Morgunblaðið - 11.08.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
NIKITA
hundaolía
Selolía fyrir
hunda
Kókosjógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Bandaríska hafrannsóknaskipið
USNS Henson lagðist að Skarfa-
bakka í Reykjavíkurhöfn á mánu-
dag. Með í för var William Burnett,
undirforingi og tæknilegur stjórn-
andi veður- og haffræðistjórnar
bandaríska sjóhersins.
Skipið er eitt af sex sambæri-
legum skipum í eigu bandaríska
hersins, nánar tiltekið Haffræði-
stofnunar bandaríska sjóhersins
(NAVOCEANO).
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skip
á vegum Haffræðistofnunarinnar
hefur viðkomu í Reykjavík, en Hen-
son og systurskip þess hafa komið
hingað yfir 32 sinnum frá árinu 2000.
Þetta er þó í fyrsta sinn sem Burnett
heimsækir Ísland.
Yfirmaður herafla skipsins er
Greg Ireton, en hann hefur áður
starfað á Íslandi, þá í um fimm ár.
Á þessari stundu eru þrjú af skip-
unum sex stödd í Norður-Atlantshafi
við gagnaöflun.
„Nú er tækifæri fyrir okkur til að
koma í höfn og skoða landið aðeins.
Stundum skiptum við út búnaði og
áhöfnum, nú er að koma ný áhöfn,“
segir Burnett, en flogið er með nýjar
áhafnir á áfangastað áður en við tek-
ur þrjátíu daga vinnutörn í skipinu.
Sinnir aðeins hernum
Meðal þeirra verkefna sem skipið
sinnir er að kortleggja botn sjávar
ásamt því að mæla hitastig og seltu í
sjó. Upplýsingarnar eru síðan skjót-
lega sendar úr skipinu til að tryggja
för bandaríska flotans um höf heims-
ins, að sögn Ireton.
„Það er mjög mikilvægt að að-
greina okkar starfsemi frá rann-
sóknum. Aðgerðir okkar eru hern-
aðarlegar og hafa ekkert með
rannsóknir að gera,“ segir hann.
Skipið er þó búið eins og rannsókna-
skip, með fullkomnum mælitækjum
af ýmsum toga, t.d. hitamælum, són-
arskönnum og fullkomnum gervi-
hnattarsendum og staðsetningar-
kerfi.
Nýleg tækni sem notast er við á
skipinu eru ómönnuð för sem afla
upplýsinga hraðar og með markviss-
ari hætti en mælitæki á skipinu
sjálfu.
Höfuðstöðvar Haffræðistofnunar-
innar eru í Suður-Mississippi í
Bandaríkjunum en skipin eru jafnan
staðsett um allan heim og koma ekki
til Mississippi nema í undantekning-
artilfellum.
NATO skiptir sköpum
Í tilkynningu frá Haffræðistofnun
sjóhersins segir að samstarf Íslands
og Bandaríkjanna um árabil sé far-
sælt og að góð skilyrði séu fyrir sjó-
herinn á Íslandi.
Gagnaöflun Henson í Norður-Atl-
antshafi er hluti af skyldum Banda-
ríkjanna gagnvart Atlantshafs-
bandalaginu og Íslandi. Burnett og
Ireton eru sammála um þýðingu Atl-
antshafsbandalagsins fyrir þennan
þátt í starfsemi hersins.
„Samstarfið er mjög mikilvægt.
Hernaðarlega mikilvæg staðsetning
Íslands í Norður-Atlantshafi skiptir
sköpum fyrir Atlantshafsbandalag-
ið,“ segir sá síðarnefndi.
Spurður hvort hernum sé heimilt
að deila gögnum með íslenskum yf-
irvöldum, segir William að Ísland
njóti góðs af að hluta til því í gildi sé
samningur við Ísland frá 1991 þar
sem heimiluð eru tiltekin gagna-
skipti milli þjóðanna.
Vilja efla samstarfið enn frekar
Skýr vilji er hjá þeim Burnett og
Ireton til að auka samstarfið við ís-
lensk yfirvöld.
„Við áttum fund með Landhelgis-
gæslunni í dag. Þar var rætt hvort
við gætum mögulega bætt við sam-
starfi í gagnaöflun. Það er á dagskrá
að skoða samninginn frá 1991 og at-
huga hvernig við getum aukið sam-
starfið við Ísland,“ segir Burnett. Á
fundinum var m.a. rætt um samnotk-
un á mælitækjum og búnaði.
Burnett heimsótti einnig Veður-
stofu Íslands og Utanríkisráðuneyt-
ið, þar sem hann segir að honum hafi
verið tekið opnum örmum.
Á þriðjudagskvöld fór svo fram
móttaka á vegum dr. Burnett og Ro-
bert C. Barber, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, í skipinu, þar sem
utanríkisráðherra, sendiherrum
Bretlands og Noregs, fulltrúa Land-
helgisgæslunnar og tengilið banda-
ríska hersins við Ísland, var boðið.
„Þetta er í raun þakkarvottur við
íslensku þjóðina fyrir að opna höfn-
ina svo við getum komið hingað.
