Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 8
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kanada Margir Íslendingar eru á
Íslendingadeginum á Gimli árlega.
Kanadísk stjórnvöld hafa upplýst ís-
lenska utanríkisráðuneytið um að
allir þeir sem fljúga til Kanada verði
að hafa rafræna ferðaheimild, svo-
kallaða eTA, frá og með 29. sept-
ember 2016. Þetta á einnig við um þá
sem millilenda í Kanada.
Utanríkisráðuneytið beinir þeim
tilmælum til íslenskra ríkisborgara
sem hyggjast fljúga til Kanada að
sækja um rafræna ferðaheimild í
tíma. Íslensk flugfélög fljúga til
fimm borga í Kanada. Icelandair
flýgur til Edmonton, Halifax, Van-
couver, Montreal og Toronto, en
Wow air flýgur til tveggja síðast-
nefndu borganna.
Aðlögunartíminn liðinn
Stjórnvöld í Kanada hófu að krefj-
ast rafrænnar ferðaheimildar í mars
en jafnframt var farþegum veittur
hálfs árs aðlögunartími sem lýkur í
september. Þá verða flugfarþegar að
hafa slíka rafræna ferðaheimild, að
frátöldum kanadískum og banda-
rískum ríkisborgurum og farþegum
með gilda vegabréfsáritun.
Rafræna áritunin er tengd vega-
bréfi og gildir í allt að fimm ár en
skemur ef vegabréf rennur út fyrir
þann tíma. Sótt er um á netinu. jo-
hannes@mbl.is
Gestir Kanada þurfa ferðaheimild
Allir sem fljúga til Kanada þurfa rafræna ferðaheimild frá lokum september
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Draumurinn
um demant
Sérfræðingar í demöntum
Íslensk hönnun
og smíði
Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
jonogoskar.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Gunnar Bragi Sveinsson fjallaðium kosningaflýtingu á Rás 2:
Við skulum alveghafa það á
hreinu að um leið og
dagsetning verður
komin þá er stjórn-
arandstaðan komin
með ákveðið vopn í
hendurnar, þá get-
ur hún tekið þingið í
gíslingu og ráðið
því nákvæmlega
hvaða mál fara í
gegnum þingið.“
Hann bætti svo við:
Hún getur stýrtdagskránni í
rauninni með mál-
þófi eða kröfum.
Það er ástæðan fyrir því að það er
ekki hægt að nefna dagsetningu
fyrir fram. Ef stjórnarandstaðan er
tilbúin að hleypa málum í gegn sem
ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á,
ég vil meina að þetta séu kannski fá
umdeild mál þar inni, þá er hægt að
nefna dagsetningu en stjórnar-
andstaðan hefur ekki verið tilbúin
til þess að gera þetta með þessum
hætti og þess vegna liggur ekki
dagsetning fyrir. Það er algjört
glapræði upp á störf þingsins og
fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná
ákveðnum málum í gegn að nefna
dagsetningu fyrir fram.“
Þetta er laukrétt. Eins og marg-oft hefur verið bent á, þá veit
enginn hverjum var „lofað“ skyndi
kosningum. Ekki kjósendum stjórn-
arflokkana, sem vissu ekki hvaðan
á sig stóð veðrið þegar fátið varð.
Katrín Jakobsdóttir sagði við„RÚV“ í gær að „það loforð
gáfu forsvarsmenn ríkisstjórn-
arinnar ekki stjórnarandstöðunni
heldur bara almenningi í landinu“.
Hvenær bað „almenningur“ um að
anað yrði í kosningar?
Gunnar Bragi
Sveinsson
Heiðgluggi hugs-
unar að opnast?
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Veður víða um heim 10.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 alskýjað
Bolungarvík 8 heiðskírt
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 9 alskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 16 rigning
Kaupmannahöfn 14 rigning
Stokkhólmur 16 alskýjað
Helsinki 15 alskýjað
Lúxemborg 14 léttskýjað
Brussel 14 léttskýjað
Dublin 14 rigning
Glasgow 13 rigning
London 20 alskýjað
París 18 alskýjað
Amsterdam 17 rigning
Hamborg 14 rigning
Berlín 18 rigning
Vín 14 rigning
Moskva 24 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 27 rigning
Barcelona 25 rigning
Mallorca 27 skýjað
Róm 27 heiðskírt
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 19 alskýjað
Montreal 21 heiðskírt
New York 27 rigning
Chicago 29 rigning
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:09 21:58
ÍSAFJÖRÐUR 4:58 22:18
SIGLUFJÖRÐUR 4:41 22:02
DJÚPIVOGUR 4:34 21:31
mbl.is