Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 30

Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Shelley í einu af sínum þekktustu hlutverkum, sem Wendy Torrance í The Shining. Leikstjórinn Stanley Kubrick gekk hart að Shelley til að ná fram trúverðugum hryll- ingi í leik hennar. nordicpHoToS/GeTTy Shelley duvall hefur afgerandi og hressilegan stíl. Shelley duvall tekur við cableAce- verðlaununum árið 1991. Kvikmyndaferill Shelley var blómlegastur á áttunda og níunda áratugnum. Leikkonan, handritshöfundurinn, söngkonan og grínistinn Shelley Alexis Duvall á afmæli í dag, 67 ára. Shelley er Texaspía sem hafði aldrei komið út fyrir fylkismörk­ in þegar útsendarar leikstjórans Roberts Altman, sáu hana í veislu og féllu fyrir sérkennilegu út­ liti hennar og stórum augunum. Henni var boðið í prufur fyrir myndina Brewster McCloud. Hún sló til, flaug til Hollywood og lék eftir það í fleiri myndum Altmans, McCabe & Mrs. Miller, Thieves like us, Nashville og Buffalo Bill and the Indians. Shelley kom einnig fram í Satur day night live og fékk verð­ launin „Best actress“ fyrir hlut­ verk sitt í mynd Altmans, 3 women. Þá lék hún aukahlutverk í Annie Hall 1977 undir leikstjórn Woody Allen. Við gerð myndar­ innar kynntist Shelley tónlist­ armanninum Paul Simon og bjó með honum í tvö ár. Sambandi þeirra lauk þegar Shelley kynnti hann fyrir vinkonu sinni, leikkon­ unni Carrie Fisher, sem Simon féll fyrir. Shelley er þó líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í spennutryll­ inum Shining þar sem hún lék á móti Jack Nicholson. Stanley Ku­ brick leikstýrði myndinni og segir sagan að hann hafi gengið hart að leikurunum til að ná fram trú­ verðugum sálrænum hryllingi og harðast að Shelley. Hann hafi rif­ ist við hana stanslaust og einangr­ að hana frá öðrum leikurum meðan á tökum stóð. Þá þurfti 127 tökur á atriði þar sem Shelley verst Nich­ olson með hafnaboltakylfu þar til Kubrick varð ánægður. Shelley á að hafa sýnt leikstjóranum lúkufylli af hári sem hún missti vegna streitu og álags við gerð myndarinnar. Árið 1988 stofnaði Shelley fyrir tækið Think Entertainment og framleiddi sjónvarpsþætti og ­myndir. Hún lék í nokkrum kvik­ myndum á tíunda áratugnum en eftir aldamótin fækkaði hlutverk­ unum verulega. Shelley flutti loks úr glam­ úrnum í Los Angeles og aftur til Texas þar sem hún skrifar ljóð í frístundum og sinnir búskap. aFmæliSdagur Shelley duVall Leikkonan sem túlkaði vesalings Wendy Torrance í myndinni The Shining sem kom út árið 1980 fagnar 67 ára afmæli í dag. Shelley duvall hefur dregið sig út úr kastljósinu og sinnir búskap í Texas. Sérkennilegt útlit Shelley fangaði athygli útsendara leikstjórans roberts Altman árið 1970. Stóru augun heilluðu einnig Woody Allen en Shelley fór með aukahlutverk í myndinni Annie Hall. ÚTSALA! - allt að 40% afsláttur - 7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R6 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E F -B 8 F 0 1 9 E F -B 7 B 4 1 9 E F -B 6 7 8 1 9 E F -B 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.