Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Hér í Vesturbænum er haustdagskráin að taka á sig
mynd. Opna vinnustofan alla daga kl. 9, félagsvist alla mánudaga kl.
13, útskurður byrjar 5. sept., tálgun 6. sept, bókaklúbbur 8. sept.
Postulín og myndlist 13., 14., 15. sept. Fyrsta BINGÓ 23. sept. og leik-
fimi 1. okt.
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 8.30-16, Zumba gold meðTanya kl.
10.30–11.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30, félagsvist
með vinningum kl. 13, bútasaumur, ljósbrotið kl. 13-16.
Boðinn Félagsvist kl. 13.
Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá 9:30-16. Bridge í
Jónshúsi kl 13. Ath, vatnsleikfimi og kvennaleikfimi hefst
mánudaginn 5. september nk.
Gjábakki Handavinna kl. 9, lomber kl. 13, handavinna kl. 13, kanasta
kl. 13.15. Dans hjá Sigvalda hefst 15. september, síðdegisdans hjá
Heiðari hefst 16. september, söngur hjá Ingvari, annan hvern mið-
vikudag, hefst 21. september, postulín hjá Rannsý hefst 12. septem-
ber, bókband hjá Stefáni hefst 15. september, tréskurður hjá Friðgeiri
hefst 22. september, bingó FEBK, annan hvern fimmtudag kl. 13.30,
hefst 1. september. Lomber og kanasta alla mánudaga kl. 13.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl.
13, félagsvist kl. 20, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum,
allir velkomnir
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, bænastund kl. 9.30–10, göngu-
hópur kl. 10.30 – þegar veður leyfir, Dóra djákni í heimsókn kl. 10–12,
hádegismatur kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 14, kaffi kl. 14.30
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, handavinnuhornið kl. 13,
myndlist hjá Margréti Zóphoníasd. kl.12.30, félagsvist kl. 13.15. Allir
velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu, nánar í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, trésmiðja kl. 13–16, samverustund með djákna kl. 13.30,
ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í síma
4112760.
Selið, Sléttuvegi 11–13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og
búsetu. Opið er kl. 10–14. Matur er afgreiddur kl. 11.30–12.30. Nánari
upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13, leir Skólabraut kl. 9, billj-
ard Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, handavinna með
meiru kl. 13 í salnum á Skólabraut, vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30. Ath. Jóga byrjar fimmtudaginn 1. sept. Allir velkomnir til
þátttöku í félags og tómstundastarfinu.
Smáauglýsingar
Geymslur
Ferðavagnageymsla
Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól-
hýsi, báta og fleira í upphituðu rými.
Gott verð. Sími 499-3070.
Sólbakki.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa
í síma 569 1390
eða á augl@mbl.is
fasteignir
✝ Baldvin Schev-ing Jónsson
fæddist á Urðarstíg
11 í Reykjavík 21.
desember 1922.
Hann lést á Lands-
spítalanum við
Hringbraut 18.
ágúst 2016.
Foreldrar hans
voru Jón Magnús-
son, f. 12.8. 1881, d.
18.4. 1955, og Hólm-
fríður Pálsdóttir, f. 5.12. 1884, d.
20.3. 1943. Hann átti átta systkini
Þau voru: Sigurjón Jónsson, f.
19.4. 1903, d. 27.2. 1995. Páll
Scheving Jónsson, f. 9.8. 1908, d.
(síðar Jónsson), f. 24.2. 1916, d.
19.5. 2013, á Íslandi þar sem hún
hafði komið frá Færeyjum til að
vinna á Vífilsstaðaspítala í skamm-
an tíma. Þau giftu sig 28. júní 1947.
Hann vann mestalla ævi sína í
Hampiðjunni. Saman áttu þau einn
son, Jón Baldvinsson, f. 20.12.
