjallar Sigurjón
á afar skemmtilegan
og næman hátt
í sögu sinni.“
Illugi Jökulsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Mikill fjöldi trjábola liggur á víð og
dreif og er í stöflum á lóðinni Suður-
landsbraut 68-70 í Sogamýri í
Reykjavík eftir að nokkurra áratuga
gamlar aspir voru felldar þar á dög-
unum til að rýma fyrir nýbyggingu
74 þjónustuíbúða fyrir aldraða á
vegum Grundar.
Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, segir að ekki
hafi þurft sérstakt leyfi til að fella
trén, þar sem það hafi falist í lóð-
arúthlutuninni til Grundar að
aspirnar yrðu fjarlægðar. Þær voru
flestar gróðursettar á níunda ára-
tugnum, en í ársbyrjun 1983 mark-
aði borgarráð þá stefnu að þarna
yrði skógræktarsvæði í umsjón
Skógræktar ríkisins. Aukin skóg-
rækt í höfuðborginni var hluti af
„grænu byltingunni“ sem Sjálfstæð-
isflokkurinn boðaði á sínum tíma í
borgarstjórnarkosningum í Reykja-
vík. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í
Sogamýri hefur tekið gildi og er þar
ekki gert ráð fyrir skógi.
Fyrsta skóflustungan að þjón-
ustuíbúðunum var tekin fyrir nokkr-
um dögum, en framkvæmdir hefjast
þegar öll trén sem voru höggvin hafa
verið fjarlægð af svæðinu. Skógar-
afurðir á Egilsstöðum annast það
verk og verður öspunum ekki fargað
heldur verða þær nýttar í fram-
leiðslu á íslenskum flettiviði.
gudmundur@mbl.is
Aspir víkja fyrir
íbúðum aldraðra
Morgunblaðið/Júlíus.
Grátt í staðinn fyrir grænt Skógarlundurinn fallegi í Sogamýri hefur orðið að víkja fyrir þjónustuíbúðum aldraðra.
Skógræktarsvæðið í Sogamýri heyrir nú sögunni til
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Nefndadagar hófust á Alþingi í gær.
Þeir standa yfir í dag og þeim lýkur
á morgun. Fjárlaganefnd fundar um
frumvarpið um opinber innkaup, að
sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,
varaformanns fjárlaganefndar.
„Við í fjárlaganefnd teljum að
frumvarpið um opinber innkaup sé
til mikilla bóta og leggjum kapp á
ljúka vinnunni við það á þessum
fundadögum,“ sagði Guðlaugur Þór
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann segir að ákveðin vandamál
séu tengd haftaverslun Evrópusam-
bandsins með lyf, og flæki lyfjainn-
kaup t.d. Landspítalans. „Reglu-
gerðarfarganið er yfirgengilegt og
segja má að lyfjamarkaðurinn í
Evrópu sé skilgetið afkvæmi þess
og þess hvernig ESB gengur erinda
stórra fyrirgreiðsluhópa. Markaðn-
um er skipt upp þannig, að það eru
ákveðnar hindranir inn á hvern
markað fyrir sig, svo auðvelt sé að
stýra því að lyfjaverð sé hærra, þar
sem kaupmáttur er mikill,“ sagði
Guðlaugur Þór.
Hann segir að sérstakur áhugi sé
á því að Landspítalinn taki þátt í
stórum tilboðum við lyfjainnkaup,
til þess að ná lyfjaverði niður, en
það sé í raun ekki einfalt í fram-
kvæmd.
„Það var sett inn í frumvarpið
sem varúðarráðstöfun, að ábend-
ingu Samkeppniseftirlitsins, að slík
þátttaka gæti valdið aukinni sam-
þjöppun á lyfjamarkaðinum hér á
landi, sem er nú þegar veruleg.
Samkeppniseftirlitið átti að fram-
kvæma samkeppnismat á áhrifunum
af því að Landspítalinn tæki þátt í
svona stóru útboði, en Samkeppn-
iseftirlitið framkvæmdi ekki þetta
mat, sem flækir málið í vinnslu fjár-
laganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór.
