Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 23
stöðva sig í heimshornaflakkinu og fór það svo að hann dvaldi í 22 ár í heildina, lengst af í Afríku en einnig í Mið-Austurlöndum og Víetnam. Á milli þess sem hann dvaldi í fjarlæg- um heimshlutum, stofnaði hann fjöl- skyldu á Íslandi og á fimm börn, flest búsett á Íslandi. En heimahagarnir kölluðu og að lokum var það Íslandið góða sem dró drenginn heim, þá á sjötugsaldri. Hann settist þá að þar sem sagan hófst, á Drangsnesi á Ströndum, og gerði þar út trillu. Þá var það að kvenfélagið Heimaey átti leið þar um og kynnist Lúkas þar Gerði E. Tómasdóttur og fóru þau fljótlega að búa saman. Þegar Lúkas hætti svo sjómennsku sökum aldurs, hentaði honum ekki að sitja auðum höndum. Hann fór því að sinna listagyðjunni og hefur hann m.a. haldið sýningar á útskurði sínum úr rekaviði af Ströndum, víða um Ísland og nú ný- verið í útlandinu. Þá hefur Lúkas skrifað og gefið út tvær bækur: ævi- sögu sína Syndir sæfara, sem rekur ævintýralegan feril hans, og barna- og unglingabókina Fjársjóðsleit á Ströndum. Fjölskylda Sambýliskona Lúkasar er Gerður E. Tómasdóttir, f. 21.2. 1933, hús- móðir. Foreldrar: Tómas Maríus Guðjónsson, f. 13.1. 1887, d. 14.6. 1958, útgerðar- og kaupmaður í Vestmannaeyjum, og k.h. Sigríður Vilborg Magnúsdóttir, f. 4.10. 1899, d. 18.9. 1968, húsfreyja í Vestmanna- eyjum. Fyrri maki: Mildred Sofía Nygaard, f. 6.9. 1927, húsmóðir. Börn Lúkasar: 1) Birna Sólveig Lúkasdóttir, f. 27.12. 1949, sjúkra- liði, bús. á Blönduósi. Maki: Ellert Guðmundsson; 2) Erling Þór Páls- son, f. 5.11. 1953, hafnsögumaður, bús. á Áshömrum við Akranes. Maki: Jóna Björg Kristinsdóttir; 3) Rita Lúkasdóttir, f. 2.3. 1958, lyfja- tæknir, bús. í Reykjavík. Maki: Hörður Hilmarsson; 4) Pétur Lúk- asson, f. 6.8. 1962, rafeindavirki, bús. í Reykjavík. Maki: Elva Elvarsdótt- ir; 5) Karen Lúkasdóttir, f. 15.3.1969, hjúkrunarfræðingur, bús. í Noregi. Maki: Eirik Tudal. Lúkas á 17 barnabörn og 14 barnabarna- börn. Systkini Lúkasar: Pálmi Gíslason Kárason, f. 1929, d. 2003, vélstjóri í Reykjavík; (hálfsystkini samfeðra:) Huldrún Káradóttir, f. 1934, d. 1935; Margrét Káradóttir, f,. 1947, skrif- stofumaður í Reykjavík; Sigurbjörn Kárason, f. 1952, vélamaður í S- Afríku, síðar í Ástralíu; Þorsteinn Kárason, f. 1944, húsvörður, bús. í Reykjavík; (hálfsystkini sam- mæðra:) Alda Jensdóttir, f. 1933, d. 2002, bús. í Garðabæ; Ragnar Jens- son, f. 1934 d. 1935; Jóhanna Jens- dóttir, f. 1937 húsfreyja í Vogum á Vatnsleysuströnd; Guðrún Jens- dóttir, f. 1936, skrifstofumaður í Reykjavík; Ragnar Ingibergsson, f. 1939 d. 1946; Ragnar Vignir Ingi- bergsson, f. 1945, stýrimaður, bús. í Kópavogi; Sigrún Anna Ingibergs- dóttir, f. 1947, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar Lúkasar: Kári Sigur- björnsson, f. 20.6. 1908 í Gerði í Hörgárdal, Eyj. d. 15.11. 1991, verkamaður í Reykjavík, og Jónína Sigrún Pálmadóttir, f. 20.7. 1911 í Hraunbæjarkoti í Kræklingahlíð, Eyj., d. 10.8. 