Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 20. ágúst til
4. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
S
ú var tíð að fólk gat varla
talist vera almennilega
menntað án þess að geta
tjáð sig á frönsku.
Franska var lingua
franca heimsbyggðarinnar; tungu-
mál Voltaire, Rousseau, Balzac og
Proust. Franska heimsveldið náði
yfir stóran hluta Norður-Ameríku,
nærri hálfa Afríku og alla leið
austur til Víetnams. Efristéttarfólk
í ýmsum löndum hafði það fyrir sið
að tala um vísindi, stjórnmál og
listir á frönsku frekar en á móð-
urmálinu, enda fínna og fágaðra
mál – og kannski vissara að tala
um eldfimar hugmyndir á tungu
sem þjónustufólkið gat ekki skilið.
Heimsmálið franska
En hvaða hlutverki gegnir
franska í dag? Tala ekki allir fína
ensku? Jafnvel hjá Evrópusam-
bandinu er enska víst orðin það
vinnumál sem Evrópuþingmenn-
irnir nota mest. Sophie Perrotet
segir samt að því fari fjarri að
franska hafi misst gildi sitt. Sophie
er framkvæmdastjóri Alliance
Française á Íslandi en þar verður
að vanda boðið upp á fjölda
frönskunámskeiða í vetur.
„Sá sem talar frönsku getur tjáð
sig við fólk í fimm heimsálfum og
franska er enn lykilmál á mörgum
stöðum. Franska heldur áfram að
vera eitt af aðalmálum alþjóða-
samskipta og er vinnumál fjölda al-
þjóðastofnana, allt frá UNESCO
og NATO yfir í Alþjóðaólymp-
íusambandið og Rauða krossinn.
Fyrir þá sem vilja styrkja sig í
starfi er það tvímælalaust til bóta
að geta sett frönskukunnáttu á
starfsferilsskrána.“
En franska er líka fallegt mál og
heillandi á marga vegu. Sá sem
skilur frönsku fær um leið í hend-
urnar lykilinn að merkilegum bók-
menntaarfi og glugga inn í
heillandi menningarheima. „Með
frönskunni myndast líka ákveðin
brú yfir í önnur rómönsk tungu-
mál, eins og ítölsku, spænsku og
portúgölsku. Hjálpar bætt frönsku-
kunnátta jafnvel við að bæta ensk-
una enda eru um 50% af orðaforða
enskrar tungu fengin úr frönsk-
unni.“
Námskeið fyrir alla
Hjá Alliance Française má bæði
finna almenn og sérhæfð frönsku-
námskeið, fyrir alla aldurshópa.
Þannig eru í boði tímar í bók-
menntafrönsku og samtalstímar, og
síðan hefðbundin frönskukennsla
allt frá byrjendastigi upp í efstu
stig. Þá er þess gætt að hugsa
mjög vel um börnin og unglingana
með aðgengilegum námskeiðum
sem gera frönskuna enn skemmti-
legri. „Einu sinni í mánuði höfum
við til dæmis sögustund sem er op-
in öllum börnum. Við tökum heilt
kvöld undir þessa samkomu, snæð-
um léttan kvöldverð og gefum
börnunum tækifæri til að hittast,
leika sér og spreyta sig á málinu,“
útskýrir Sophie. „Einnig erum við
með námskeið sérstaklega ætluð
tvítyngdum börnum. Á Íslandi eru
mörg börn sem ýmist eiga frönsku-
mælandi foreldra eða lærðu málið
þegar fjölsyldan bjó erlendis og
hjálpa þessi námskeið þeim að við-
halda þekkingunni og bæta við
frönskukunnáttuna.“
Fyrir fullorðna fólkið er líka
meira í boði en bara frönskutímar.
„Við erum með fjölbreytta menn-
ingardagskrá sem myndar hluta af
menningardagatali Reykjavíkur.
Kvikmyndaklúbbur AF er t.d.
mjög virkur og sýnir reglulega
áhugaverðar kvikmyndir auk þess
að starfa með kvikmyndahátíðum.
