Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ádögunumgerðist sáundarlegi atburður að und- irritað var afsal um sölu á landi við Reykjavíkurflug- völl til Reykjavíkurborgar. Seljandinn var ríkið og er málið þeim mun sérkennilegra þegar haft er í huga að málið tengist lokun neyðarbrautarinnar og framtíð flugvallarins í Vatns- mýrinni sem nú er mjög til um- ræðu, meðal annars sá mögu- leiki að þingið grípi inn í og tryggi framtíð flugvallarins. Reykjavíkurflugvöllur snýst að drjúgum hluta um sjúkra- flugið sem þar fer um og eykur stórlega öryggi almennings. Í Vikudegi var í liðinni viku greint frá því að 18% aukning hefði verið í sjúkraflugi á milli ára og fjöldinn hefði aldrei ver- ið meiri en nú. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsi Akureyrar, segir meginástæð- ur sjúkraflutninganna á þessu ári hafa verið hjarta- og æða- sjúkdóma þar sem flytja þurfi fólk á Landspítala. Þá skipti tíminn oft miklu máli og því styttra sem sé frá flugvelli á sjúkrahús, þeim mun betra. Haft er eftir Hildigunni að al- varlegt mál sé að á sama tíma og sjúkraflug sé í sögulegu há- marki sé neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað. „Auðvitað eru áhyggjur tengd- ar lokun flugvallarins, sér- staklega ef aukning er í neyð- arflugi,“ segir Hildigunnur. Í Vikudegi er einnig rætt við Þorkel Ásgeir Jóhannsson, flugstjóra hjá Mýflugi, sem sér um sjúkraflutninga í lofti. Þor- kell er harðorður vegna þeirrar ákvörðunar að undirrita afsal um landið við Reykjavíkurflug- völl og bendir á að sá gjörning- ur sé ekki í samræmi við álykt- anir landsfundar Sjálfstæðis- flokksins sem stutt hafi Reykjavíkurflugvöll. Haft er eftir flugstjóranum að hann sé uggandi yfir kom- andi vetri eftir lokun neyðar- brautarinnar. „Auðvitað mun koma upp sú staða að við fáum útkall sem við getum ekki sinnt, eða þá að við reynum að komast suður en tökum með því áhættu sem við höfum ekki þurft til þessa þar sem neyðar- brautarinnar naut við. Með lok- un brautarinnar er þess bein- línis krafist að við stofnum sjúklingum og áhöfnum okkar í gríðarlega hættu. Þarna eru mannslíf í húfi,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að lok- un neyðarbrautarinnar sé að- eins einn áfangi af mörgum hjá borgaryfirvöldum til að losa sig við flugvöllinn og hann hvetur sveitarstjórnarmenn um allt land til að spyrna við fótum í málinu. Þá gagnrýnir hann Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir aðgerðarleysi og segir að sé ástæðan sú „að þeir þora ekki í slaginn við Reykjavíkur- borg, þá er orðið tímabært að segja sig úr samtökunum og stofna Samband íslenskra sveitarfélaga utan Reykjavík- ur.“ Full ástæða er til að taka mark á varnaðarorðum fram- kvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsi Akureyrar og flug- stjóra sjúkraflugsins hér á landi. Staðan í þessu efni er orðin grafalvarleg og þróunin er bersýnilega í andstöðu við vilja almennings. Þegar af þeirri ástæðu er sjálfsagt að þingið grípi inn í. En það eru fleiri ástæður en sjúkraflugið til að verja Reykjavíkurflugvöll og snúa við þeim óheillaskrefum sem þegar hafa verið stigin. Í Morg- unblaðinu um helgina var rætt við forseta og varaforsta Flug- málafélags Íslands í tilefni af 80 ára afmæli þess, þá Matt- hías Sveinbjörnsson og Frið- björn Orra Ketilsson. Þeir benda á að flug sé mjög stór hluti af íslensku hagkerfi, að mikil gróska sé í flugi og að al- menningur sé áhugasamur um flug. Íslendingar séu mikil flugþjóð, sem sjáist vel á því að hér séu fimm sinnum fleiri flugmenn á íbúa en í Banda- ríkjunum, sem þó þyki mikil flugþjóð. Matthías og Friðbjörn Orri hafa áhyggjur af framtíð kennsluflugs, sem eðli máls samkvæmt er undirstaða alls annars flugs. Þeir benda á að ef ekki verði breytt um