Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Eggert
Heilsa Geir Gunnar Markússon næringafræðingur ásamt hundinum Böffý. Að mati Geirs Gunnars er sykur ekki eit-
ur, en hann vill reyna að höfða til almennings með því að að beita ýmsum leiðum við að minnka sykurneysluna.
„gourmet“, setjumst í uppáhalds-
stólinn okkar með uppáhalds
rjómalagaða, sykurhúðaða súkku-
laðið okkar og njótum þess. Ekki
borða fulla skál og éta á okkur gat.
Sykurneysla á ekki að vera í brjál-
æði heldur eigum við að vera með-
vituð um hvað við erum að gera.“
Fyrsta skrefið í átt að minni
sykurneyslu er einmitt aukin með-
vitund meðal neytenda, að mati
Geirs Gunnars. „Það er einnig þörf
á aukinni fræðslu og svo skiptir
máli að lesa á umbúðir. Mjólkur-
vörur er til dæmis í grunninn mjög
hollar, prótein- og kalkríkar vörur,
en svo eru til mjólkurvörur sem
búið er að bæta allt of miklum
sykri í, eins og skyr og jógúrt.
Einfalda reglan með mjólkurvörur
er að reyna að velja þær alltaf
hreinar og hvítar. Svo er hægt að
sæta sjálfur heima með berjum til
dæmis.“
Geir Gunnar þekkir þó dæmi
þar sem fólk með matarfíkn hefur
þurft að tileinka sér sykurlausan
lífsstíl. „Sykur ýtir undir fíknar-
ástand. Ég held að hinn almenni
borgari ætti að lifa sykurminna lífi
365 daga á ári í stað þess að taka
einhverja kúra. Það er kannski
ekki svarið sem fólk leitast eftir,
við virðumst alltaf vera að leita að
einhverjum sexý kúrum. En þeir
eru oftast ekki lausnin.“
Sætuefnin engu skárri
Umræða um sykurlausa
drykki, fæðu og sætuefni verður sí-
fellt meira áberandi en Geir Gunn-
ar telur að sú neysla sé ekkert
skárri kostur. „Náttúrulækninga-
félag Íslands hélt fyrirlestur í vor
um sætuefni og þar komu meðal
annars saman þrír sérfræðingar í
pallborðsumræðu og þeir voru allir
sammála um að við ættum frekar
að temja okkur hóf í sykrinum í
stað þess að nota sætuefni. Þetta
eru gerviefni en ekki efni sem lík-
aminn er alveg sáttur við. Við ætt-
um því frekar að fá okkur hnall-
þóruna hennar ömmu einu sinni,
tvisvar í mánuði frekar en að
reyna endalaust að búa til hollari
uppskriftir með fullt af sætuefn-
um.“ Geir Gunnar nefnir dæmi um
steviu sem dæmi um nýjasta tísku-
fyrirbærið í heilsugeiranum.
„Heilsa er mikið markaðssett og
það er alltaf verið að finna eitthvað
nýtt og skemmtilegt. Þetta er stór
markaður en ég held að heilbrigt
og gott mataræði, það er fæðu-
hringurinn, verði aldrei sexý eða
nógu spennandi, en það er það sem
virkar, að borða fjölbreytt og
reglulega.“
Í kjólnum allt árið
Geir Gunnar mun fara yfir
ýmislegt tengt minnkandi sykur-
neyslu á fyrirlestri sínum á
fimmtudag. Hann segir þetta enga
töfralausn, heldur tilraun til að
breyta viðhorfi fólks. „Ég vona að
þetta verði upphafið af einhverju
frábæru, ég vil fá fólk með mér í
hreyfingu og gott mataræði, ekki
bara fram að jólum, heldur ætlum
við að halda okkur í kjólnum fram
að páskum og svo aftur til næstu
jóla. Þetta verður upphaf að góðum
lífsstíl, þótt lífsstíll sé ofnotað orð.
Þetta snýst um nýtt líf þó svo að
við ætlum ekki að sigra heiminn á
einum degi.“
Fyrirlesturinn fer fram í
Heilsu og Spa, Ármúla 9, fimmtu-
daginn 1. september klukkan 17:30
og er um klukkutími að lengd.
Verð er 2.000 krónur en frítt er
fyrir iðkendur Heilsu og Spa.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Við trúum því að fegurðin sé lifandi,
sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi.
Alveg eins og náttúran sjálf. Til að
viðhalda æskuljóma húðar þinnar
höfum við tínt saman immortelle,
blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar.
Divine Cream fegrar svipbrigði þín og
hjálpar við að lagfæra helstu ummerki
öldrunar. Húðin virðist sléttari,
*Ánægja prófuð hjá
95 konum í 6 mánuði.
Húðin virðist unglegri
Mimi Thorisson er
franskur matarbloggari.
Divine Cream með Immortelle blómum
HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ
FYRIR LIFANDI FEGURÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland
Nú þegar berjalyng um land allt er
þrungið af ávöxtum sínum, blessuð-
um berjunum, er aldeilis lag að skella
sér í berjamó áður en næturfrostið
skellur á okkur og skemmir gómsæt-
ið. Fátt er betra en að eiga þessa vít-
amínhlöðnu bolta fyrir dimman vetur,
þeim má skella í frysti og draga fram
við bakstur nú eða á morgnana, beint
út á grautinn eða kurlið. Bæði bláber,
krækiber og aðalbláber eru stútfull
af andoxunarefnum og annarri
heilsubætandi hollustu, svo það er
bannað að láta þessa dásemd fram
hjá sér fara.
Hvur að verða síðastur
Morgunblaðið/Ómar
Bláber Gott gúmmelaði fyrir alla.
Farið í berjamó
Boðið verður upp á heimanámsað-
stoð fyrir nemendur í grunnskólum á
aðalsafni Bókasafns Kópavogs alla
þriðjudaga í vetur. Fyrsta heima-
námsaðstoðin fer fram á morgun
milli klukkan 14:30 og 16:30. Aðstoð-
in er opin öllum grunnskólanemum
bæjarins og þurfa nemendur ekki að
skrá sig.
Kennari mun aðstoða nemendur
við heimanámið og það er engin
mætingarskylda.
Heimanámsaðstoðin er ókeypis.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nám Það er kósý að læra á bókasafni.
Aðstoð við
heimanámið
Heilabrot í Kópavogi
Tjaldsvæði Þessir tóku því rólega á tjaldsvæði en settust ekki í stólana.
Umferðarreglur Ekki fer sögum af því hvort þessi kann umferðarreglur.
Í starfi sínu vinnur Geir
Gunnar mikið með fólki
sem glímir við hina ýmsu
lífsstílssjúkdóma. „Það
er staðreynd að stóran
hluta af lífsstíls-
sjúkdómum má rekja til
næringar. Mér finnst það
áhugavert og í mínum
störfum hvetur það mig
áfram að með því að
hvetja fólk til hollari lífs-
hátta næ ég að bæta líf
þeirra. Það eru lífsstíls-
sjúkdómar sem eru að
drepa okkur í dag, en
ekki alvarlegar veirur eða
sýkingar. Við höfum
lækninguna í okkar hönd-
um, sem er betri næring
og meiri hreyfing.“
Lækningin í okkar höndum
LÍFSSTÍLSSJÚKDÓMAR SEM VALDA DAUÐA