1947, d. 30.3. 1992. Börn hans og
fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu
Stolzenwald, eru a) Helena María,
hún á þrjú börn og tvö stjúpbörn,
b) Baldvin, hann á þrjú börn, c)
Berglind, hún á tvö börn, d) Líney
Rakel, hún á sex börn, og e) Anna
Björg, hún á fjögur börn. Fyrir átti
Paulína einn son, Herolv Andr-
easen, f. 13.9. 1939, d. 7.2. 1999.
Börn hans eru: a) Mary Tindskarð,
hún á tvær dætur, b) Jonna M. Ped-
ersen, hún á þrjú börn og c) Jörgin
Ewald Solmunde.
Útför Baldvins fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 29. ágúst 2016,
og hefst athöfnin klukkan 11.
12.10. 1932. Ragna
Magnea Scheving, f.
30.7. 1909, d. 27.3.
1912. Kristjana Guð-
rún Jónsdóttir, f. 1.8.
1910, d. 10.6. 1936.
Magnea Jónsdóttir,
f. 28.7. 1912, d. 1.4.
1936. Ragnar Schev-
ing Jónsson, f. 20.6,
1914, d. 20.3. 1989.
Sigríður Þórunn
Jónsdóttir, f. 7.8.
1918, d. 20.3. 1997. Guðbjörn
Scheving Jónsson, f. 2.6. 1926, d.
1.6. 2016. Baldvin ólst upp í
Reykjavík og kynntist konunni
sinni, Paulínu Jakobínu Joensen
Elsku, elsku afi okkar. Nú ertu
farinn frá okkur, en þú kvaddir
okkur hinn 18. ágúst síðastliðinn.
En um leið ertu sameinaður ömmu
aftur og elsku pabba okkar, sem
kvaddi þetta líf alltof ungur. Það er
mikill söknuður eftir ykkur öllum.
Ég gleymi því aldrei þegar þú
varst að keyra um með okkur
barnabörnin, hvað okkur fannst
gaman í bíl með þér og ömmu og
alltaf áttuð þið til afanammi í
hanskahólfinu eins og við kölluð-
um það. Og þegar við heimsóttum
ykkur í Breiðagerðið áttir þú alltaf
fulla skál af kúlum sem börnin og
við hlupum í, ef skálin kláraðist þá
var einhver sem reddaði því að
kaupa nammi strax og fyllt var á
skálina. Þegar ég giftist svo ástinni
minni Árna Elvari árið 2002 þá
fékkst þú heiðurinn af því að leiða
mig inn kirkjugólfið og ég var svo
stolt af því að hafa þig mér við hlið
og þú varst einnig svo glaður og
stoltur að fá að leiða mig inn gólfið.
Þegar þú fluttir svo á Sólvang
eftir að amma fór þá reyndi ég að
vera dugleg að heimsækja þig,
elsku afi minn, og reyndi í flestum
heimsóknum að hafa eitthvað af
börnunum með og nokkrar súkku-
laðiplötur að sjálfsögðu því þú
varst jú víst sá mesti nammikall
sem við þekktum. Börnunum
fannst ekki leiðinlegt að fá að
koma með í heimsókn til þín, elsku
afi. Þú bauðst þeim alltaf súkku-
laðibita og þau gáfu þér. Margréti
Línu fannst svo gaman að heim-
sækja þig hún fagnaði alltaf upp-
hátt úti í bíl: „Við erum komin til
afa.“ Hún elskaði að fá að stinga
súkkulaðimola upp í þig og svo
fékk hún sér alltaf líka um leið og
hún gaf þér. Mér fannst svo gam-
an að sjá bros þitt skína og hvað þú
lifnaðir allur við að sjá okkur
koma. Og frá minni fyrstu heim-
sókn á Sólvang, þegar ég kom allt-
af með Margréti Línu dóttur mína
ca. 3-4 mánaða í barnabílstól, fyrir
þremur árum og nú þar til undir
það síðasta þá varstu alltaf að
monta þig af nafninu hennar Mar-
grétar Línu þegar við komum til
þín. Starfsfólkið og fólkið sem bjó
á Sólvangi fékk mjög oft að heyra
það að hún var skírð eftir tveimur
ömmum sínum og þú varst svo
montinn yfir því að hún var skírð
eftir konunni þinni, ömmu okkar,
Lína.
Margs er að minnast um hann afa
glaður og góður kall hann var
stundvís var hann og vel til fara
félagslyndi hann alltaf bar.
Guð þig leiddi himnaríki í
á móti þér tók hópur af fólki
þú komst þar og settist á ský.
En amma stóð þar á stólpi
hún tilbúin var að giftast á ný
skotið var úr fallbyssuhólki
þið hringa upp settuð og fóruð í frí.
(Líney Rakel Jónsdóttir.)
Takk fyrir allt sem þú varst og
gerðir, elsku afi. Hvíl í friði. Ég
elska þig, afi minn.
Líney Rakel Jónsdóttir.
Elsku afi. Hvar á ég að byrja?
Þegar ég vissi að þú varst kominn
upp á spítala vissi ég að þú ættir
ekki langt eftir. Ég kom og sat hjá
þér heila kvöldstund, þó að þú gæt-
ir varla talað þá hlóstu samt þegar
ég labbaði inn og sagði Anna
Margret eins og öll skipti síðustu ár
– alltaf koma þetta bros yfir allt
andlitið þegar þú sást mig og þú
hlóst í hvert sinn sem ég sagði:
„Þetta er bara ég, Anna Margret.“
Fyrir mér var ég ekki merkileg en
fyrir þér var ég svo miklu meira.
Þú varst mér miklu meira en bara
afi, þú varst eins og uppeldisfor-
eldri númer tvö. Ég hef eytt meira
en hálfri ævi minni heima hjá þér,
hvort sem ég bjó þar eða í heim-
sókn. Þegar ég fór í fyrsta og annan
bekk í skólanum hjá ykkur þá
skutlaðir þú mér yfir götuna í skól-
ann, svo mikil prinsessa var ég.
Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla
varst þú mættur alla morgna
klukkan sjö til að fá þér einn kaffi-
bolla með mjólk og ½ lítra af sykri,
til að skutla mér svo í skólann. Þeg-
ar ég byrjaði í minni fyrstu vinnu
um helgar skutlaðir þú mér og sótt-
ir mig allar helgar. Þetta gerðir þú í
heilt ár þar til ég fékk bílpróf. Og
manstu þegar við fórum og fengum
okkur alltaf ís í brauðformi og þú
borðaðir þinn svo hægt til þess að
geta skipt við mig þegar ég var
komin að brauðforminu og manstu
öll skiptin sem ég hringdi til að fá
að lúlla hjá ykkur ömmu og þú fórst
alltaf í sófann svo ég gæti sofið í
rúminu ykkar. Og manstu öll skipt-
in sem við fórum í húsdýragarðinn
og ég fékk að hlaupa um allt á með-
an þú tókst allt upp á eldgömlu ca-
meruna þína og þú beiðst við hlið-
ina mér allan tímann sem ég stóð í
röð til að komast í bílana aftur og
aftur. Þú varst alltaf til staðar, þú
varst alltaf tilbúinn að gera allt fyr-
ir prinsessuna þína. Aldrei hik og
aldrei nei. það eru svo margir tímar
og minningar sem við eigum saman
sem passa ekki á eitt blað. Allur
þessi tími er ómetanlegur og ég
mun halda í hann þar til ég fer til
þín og ömmu. Ég veit að þú ert
komin á miklu betri stað og þér líð-
ur mun betur og ég er nokkuð viss
um að amma hafi setið með kross-
lagða fætur og hendur, muldrandi,
og spennt að sjá þig aftur. Ég skal
viðurkenna að ég féll saman þegar
ég kom á bænastundina hjá þér og
þú bara lást þarna – eða líkaminn
þinn – svo tómur en samt svo frið-
sæll. Þjáningin var á enda fyrir þig
og það er það sem skiptir öllu máli.
