Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 13
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 13
Er kominn tími til
að gera eitthvað?
ÚFF - Úr frestun í framkvæmd
Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir
þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu.
Tölvur 1
Námskeiðið er ætlað byrjendum, sem vilja fá góðan grunn í
tölvunotkun til að geta nýtt tölvuna sér til gagns og gamans.
Styrkleikar og núvitund
Færni í núvitund og aukin þekking á eigin styrkleikum
stuðlar að vellíðan og sátt með lífið.
Minnistækni (morgunnámskeið)
Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar
þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða.
Markþjálfun (morgunnámskeið)
Ertu fastur eða föst í sama farinu og skortir stefnu í lífinu?
Markþjálfun gengur út á að leiða þig í gegnum einföld
skref sem munu móta líf þitt upp á nýtt til að þú getir lifað
draumalífinu!
Sjálfsumhyggja (morgunnámskeið)
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér
færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju
(self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti
og erfiðleika.
Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá
Námskeið Hringsjár standa alveg sjálfstæð
sem endurhæfingarúrræði, en góð ástund-
un á námskeiðunum er ein forsenda þess
að lengri tíma úrræði standi til boða.
Einn af þeim mörgu sem hafa nýtt sér
endurhæfingu hjá Hringsjá er Kristján
Jónsson. Hann sótti námskeið og nám hjá
Hringsjá og útskrifaðist vorið 2014.
Honum hafði verið bent á sem endurhæfingarúrræði að fara
á tölvunámskeið í Hringsjá.
Í viðtali í Fréttatímanum sagði hann, „Mér fannst svo gaman
að ég fór í kjölfarið á minnisnámskeið þar. Eftir þessi tvö
námskeið var ég farinn að átta mig á því að ég gæti alveg
verið í skóla. Það hafði lengi verið draumur en mér fannst
ég ekki eiga heima þar. Ég sá að ég gat alveg lært. Þetta er
eitt það skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir
hendur. Maður kemur syngjandi þaðan út.“
Eftir námskeiðin fór Kristján síðan í 3ja anna náms- og
starfsendurhæfingu hjá Hringsjá. Samhliða endurhæfingu
var Kristján í Tækniskólanum og hefur nú lokið sveinsprófi í
málaraiðn.
Hringsjá býður úrval af öðruvísi
og spennandi námskeiðum sem
hafa hjálpað mörgum að komast
aftur eða í fyrsta sinn af stað til
meiri virkni, meiri lífsgæða og
fleiri valkosta í námi eða starfi.
Skólatöskur beint af tískusýningunum
Ef verið er að leggja út fúlgur fjár fyrir skólatösku, hví ekki að
kaupa grip sem sómir sér vel á fínustu vinnustöðum og nýtist
í mörg ár eftir útskrift? Þessi taska frá Louis Vuitton myndi
sóma sér vel hvort heldur á lögfræðistofu í London eða á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún rúmar 15 tommu far-
tölvu og er með axlaról. 6.150 dalir á LouisVuitton.com.
Sumum þykir Versace hætta til
að fara yfir strikið í flúri og íburði.
Þessi bakpoki fer hins vegar í allt
aðra átt, stílhreinn og svartur.
Einfaldleikinn verður til þess að
gyllt Medúsuhöfuðið, einkenn-
ismerki Versace, nýtur sín þeim
mun betur. 830 evrur á Net-a-
porter.com.
Þesssi bakpoki frá Gucci blandar
saman notagildi og tísku. Hann er
gerður úr slitsterku efni en með
útsaumi í stíl við nýjustu línu
ítalska tískuhússins. Einkennislit-
irnir njóta sín vel í bland við svart-
an grunnlitinn, öskrandi tígris-
dýrið og blómamynstrið. 1.890
dalir á Gucci.com.
Skærir litir koma oft best
út á einföldum formum.
Bakpokinn hér til hliðar, frá
Burberry, er gott dæmi um
þetta. Að innan er að finna
vasa fyrir fartölvuna og lit-
urinn poppar upp hvaða út-
lit sem er. Guli liturinn er
líka heppilegur fyrir ís-
lenska veturinn og sést
langar leiðir í rökkrinu. 650
evrur á MrPorter.com.
Aer Travel Pack er fyrir fólk á
ferðinni, en hentar líka sem skóla-
taska. Bakpokinn er rúmgóður,
með hólfi fyrir tölvu og vasa fyrir
snúrur og hægt að koma fyrir nóg
af íþróttafötum og nesti í aðal-
rýminu. Hvert smáatriði er út-
hugsað og á að gera töskuna
þægilega í notkun. 220 dalir á
aersf.com.
Ekki má vanta góða skólatösku fyrir veturinn. Hún verður vitaskuld að rúma skólabækurnar, nokkrar
stílabækur og pennaveski, og helst fartölvu líka. En skólataskan getur líka verði tískugripur; auka-
hlutur sem tekið er eftir og setur punktinn yfir i-ið. Frægustu hönnuðir heims eru iðnir við að gera
flotta bakpoka sem eru afskaplega smekklegir og fínir og líka rándýrir. Eins og
myndirnar sýna eru þetta skólatöskur fyrir fagurkera, en verðmiðinn er fyrir
fólk sem þarf ekki að hafa mjög miklar áhyggjur af námslánunum.
ai@mbl.is