Morgunblaðið - 11.08.2016, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
» Jazzhátíð Reykjavíkur varsett í 27. sinn í Hörpu í gær.
Að vanda markaði svonefnd
Jazzganga upphaf hátíðarinnar.
Vegna veðurs fór hún fram
innandyra í Hörpu en ekki frá
Hlemmi að tónlistarhúsinu eins
og til stóð. Harpa hýsir nær
alla viðburði hátíðarinnar fram
á sunnudag. Sannkölluð karni-
valstemning ríkti í tónlistar-
skrúðgöngunni, en fyrir göng-
unni fór Sigrún Kristbjörg
Jónsdóttir básúnuleikari sem
verið hefur með annan fótinn í
Brasilíu síðustu ár og m.a.
sinnt kennslu þar í landi. Alls
verða 30 viðburðir og tónleikar
þá fimm daga sem hátíðin
stendur.
Jazzhátíð Reykjavíkur sett í 27. sinn
Jazzhátíð Áhorfendur fylgdust með setningunni.
Ganga Tónlistarfólk fór um ganga og stiga.
Morgunblaðið/Golli
Innlifun Stefan Bauer víbrafónleikari á fullu.
Banjóleikarinn
Morgan O’Kane
heldur tónleika á
Kex hosteli í
kvöld kl. 21. Að
sögn tónleika-
haldara ferðast
O’Kane um allan
heim með banjó-
ið í farteskinu.
Hann er frá
Virginia-fylki í Bandaríkjunum en
hefur haldið til í Brooklyn í New
York undanfarin ár þegar hann er
ekki á tónleikaferðum. Hann mun
vera mikill hugsjónamaður sem
syngur frumsamin lög er fjalla um
lífið. Eitt laga hans er notað sem
upphafslag sjónvarpsþáttanna Ta-
ker‘s Creed. Aðgangur er ókeypis.
Banjóleikari á Kex
Morgan O’Kane
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
sópran og Eggert Reginn Kjart-
ansson tenór koma fram á tón-
leikum í Kaldalóni Hörpu í dag kl.
17 þar sem fluttar verða íslenskar
einsöngsperlur. Tónleikarnir eru
hluti af tónleikaröðinni Perlur ís-
lenskra sönglaga.
Samkvæmt upplýsingum frá tón-
leikahaldara stundar Álfheiður
nám við Hanns Eisler tónlistar-
háskólann í Berlín og er Anna Kor-
ondi hennar aðalkennari. Eggert
nemur söng hjá Uta Schwabe við
annan tónlistarháskólann í Vínar-
borg. Á dagskrá tónleikanna eru
lög eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda
Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Gunnar
Reyni Sveinsson og fleiri. Píanó-
leikari á tónleikunum er Sólborg
Valdimarsdóttir.
Ungir einsöngvarar spreyta sig í Hörpu
Klassík Sólborg Valdimarsdóttir, Eggert
Reginn Kjartansson og Álfheiður Erla Guð-
mundsdóttir flytja sönglög í dag.
32 verkefni hlutu styrk úr
Menningarnæturpotti Lands-
bankans þegar úthlutað var
úr sjóðnum fyrr í vikunni, en
afraksturinn má sjá á Menn-
ingarnótt sem haldin er í 21.
sinn þann 20. ágúst nk. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Höf-
uðborgarstofu voru veittir
styrkir á bilinu 50-250 þúsund
kr. til einstaklinga og hópa,
samtals þrjár og hálf milljón kr. „Um er að ræða samstarfsverkefni Lands-
bankans og Höfuðborgarstofu en bankinn hefur verið máttarstólpi Menn-
ingarnætur frá upphafi. Starfshópur á vegum Höfuðborgarstofu valdi
styrkþegana úr hópi 125 umsókna en þetta er í sjöunda skipti sem veitt er
úr Menningarnæturpottinum. Við úthlutunina var lögð áhersla á að styrkja
skemmtilega og frumlega viðburði sem tengjast Grandasvæðinu en helm-
ingur verkefna sem fengu styrki er þaðan,“ segir í tilkynningu.
32 verkefni á Menningarnótt styrkt
Styrkþegar Alls bárust 125 umsóknir.
NERVE 5:50, 8, 10:10
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 3D ÍSL.TAL 4
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4, 6, 8
BAD MOMS 8, 10:10
JASON BOURNE 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar