Morgunblaðið - 30.09.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Ý
msir spyrja sig – af hverju
ætti ég að vera í stétt-
arfélagi? Stutta svarið –
vegna þess að réttindi
okkar falla ekki af himn-
um ofan,“ segir Árni Leósson, for-
stöðumaður þróunarsviðs VR.
„Flestir sem nú eru á vinnumarkaði
þekkja ekki annað en margvísleg
réttindi sem talin eru sjálfsögð, en
svo hefur ekki alltaf verið. Ömmur
okkar og afar, langömmur og lang-
afar háðu mörg hver harða baráttu
á vettvangi stéttarfélaga fyrir rétt-
indum sem nú þykja sjálfgefin. Til
dæmis orlof og veikindaréttur.
Hvað segði fólk ef það þyrfti að
taka sér launalaust sumarfrí, nú eða
væri án launa í miklum veikindum?
Þegar minnst er á stéttarfélag á
borð við VR hugsa margir oft fyrst
um ýmsa þjónustuþætti, svo sem
aðganginn að orlofshúsum,
greiðslur úr VR varasjóði til að nið-
urgreiða líkamsrækt eða endurhæf-
ingu, eða það sem er mjög vinsælt,
gjafabréf með afslætti í flugferðir
hjá stóru flugfélögunum. Eitt það
mikilvægasta sem VR gerir, ásamt
kjarasamningum, er þó rekstur
Sjúkrasjóðs VR, en sá sjóður veitir
veikum félagsmönnum gríðarlega
mikilvægt skjól þegar veikindarétti
þeirra lýkur hjá vinnuveitanda.“
Árleg launakönnun
Hver er helsti ávinningurinn af
því að vera í VR stéttarfélagi?
„Fyrir einstaklinginn er ávinn-
ingurinn fyrst og fremst sá að
þarna er öflugur vettvangur þar
sem barist er fyrir réttindum hans
og kjörum, þeim viðhaldið og þau
aukin. VR gerir svo á hverju ári
launakönnun og könnun á fyrirtæki
ársins til viðmiðunar fyrir fé-
lagsmenn, sem margir nýta sér til
dæmis í launaviðtölum hjá sínum
vinnuveitanda.
Ég nefndi áðan Sjúkrasjóð VR en
vil einnig benda á VIRK starfsend-
urhæfingarráðgjöf, og svo býður fé-
lagið auðvitað upp á ýmsa kjara-
málaráðgjöf varðandi kaup og kjör,
uppsagnarfrest, orlof, hvíldartíma
og fleira. Þannig aðstoða kjara-
málaráðgjafar okkar við útreikning
launa, túlkun kjarasamninga og
lausn ágreiningsmála á vinnustað.“
Ágreiningsmál á vinnustað, eru
þau af ýmsum toga?
„Aðkoma VR að slíkum málum
getur verið af mörgu tagi. Margir
eru óvissir um hvernig rétt skuli
staðið að til dæmis vaktafyr-
irkomulagi, kaffitímum, hvíld á milli
vakta, hvenær eigi að borga eft-
irvinnu og hvenær yfirvinnu, það
geta verið endalaus vafamál sem
þurfa úrlausnar. Við veitum ókeypis
lögfræðiaðstoð vegna kjaramála og
innheimtu launakrafna, meðal ann-
ars vegna gjaldþrota fyrirtækja.
Þá eru kjaramálaráðgjafar okkar
í stöðugu sambandi við vinnuveit-
endur til þess að aðstoða okkar fé-
lagsfólk við lausn ágreinings um
stærstu sem smæstu mál. Fyr-
irferðamestur er ágreiningur um
launamál og oft endar hann með
dómsmálum.“
Styrkir til náms
Hvers konar styrki veitir VR til
náms eða námskeiða?
„VR er aðili að tveimur starfs-
menntasjóðum sem standa fé-
lagsmönnum til boða, ef þeir vilja
auka hæfni sína og menntun. Þar
geta þeir sótt um styrki vegna
starfsnáms, tómstundanáms og
ferðakostnaðar samkvæmt reglum
sjóðanna. Veittur er styrkur fyrir
75% af starfstengdu námi að há-
marki 90 þúsund krónur á ári.
Ef ekkert hefur verið sótt um í
starfsmenntasjóðnum í þrjú ár í röð
er hægt að sækja um styrk fyrir
75% af námskeiðsgjaldi að hámarki
270 þúsund krónur fyrir einu sam-
felldu námi. Þess má geta að fé-
lagsmenn geta einnig notað inneign
í VR varasjóði til þess að nið-
urgreiða námskostnað.“
VR varasjóður, útskýra?
