Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 17
gengra spurninga var til dæmis, hversu sterkur má bjór vera áður en hann telst vera vín? Allt sem maður sagði var nemendum gríðarleg tíð- indi þarna í upphafi. En síðan þá höf- um við horft upp á gríðarlega breyt- ingu hvað kunnáttu nemenda varðar og eins samsetningu nemendahópa. Hér áður fyrr voru þetta heldur stereótýpískir hópar ungra karl- manna, með einni og einni konu sem hætti sér með. Í dag, sex árum seinna, kemur alls konar fólk sem oft spyr mjög flókinna spurninga og er greinilega að pæla í þessum hlutum af töluverðri alvöru.“ Sveinn tekur undir þetta. „Ég efast um að neinn hafi upp- lifað breytingarnar sem orðið hafa á bjórmenningunni hér á landi eins ná- ið og við kennararnir. Við erum að hitta fólkið frá viku til viku og sjáum þróunina glögglega eiga sér stað. Að- gangur að upplýsingum er auðvitað svo gríðarlegur í dag að við erum að sama skapi stöðugt að læra eitthvað nýtt af nemendum okkar. Margt af því er mjög gagnlegt og sumt notum við í kennslunni.“ Þeir félagar eru sammála um að míkróbrugghúsmenningin sem tröll- riðið hefur bjórheimi mörlandans síðustu árin hafi umbylt öllu bjór- umhverfi hér á landi. Stefán hag- ræðir gleraugunum með spekings- legum svip og bætir því við að fyrir um tíu árum hafi um 90% af öllum bjór sem ég keypti í Vínbúðunum verið frá útlöndum, 10% verið ís- lensk. „Þetta hefur snúist við. Alger- lega. Um leið eru neytendur, og nem- endur okkar þar á meðal, mun forframaðri í fræðunum en áður.“ „Það er einmitt heili tilgangurinn með þessu,“ samsinnir Sveinn. „Ef fólk er aðeins forvitnara, kröfuharð- ara og meira tilbúið í að prófa eitt- hvað nýtt er tilganginum náð og tek- ist hefur að koma nemendum til einhvers þroska.“ Allir græða á endanum Því er ekki að neita að það er hug- sjónabragur á uppfræðslu þeirri sem Sveinn og Stefán hafa sagt hér frá. En þegar allt kemur til alls er Stefán alltént ekki tilbúinn að taka sjálfan sig svo alvarlega og hann verður kankvís á svip. „Ef þetta nám hefur góð áhrif á bjórmenninguna, sem ég hugsa að það geri, þá er það fínt. En í raun réttri er þetta meira eða minna í okkar eigin þágu því með því að skóla fólk til í bjórfræðunum erum við að búa til einstaklinga sem sækj- ast eftir og kaupa flóknari bjóra, sem þýðir að sú eftirspurn verður þess valdandi að það er boðið upp á þessa bjóra á börunum og í Vínbúðunum fyrir okkur. Þegar dæmigerður sportbar er kominn með tólf dælur af mismunandi bjór hefur tekist að koma einhverju til leiðar, það blasir við.“ Þeir kumpánar viðurkenna að hafa býsna gaman af starfinu sem kenn- arar í Bjórskólanum, enda láta þeir sig hafa það að kenna oft í viku þegar mest lætur. Það er til marks um vin- sældirnar að fólk kemur á nám- skeiðin sem drekkur ekki bjór – eða drekkur einfaldlega alls ekki áfengi yfir höfuð! „Það er satt að segja svolítið sér- kennilegt að vera spurður um það, í upphafi námskeiðs, hvort við eigum ekkert annað að smakka þar eð við- komandi finnst bjór ekki góður,“ rifj- ar Stefán upp og brosir út í annað. Sveinn tekur undir þetta. „Svo spyrja margir, einkum þegar langt er liðið á námskeiðið, hvar þeir geti sótt um sem kennarar því þetta sé auðsjáanlega besta djobb í heimi!“ Stefán hvessir augun á blaða- mann. „Þá spyr ég viðkomandi á móti – hefurðu ekki tekið eftir því að meðan þú bjórsmakkar frá þér allt vit er ég hér fastur með kaffibolla, vatn og pilsner?“ Þeir félagar hlæja dátt. „Allir bjórskólakennarar hafa á einhverjum tímapunkti gert þau reginmistök að hafa verið á leiðinni á árshátíð eða annan mannfagnað beint eftir Bjórskólann, og ákveða þar af leiðandi að halda í við nemend- urna í það skiptið. Það er ekki gott,“ segir Stefán. „Þú gerir það bara einu sinni því þú fattar mjög fljótt að það er einfaldlega ekki gott.“ Frekari reynslusögur af slíkum kennslustundum fást hins vegar eng- ar. Greinilegt er að það sem gerist í Bjórskólanum heldur kyrru fyrir í Bjórskólanum. Kennsla í Bjórskólanum fer fram í Gestastofu Ölgerðarinnar og upplýs- ingar um námið má finna á www.gestastofa.is jonagnar@mbl.is org hefur margur sælkerabjórinn litið dags ljós. ’„Ef þetta nám hefurgóð áhrif á bjór-menninguna, sem éghugsa að það geri, þá erþað fínt. En í raun réttri er þetta meira eða minna í okkar eigin þágu. Vinsældir Sumir sækja tíma í Bjórskólanum jafnvel þó þeir þyki bjór ekki góður! FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 17 SKÓLAVÖRUBÚÐIN ÞÍN A4 Kringlunni / A4 Skeifunni / A4 Smáralind / A4 Hafnarfirði / A4 Akureyri / A4 Egilsstöðum www.a4.is / Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook ogPinterest.com/A4fondur / A4 Selfossi instagram.com/a4verslanir Skiptibókamarkaðir eru einnig á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Athugið að vöruúrval er mismunandi á milli verslana. Allt vöruúrval má finna á www.a4.is. STÆRSTI SKIPTIBÓKAMARKAÐUR A4 ER Í SKEIFUNNI OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.