Morgunblaðið - 30.09.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 O rðstír, ímynd og traust skipta gríðarlega miklu máli í viðskiptum og því er mikilvægt að kasta ekki til hendinni þegar kemur að samskiptum, bæði út á við og innan fyrirtækisins,“ segir Bryn- dís Nielsen, ráðgjafi hjá almanna- tengslafyrirtækinu Athygli. „Í stuttu máli sagt eru almannatenglar sérfræðingar í samskiptum og ráð- leggja fólki, fyrirtækjum og stofn- unum hvernig best er að koma skilaboðum á framfæri til almenn- ings og hagaðila. Ráðgjöf okkar sem störfum hjá Athygli er afar fjölbreytt, allt frá því að gefa góð ráð um það hvernig best er að tjá sig á samskipta- miðlum eða í fjölmiðlum yfir í gerð krísuáætlana. Það getur skipt sköp- um fyrir fyrirtæki að fá utanaðkom- andi fagaðila til ráðgjafar, enda glöggt gests augað og við komum gjarnan með ólíka nálgun og nýjar leiðir sem gera gæfumuninn.“ Facebook og Twitter Notkun samfélagsmiðla við mark- aðssetningu og sölu – kostir og gall- ar? „Samfélagsmiðlar hafa gjörbreytt öllu umhverfi miðlunar og það á ótrúlega skömmum tíma. Þrátt fyrir að þeir séu góð leið til að koma skilaboðum áleiðis þá verða fyr- irtæki að virða það að sumir þess- ara miðla eru fyrst og fremst tæki fyrir vini og kunningja til að eiga í samskiptum og eru þau því eins konar gestir á heimilum fólks. Of mikill söluáróður á þeim vettvangi getur virkað neikvæður og það ber að varast. Á hinn bóginn geta samfélags- miðlar gert fyrirtækjum og stofn- unum kleift að sýna á sér mannlegri hliðar og þá er ágætt að vera óform- legri en undir öðrum kring- umstæðum og tala til fólks á léttari nótum. Ef þú ert með gott og vand- að efni, sem er virðisaukandi og á erindi við markhópinn þinn, þá er tilvalið að deila því. Auðvitað þarf þó alltaf að laga sig að mismunandi reglum samfélagsmiðlanna hvað varðar dreifingu á efni.“ Neikvæð umfjöllun Hvernig er best að bregðast við neikvæðri umfjöllun á samfélags- miðlum? „Ef þú heldur úti síðu fyrir stofn- un, fyrirtæki eða félagasamtök er gott að styðjast við nokkrar grunn- reglur, sem gera þér kleift að hafa „stjórn“ á neikvæðri umræðu og jafnvel breyta óánægðum við- skiptavinum í ánægða. Hlustaðu – það segir sig sjálft að það er ekki hægt að bregðast við neikvæðum ummælum nema maður viti af þeim, því er mikilvægt að vera vakandi og vakta samfélagsmiðla. Lestu um- mælin tvisvar – þú vilt alls ekki mis- skilja neitt. Svaraðu alltaf og svaraðu mark- visst – það er aldrei lausnin að hunsa neikvæð ummæli. Miklu máli skiptir að bregðast hratt við, svara faglega og af kurteisi, og sýna við- komandi fram á að málinu verði fylgt eftir af festu. Teymdu um- ræðuna af netinu – ef svarið er flók- ið eða persónulegt er alltaf ráðlegt að biðja viðkomandi um netfang eða símanúmer og svara þannig. Viðurkenndu mistök – ef sökin er þín skaltu gangast við henni strax. Oft vill viðskiptavinurinn bara fá einfalda afsökunarbeiðni. Forðastu nettröll – ef þú hefur svarað á hreinskilinn og heiðarlegan hátt, en færð enn neikvæð viðbrögð, er trú- lega ráðlegast að leiða viðkomandi hjá sér. Gerðu breytingar – líttu á neikvæðar athugasemdir sem tæki- færi til að bæta þjónustuna og gera enn betur.