Morgunblaðið - 11.08.2016, Qupperneq 36
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Vatnið varð skyndilega grænt
2. Nærmynd af Eygló Ósk
3. Annar maðurinn 28 ára, hinn …
4. Sumarið er „alls ekki búið“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngvaskáldið Svavar Knútur kem-
ur fram á tónleikaröðinni Arctic Con-
certs í Norræna húsinu í kvöld kl.
20.30 og leikur þar lög eftir sjálfan
sig og aðra við gítar- og úkúlele-
undirleik. Hann er nýkominn heim
eftir tónleikaferð á meginlandinu.
Morgunblaðið/Ómar
Svavar Knútur syng-
ur í Norræna húsinu
Marína Ósk Þór-
ólfsdóttir syngur
á lokatónleikum í
sumartónleikaröð
norðlenskra
kvenna í tónlist
sem fram fara í
Hlöðunni, Litla-
Garði, kl. 20.30.
Hún flytur ásamt
Stefáni Gunnarssyni þekkt lög sem
þau hafa útsett fyrir söngrödd og
bassa. Marína Ósk hefur verið búsett
í Amsterdam sl. þrjú ár að læra djass-
söng.
Djass í Hlöðunni
Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur
eigið efni af nýútkominni sóló-
gítarplötu í Mengi í kvöld kl. 21. Krist-
ín Þóra er best þekkt sem víóluleikari
og tónskáld. Á plötunni notast hún
við gítar, rödd og umhverf-
isupptökur. Ásamt Krist-
ínu Þóru koma fram
Lovísa Elísabet
Sigrúnardóttir, betur
þekkt sem Lay Low,
Hafdís Bjarna-
dóttir og Tinna
Kristjáns-
dóttir.
Kristín Þóra kynnir
nýtt efni í Mengi
Á föstudag Austan 3-8 m/s, en 8-13 á annesjum nyrst. Dálítil
rigning eða súld austanlands, en skúrir um landið vestanvert. Hiti
frá 8 stigum austast, upp í 17 stig á Vesturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við
norðaustur- og norðurströndina. Rigning eða súld um allt land og
hiti 9 til 15 stig.
VEÐUR
„Sem íþróttamaður er hún
einn sá besti sem við höfum
haft í Flórída. Hún hlustar
og tekur leiðbeiningum vel,
og hún leggur afskaplega
hart að sér. Kannski er það
algengt á Íslandi, en sem
manneskja þá lætur hún sér
annt um alla í kringum sig,
lætur fólki líða betur og er
bara algjörlega stórkostleg
manneskja,“ segir Antony
Nesty, þjálfari Hrafnhildar
Lúthersdóttur. »1
Lætur fólki líða
vel í kringum sig
„Það er búin að vera góð stígandi í
þessu hjá mér. Ég er virkilega ánægð-
ur með formið, er 10 kílóum þyngri
en ég var á leikunum fyrir fjórum ár-
um, og 20 kílóum þyngri en á leik-
unum 2008. Ég held að ég hafi aldrei
verið sterkari, þrekið
er virkilega gott og
ég hlakka til að
spreyta mig,“
sagði Þormóður
Árni Jónsson
júdómaður
sem
keppir á
Ólymp-
íuleik-
unum í
Ríó á
morg-
un. »2
Þormóður Árni er þyngri
og sterkari
„Hún er mjög góður leikmaður og
hefur verið það lengi. Hún fluttist til
Bandaríkjanna og datt aðeins út úr
íslenska boltanum en mér sýnist hún
vera komin til baka núna,“ sagði
sóknarmaðurinn Fanndís Friðriks-
dóttir um samherja sinn í sóknarlín-
unni hjá Breiðabliki, Berglindi Björgu
Þorvaldsdóttur, sem skoraði 4 mörk
gegn FH í Pepsi-deildinni. »4
Berglind Björg er að
koma sterk til baka
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Í Hraunvangi í Hafnarfirði hefur Ólaf-
ur Maríusson, fyrrverandi kaupmaður,
komið sér upp lítilli gróðurvin sem vak-
ið hefur athygli þeirra sem þar eiga leið
hjá. Í samtali við Morgunblaðið kemur
í ljós að Ólafur, sem verður brátt 95
ára, er enginn nýgræðingur í garð-
yrkju. Fyrir aldarfjórðungi horfði þó
öðruvísi við.
„Ég hætti að vinna áður en ég varð
sjötugur, en við góða heilsu þó, og mér
fannst ég eiga ansi mikið eftir,“ segir
Ólafur.
„Þá keyptum við okkur einbýlishús í
Hafnarfirði og mér fannst ég hafa það
góðan tíma að mig langaði að gera eitt-
hvað af viti. Þótti mér þá uppálagt að
gera garðinn fallegan, þó ég hefði aldr-
ei verið neinn garðyrkjumaður.“
Með fegursta garð Hafnarfjarðar
„Ég vandaði mig afskaplega við að
skera kanta og slá vel, hafa runna fal-
lega og mikið af blómum. Þetta gekk í
augun á fegurðarnefnd bæjarins sem
sendi mér viðurkenningu á því að þetta
væri fegursti garður Hafnarfjarðar.“
Árið 2003 flutti Ólafur að Hraun-
vangi og hóf ræktun frá grunni. Þang-
að koma margir til að dást að verkinu.
„Það þykir markvert, þar sem ég er
orðinn svona fullorðinn, að ég skuli
hafa þó þrek til að eiga við þetta.“
Ber vatnið allt í gegnum íbúðina
Talsvert mikil vinna felst í að halda
garðinum við, og þá einkum á vorin
þegar allt tekur að lifna.
„Svo þarf gróðurinn mikið vatn, sér-
staklega á svona sumri eins og núna
sem er einstaklega heitt. Ég þarf að
bera vatnið allt saman í gegnum íbúð-
ina og það þykir mér dálítið hættu-
legt,“ segir Ólafur og hlær við.
„En ég geri þetta alltaf af varkárni
og þetta tekst ágætlega. Svo nýt ég
lífsins hérna eins og ég get, á meðan
heilsan er í lagi þá er þetta allt í góðu.“
Í gróðurvin kaupmannsins
Rak áður verslun
en ræktar nú garð
Brátt 95 ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litadýrð Ólafur flutti að Hraunvangi árið 2003 og hefur lagt mikla rækt við garðinn öll sumur síðan.
Margir muna eflaust eftir fataversluninni Herradeild P&Ó,
sem var til húsa í Austurstræti 14 í Reykjavík til ársins 1990.
Hana stofnsetti Ólafur ásamt Pétri Sigurðssyni árið 1959, en
áður höfðu þeir starfað í Haraldarbúð hjá Haraldi Árnasyni.
„Allt frá hatti ofan í skó, herradeild P&Ó. Þetta var ein
frægasta auglýsingin okkar, þar sem hún þótti svo sterk,“
segir Ólafur og bætir við að í kjölfar auglýsingarinnar hafi
þeir Pétur fengið ótal margar vísur sendar utan úr bæ. Rifjar
hann upp eina vísu sem honum er sérstaklega minnisstæð:
„Piltarnir til P&Ó
með peningana hlaupa,
allt frá hatti ofan í skó
er þar best að kaupa.“
KAUPMAÐUR Í REYKJAVÍK Í FLEIRI ÁRATUGI
Glæsimenni Ólafur selur hatta í Haraldarbúð í byrjun stríðs.
„Allt frá hatti ofan í skó“