Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: -Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla - Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns. MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám í Fiskeldi, Gæðastjórnun og Marel vinnslutæknir. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám. Námið verður kennt í dreifinámi og staðlotum sem hentar starfandi fólki í greininni. GÆÐASTJÓRN FISKELDI Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is og á facebook. Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi. Bjóðum upp á þrjár nýjar eins árs námsbrautir Innritun í gangi byrjum 8. september R eynslan og rannsóknir hafa sýnt að núvitund er öflug leið til að auka vel- líðan, velgengni, efla ein- beitingu og athygli, draga úr streitu, kvíða og þunglyndi, efla samskiptahæfni og styrkja ónæmis- kerfið, svo dæmi séu tekin,“ segir Bryndís Jóna Jónsdóttir, kennari hjá Núvitundarsetrinu, en hún er leiðbeinandi á tveimur haust- námskeiðum Endurmenntunar Há- skóla Íslands – Núvitund í uppeldi barna og Núvitund og stjórnun. Bryndís Jóna er með MA-diplóma í jákvæðri sálfræði og MA-próf í náms- og starfsráðgjöf og hefur á liðnum árum starfað við mannauðs- stjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. „Áhrifamáttur núvitundar hefur verið rannsakaður í áratugi en síð- ustu misseri hefur hins vegar orðið mikil aukning í birtingu ritrýndra greina og rannsókna, þar sem áhugi fræðifólks hefur vaxið í takt við vit- undarvakningu almennings. Nú er þjálfun í núvitund nýtt mjög víða, bæði í skólastarfi og á vinnustöðum, í fangelsum og innan heilbrigðisgeir- ans. Í raun getur núvitund nýst á öll- um sviðum mannlífsins; allir geta ræktað með sér núvitund, hún er einföld og áhrifarík leið til að hjálpa okkur að takast á við krefjandi og fjölbreyttar áskoranir daglegs lífs og stuðlar að vellíðan.“ Bragðið og lyktin Hvað er núvitund? „Með núvitund veitum við lífi okk- ar og líðan á hverri stundu vakandi athygli með opnum huga og forvitni. Við leggjum okkur fram um að vera sem oftast til staðar, andlega og lík- amlega. Í raun erum við að þjálfa at- hygli okkar og auka meðvitund. Með einföldum leiðum æfum við okkur í að veita hugsunum okkar og tilfinn- ingum meðvitaða athygli, hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Við æf- um okkur í því að meðtaka, viður- kenna og finna fyrir því sem er hér og nú, í stað þess að festast um of í áhyggjum af fortíð eða framtíð. Þetta er gert ýmist með form- legum æfingum eða núvitundarhug- leiðslu, en einnig með óformlegum hætti en í því felst að taka eftir því sem er að gerast í kringum okkur, gefa því smáa gaum, sem er í raun lífið okkar. Þetta getur til dæmis verið blómið á umferðareyjunni sem við tökum eftir á meðan við erum stödd á rauðu ljósi, bragðið sem við finnum af fyrsta munnbitanum eða matarlyktin í loftinu; þegar við stöldrum við og veitum því athygli hvaða áhrif þessi upplifun hefur á okkur. Við vitum öll að það er mikilvægt fyrir okkur að hreyfa okkur, en það er ekki síður mikilvægt að rækta huga og heila. Líklega er besta heilsueflingin sú að gefa sér tíma fyrir hvort tveggja. Sitt lítið af hvoru, án þess að fara út í öfgar; hálftíma röskleg hreyfing og nokkr- ar mínútur í núvitundarhugleiðslu á dag geta gert heilmikið. Eins og með líkamsræktina er þó oft erfiðast að gera núvitund að vana og hluta af daglegu lífi, en þannig verða jákvæð áhrif auðvitað mest.