“ Rétt viðbrögð Hvað felur krísustjórnun í sér? „Þegar fyrirtæki stendur frammi fyrir krísu af einhverju tagi skipta fagleg og fumlaus viðbrögð strax í upphafi sköpum um farveg umræð- unnar, enda mótast viðhorf almenn- ings að miklu leyti af því hvernig viðkomandi aðili bregst við. Góður ráðgjafi lóðsar fyrirtækið í gegnum slíka erfiðleika og getur þannig lág- markað skaðann. Enginn gulltryggir sig gegn óhöppum, en það er vissulega hægt að vera vel undirbúinn, með við- bragðsáætlun tiltæka. Í góðri við- bragðsáætlun fyrirtækis er að finna ítarlegan lista yfir helstu ógnir eða hættur sem steðja að og hver við- brögðin ættu að vera. Fámennt en öflugt áfallateymi kemur að mótun viðbragðsáætlunar, þekkir hana vel og tekur til starfa þegar krísur dynja yfir. Við hjá Athygli erum sérfræð- ingar í gerð slíkra viðbragðsáætl- ana, enda eru ráðgjafar okkar gam- alreyndir og hafa veitt aðstoð sína við náttúruhamfarir, erfiðleika í við- skiptalífinu og allt þar á milli.“ Tylenol-lexían Hver er algengustu mistökin hjá fyrirtækjum við áföll? „Algengustu mistökin eru ef til vill þau að vera með útúrsnúning, beita þögn eða sýna önugheit og sumir veita jafnvel misvísandi upp- lýsingar. Slíkt getur valdið skaða, jafnvel óbætanlegum. Það er ágæt- isæfing að líta yfir stjórnmálaátök undanfarinna missera hérlendis, en þar ættu glöggir að greina augljós dæmi um hvernig neikvæð viðbrögð hafa margfaldað vandann. Eitt allra frægasta dæmið um vel heppnaða krísustjórnun er frá árinu 1982, þegar óprúttinn aðili í Banda- ríkjunum setti eitur í Tylenol-hylki með þeim afleiðingum að átta manns létust. Framleiðandi Tylenol, Johnson & Johnson, leitaði strax til almannatengslafyrirtækisins Bur- son-Marsteller, sem hannaði krísu- ráðgjöf sem nú er kennd víða í skól- um. Johnson & Johnson tók Tylenol-hylki snarlega af markaði í gervöllum Bandaríkjunum, en sölu- andvirði vörunnar var rúmar hundr- að milljónir dollara. Framleiðsla og auglýsingar voru stöðvuð þar til hægt var að komast til botns í mál- inu og blaðamannafundir voru haldnir á 35 markaðssvæðum innan Bandaríkjanna og þeim sjónvarpað, þar sem málið var útskýrt fyrir al- menningi, hann hvattur til að henda Tylenol-hylkjum úr skápum og skúffum og Tylenol-töflur boðnar í staðinn. Nokkrum vikum síðar voru nýjar umbúðir, sem ekki var hægt að fikta við, kynntar með öflugum hætti. Slíkar umbúðir eru nú staðalbún- aður fyrir vörur af þessu tagi. Al- menningur og fjölmiðlar kunnu að meta þessi viðbrögð og sex vikum eftir að nýju umbúðirnar voru sett- ar á markað var sala Tylenol aftur komin á fullan skrið. Þarna tókst, með vel heppnaðri krísustjórnun, að afstýra því sem margir spáðu að yrði gjaldþrot fyrirtækisins og þess í stað beinlínis auka traust almenn- ings á fyrirtækinu. Sökin lá ekki hjá Johnson & Johnson, en stjórnendur öxluðu engu að síður fulla ábyrgð og tóku almannaheill fram yfir hagnað fyrirtækisins.“ beggo@mbl.is Eldarnir slökktir Þegar fyrirtæki verður fyrir áfalli af einhverju tagi, sem óhjákvæmilega leiðir af sér neikvæða umræðu, skiptir góð krísustjórnun höfuðmáli með faglegum og fumlausum viðbrögðum strax í upphafi, að mati Bryndísar Nielsen, ráðgjafa hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Áreiti Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli: „Þrátt fyrir að samfélagsmiðlar séu góð leið til að koma skilaboðum áleiðis þá verða fyrirtæki að virða það að margir slíkir miðlar eru fyrst og fremst tæki fyrir vini og kunningja til að eiga í samskiptum og eru þau því eins konar gestir á heimilum fólks. Of mikill söluáróður á þeim vettvangi getur virkað neikvæður og það ber að varast,“ segir hún. Ráðgjöf og þjálfun nolta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.