1993, húsfreyja á Drangsnesi. Úr frændgarði Lúkasar Kárasonar Lúkas Kárason Helga Sigríður Halldórsdóttir húsfr. í Öxnadal, f. á Stórubrekku í Fljótum, Skag. Sigurður Sigurðsson bóndi víða í Öxnadal, f. á Efstalandi Sigrún Sigurðardóttir húsfr. á Neðstalandi í Öxna- dal og á Borgum við Akureyri Pálmi Gíslason bóndi í Efsta- og Syðsta- Samtúni í Kræklingahlíð Jónína Sigrún Pál- madóttir Kristbjörg Magnúsdóttir húsfr., f. á Öxará í Ljósavatnsskarði Gísli Jónsson bóndi í Veisu og Hrísgerði í Fnjóskadal, S-Þing. Freysteinn Sigtryggur Sigurðsson iðnverkamaður á Akureyri Sigríður Freysteinsdóttir húsfr. á Akreyri Sigríður Kristjánsdóttir húsfr. í Melgerði, f. í Hrafnagilssókn, Eyj. Guðmundur Ívarsson bóndi í Melgerði í Glerárþorpi, f. á Hjalla í Höfðahverfi, S-Þing. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir húsfr. í Öxnadal og Hörgárdal Sigurbjörn Ingimar Þorleifsson bóndi víða í Öxnadal og Hörgárdal Kári Sigurbjörnsson verkamaður í Reykjavík María Kráksdóttir húsfr. á Framlandi, f. á Hólum í Öxnadal Þorleifur Kristjánsson bóndi á Framlandi í Hörgárdal, f. í Hörgárdal Bjarni Bjarnason skipstj. á Akureyri Árni Bjarnason formaður Félags skipstjórnarmanna ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Doktor 90 ára Ester Benediktsdóttir Guðbjörg Guðmannsdóttir Kamilla Guðbrandsdóttir Kristín Þ. Ottesen Lilja Guðrún Eiríksdóttir Sigríður Þ. Ottesen 85 ára Árni Jónsson Bjarni Valgeir Bjarnason Gunnar Gunnarsson Halldór Bóas Jónsson Halldór Hjálmarsson Lúkas Kárason Magdalena Ólafsdóttir Óskar Sigurfinnsson Svanhildur Guðmundsd. 80 ára Erna Aðalheiður Guðjónsdóttir Ingibjörg Hafliðadóttir Jónas Eiríkur Halldórsson Kristín Sigríður Helgadóttir Sigríður Þóra Eiríksdóttir Þuríður Benediktsdóttir 75 ára Ásgeir Jónasson Böðvar Jóhannesson Gylfi Jónsson Helga Hauksdóttir Matthildur Haraldsdóttir Reynir Ásgrímsson Sesselja Bjarnadóttir 70 ára Hanna Guðrún Ragnarsdóttir Hlöðver Sigurðsson Samúel Jóhannsson Sigríður Erla Blöndal Stefán Heiðar Benediktsson Úlfur Einarsson 60 ára Baldvin Smári Matthíasson Bergur Þórisson Einar Björnsson Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir Herdís Hallvarðsdóttir Ingólfur Magnússon Jóhann Norðfj. Jóhanness Magnús Gunnar Arneson Völundur Óskarsson Zeljko Hrkalovic 50 ára Birgitta Magnúsdóttir Birna Jóhannsdóttir Emilía K. Gíslason Hulda Björk Gunnlaugsd. Mariusz Lewandowski Páll Karlsson Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Sigrún Vikar Unnar Hlöðversson 40 ára Brynjar Atli Kristinsson Mandy Völkel Óskar Michael A. Wender Sigurgeir Guðlaugsson Slawomir Jan Klinkosz Þórður Gunnar Þórðarson 30 ára Gunnar Ólafur Ragnarsson Helga Dís Helgadóttir Hlín Ólafsdóttir Jóhanna Maj Landgren Kristín Lilja Ragnarsdóttir Linda Þráinsdóttir Matthías Kolbeinsson Melkorka Gunnlaugsdóttir Olga Lilja Ólafsdóttir Pálmi Ketilsson Pétur Karlsson Saadia Auður Dhour Til hamingju með daginn 30 ára Linda er Reykvík- ingur og er nemi í viðskipta- fræði í Háskóla Íslands. Maki: Hörður Aðils Vil- helmsson, f. 1986, vörubíl- stjóri. Börn: Vilhelm Björn, f. 2009, og Patrik Henrý, f. 2014. Foreldrar: Þráinn Ársæls- son, f. 1955, matreiðslu- meistari, og Anna Guðný Ásgrímsdóttir, f. 1951, vinn- ur við bókhald, bús. í Reykjavík. Linda Þráinsdóttir 30 ára Matthías er úr Þorlákshöfn en býr í Reykjavík og er trommari í hljómsveitinni MurrMan. Maki: Anita Heba Lindu- dóttir, f. 1994, nemi í Menntaskólnum í Kópa- vogi. Sonur: Hafsteinn Flóki, f. 2013. Foreldrar: Kolbeinn Grímsson, f. 