Opinber innkaup undir
smásjá fjárlaganefndar
Haftaverslun ESB með lyf flækir lyfjainnkaup hjá ríkinu
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Þingnefndir komu saman í gær til fundahalda eftir sumarleyfi.
Fundadagar
» Fastanefndir þingsins byrj-
uðu þriggja daga fundahöld sín
í gær.
» Alþingi kemur saman til
fundar á nýjan leik næsta
mánudag, 15. ágúst.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Kjarasamningur Sjómannasam-
bands Íslands og Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi (SFS) var í gær
felldur með 445 atkvæðum gegn 223,
en samningurinn var undirritaður
24. júní síðastliðinn. Hafa sjómenn
nú verið samningslausir í rúm 5 ár.
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambands Íslands,
segir ljóst að sjómenn vilji fá betri
samning og verður samninganefndin
því kölluð saman eftir helgi til að
meta stöðuna og fara yfir næstu
skref. Þá segist hann eiga von á því
að nefndin hitti einnig viðsemjendur
sína, en framundan er verkfall komi
ekkert nýtt fram á fundi þeirra.
Aðspurður segir Hólmgeir sjó-
menn hafa verið óánægða með það
fiskverð sem ræður hlut þeirra. „En
það eru ýmis önnur mál sem menn
vilja fá lausn á,“ segir hann og bendir
á að nýfelldur samningur hafi falið í
sér hækkanir á kauptryggingu,
kaupleigu og hlífðarfatapeningum.
Rúmlega 38% félagsmanna tóku
þátt í atkvæðagreiðslu um samning-
inn. „Auðvitað vildi maður sjá meiri
þátttöku, en þetta þykir gott miðað
við það sem gerist í dag. Ég get ekki
verið ósáttur við þátttökuna sem
slíka,“ segir Hólmgeir.
Sjómenn eiga næsta leik
Jens Garðar Helgason, formaður
og starfandi framkvæmdastjóri
SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði.
Aðspurður segist hann hafa átt von á
annarri niðurstöðu.
„Við þurfum að sjá hvað það er
sem sjómenn eru ósáttir við í þessum
samningi. Í framhaldinu þurfum við
að athuga hvort sjómenn sjái flöt á
því að tala saman aftur. Það eru þeir
sem fella samninginn og ég lít svo á
að það sé þeirra að koma með nýjar
kröfur,“ segir Jens Garðar.
Félagsmenn Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands samþykktu
hins vegar sinn kjarasamning með
56,4% atkvæða gegn 41,6%, en 54%
starfandi skipstjórnarmanna
greiddu atkvæði um samninginn.
Sjómenn felldu
kjarasamning
Hafa verið samningslausir í rúm 5 ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fiskiskip Sjómenn vilja betri samn-
ing og felldu því hinn í gær.
Atkvæðagreiðsla
» Alls vildu 445 sjómenn ekki
samþykkja nýgerðan kjara-
samning, en 223 samþykktu.
» Félagsmenn Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands
samþykktu sinn samning.
Einn þeirra
hjólaviðgerðar-
standa sem fyrir-
tækið Fossberg
kom fyrir á höf-
uðborgarsvæð-
inu í sumar hefur
verið eyðilagður.
Voru skorin af
honum verkfæri
sem hugsuð eru
til viðgerða á
hjólum auk þess sem klipptur var af
ventill á hjólapumpunni sem fylgir
standinum sem er í Elliðaárdal.
Viðgerðarstandur
reiðhjóla eyðilagður
Skemmt Verkfær-
unum var stolið.
Umferðarslys
varð í gærkvöld
á Miklubraut þar
sem fram-
kvæmdir standa
yfir. Slysið varð
um klukkan
20.40 í gærkvöld.
Skullu tveir bílar
saman og voru
fimm manns í bíl-
unum.
Einhverjir farþeganna kvörtuðu
yfir lítils háttar meiðslum en eng-
inn var fluttur á slysadeild.
Tveir bílar skullu
saman á Miklubraut
Slys Enginn slas-
aðist alvarlega.