stefnu hvað Reykjavíkurflugvöll varð- ar leggist kennsluflugið af, sem er augljóslega alvörumál fyrir framtíð flugs hér á landi. Það er í meira lagi sérkenni- legt að hjá þjóð sem á jafn- mikið undir flugi og Íslending- ar eiga, skuli það vefjast fyrir ráðamönnum að verja undir- stöður flugs, flugsamgöngur innanlands og þann brýna ör- yggisþátt sem sjúkraflugið er fyrir landsmenn. Hvernig má það vera að hver stjórnmála- maðurinn af öðrum upplifi sig sem leiksopp örlaganna og hvert óheillaskrefið sé stigið af öðru, þvert á vilja almennings? Það er löngu tímabært að Al- þingi taki í taumana og komi í veg fyrir að innanlandsflugið renni landsmönnum úr greip- um fyrir einhvern óskiljan- legan sofandahátt gagnvart hatrammri baráttu fámenns en útsmogins hóps andstæðinga flugsins. Nú eru síðustu for- vöð fyrir kjörna full- trúa að koma í veg fyrir stórslys.} Sofa forystumenn flug- þjóðar af sér flugið? F réttir úr þýskum stjórnmálum síðustu vikur hafa einkum bor- ist af minna fylgi sem Angela Merkel nýtur heima fyrir. Er þetta minna fylgi sérstaklega tengt við það hve fast hún situr við sinn keip – að það hafi verið og verði áfram rétt ákvörðun að breiða út faðminn á móti flóttafólki og opna landamæri Evrópu fyrir því. Sannarlega hefur líf meðal-Þjóðverjans flækst síðasta árið. Það er ekkert lengur til sem heitir að skreppa í stutta lestarferð yf- ir landamærin í suðri, við landamærin bíð- urðu lengi. Ferðalög almennt eru flóknari og Þjóðverjar segja það ekki lengur sjálf- sagða tilfinningu að upplifa sig öruggan hvar sem maður fer. Um þetta hefur verið skrifað og skrafað fram og til baka. En getur verið að sé horft til þess sem gerst hefur í Þýskalandi, þar sem meðal annars má rekja tvær árásir til Ríkis íslams síðasta mánuðinn – sé fylgi Merkel í raun mikið? Þrátt fyrir allt nýtur hún stuðnings 42% landsmanna og það hlýtur að teljast gott þegar margir Þjóðverjar hafa upplifað það á eig- in skinni að líf þeirra er ekki jafn þægilegt. Þjóðverjar virðast nefnilega vera til í að fórna ein- hverju af sínu þægilega lífi til að geta aðstoðað. Stór hluti þjóðarinnar hugsar þetta eins og Merkel; að það sé engin rökrétt niðurstaða að heimurinn kúvendist alls staðar nema hjá okkur. Það sé eðlilegt að það geti haft einhver áhrif á okkur öll, hvar sem við búum, ef 33.000 manns þurfa á hverjum degi að flýja heimili sín vegna átaka eða ofsókna. Við þurfum líka að tak- ast á við þessa breyttu tilveru og það veit Merkel og hagar sér óvenjulega í pólitísku umhverfi og tekur óvinsælar ákvarðanir sem snúast ekki um að gera sjálfri sér eða sínum persónulegan greiða. Persónulega græðir hún ekkert á því að taka á móti 1,1 milljón flóttafólks. Uppskeran er aðeins sú að nágrannaþjóðarleiðtogar púa hana niður og kjósendur eru markvisst fældir frá henni. Forsætisráðherra Tékklands, með sína 10-20.000 flóttamenn, er hvað nýleg- ast búinn að agnúast út í að einhver annar leiðtogi skuli geta hugsað sér að taka svona stórhuga ákvarðanir – kallaði stefnu hennar í innflytjendamálum fáránlega. Angelu Merkel verður líklega síðar minnst sem einstaks stjórnmálamanns fyrir óttaleysi sitt. Hún veit sem er að það hlýtur að vera einhver fórnar- kostnaður fyrir okkur öll ef stríð geisar í heiminum. Hvort sem það er að líf Vesturlandabúa flækist eða að atkvæðum hennar fækki. Og bak við hana standa enn margir kjósendur, þar sem þeir djörfustu segja; Hver segir svo sem að það séum endilega við sem eigum þetta land? julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Óvenjuleg staðfesta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nokkuð er um að kvart-anir vegna þyrluflugs,einkum útsýnisflugs,berist Samgöngustofu. Hefur kvörtunum fjölgað samhliða fjölgun þyrla hér á landi. Þetta