Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 Þ að getur verið krefjandi verkefni að ætla að breyta venjubundnum hlutum til betri vegar, ekki síst í stórum fyr- irtækjum, en Stefán segir Valitor hafa nýtt sér það umrót sem óhjá- kvæmilega varð vegna flutninga. Þar var gæsin gripin. „Við nýttum tækifærið þegar við vorum að skipta um húsnæði,“ seg- ir Stefán, spurður um aðdraganda þessara umbreytinga hjá Valitor. „Við fluttum í nýtt húsnæði við Dalshraun 3 í Hafnarfirði í nóv- ember 2013, en vorum áður að Laugavegi 77. Eins og maður þekk- ir úr sínu persónulega lífi þá er hægt að gera ýmislegt þegar maður er að flytja sem maður er ekki van- ur að gera annars, því það er allt á öðrum endanum hvort eð er,“ segir Stefán og kímir við. „Við nýttum því tækifærið og hönnuðum ýmsa hluti allt öðruvísi en við vorum vön að gera á Laugaveginum.“ Breytingar til batnaðar Stefán bætir því við að oft sé starfs- fólk að einhverju leyti takmarkað af húsnæði sem það vinnur í frá degi til dags og sé meiningin að koma breytingum til leiðar þurfi oft að rífa niður veggi innan starfseining- arinnar – í eiginlegri sem og óeig- inlegri merkingu. Þegar um nýtt húsnæði sé að ræða séu möguleik- arnir hins vegar nánast óþrjótandi. „Við flutninga er hægt að gera hluti frá grunni og þetta var alveg ómótað húsnæði sem við fluttum í. Þar af leiðandi nýttum við tækifær- ið til breytinga – til hins betra.“ Stefán útskýrir að á Laugaveg- inum hafi nærfellt hver einasti starfsmaður haft prentara við sitt borð og ruslafötu að auki. Þetta hafi bæði orsakað óþarfa papp- írsnotkun og auk þess hafi verið ógerningur að flokka sorp starfs- manna. „Í staðinn settum við upp flokk- unarstöðvar í kaffistofum og við prentstöðvar. Það voru viðbrigði fyrir fólk, að geta ekki lengur hent drykkjardós, bananahýði og ónýt- um skrifstofupappír í sömu tunn- una án þess að þurfa að hreyfa sig úr stað. Í staðinn þurfti allt í einu að standa á fætur og setja sorpið á sína staði, hvert í sína tunnu. Sama með prentarana, fólk þurfti að venj- ast því að vera ekki lengur með eig- in prentara hjá sér. Í dag erum við með fimm prentara samtals í fyr- irtækinu öllu, fyrir um 200 starfs- menn. Og það var sjón að sjá fjallið af prenturum sem við komum í verð í kjölfar flutninganna!“ Reiðhjólum gert hátt undir höfði Og Valitor lét ekki staðar numið þar. Stefán bendir á að í húsnæði Valitors á Laugaveginum hafi að- staðan fyrir hjólreiðafólk ekki verið upp á marga fiska en á því hafi orð- ið breyting við flutningana. „Við innréttuðum á sínum tíma lítið horn með einni sturtu og snög- um á Laugaveginum, en hér pöss- uðum við okkur á því að vera með almennilega búningsklefa með mörgum sturtum, skápum og til- heyrandi. Þetta er svo hugsað fyrir fleiri en þá sem hjóla, bæði þá sem vilja fara út að hlaupa í hádeginu, þá sem skjótast í ræktina og koma beint aftur í vinnuna og svo má lengi telja. Aðstaðan er orðin mjög fín og um leið mjög vel nýtt af starfsfólkinu.“ Að sögn Stefáns var við sama tækifæri tekin ákvörðun um að bæta aðstöðu hjólreiðafólks til að geyma hjólin. „Hér eru aftur á móti svæði í bílakjallaranum til að geyma hjólin á öruggum stað. Þá keyptum við fjögur reiðhjól, ræki- lega merkt Valitor, sem fólk getur notað til að skreppa á fundi eða fyrirtækjaheimsóknir í nágrenninu – eða bara fá sér hjólahring og ferskt loft í hádeginu um leið og það fær sér að borða. Þetta eru götuhjól sem henta vel og þau eru vel nýtt af starfsfólki í styttri hjó- latúra.“ Rafmagnið ryður sér til rúms Fyrirtæki á borð við Valitor hafa oftar en ekki nokkra bíla til um- ráða fyrir starfsfólkið þegar skjót- ast þarf í erindum fyrirtækisins og reiðhjólið hentar ekki. Svo er líka hjá Stefáni Ara og samstarfsfólki hans, en gömlu bílunum hefur nú verið skipt út fyrir rafmagnsbíla. „Fyrirtækið á í dag þrjá raf- magnsbíla og fyrirtækið setti upp þrjár hleðslustöðvar í bílakjall- aranum og þar bíða því bílarnir fullhlaðnir þegar á þarf að halda. Þarna leggjum við okkar af mörk- um með því að minnka útblást- urinn um leið og við spörum okkur bensínkostnað sem annars félli til. Auk þess er langoftast um það stuttar ferðir innanbæjar að ræða að drægi rafmagnsbílanna er miklu meira en nóg. Það er snilldin í þessu. Það er helst að þeir komist síður á fundi út á land því það vantar fleiri hleðslustöðvar við þjóðveginn. Drægið er samt um 170 kílómetrar og það er miklu meira en nóg fyrir innanbæj- arferðir.“ Stefán bætir því við að til að koma til móts við starfsmenn á rafmögnuðum einkabíl hafi verið sett upp aukahleðslustöð fyrir bíla í eigu starfsfólksins. Að hafa starfsfólkið með í liðinu Eins og gefur að skilja geta viða- miklar breytingar á starfsháttum framkallað ákveðið viðnám hjá starfsfólkinu en Stefán segir þetta ekki hafa verið vandamál hjá Val- itor. Lykilatriði hafi verið að hafa starfsfólkið með í ráðum meðan á umbreytingum stóð. „Við mynduðum vinnuhóp, sam- ansettan úr starfsfólki, og fengum þaðan ýmsar hugmyndir og ábend- ingar um hvernig við vildum hafa hlutina á nýja staðnum. Um leið var farið í kynningarherferð innan fyrirtækisins svo allir voru vel upplýstir um gang mála frá byrj- un. Þessu var vel tekið og okkur bárust margar ómetanlegar ábendingar gegnum hópinn meðan á ferlinu stóð. Fyrir bragðið voru allir tilbúnir að taka næsta skref þegar að því kom og ekki má gleyma því að við fengum frábær- an stuðning frá yfirstjórn fyr- irtækisins meðan á verkefninu stóð. Þegar talið berst að endingu að mælanlegum árangri innanhúss, er Stefán snöggur til svars. „Við erum í hópi hinna rúmlega eitt hundrað fyrirtækja sem skrif- uðu undir Parísarsamkomulagið um loftslagsmarkmið. Í því felst að setja sér mælanleg markmið og eitt af því er að halda utan um flugsamgöngur, minnka orku- kostnað og uppsetning á grænu bókhaldi er eitthvað sem við erum að vinna við þessa dagana. Þar höldum við okkar árangri til haga og setjum okkur ný markmið í framhaldinu. Við erum hvergi nærri hætt,“ segir Stefán Ari Stef- ánsson hjá Valitor að lokum. Vænt og grænt hjá Valitor Það færist í vöxt að fyrirtæki hugi í auknum mæli að umhverfis- málum innanhúss. Valitor hefur ekki setið með hendur í skauti hvað þennan málaflokk varðar, eins og mann- auðsstjórinn Stefán Ari Stefánsson segir frá. Stuðbílar „Fyrirtækið á í dag þrjá rafmagnsbíla og fyrirtækið setti upp þrjár hleðslustöðvar í bílakjallaranum og þar bíða því bílarnir fullhlaðnir. Betrumbót „Við flutninga er hægt að gera hluti frá grunni og þar af leiðandi nýtt- um við tækifærið til breytinga – til hins betra,“ segir Stefán Ari. Morgunblaðið/Ófeigur Hressandi Valitor keypti fjögur reiðhjól sem fólk getur notað til að skreppa á fundi eða fyrirtækjaheimsóknir í nágrenninu – eða bara fá sér hjólahring og ferskt loft í hádeginu um leið og það fær sér að borða. „Þetta eru götuhjól sem henta vel og þau eru vel nýtt af starfsfólki í styttri hjólatúra.“ Sorpflokkun Settar voru upp flokkunarstöðvar í kaffistofum og við prentstöðvar. Það voru viðbrigði fyrir fólk, að geta ekki lengur hent drykkjardós, bananahýði og ónýtum skrifstofupappír í sömu tunnuna, að sögn Stefáns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.