Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST H vað myndi gerast ef allt kaffi í landinu myndi hverfa? Það er næsta víst að afköstin í atvinnulífinu myndu minnka en Valdís María Einarsdóttir segir þó kaffikrókinn snúast um annað og meira en að fá koffínskammt. „Hvort sem fólk bregður sér inn í kaffiherbergið til að fá sér bolla af cafe latte, vatns- glas eða te skapast þar tækifæri til að spjalla við vinnufélagana, slaka á og viðra hugmyndir. Það gerast mikilvægir hlutir fyrir framan kaffi- vélina.“ Valdís er vörumerkjastjóri og sölustjóri hjá fyrirtækjasviði Öl- gerðarinnar, en þar er boðið upp á heildstæðar drykkjarlausnir fyrir vinnustaði. Ekki ætti að koma óvart að kaffið er í aðalhlutverki en hlut- ur annarra drykkja fer vaxandi. Malað á staðnum „Það er í raun ótrúlegt hvað kaffi- menningin á Íslandi er ung og hvað þróunin hefur verið hröð á skömm- um tíma. Í dag má velja á milli fjölda kaffitegunda og allir vilja helst af öllu fá flóknar kaffivélar sem mala baunirnar á staðnum og útbúa mjólkurblandaða kaffidrykki eftir kúnstarinnar reglum.“ Að sögn Valdísar fer það eftir stærð og samsetningu hvers fyrir- tækis hvers konar vélar og drykkir eru í boði. „Í dæmigerðu skrifstofu- fyrirtæki er undantekningalítið boðið upp á vatn. Er þá síað vatn tekið beint úr kaldavatnsleiðslu og hægt að fá vatnið kælt, hitað og jafnvel kolsýrt. Síðan er víðast hvar hægt að finna volduga „bean-to- cup“ kaffivél sem oftast nær býður upp á mjólkurblandaða kaffidrykki og kakó líka. Á stöku stað verður fyrir valinu að koma fyrir einfaldri baunavél en geyma G-mjólk í ís- skápnum til að minnka þrifin á kaffivélinni.“ Á mörgum vinnustöðum er kaffið sem er í boði af álíka gæðum og á kaffihúsi eða veitingastað. „Bilið er alltaf að verða minna og minna,“ segir Valdís. „Og starfsfólkið kann að meta gott kaffi. Þetta er einhver síðasti staðurinn þar sem fólk vill að sé sparað.“ Lauflétt þrif Ekki er nóg með að fullkomnustu vélarnar galdri fram úrval kaffi- drykkja heldur eru þrifin líka orðin nær sjálfvirk. „Flestar sjálfvirku baunavélarnar biðja um þrif á 250 bolla fresti. Er þá sett þar til gerð tafla í vélina og hreinsunarpró- grammið ræst. Ef vélin er með slöngu ofan í ferska mjólk er skipt um slönguna og henni einfaldlega stungið í uppþvottavélina og hreinni slöngu komið fyrir í staðinn. Er ágætis viðmið að skipta um mjólk- urslöngu tvisvar í viku. Styttri þrif- in taka frá einni mínútu en ítarlegri hreinsun getur tekið lengri tíma. Vitaskuld þarf svo að huga að vél- inni reglulega, til dæmis tæma korgskúffu og dropabakka.“ Hjá Ölgerðinni má taka kaffivél- arnar á leigu og fá nýtt kaffi og annað hráefni sent reglulega. „Er hægt að fara mismunandi leiðir á ólíkum stöðum í fyrirtækinu. Á verkstæðinu er kannski hentugast að hafa gamla góða uppáhellta kaffið, baunavél á kaffistofu skrif- stofufólksins og safavélar í mötu- neytinu. Sumir gera sér jafnvel ferð á milli deilda til að komast í þá vél sem þeim líkar best og getur það verið skemmtileg leið til að skapa ný tengsl innan vinnustaðarins.“ Spekúlantarnir hafðir með í ráðum Hvaða kaffi á svo að velja? Er ekki hætta á að kaffispekingar fyrir- tækisins hafi ólíkar skoðanir á því hvernig þeir vilja hafa bollann sinn? „Ef mest er drukkið af espresso- kaffi mælum við með espresso- baunum en annars þykir yfirleitt best að velja mildari heilbaunir. Við sendum gjarnan kaffiprufur svo að þeir sem hafa skoðun á kaffinu geti fundið þá tegund sem þeim hugnast best. Þegar kaffivélunum er síðan komið fyrir er iðulega hóað í kaffispekúlantana og þeir fengnir til að gefa álit sitt á hvern- ig þeir vilja láta stilla vélina og smakka til kaffið þangað til boll- in er eins og hann á að vera,“ segir Val- dís. „Reglulega fáum við svo fyrirspurnir um að breyta til; prófa kannski nýj- ar baunir tilbreytingarinnar vegna.“ Kaffidrykkir sækja á Valdísi virðist að Íslendingar séu að færa sig meira yfir í mjólkur- blönduðu kaffidrykkina og þá sé al- gengt að bragð- bættu sýrópi sé stillt upp við kaffivélina fyrir þá sem það vilja. „Sum fyrirtæki ganga jafnvel svo langt að hafa sér- stakan kaffibar í húsinu þar sem starfsmaður stendur vaktina allan daginn og útbýr kaffidrykki eftir pöntun, bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini.“ Gæti það jafnvel gerst að bráðum birtist í kaffikróknum vélar sem geta útbúið flókna, kælda drykki líkt og fólk á að venjast á vinsælum kaffihúsakeðjum. „Það er umtalað hjá erlendu tengiliðunum okkar að þetta er það sem unga fólkið vill.“ ai@mbl.is Vélar sem galdra fram alls kyns drykki Þegar vönduð kaffivél er fengin á vinnustað- inn er ágætt að leyfa kaffispekingum fyrir- tækisins að taka þátt í að velja réttu baun- irnar og stilla vélina. Morgunblaðið/Ófeigur Hversdagslúxus Valdís María Einarsdóttir segir starfsfólk kunna að meta gott kaffi. „Þetta er einhver síðasti staðurinn þar sem fólk vill að sé sparað.“ Fullkomið Kunnugleg sjón úr kaffikróknum. Með því að ýta á hnapp er kominn vandaður drykkur í bollann. Sopi Kaffið er bæði orku- og gleðigjafi. Í dag má velja á milli fjölda kaffitegunda og allir vilja helst af öllu fá flóknar kaffivélar sem mala baunirnar á staðnum og útbúa mjólkurblandaða kaffidrykki eftir kúnstarinnar reglum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.