„VR varasjóður er ný nálgun
hvað varðar styrkjagreiðslur hjá
stéttarfélögum sem tók gildi hjá VR
árið 2006. Í stað þess að hluti ið-
gjalda félagsmanna sé end-
urgreiddur í formi ákveðinna fastra
styrkja, eins og til dæmis vegna
gleraugnakaupa eða líkamsræktar
og þá bara til þeirra sem þurfa slíkt
og sækja um, ákvað VR að end-
urgreiða frekar öllum sínum fé-
lagsmönnum ákveðið hlutfall ið-
gjalda sem sérgreinda eign í VR
varasjóði, sem hver og einn getur
svo safnað upp og notað þegar hon-
um hentar. Útgreiðslureglur eru
mjög sveigjanlegar og er hægt að
nota inneign til að greiða heilsu-
tengdan kostnað, kostnað vegna or-
lofs og líka náms.“
Orlof í Danmörku
Þjónusta við atvinnuleitendur;
eru margir félagsmenn sem færa
sér hana í nyt?
„Þjónusta við atvinnuleitendur
var mjög mikilvægur þáttur í starf-
semi VR á árunum eftir hrun, þeg-
ar atvinnuleysi var gríðarlega mikið
meðal okkar félagsmanna. Í kjara-
samningunum árið 2011 var sett af
stað þriggja ára tilraunaverkefni
um vinnumiðlun og ráðgjöf undir
merkjunum STARF,
meðal annars hér á
skrifstofu VR, sem
sneri að vinnumiðlun
og virkum vinnu-
markaðsaðgerðum til
að efla atvinnuleit-
endur.
Því verkefni lauk í fyrra, en VR
hefur ávallt lagt áherslu á að veita
félagsmönnum sínum aðstoð og
þjónustu hvort sem þeir eru veikir,
í vinnu eða atvinnulausir. Því var
ákveðið að halda áfram aðstoð við
félagsmenn sem eru í atvinnuleit,
en þó með breyttum áherslum. Nú
eru tveir atvinnuráðgjafar starfandi
hjá félaginu og er lögð áhersla á að
veita hvatningu, stuðning og ráðgjöf
við atvinnuleitina, svo sem við gerð
ferilskrár og undirbúning fyrir við-
töl.“
Orlofshús VR; komast færri að
en vilja?
„Síðastliðið sumar bauð VR fé-
lagsmönnum til leigu 73 orlofshús
og íbúðir um land allt, auk tveggja
orlofshúsa í Danmörku. Það segir
sig þó sjálft að í félagi sem telur um
32 þúsund félagsmenn nægir slíkt
framboð ekki til að
anna nema broti af
eftirspurn yfir há-
sumarið.
Flestir vilja leigja
hús á sumrin, en við
höfum einnig verið
að leigja út hluta
okkar húsa á veturna og þá eru
helgarnar mikið pantaðar. Nýting
orlofshúsa með heitum pottum hef-
ur verið mjög góð yfir vetrarmán-
uðina, auk íbúða VR á Akureyri.
Húsin og íbúðir sem við bjóðum eru
vítt og breytt um landið en okkar
stærsta sumarhúsabyggð er í Mið-
húsaskógi, nálægt Laugarvatni, þar
erum við með 25 orlofshús og auk
þess stórt og fallegt tjaldsvæði. Þá
eigum við sex íbúðir á Akureyri og
tvær í Reykjavík.“
beggo@mbl.is
Réttindin falla ekki af himnum ofan
Árni Leósson, forstöðumaður þróunarsviðs VR,
segir fjölmarga kosti fylgja aðild að VR stétt-
arfélagi; félagsmönnum standi til boða ráðgjöf á
sviði kjaramála, eigi rétt á sjúkradagpeningum og
styrkjum til frekara náms, njóti aðstoðar við at-
vinnuleit og hafi aðgang að orlofshúsum, bæði inn-
an lands og utan.
Morgunblaðið/Golli
Ávinningurinn Árni Leósson: „Eitt það mikilvægasta sem VR gerir, ásamt kjarasamningum, er rekstur Sjúkrasjóðs VR, sem
veitir veikum félagsmönnum gríðarlega mikilvægt skjól þegar veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda.“
Nýting orlofshúsa
með heitum pottum
hefur verið mjög góð
yfir vetrarmánuðina.
Morgunblaðið/Kristinn
Námsstyrkir „VR er aðili að tveimur starfsmenntasjóðum sem standa félagsmönnum til boða, ef þeir vilja auka hæfni sína og menntun. ,“ segir Árni um hluta af styrkjaflórunni hjá stéttarfélaginu.