Menningarviðburðir AF eru öllum
opnir og oftast nær ókeypis,“ segir
Sophie.
Kemur með æfingunni
Það getur verið stórt skref að
ætla að læra nýtt tungumál frá
grunni og þykir mörgum námið
strembnara eftir því sem þeir eld-
ast. „Börnin draga í sig nýtt
tungumál eins svampur en full-
orðna fólkið er oft ekki jafn opið. Á
móti kemur að fullorðnu nemend-
urnir eru oft með mikinn áhuga og
metnað og geta skilið betur hvern-
ig tungumálanámið fer fram. Í
okkar kennsluaðferðum útskýrum
við hvers konar ferðalag við erum
að fara í, hvernig við bætum við
nýjum lögum af þekkingu, eitt
skref í einu, og hvað nemandinn
getur svo gert með nýju þekk-
inguna.“
Sophie segir það alls ekki rétt að
sumt fólk hreinlega ráði ekki við
að læra nýtt mál. Allt sé hægt ef
viljinn og þrautseigjan er fyrir
hendi. „En ólík tungumál geta leg-
ið misvel fyrir okkur og sumir geta
átt auðveldara með tiltekinn hluta
tungumálsins, eins og lestur eða
tal, en kannski átt erfiðara með
hlustun eða skriflega hlutann.“
Þeim fer hraðast fram sem geta
sökkt sér ofan í tungumálið. Ef
náminu er sinnt af samviskusemi
og hvert tækifæri nýtt til að um-
gangast og nota málið þá er
franskan ekki lengi að koma.
„Jafnvel ef fólk temur sér bara að
æfa frönskuna í fimm mínútur á
dag og læra kannski eina nýja
sögn, þá er það komið með nokkuð
stóran orðaforða að ári liðnu. Að
hlusta á franska útvarpsþætti og
horfa á franskar kvikmyndir hjálp-
ar líka til að þjálfa eyrað,“ segir
Sophie og bætir við að eftir um tvo
vetur hjá AF ættu flestir nem-
endur að vera orðnir færir um að
tjá sig nokkuð áreynslulaust í
frönskumælandi landi. „Hæfnin
kemur svo enn hraðar ef fólk dvel-
ur erlendis. Margir af okkar nem-
endum taka grunninn hér á Íslandi
en halda svo til landa eins og
Frakklands eða Marokkó, jafnvel
bara í sumarfríinu, og nota tæki-
færið til að þjálfa sig í málinu og
ná upp aukinni færni.“
ai@mbl.is
Franska er mál sem opnar nýjar dyr
„Sá sem talar frönsku get-
ur tjáð sig við fólk í fimm
heimsálfum,“ segir fram-
kvæmdastjóri Alliance
Française. Núna er í boði
að sækja frönskutímana í
gegnum Skype.
Morgunblaðið/Ófeigur
Hæfileiki Sophie Perrottet segir frönskukunnáttu hafa marga kosti. „Hjálpar bætt frönskukunnátta jafnvel
við að bæta enskuna enda eru um 50% af orðaforða enskrar tungu fengin úr frönskunni.“
Svalur Hjá AF má meðal annars finna veglegt bókasafn. Skemmtilegu
teiknimyndasögurnar geta komið yngstu lesendunum á bragðið.
’Á móti kemur að full-orðnu nemendurnireru oft með mikinn áhugaog metnað og geta skiliðbetur hvernig tungu-
málanámið fer fram.
Ekki er alltaf að því hlaupið fyrir
önnum kafið fólk að finna tíma á
deginum fyrir tungumálanám.
AF nýtir núna tæknina til að auð-
velda námið og spara nem-
endum ferðatímann til og frá
kennslustundinni og hægt að
læra í gegnum Skype. „Við höf-
um mismunandi hátt á Skype-
kennslunni. Er í boði bæði að
læra í gegnum Skype eingöngu
og að blanda saman námi á
staðnum og í gegnum tölvuna.
Er þessi valkostur einkar hent-
ugur fyrir þá sem búa úti á
landi,“ segir Sophie.
Geta núna lært
hvar sem er