Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 24
7 91 31 3.064 35 63% 11 87 29 2.218 34 55% Undanúrslit: 7. júlí Innbyrðisviðureignir liðanna Síðustu viðureignir liðanna: 2015 Frakkland 2-0 Þýskaland 2014 Frakkland 0-1 Þýskaland Leiðin í undanúrslit S Úkraína 2-0 J Pólland 0-0 S N-Írland 1-0 S Slóvakía 3-0 S Ítalía 1-1 (6-5) S Rúmenía 2-1 S Albanía 2-0 J Sviss 0-0 S Írland 2-1 S Ísland 5-2 Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 16-liða úrslit 8-liða úrslit Tölfræði í mótinu Mörk skoruð Skot Skot á mark Heppnaðar sendingar Hornspyrnur Með boltann Stade Vélodrome Tekur 67.000 manns í sæti Stjörnuleikmenn Toni Kroos Aldur: 26 ára Félagslið: Real Madrid Antoine Griezmann Aldur: 25 ára Félagslið: Atlético Madrid 1. sæti í C-riðli 1. sæti í A-riðli 12 6 9 Jafntefli Þýskaland Frakkland Þjálfari Joachim Löw Fyrirliði Manuel Neuer Besti árangur á EM Meistarar x3 Þjálfari Didier Deschamps Fyrirliði Hugo Lloris Besti árangur á EM Meistarar x2 EM 2016 í Frakklandi í gær Undanúrslit Portúgal - Wales 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (50.), 2-0 Nani (53.). Portúgal er komið í úrslit á stór- móti í annað sinn eftir 2-0 sigur á Wales í Lyon. Cristiano Ronaldo og félagar mæta annaðhvort Þýska- landi eða Frakklandi í úrslitaleikn- um í París á sunnudagskvöldið. Í dag 12.00 Wimbledon Sport 22.00 Sumarmessan Sport Evrópudeild UEFA 15.30 Jelgava - Breiðablik 16.30 Bröndby - Valur 18.45 Glenavon - KR Inkasso-deildin 19.15 Haukar - HK Ásvellir 19.15 KA - Fjarðabyggð Akureyrarv. EM 2016 19.00 Þýskaland - Frakkland Fótbolti Leikurinn á Stade Vélo- drome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttar- keppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátt- töku fyrirliðans Bastians Schwein- steiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annað- hvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni. Sú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnu- daginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld. ingvithor@365.is Risar mætast í Marseille Það kemur í ljós í kvöld hvort það verður Þýskaland eða Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þrumuskalli Ronaldos kom Portúgal á bragðið í Lyon Flugtak hafið Cristiano Ronaldo kom Portúgal í 1-0 í undanúrslitaleiknum gegn Wales í gær með sannkölluðum þrumuskalla. Real Madrid-maður- inn reis hæst í teignum og bombaði boltanum með enninu í netið. Ronaldo jafnaði þar með markamet Michels Platini á EM en þeir hafa báðir gert níu mörk. Platini gerði þau öll í einni keppni en Ronaldo hefur skorað í fjórum lokakeppnum sem engum öðrum hefur tekist. noRdIcPHoToS/GETTy ANÍTA KOMST áFRAM á EM Aníta Hinriksdóttir tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam. Aníta hljóp á 2:02,44 mínútum en aðeins þrír keppendur voru með betri tíma en hún. Besti tími Anítu í greininni er 2:00,49 mínútur en hún náði honum fyrir þremur árum. Aníta keppir í riðli 2 í undanúr- slitunum síðdegis í dag. Fyrstu tveir keppendurnir í riðlunum þremur komast í úrslit auk þeirra sem eru með tvo bestu tímana þar fyrir utan. Það er sem sagt staðfest að Ísland er eina liðið sem skoraði í öllum leikjum sínum á EM. #isl Guðmundur Steinarsson @gummisteinars BESTA STöKKið DUGði EKKi TiL Hafdís Sigurðar- dóttir komst ekki í úrslit í langstökki á EM í frjálsum íþróttum sem fer fram í Amsterdam. Hafdís tók þátt í for- keppninni í gær og náði sínu besta stökki á árinu, 6,35 m. Það dugði þó skammt því stökkva þurfti 6,46 m til að komast í úrslit. Hafdís endaði í 15. sæti í forkeppn- inni. Hún stökk 6,11 metra í fyrstu tilraun, 6,35 metra í annarri tilraun og 6,21 metra í þeirri þriðju. Fullt af lausum sætum á Portúgal Wales. Nicole ekki að standa sig. Örn Úlfar Sævarsson @ornulfar 7 . j ú l í 2 0 1 6 F i M M t U D A G U R24 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sPort 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E F -D B 8 0 1 9 E F -D A 4 4 1 9 E F -D 9 0 8 1 9 E F -D 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.