Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 23
Einkakennsla og þjálfun í 16 ár
- Talnaleikni og reikningur -
Málhljóð, lestur og ritun
LÆS Í VOR
Foreldrar og kennarar
Næsta námskeið í lestrarkennslu ásamt eftirfylgd og ráðgjöf
hefst laugardaginn 17. september 2016
Námsefni úr LÆS Í VOR fylgir með
Kynningar fyrir skóla og félagasamtök
En hvernig er þetta gert?
Fínstillt er að þörfum nemandans
Námsaukinn er mældur í hverjum tíma
Heimakennsla er veitt á höfuðborgarsvæðinu
- þá sem eru af erlendum uppruna:
Þjálfun málhljóða; hlustun, framburður og ritun
Kennslutækni:
- Stýrð fyrirmæli (direct instruction)
- Hnitmiðuð færniþjálfun, hröðunarnám (precision teaching)
- Samtengjandi hljóðaaðferð (synthetic phonics)
- Talnafjölskyldur (fact families)
- Þjálfun aðgreiningar (discrimination training)
- Lausnaleit í heyrenda hljóði (talk aloud problem solving)
- Smellaþjálfun (clicker training, tag teach)
- Hraðflettispil, leifturspjöld (SAFMEDS, flashcards)
- Stöðluð hröðunarkort (standard celeration charts)
Fyrir:
- börn og fullorðna
- byrjendur og lengra komna
- lesblinda og reikniblinda
- þá sem þurfa almenna leiðréttandi hjálp eða
- mjög sértæka þjónustu, s.s. börn með einhverfu
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Atferlisfræðingur og kennari
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf
Sími 866 56 19, adda@ismennt.is
H
efðin hér er afar rík og
námið hefur í sjálfu sér
ekki breyst að ráði frá
því skólinn var stofn-
aður, þó það hafi auðvit-
að þróast með nýrri tækni og þess
háttar,“ segir Bryndís um skólann
og námsefnið. „Í reynd er verið að
kenna sama grunninn og sömu
námsgreinarnar og lagt var upp
með fyrir 86 árum. Sem dæmi um
þetta má nefna að námið var fyrst
skipulagt sem tveggja ára nám en er
í dag sem nemur einni önn. Eðlilega
er búið að stytta námið og hnitmiða
það en grunnurinn í þessu öllu sam-
an er eftir sem áður sá sami.“
Nám í takt við tímann
Í upphafi voru til að mynda ís-
lenska og stærðfræði meðal náms-
greina en eru það ekki lengur, eins
og Bryndís útskýrir. „Við einblínum
á handverk, svo sem vefnað, fata-
gerð, prjón, hekl og útsaum. Svo er-
um við með matreiðslu, hreinlæt-
isfræði og loks heilbrigðisfræði. Þar
tengjum við til dæmis næring-
arfræði inn í kennsluna. Þannig
tengjum við nútímafræði inn í nám-
ið. Um leið má geta þess að umönn-
un ungbarna var hluti af námsefn-
inu áður fyrr – enda hét skólinn
Húsmæðraskólinn í þá daga.“
Nú er sem áður sagði boðið upp á
fullt nám í heila önn og einnig er
hægt að taka styttra nám sem tekur
ekki nema helming af önninni. „Þá
geturðu farið út í meiri sérhæfingu
og tekið til dæmis matreiðsluáfang-
ana eingöngu, eða handverksáfang-
ana, eða þá valið þér blandaða leið.
Eins og sjá má á heimasíðunni okk-
ar undir flipanum „Námskeið“ þá
eru þrjár meginnámsleiðir í boði,
sem eru hússtjórnarnám, matreiðsla
og handverk.“
Fullgildar framhaldsskóla–
einingar fyrir námið
Handverks- og hússtjórnarskól-
inn á Hallormsstað er heimavist-
arskóli og kennsluhúsið og heima-
vistin eru í sömu byggingunni sem
er reisulegt og fallegt hús, sann-
kallað hjarta Hallormsstaðar eins
og Bryndís bendir á. Húsið hefur
hýst skólann frá upphafi enda var
það beinlínis byggt í þeim tilgangi á
sínum tíma. „Þá var hér á lóðinni
fjós, töluvert af dýrum og búskapur
í gangi. Í dag erum við þess í stað
með internet,“ bætir Bryndís við og
hlær.
„Á heimavistinni eru pláss fyrir
22 nemendur og þar af leiðir að
námið er persónulegt og nánd mikil
í þessu litla samfélagi okkar. Með
þessu móti myndast vinsamleg
stemning auk þess sem aðgengi að
kennurum er sérstaklega gott.“
Aðspurð segir Bryndís skólann
vera á framhaldsskólastigi og námið
þar er lánshæft. „Við erum sem sagt
viðurkenndur einkaskóli á fram-
haldsskólastigi þannig að allt námið
hér skilar þér fullgildum framhalds-
skólaeiningum sem nýta má til stúd-
entsprófs. Það má einnig sækja um
svokallaðan Jöfnunarstyrk LÍN
þegar sótt er um nám fjarri heima-
högunum og það er nú tilfellið með
langflesta nemendur okkar.“ Styrk-
inn frá LÍN segir Bryndís býsna há-
an og gengur hann að sögn langt
upp í skólagjöldin.
Sagan lifir í skólanum
„Það er margt búið að breytast á
þeim tíma sem skólinn hefur starf-
að, úr handsnúinni saumavél í raf-
knúna og úr kolaeldavél í rafmagns-
hellur. En það er engu að síður
margt sem hefur fengið að lifa gegn-
um áratugina og þar á meðal er bað-
stofan, öðru nafni vefstofan, sem er í
upprunalegri mynd og þannig verð-
ur henni haldið enda er þar ynd-
islegt að vera.“
Námið hefst mánudaginn 22.
ágúst við Handsverks- og hússtjórn-
arskólann. „Það er enn hægt að
sækja um og það er gert inni á
heimasíðunni okkar, www.hushall.is.
Það er bæði opið í fullt nám í eina
önn og svo 8 vikna námið og ég hvet
áhugasama að kynna sér efnið á
heimasíðunni,“ segir skólameist-
arinn Bryndís Fiona að endingu.
jonagnar@mbl.is
Skólameistarinn „Við einblínum á handverk, svo sem vefnað, fatagerð,
prjón, hekl og útsaum. Svo erum við með matreiðslu, hreinlætisfræði og
loks heilbrigðisfræði,“ segir Bryndís Fiona Ford um námið.
Sagan og handverk
í heiðri haft
Handverks- og hússtjórn-
arskólinn á Hallormsstað
stendur á gömlum merg
enda fór fyrsta skólasetn-
ingin fram þann 1. nóv-
ember 1930, eins og skóla-
meistarinn, Bryndís Fiona
Ford, greinir frá. Námið er
persónulegt og fjöldi nem-
enda takmarkaður til að
tryggja ákveðna nánd og
standa vörð um stemn-
inguna.
Morgunblaðið / Skapti Hallgrímsson
Skólahúsið Reisulegt og fallegt hús, sannkallað hjarta Hallormsstaðar.
Innanhúss Vefstofan er í upprunalegri mynd og þannig verður hún áfram.