1956, vél- stjóri, og Lovísa Heiðars- dóttir, f. 1959, handverks- kona, bús. í Þorlákshöfn. Matthías Kolbeinsson 30 ára Pálmi er Keflvík- ingur og er nemi í við- skiptafræði í Háskólanum á Bifröst. Maki: Jónína Stefáns- dóttir, f. 1989, meistara- nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Börn: Pálína Hrönn Daní- elsdóttir, f. 2012, og Karól- ína Pálmadóttir, f. 2015. Foreldrar: Ketill G. Jó- sefsson, f. 1959, og Særún Karen Valdimarsdóttir, f. 1960, bús. í Keflavík. Pálmi Ketilsson Ingibjörg V. Kaldalóns hefur varið dokt- orsritgerð sína við uppeldis- og mennt- unarfræðideild við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Stuðningur við sjálfræði nemenda í ís- lenskum grunnskólum (Autonomy sup- port in Icelandic compulsory schools). Leiðbeinendur voru dr. Ragnhildur Bjarnadóttir, prófessor, Menntavísind- asvið Háskóla Íslands og dr. Gretar L. Marinósson prófessor, Menntavísinda- svið Háskóla Íslands. Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á stuðning við sjálfræði nemenda í skólastarfi, öðlast skilning á starfsháttum sem styðja við sjálfræði nemenda og þeim þáttum í skólastarfi sem hindra slíkan stuðning. Sjálfræði er mikilvægur þáttur velfarnaðar sam- kvæmt jákvæðri sálfræði og sjálfs- ákvörðunarkenningum sem mynda fræðilegan grunn rannsóknarinnar. Sjónum er beint að starfsháttum í 7.- 10. bekk grunnskóla í 20 grunnskólum. Niðurstöður eru í meginatriðum að stuðningur við sjálfræði er víða lítill og ekki í samræmi við það sem Aðal- námskrá grunnskóla, grunnskólalög og alþjóðasamþykktir kveða á um. Á hinn bóginn er mikill munur milli skól- anna á því hvernig stutt er við sjálf- ræði. Mikill munur reyndist bæði á kennslu- og starfs- háttum og einnig á viðhorfum í skólum eftir því hversu ríkulega kennarar studdu við sjálfræði nemenda – sem endurspeglaðist í ólíkri skólamenningu og formgerð skóla- starfsins. Rannsóknin staðfestir tengsl stuðnings við sjálfræði og velfarnaðar. Varpað er ljósi á ýmsa ytri þætti sem kennarar telja að hindri þá í því að styðja við sjálfræði nemenda svo sem kerfislegar kröfur, takmarkaðar bjargir og ósveigjanlegt skipulag. Hug- myndalegar hindranir sem tengdust námi og skólastarfi vógu þó þyngra. Við þurfum að efla þekkingu með kenn- urum og nemendum á formgerð sem greiðir fyrir eflingu sjálfræðis nemenda. Skólamenning sem leggur meg- ináherslu á fræðslu og getu nemenda heldur einnig aftur af breytingum og hindrar stuðning við sjálfræði. Ingibjörg V. Kaldalóns Ingibjörg V. Kaldalóns fæddist árið 1968. Hún lauk BA-prófi í stjórnmála- og fé- lagsfræði frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1993, meistaraprófi í að- ferða- og félagsfræði frá sömu deild árið 1996 og er einnig alþjóðlega vottaður markþjálfi. Ingibjörg starfar nú sem lektor á Menntavísindasviði. Einnig starfar hún sjálfstætt við ráðgjöf, kennslu og skólaþróunarverkefni sem snúa að starfs- háttum í grunnskólum, lífsleikni og velfarnaði kennara og nemenda. Ingibjörg á þrjú börn þau Unni, Margréti Stellu og Stefán Snæ Kaldalóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 201. tölublað (29.08.2016)
https://timarit.is/issue/392471

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

201. tölublað (29.08.2016)

Aðgerðir: