Morgunblaðið - 29.08.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 29.08.2016, Síða 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg Pottur brotinn Mál af ýmsum toga hafa komið í ljós að undanförnu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Átta til níu mansalsmál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni síð- asta mánuð. Flest þeirra mála sem koma inn á borð eru, að sögn Snorra Birgissonar, lögreglufull- trúa hjá lögreglunni á höfuðborg- arvæðinu, í ferðaþjónustu-, bygg- inga- eða veitingageiranum. Þó er eitt málið sem viðkemur au-pair. „Það sem hefur verið að breytast með aukinni fræðslu og umfjöllun í fjölmiðlum er að við erum að fá fleiri ábendingar en áður,“ segir Snorri. Hann segir að ábendingum sé ávallt fylgt eftir. „Þetta eru kannski ekki allt mansalsmál sem slík en ábendingarnar koma vegna þess að fólk grunar að einhver ein- staklingur, sem t.a.m. er frá landi utan EES, sé ekki að fá greidd laun, en í mörgum tilvikum er sú ekki raunin,“ segir Snorri á síðastu mánuði hafi verið skoðuð átta til níu tilfelli gaumgæfilega. Hann segir alls ekki víst að öll þessi mál muni leiða til kæru. „Það er allur gangur á því hvort fólk vilji aðstoð. En nú höfum við eitt tilfelli til meðferðar þar sem við- komandi hefur þegið aðstoð og óskað eftir því að fá dvalarleyfi á þeim grundvelli að vera þolandi mansals. Það tilfelli snýr að au- pair starfsmanni,“ segir Snorri sem vill þó ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Hann segir að samstarfshópur lögreglu, Vinnueftirlitsins, Vinnu- málastofnunar og Ríkisskattstjóra hafi gefið góða raun. „Það hefur leitt til þess að við höfum farið á fjölda staða og sótt upplýsingar um það hvernig málum er háttað,“ segir Snorri. Þörf á að uppfæra lagaramma Hann segir einhver dæmi þess að atvinnurekendur hafi fólk í vinnu í sjálfboðaliðastarfi og geri sér ekki grein fyrir því að þeir séu að brjóta lög. „Við höfum svo séð dæmi þess að sjálfboðaliðarnir séu að sjá um reksturinn, sem er nokk- uð gróf misnotkun,“ segir Snorri. Hann ítrekar þó að í slíkum til- fellum sé ekki um mansal að ræða. Eðli málsins samkvæmt snúi man- sal ávallt að einhvers konar nauð- ung sem fólk kemst ekki úr. Í því samhengi hefur lögreglan bent á þörf á því að uppfæra lagaramm- ann. „Það vantar kannski ákvæði um þau tilfelli þar sem starfsmað- ur hefur verið blekktur en getur engu að síður komist úr þeim að- stæðum af sjálfsdáðum og er þ.a.l. ekki fórnarlamb mansals. Slík ákvæði eru til í nágrannalöndun- um,“ segir Snorri. Fjöldi mansalsmála til rannsóknar  Átta til níu tilfelli til rannsóknar síðusta mánuðinn  Ábendingum fjölgar mikið  Mikilvægt að gera greinarmun á mansali og misnotkun á starfsfólki  Grunur leikur á að au-pair sé fórnarlamb mansals M Á N U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  201. tölublað  104. árgangur  SÆTUEFNI ENGU SKÁRRI EN SYKURINN EKKI OF KALT HÉR FYRIR SUP-BRETTI ǼTLA AÐ BYGGJA MENNINGARBRÚ MEÐ TÓNLISTINNI FJÖLSKYLDUSPORT 10 RÚSSLAND OG ÍSLAND 26GEIR GUNNAR 12 Gleðin var við völd þegar Alþýðusamband Ís- lands bauð til afmælisveislu í Árbæjarsafni, en sambandið fagnar hundrað ára afmæli í ár. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í safninu í gær og var markmiðið einkum að bregða ljósi á aðstæður og aðbúnað íslensks verkafólks á síð- ustu öld. Bauðst gestum að njóta leiðsagnar um safn- kostinn auk þess sem ýmiss konar afþreying var í boði, svo sem ratleikur, þvottaburður og kassa- bílaakstur, að ógleymdri málun kröfuspjalda. Þorskur var þá þurrkaður á túni, lummur bak- aðar í Hábæ, prentari, skósmiður og gullsmiður tóku á móti gestum á verkstæðum sínum og Lúðrasveit verkalýðsins gladdi gesti með spila- mennsku sinni, að því er segir í tilkynningu. Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 í þeim tilgangi að auðvelda baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum og hefur haldið veglega upp á afmæli sitt í ár, meðal annars með sér- stökum hátíðartónleikum í Hörpu. Hundrað ára saga Alþýðusambandsins lifir áfram með æskunni Morgunblaðið/Golli Kassabílar og kröfuspjöld í Árbæjarsafni  „Það er greinilegt að fólki finnst að það eigi að vera einhverjar tak- markanir á þessu,“ segir Unnur Gunnars- dóttir, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, um til- lögu að kaup- aukagreiðslum til starfsmanna Kaupþings. „En þetta er einhver menning sem við þekkjum annars ekki í íslensku þjóðfélagi,“ segir Unnur. Tillagan hefur hlotið mikla gagnrýni, en hún fer fyrir aðal- fund félagsins á morgun. »2 Þekkist ekki í íslensku þjóðfélagi Unnur Gunnarsdóttir  Sá virkjana- kostur sem telst hafa víðfeðmust áhrif á umhverf- ið er vindorku- ver í Búrfells- lundi. Í skýrslu verkefnastjórnar 3. áfanga rammaáætlunar segir að vind- myllurnar hafi mikil umhverfisáhrif, jafnvel þar sem ekki sést til þeirra. »4 Mikil umhverfisáhrif af vindorkuveri Tilraunavindmyllur við Búrfell.  Samgöngustofu berast að meðal- tali tvær til þrjár kvartanir vegna flugs á viku. Hefur kvörtunum fjölgað samhliða fjölgun þyrlna hérlendis. Sérstaklega heyrast kvartanir yfir útsýnisflugi í friðlöndum, þjóð- görðum og á vinsælum ferða- mannastöðum. Þykir hávaðinn frá þyrlum í slíkum tilvikum spilla ánægju fólks á þessum stöðum. »16 Sérstaklega kvartað yfir útsýnisflugi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.