kemur fram í svari Þórhildar Ein- arsdóttur, samskiptastjóra Sam- göngustofu, við fyrirspurn frá Morgunblaðinu um þyrluflug. Nú eru 12 þyrlur skráðar hér á landi, en voru 11 á síðasta ári. Um alda- mótin voru þær 5. Að auki eru hér starfræktar þyrlur sem skráðar eru erlendis og telur Samgöngu- stofa að um sé að ræða þrjá aðila sem haldi úti 3-4 þyrlum. Hávaðinn vekur óánægju Nokkrar umræður hafa skap- ast um hávaða vegna aukins þyrlu- flugs, jafnt í höfuðborginni sem úti á landi. Sérstaklega heyrist kvart- að yfir útsýnisflugi í friðlöndum, þjóðgörðum og á vinsælum ferða- mannastöðum. Þykir hávaðinn frá þyrlum í slíkum tilvikum spilla mjög ánægju fólks og upplifun á þessum stöðum. Hugmyndum hef- ur verið varpað fram um að setja á takmarkanir eða jafnvel banna þyrluflug á ákveðnum svæðum en ekkert hefur orðið úr því. Útsýnisflug með þyrlu er dýrt og getur orðið nokkur hundruð þúsund krónur. Það eru einkum efnaðir erlendir ferðamenn sem nota þessa þjónustu. Vinsælustu ferðirnar eru hins vegar styttri út- sýnisflug um Reykjanes og Hellis- heiði. Eitt af því sem veldur vand- ræðum er að fólki er ekki alltaf ljóst hvert á að beina kvörtunum vegna hávaða og/eða lágflugs þyrla og einkaflugvéla í útsýnisflugi. Í svari Þórhildar segir að í gildi sé reglugerð nr. 724/2008 um hávaða þar sem tilgreind séu viðmiðunar- mörk fyrir leyfilegan hávaða frá umferð ökutækja, flugumferð og hvers konar atvinnustarfsemi. Þar séu sett ákveðin hljóðstigsviðmið við flugvelli sem heilbrigðisnefnd- um viðkomandi sveitarfélags er gert að hafa eftirlit með. „Því get- ur fólk beint athugasemdum sínum varðandi hávaða þangað,“ segir í svarinu. Kvörtunum vegna þyrluflugs fjölgar Morgunblaðið/Eggert Umdeilt Þyrluflug nýtur aukinna vinsælda meðal erlendra ferðamanna, einkum efnafólks, en hávaðinn frá þyrlunum er ýmsum þyrnir í augum. Í nýlegri umfjöllun á vefnum Allt um flug kemur fram að tvær til þrjár kvartanir vegna flugs ber- ist að meðaltali á viku til Sam- göngustofu. Haldist fjöldi þeirra í hendur við veðurfar og sjón- flugsskilyrði. Þegar sól og gott veður er í marga daga eru fleiri sem hafa samband og kvarta undan lágflugi þar sem flug- menn nýta sér góð veðurskilyrði til flugs. Flestar kvartanir ber- ast frá Suðurlandi og suðvest- urhorninu og frá sumarbústaða- byggðum. Einnig koma kvartanir frá norðausturhluta landins og þá sérstaklega í kringum Öskju. Er mest kvartað undan einshreyfils einkaflug- vélum og fisflug- vélum. Ýmist er kvartað yfir hávaða eða lágflugi. Hávaði og lágflug KVARTANIR ALMENNINGS Haldið utan um kvartanir. Við blasir hins vegar að það er mikið fyrirtæki og tafsamt að hafa samband við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga. Erfitt getur líka ver- ið að rannsaka þau mál sem eru tilefni kvartana. Þórhildur segir að Samgöngu- stofa haldi utan um allar kvartanir sem berist með formlegum hætti. Að auki berist nokkuð af símtölum, en þau séu ekki skráð sérstaklega með skipulegum hætti. Við öllum ábendingum sé brugðist hverju sinni. Hefur Samgöngustofa þá samband við viðkomandi flugrek- anda og fer fram á að hann geri viðeigandi ráðstafanir. Páll S. Pálsson, deildarstjóri flugsviðs samgöngustofu, segir í nýlegu viðtali við vefinn Allt um flug að hávaði frá flugvélum falli ekki undir verksvið stofnunarinnar þar sem hún sjái um allt sem snýr að öryggismálum á meðan hljóð- mengun eins og frá flugvöllum heyri undir skipulagsmál. Þyrlur mega ekki fljúga neðar en 500 fet, rúmlega 150 metra, ut- an þéttbýlissvæða en 1.000 fet yfir þéttbýli. Fari menn á svig við þær reglur er að finna refsiákvæði í lögum um loftferðir sem taka á slíkum brotum. Sönnunarstaðan er hins vegar mjög erfið í slíkum kærumálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.