Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 21
Innritun
Skólaárið
2016-2017
w
w
w
.s
on
gs
ko
lin
n.
is
H
5
5
2
7
3
6
6
so
ng
sk
ol
in
n@
so
ng
sk
ol
in
n.
is
HáskóladeildFram
hald
sdei
ld
Ungli
ngade
ild
Miðdeild
Grunn
deild
Söngskólinn í Reykjavík
Þjóðlag
asöngu
r
Dægurlög
Söngleikir
Óperur
Íslen
sk o
g
erlen
d sö
nglö
g
Eitthvað!
fyrir
alla!
•
Söngnámskeið
Unglingadeild
Grunnnám
Miðnám
Framhaldsnám
Háskólanám
•
Söngtækni
Söngtúlkun
Tónfræði
Hljómfræði
Tónheyrn
Nótnalestur
Tónlistarsaga
•
Einsöngur
Samsöngur
•
Söngtúlkun
á tónleikasviði
•
Söngtúlkun
með hreyfingum
•
E
rfiðleikar með lestur eru alvarlegt
vandamál sem getur undið fljótt upp
á sig. Lestrarörðugleikarnir smita út
frá sér og gera allt nám þyngra.
Skólarnir gera sitt besta til að hjálpa
þeim sem ekki geta lesið vel, en stundum þarf
meira til.
Guðríður Adda Ragnarsdóttir hefur um
langt skeið sérhæft sig í að kenna börnum og
fullorðnum að lesa með gagnreyndum
kennsluaðferðum. Í sextán ár hefur hún boðið
einkakennslu og þjálfun undir yfirskriftinni
Læs í vor. Einnig heldur hún námskeið fyrir
foreldra og kennara þar sem hún kennir þátt-
takendum lestrarkennsluaðferðirnar sem hún
notar sjálf til að kenna börnum að lesa.
„Þær aðferðir sem ég nota eru bandarískar
að uppruna, og kallast „direct instruction“ og
„precision teaching“, eða stýrð fyrirmæli og
hnitmiðuð færniþjálfun,“ útskýrir Guðríður
Adda en hún er menntaður atferlisfræðingur
og kennari. „Stýrð fyrirmæli er þaulrann-
sökuð kennsluaðferð sem þykir bera af öðrum
aðferðum til að frumkenna, þ.e. leggja inn ný
þekkingaratriði hjá nemandanum. Hnitmiðuð
færniþjálfun felst síðan í að auka markvisst
færni nemandans hratt og mælanlega.“
Gagnast mörgum
Aðferðir Guðríðar Öddu hafa reynst árang-
ursríkar til að laga margs konar lestrarörð-
ugleika, s.s. stafaspeglun og stafavíxl, hæg-
læsi og erfiðleika við lesskilning. „Kennslan
getur hjálpað nemendum sem hafa verið
greindir með dyslexíu eða lestrarhömlun,
nemendum með einhverfu og líka gagnast
nemendum sem eru tvítyngdir, hafa búið lengi
erlendis eða eru af erlendum uppruna og eiga
þess vegna erfitt með lesturinn,“ segir hún.
Guðríður Adda hefur þróað safn æfinga til
að þjálfa grundvallaratriði í lestri og ritun.
Byggir hún efnið á því sem kallað er sam-
tengjandi hljóðaaðferð. „Þá er byrjað á
smæstu einingunni, stöku málhljóði og bók-
staf, og síðan æft markvisst eftir ýmsum
skynjunarleiðum. Nemendur læra að lesa stig
af stigi og nýjum málhljóðum og bókstöfum
bætt við jafnt og þétt.“
Mælingin sem felst í hnitmiðaðri mæliþjálf-
un þýðir að sjá má skýrt og greinilega hvort
kennsluaðferðirnar skila árangri. „Nemand-
inn æfir sig upphátt og því getur kennarinn
talið fjölda rétt lesinna atkvæða og nemand-
inn fylgst með eigin framförum í lestrinum.
Kennarinn fær stöðugt nauðsynlegar upplýs-
ingar um raunfærni og framfarir og skráir
þær á þar til gert línurit. Kennarinn byggir
síðan ákvarðanir sínar um íhlutun og kennslu
út frá mælingunni, setur nemandanum dagleg
mælanleg markmið og spáir fyrir um árang-
urinn.“
Á foreldra- og kennaranámskeiðinu er
kennslan höfð með vinnustofusniði og unnið í
þremur staðarlotum; í september, október og
nóvember. „Á milli staðarlotna kenna þátttak-
endur nemanda eða barninu sínu, skrá af-
kastaaukninguna og senda mér gögnin viku-
lega,“ segir Guðríður Adda. „Á móti fá þeir
einstaklingsbundna ráðgjöf og námsefni úr
Læs í vor eins og þeir þurfa.“
Nánari upplýsingar má fá með því að senda
tölvupóst á adda@simnet.is.
Lestrinum komið í lag
Guðríður Adda beitir vandaðri
bandarískri aðferð til að kenna
börnum og fullorðnum að lesa vel.
Morgunblaðið/Þórður
Æfing Kennarinn fær stöðugt nauðsynlegar upplýsingar um raunfærni og framfarir og skráir þær á þar til gert línurit,“ segir Guðríður.