Ég elska þig, elsku besti afi sem til
hefur verið á jarðríki. Ég veit að þú
heldur áfram að fylgja mér í gegn-
um lífið og fussa yfir ýmsu sem ég
geri en þú ert samt alltaf stoltur af
mér.
Þín prinsessa, bara ég,
Anna Margret.
Elsku afi, þá ertu kominn í faðm
þinnar yndislegu fjölskyldu sem ég
veit að þú saknaðir svo innilega.
Það er mjög skrýtið að hugsa um
að þú sért farinn og við hittum þig
ekki aftur en ég veit að þú ert kom-
inn heim til ömmu og pabba og
allra hinna sem þér þykir svo vænt
um.
Þú varst alveg einstakur maður
mikið snyrtimenni og mikill ná-
kvæmnismaður. Þú og amma
byggðuð ykkur heimili að Breiða-
gerði 11 á þeim tíma sem sement
var skammtað eins og allt annað og
þetta gerðuð þið af mikilli alúð og
þolinmæði og alla tíð síðan hugs-
uðuð þið mjög vel um ykkar heimili.
Garðurinn alltaf vel snyrtur, trén
klippt og húsið málað og lagað á
hverju ári, það var aldrei setið auð-
um höndum. Á veturna voru gang-
stéttar og innkeyrsla mokuð svo
vel, kantskorið með skóflunni í
þráðbeina og vel breiða stíga svo
allir kæmust vel að og frá húsinu.
Ef það þurfti að láta skutla sér
eða sækja sig einhvers staðar varst
þú alltaf boðinn og búinn og fljótur
á staðinn þú sagðir aldrei nei ef þú
varst beðinn. Þið voruð bestu
amma og afi í heimi og þær voru
ekki fáar ferðirnar sem farið var
með barnabörnin eða barnabarna-
börnin í ferðalög innanlands eða ut-
anlands og þá oft til Færeyja sem
var ykkur mjög hjartfólginn stað-
ur, enda amma frá Færeyjum og
fólkið þar okkur mjög kært.
Þegar ég hugsa um þig, afi, sé ég
alltaf fyrir mér mjög rólegan þol-
inmóðan og góðan mann, þú hugs-
aðir alltaf vel um konuna þína eins
og hún væri drottning sem hún
sannarlega var hjá þér og það var
mjög erfitt fyrir ykkur að missa
einkasoninn þinn, hann pabba, allt
of snemma og svo Herolv stuttu
seinna. En áfram hélt lífið og þið
hafið alltaf staðið ykkur eins og
hetjur í gegnum gleði og sorg.
Mennirnir okkar systra kölluðu
ykkur alltaf líka ömmu og afa enda
voru þeir ykkur mjög kærir. Ég
vona það, afi, að við getum áfram
staðið okkur eins vel og þið og stað-
ið saman og hjálpað hvert öðru á
erfiðum tímum og reynt að kenna
börnunum okkar allt það sem þið
kennduð okkur, góði Guð geymi
þig, góða nótt, elsku afi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Helena, Smári og börn,
Baldvin, Immakulate og börn,
Berglind, Sævar og börn,
Anna Björg, Ragnar og börn.
Elsku langafi okkar kvaddi okk-
ur 18. ágúst síðastliðinn. Hann var
góður afi sem öllum þótti gott að
vera með. Við minnumst hans um
alla tíð og hann mun lifa í okkar
hugum til eilífðar.
Nú sofnaði hann afi okkar,
hann ömmu okkar fór nú til.
Hans bíða hennar hvítu lokkar,
það veitir honum hjartayl.
Við munum hans afa alltaf sakna,
í örmum ömmu hann mun vakna.
Í minningunni mun hann alltaf vera,
þau fara tvö saman margt að gera.
(Líney Rakel Jónsdóttir)
Kristófer, Viktor Ingi,
Eyjólfur Júlíus, Hjálmar
Þór, Helga Þóra og
Margrét Lína.
Baldvin Scheving
Jónsson