Morgunblaðið - 30.09.2016, Qupperneq 20
Á
vinnustöðum skiptir höf-
uðmáli að umhverfið sé
hreint og snyrtilegt, enda
er það talið auka ánægju
og vellíðan starfsfólks, og
því fylgja ótalmargir kostir að
skipta við fagaðila á borð við okkur
þegar kemur að ræstingum í fyrir-
tækjum,“ segir Arnar Þor-
steinsson, stofnandi og fram-
kvæmdastjóri
hreingerningafyrirtækisins AÞ-
Þrifa. „Við sem hér störfum búum
yfir mikilli þekkingu og reynslu á
þessu sviði og leysum öll verkefni,
bæði stór og smá. Viðskiptavinir
okkar vita að þeir eru í öruggum
höndum hjá okkur, margir hafa
haldið við okkur tryggð um árabil
og sífellt bætast nýir í hópinn.“
Helsta sérsvið AÞ-Þrifa eru iðn-
aðarþrif fyrir byggingaverktaka,
ásamt gluggaþvotti, að sögn Arn-
ars. „Jafnframt sinnum við í aukn-
um mæli almennum þrifum og önn-
umst daglegar ræstingar í stórum
og smáum fyrirtækjum. Dag hvern
þrífum við tugþúsundir fermetra
hjá viðskiptavinum okkar, allt frá
litlum skrifstofum upp í stórversl-
anir. Við leggjum mikið upp úr vel
þjálfuðu starfsfólki, faglegum og
vönduðum vinnubrögðum, öflugu
gæðaeftirliti og persónulegri þjón-
ustu.“
Svanurinn 2010
Hreingerningafyrirtækið AÞ-Þrif
er 10 ára gamalt, með aðsetur í
Garðabæ, og þar starfa nú um 140
manns. „Við hlutum Svansvottun,
umhverfismerki Norðurlandanna,
árið 2010 og erum mjög stolt af
því,“ segir Arnar.
„Deildir fyrirtækisins eru fjórar;
iðnaðarþrif, ræstingar, gólfþrif og
gluggaþvottur. AÞ-Þrif hefur starf-
að við iðnaðarþrif frá upphafi og
hefur því mikla og góða reynslu af
slíkum verkefnum. Iðnaðarþrif eru
einna helst unnin fyrir bygg-
ingaverktaka að loknum fram-
kvæmdum, áður en húsnæði er af-
hent nýjum eigendum eða
leigjendum. Í slíkum krefjandi
verkefnum, þar sem snör og vönd-
uð vinnubrögð skipta öllu máli, er
lykilatriði að verkefnastýring sé
góð og fagleg og við ábyrgjumst að
starfsmenn okkar fylgi þeim kröf-
um sem gerðar eru til þeirra.“
Spurður út í ræstingar fyrir fyr-
irtæki segir Arnar misjafnt hvaða
leið viðskiptavinir velji, sumir láti
þrífa sjö daga vikunnar, aðrir viku-
lega. „Ræstingar eru alltaf skipu-
lagðar eftir þörfum viðskiptavina
og því hvað hentar hverjum og ein-
um best. Gólfdeildin
okkar sér um öll sér-
hæfð gólfþrif, svo
sem moppun, bón og
bónleysingu, teppa-
hreinsun, steinteppaþrif, hreinsun á
parketi og fleira.“
Þrautreyndir sigmenn
Arnar bætir við: „Gluggaþvottur
er veigamikill þáttur starfseminnar
og hefur verið frá byrjun. Eins og
alltaf stjórnar viðskiptavinurinn
ferðinni; í sumum fyrirtækjum þríf-
um við gluggana daglega, hjá öðr-
um vikulega og svo
eru þeir sem óska eft-
ir allsherjarglugga-
þvotti einu sinni á ári.
Við bjóðum upp á
gluggaþvott jafnt utan húss sem
innan, í stórum sem litlum fyr-
irtækjum, fjölbýlishúsum og heima-
húsum. Við þrif á gluggum er ým-
ist notast við stiga, palla,
vinnulyftur eða körfubíl, allt eftir
aðstæðum hverju sinni.
Í sumum tilvikum getur verið
erfitt að komast að gluggum með
hefðbundnum búnaði og þá grípa
starfsmenn til þess ráðs að hanga
utan á byggingum í línum og at-
hafna sig þannig. Hjá okkur starfa
mjög reyndir sigmenn sem leysa
öll slík erfið og krefjandi verkefni,
og gæta auðvitað alltaf fyllstu var-
úðar.“
Arnar bendir á að AÞ-Þrif taki
jafnframt að sér ýmiss konar sér-
verkefni, svo sem þrif á veggjum,
ristum og loftstokkum, þrif fyrir og
eftir veislur og í kringum flutninga.
„Ekki má gleyma að nefna
myglusvepp sem er orðinn stórt
vandamál hjá fyrirtækjum og
stofnunum. Myglusveppur í húsum
getur haft mjög slæm áhrif á
heilsu og líðan fólks og því er mik-
ilvægt að bregðast hratt við þegar
hans verður vart.
Við bjóðum upp á þrif á húsnæði
þar sem fundist hefur myglu-
sveppur, bæði fyrir fyrirtæki og
einstaklinga, í samstarfi við Eflu;
verkefnin eru misumfangsmikil en
stundum getur jafnvel þurft að rífa
innréttingar og veggi og hreinsa
allt út á afmörkuðu svæði, þannig
að þrifin geta breyst í stóraðgerð.“
beggo@mbl.is
Hreinlætið í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Golli
Myglusveppur Arnar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri AÞ-Þrifa: „Við bjóðum
upp á þrif á húsnæði þar sem fundist
hefur myglusveppur, bæði fyrir fyrirtæki
og einstaklinga, í samstarfi við Eflu.“
Hreingerningafyrirtækið AÞ-Þrif sinnir fjölbreyttum verkefnum, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en sérhæfir sig einkum í þrifum
á iðnaðarhúsnæði fyrir byggingaverktaka, ásamt gluggaþvotti, innan húss og utan, sem oft fer fram við býsna krefjandi aðstæður.
Við leggjum mikið
upp úr öflugu
gæðaeftirliti.
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
8 Vöruflokkar · 200 PLU númer
· Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill
· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 49.900
ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri
strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að
flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 74.900
99 vöruflokkar · Allt að 10,000 PLU númer
· SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC
· Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun
· íslenskur strimill · Mjög auðveld í forritun
Verð kr. 89.900
XE-A307XE-A207BXE-A147B
ÖRUGGAR OG
ENDINGARGÓÐAR
40 ÁR Á ÍSLANDI