Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní
2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta mála-
sviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd
og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mann-
réttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Fram-
kvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími
hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem
fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til
á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa
orðið að raunveruleika.
Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks
að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og
styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila
um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni
til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum
vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki
til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðar-
þjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækja-
miðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð
og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing
um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að
veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá
Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem
hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar
augum fengu sérstakan styrk.
Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er
áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð
hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins:
www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun.
Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir
forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram
frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum
um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks.
Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins.
Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun
verði birt til umsagnar í byrjun september.
Árangur í málefnum
fatlaðs fólks
Eygló
Harðardóttir
félags- og
húsnæðismála-
ráðherra
Vinna að
nýrri fram-
kvæmda-
áætlun er
hafin og er
áhersla lögð
á víðtækt
samráð og
þátttöku við
gerð hennar.
drekinn í Samfylkingunni
Samfylkingin í Reykjavík verður
með opið prófkjör fyrir komandi
kosningar. Það þýðir að hver
sá sem skrifar undir stuðnings-
yfirlýsingu við flokkinn getur
kosið á lista, þrátt fyrir að vera
ekki skráður félagi. Þessi aðferð
býður upp á heilmikla smölun.
Aðferðin gagnast helst mönnum
með öflugar kosningamask-
ínur að baki sér, eins og Össuri
Skarphéðinssyni, en fyrir síðasta
prófkjör flokksins skráði nokkur
fjöldi fólks sig í flokkinn til þess
að kjósa hann. Össur skrifaði árið
2011 bókina Ár drekans, m.a. um
innanflokksátök í Samfylking-
unni og les hvern pólitískan leik
vel. Prófkjörið getur varla farið
öðruvísi en svo að Össur skrifi
næst bókina Kjörtímabil drekans.
formaður utan þings
Það var óvenju fjölmennur
fundur hjá Samfylkingunni sem
samþykkti opna prófkjörið. Um
50 sátu fundinn sem er mikið í
seinni tíð. Fylgi flokksins er enda í
lægstu lægðum. Samfylkingarfólk
er bjartsýnt á að með nýjum for-
manni, Oddnýju Harðardóttur,
togist fylgið aftur upp í tæka
tíð fyrir kosningar. Samkvæmt
nýjustu könnun Fréttablaðsins
nær Oddný ekki inn á þing í sínu
kjördæmi. Það gerir nýkjörinn
varaformaður, Logi Einarsson,
ekki heldur. Pólitískur glundroði
í vor dugði ekki til að bæta fylgið.
Nú er beðið eftir kraftaverki.
snaeros@frettabladid.is
ALLTAF
VIÐ HÖNDINA
... allt sem þú þarft
Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni
á Vísi og í Fréttablaðs-appinu
Með fjölgun ferðamanna hefur orðið mikill vöxtur í sölu á íslenskum varningi, sérstaklega ullarfatnaði. Í því sem mætti kalla ullaræði hefur orðið vart við fölsun og vörusvik; vörur sem
ekki eru úr íslensku hráefni eða framleiddar hér á
landi eru seldar sem slíkar.
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær segir Páll
Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Varma sem hefur
framleitt ullar- og skinnavörur á Akureyri í þrjátíu
ár, að fyrirtækið þurfi að hætta starfsemi sinni fyrir
norðan. Ástæðan sé sú að stjórnvöld leyfi að svindlað
sé á neytendum með því að heimila innfluttar vörur
án upprunamerkinga.
Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Frétta-
blaðsins, skrifaði á dögunum úttekt um ullariðnað-
inn. Þar tóku margir sem koma að þessum vettvangi
undir sjónarmið Páls. Vörur eru fluttar inn og seldar
með íslensku yfirbragði og erlendri ull er blandað við
þá íslensku. Þuríður Einarsdóttir hjá Handprjóna-
sambandinu sagði ábyrgð stjórnvalda ríka. „Það eru
reglur um upprunavottorð um ýmsa vöru en það
virðist ganga hægt þegar kemur að fatnaði.“
Um er að ræða mikilvægt neytendamál, sem og
iðnaðarmál. Það er klárt að rétt eins og neytendur
eru tilbúnir að borga meira fyrir rauðvín sem er
framleitt á ákveðnum svæðum erlendis, íslenskt
lambakjöt og vöru frá ákveðnum hönnuðum, bæði
innlendum og erlendum, þá stendur íslensk ullar-
vara fyrir ákveðin gæði. Engum verður meint af því
að kaupa ullarpeysu sem er framleidd úr íslenskri ull
sem hefur verið þynnt út með erlendri ull, en það eru
samt sem áður ekki þau gæði sem verið er að greiða
fyrir.
Þeir sem framleiða sína vöru erlendis, en nota
íslenskt hráefni og íslenska hönnun, eiga að vera
stoltir af því og sýna neytendum sínum þá virðingu
að merkja vörur sínar með réttum hætti. Í ullarút-
tektinni sagði Bjarney Harðardóttir, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar 66°Norður, að fyrirtækið
vildi ekki fela að það framleiddi vörur sínar erlendis.
„Við erum íslenskt vörumerki hvort sem vörur okkar
eru framleiddar hér heima eða ytra.“
Í grein Páls kom fram að hann hefði reglulega
vakið athygli stjórnsýslunnar á óréttlæti í merkingar-
málum án þess að neitt hafi verið gert. Í svörum
innanríkis- og iðnaðarráðuneyta í Fréttablaðinu í
dag kemur fram að starfshópur hafi aðeins skilað af
sér niðurstöðu sem tók til notkunar íslenska þjóð-
fánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu.
Iðnaðarráðherra segir tilefni til að skoða málin þegar
þing kemur saman í haust.
Það er greinilega full ástæða til að taka þessi mál til
ítarlegrar skoðunar. Það eru engar ástæður til að setja
hér boð og bönn og loka landinu fyrir erlendri fram-
leiðslu. Það er hins vegar sjálfsögð kurteisi að gera
framleiðendum að merkja vörur sínar með réttum
hætti og vernda þannig í leiðinni íslenskan iðnað og
þau gæði sem hann stendur fyrir.
Ullaræði
Þeir sem
framleiða
sína vöru
erlendis, en
nota íslenskt
hráefni og
íslenska
hönnun, eiga
að vera stoltir
af því og sýna
neytendum
sínum þá
virðingu að
merkja vörur
sínar með
réttum hætti.
7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
SKOÐUN
0
7
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
F
-B
8
F
0
1
9
E
F
-B
7
B
4
1
9
E
F
-B
6
7
8
1
9
E
F
-B
5
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K