“ Daglegar æfingar Hvenær kviknaði áhugi þinn á viðfangsefninu? „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á mannrækt hvers konar, bæði fyrir mig sjálfa og í gegnum vinnu mína sem náms- og starfsráðgjafi og síðar mannauðsstjóri. Ég starfa í Flens- borg og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli inn- leiddum við árið 2012 núvitund fyrir starfsfólk og síðar fyrir nemendur. Ég upplifði það mjög sterkt hversu mikið þetta hjálpaði mér í erilsömu stjórnunarstarfi og til að ná jafn- vægi milli einkalífs og vinnu. Ég fann það fljótt að núvitund var það lífsviðhorf sem ég vildi tileinka mér. Í framhaldi af því sótti ég mér menntun og þjálfun sem núvitund- arkennari til Bretlands og hef síðan farið á fjölmörg námskeið, bæði til Bretlands og Bandaríkjanna, og viðað að mér þekkingu og reynslu um núvitund á fjölmörgum sviðum, svo sem í skólastarfi, stjórnun og heilsueflingu. Haustið 2015 útskrif- aðist ég svo með MA-diplóma í já- kvæðri sálfræði en þessar tvær nálg- anir, núvitund og jákvæð sálfræði, fléttast mjög vel saman. Það hefur haft mjög jákvæð áhrif á mína líðan að stunda núvitund og tileinka mér nálgun jákvæðrar sál- fræði. Ég hef engu að síður upplifað það sem áskorun að gera núvitund- aræfingar að daglegri rútínu. Ég held að allir standi frammi fyrir því. Það kemur fyrir að ég gef mér ekki tíma til að setjast niður í hugleiðslu, en hins vegar finn ég það fljótt á líð- an og andlegu jafnvægi ef ég svík mig um það of lengi. Þegar tíminn er naumur legg ég mig því fram um að flétta inn óformlegu æfingarnar og staldra sem oftast við; bara það að sitja smástund í bílnum og fylgjast með andardrættinum í eina til tvær mínútur getur til dæmis gert ótrú- lega mikið.“ Hagnýt námskeið Fyrra námskeiðið hjá EHÍ, Nú- vitund í uppeldi barna, er það öllum ætlað? „Þetta er í raun hugsað sem ör- námskeið, til að gefa innsýn í það hvernig við sem uppalendur getum hjálpað börnum að rækta með sér núvitund, og hvernig hún getur hjálpað okkur sjálfum að vera í góðu jafnvægi og góðar fyrirmyndir. Núvitund hjálpar börnum og full- orðnum að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á námskeiðinu, sem fer fram 20. september, verður farið í hagnýtar æfingar sem hægt er að notast við strax, hvort heldur er fyr- ir börn eða fullorðna. Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem koma að upp- eldi barna á einhvern hátt – fagfólk í skólastarfi, foreldra, forráðamenn, afa og ömmur.“ Seinna námskeiðið, Núvitund og stjórnun; eru íslenskir stjórnendur vakandi á þessu sviði? „Fjölmörg stór og smá fyrirtæki og stofnanir um allan heim hafa á undanförnum árum innleitt núvit- und í starfsemi sína og hvatt starfs- fólk til að sækja námskeið og stunda núvitund. Má þar til dæmis nefna Google, Deutsche Bank, Apple, General Mills og Target. Hér á landi hafa fyrirtæki og stjórnendur verið að feta sig áfram þennan veg og er það mjög ánægjulegt. Margar ástæður eru fyrir þessari þróun, en bæði stjórnendur og starfsfólk geta haft mikinn ávinning af því að stunda núvitund. Sem dæmi má nefna að iðkun núvitundar dregur úr fjarveru þar sem ónæmis- kerfið styrkist og starfsánægja eykst, sölutölur fara upp þar sem það á við og samskiptahæfni eykst, ákvarðanataka verður betri, afköst og framleiðni meiri og síðast en ekki síst bætir núvitund geðheilsuna og eykur vellíðan. Námskeiðið, sem haldið verður 21. september, er ætlað stjórnendum fyrirtækja og stofnana sem hafa áhuga á að kynna sér núvitund, vilja tileinka sér hana bæði í lífi og starfi, og innleiða á sínum vinnustað.“ www.endurmenntun.is beggo@mbl.is Blómið á umferðareyjunni Bryndís Jóna Jónsdóttir, kennari hjá Núvitundarsetrinu, miðlar af þekkingu sinni og reynslu á tveimur haust- námskeiðum EHÍ, þar sem hún fjallar um mikilvægi þess að iðka núvitund – annars vegar þegar kemur að uppeldi barna, hins vegar við stjórnun fyrirtækja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhrifamáttur Bryndís Jóna Jónsdóttir: „Allir geta ræktað með sér núvitund, hún er einföld og áhrifarík leið til að hjálpa okkur að takast á við krefjandi og fjölbreyttar áskoranir daglegs lífs og stuðlar að vellíðan.“ ’Í raun erum við að þjálfa athygli okkarog auka meðvitund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.