Okkar leið til að segja takk við Ís-
land,“ segir Burnett, og bætir við að
ráðgert sé í framtíðinni að skipin
verði í auknum mæli opin almenningi
og boðið verði upp á skoðunarferðir
þegar þau hafi viðkomu í Reykjavík.
Vilja efla samstarf
við íslensk yfirvöld
Skip bandaríska sjóhersins við Skarfabakka í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Henson Greg Ireton og Dr. William Burnett vilja efla samstarf við íslensk yfirvöld og skiptast á búnaði og gögnum.
Skipið sem um ræðir, USNS
Henson, er eitt af sex skipum
Haffræðistofnunar bandaríska
sjóhersins, en þau eru öll ná-
kvæmlega eins.
Lengd þeirra er 100 metrar
og breiddin 18 metrar og há-
markshraði þess er 16 hnútar.
Skipin eru vel búin mælitækj-
um og hver áhöfn telur um
fimmtíu manns.
Rúmur helmingur þeirra
starfar hjá sjóhernum en restin
sinnir hefðbundnum áhafn-
arstörfum.
Flotinn er vel
mannaður
NAVOCEANO
Mikið af slýi er í Mývatni. Það flýt-
ur upp og sést á stóru svæði í Ytri-
flóa og hjúpar annan gróður. Minn-
ast náttúrufræðingar þess ekki að
hafa séð slíkt áður, samkvæmt upp-
lýsingum Náttúrurannsóknastöðv-
arinnar við Mývatn.
Árni Einarsson, forstöðumaður
Náttúrurannsóknastöðvarinnar,
segir að eftir sé að athuga hvers
vegna svona mikið slý myndast í
vatninu og of snemmt að segja til
um áhrif þess á lífríkið og tengsl við
neikvæðar breytingar á lífríki
vatnsins síðustu ár.
Kæfir annan gróður
„Við vitum ekki hvaða lífverur
eru í slýinu, hvort eitthvað þrífst í
því. Það eina sem er öruggt er að
það kæfir þann gróður sem það
leggst yfir,“ segir Árni. Mest af
slýinu situr á botni vatnsins en þeg-
ar það er mikið flýtur hluti þess
upp.
Vel hefur viðrað til að skoða bakt-
eríublómann í Mývatni að undan-
förnu. Mikill blómi er í norðurhluta
vatnsins, sérstaklega Ytriflóa, og
nær hann góðan spöl inn í Syðriflóa.
Svæði í Ytriflóa er nú mjólkurhvítt.
Pattaralegar lirfur
Þá er það að frétta frá Mývatni
að nú er seinni bitmýsgangan að
koma upp úr Laxá. Starfsmenn
Náttúrurannsóknastöðvarinnar sáu
pattaralegar lirfur í Laxárkvíslum
og þær voru farnar að gildna um
framendann. Það er talið öruggt
merki um að þær fari bráðum að
púpa sig.
Árni segir að ekki sé hægt að full-
yrða um það nú hvort mikið bitmý
komi upp úr ánni, þótt mikið hafi
verið á þessum tiltekna stað. Hann
svari ekki endilega fyrir ána í heild.
Bitmýið lirfast í straumvatni og
síar þörunga og bakteríur úr vatn-
inu. Mesta fæðan er við útfallið úr
vatninu.
Fólki fannst mikið vera af bitmýi
við Mývatn í vor. Árni segir að eftir
sé að vinna úr gögnum sem safnað
var til að staðfesta það.
helgi@mbl.is
Óvenju mikið af
slýi í Mývatni
Seinni bitmýsganga að koma upp
Morgunblaðið/Golli
Ferðafólk Nauðsynlegt getur verið
að skýla sér fyrir mývarginum.
Bolungarvíkurkaupstaður hefur
ákveðið að ráðast í átak gegn flæk-
ingsköttum innan bæjarins. Var
auglýsing þessa efnis birt á vef bæj-
arins í síðasta mánuði. Segir þar að
áætlað sé að fækka flækingsköttum í
samræmi við reglugerð sveitarfé-
lagsins um hunda- og kattahald, þar
sem heimilað sé að „láta eyða
ómerktum flækingsköttum“.
Jón Páll
Hreinsson, bæj-
arstjóri Bolung-
arvíkur, segir í
samtali við Morg-
unblaðið að um sé
að ræða hefð-
bundið átak.
„Þetta er gert
reglulega og sam-
kvæmt bæj-
arsamþykkt verð-
ur að auglýsa með viku fyrirvara
áður en nokkuð er aðhafst.
Mér skilst að flækingskettir eigi
það til að koma upp goti, sem er ekki
gott þegar líða fer á haustið. Það er
ljóst að litlir kettlingar eiga ekki
sældarlíf úti á vetrartíma í Bolung-
arvík.“
María Þórarinsdóttir, dýraeft-
irlitsmaður Bolungarvíkur, segir
auglýsinguna hafa verið sérstaklega
birta svo hægt væri að ná einum
flækingsketti, en ekki megi grípa til
aðgerða fyrr en að lokinni auglýs-
ingu. Búið sé að ná kettinum og það
hafi gengið vel. sh@mbl.is
Vildu ná einum
ketti í bænum
Jón Páll
Hreinsson
„Átak“ gegn flækingsköttum