Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 4

Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 4
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 50 áraAFMÆLISTILBOÐ Nr. 12961 Á R A gasgrill 4ra brennara AFMÆLISTILBOÐ 99.900 VERÐ ÁÐUR 124.900 Grillbúðin • 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Gashella í hliðarborði • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Einnig til svart • Afl 14,8 KW www.grillbudin.is Iðnaður „Stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og með því grafið undan innlendri framleiðslu,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Varma, sem framleiðir ullar- og skinnavörur. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Akureyri en þarf nú að hætta rekstri á Akureyri. Páll segir stjórnvöld ekki hafa sinnt reglugerðum í iðnaðinum, inn- fluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga og kaupandinn sjái engan mun á íslenskri vöru og innfluttri erlendri vöru. Páli finnst að merkingar nokk- urra samkeppnisaðila hans gangi út á að láta neytendur trúa því að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrirspurn Fréttablaðsins til Ólafar Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, atvinnu- og iðnaðarráðherra, leiddi í ljós að starfshópur sem var skipaður í innanríkisráðuneytinu í október síðastliðnum og átti að vinna í tengslum við upprunamerkingar á neytendavörum, skilaði aðeins niðurstöðu sem tók til notkunar íslenska þjóðfánans við markaðs- setningu á vöru og þjónustu. „Þegar vinna starfshópsins var komin nokkuð á veg kom í ljós að fyrir þinginu lá frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum. Frumvarpið fjallaði um notkun íslenska þjóðfánans við markaðs- setningu á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins gerðu breytingartillögur við frumvarpið sem byggðu að miklu leyti á þeim hugmyndum sem fram höfðu komið í vinnu starfshópsins. Úr varð að lögum nr. 34/1944 var breytt með lögum nr. 28/2016,“ segir í svari frá innanríkisráðuneytinu. Páll segir starfshópinn ekki hafa gert það sem hann var skipaður til. „Þessi lög breyta í engu því að fyrir- tæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja inn- fluttar ullar- og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merk- ingum sínum. Það er ekkert gagn að þessari lagasetningu,“ ítrekar Páll. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra tekur undir með Páli. „Upprunamerkingar varða neyt- endavernd og neytendur eiga rétt á að vera upplýstir um vöruna, hvar hún er framleidd og um uppruna hráefnisins. Með réttum merkingum bætum við einnig samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar,“ segir Ragnheiður. „Það er sjálfsagt að neytandinn geti séð á umbúðunum hvaða vörur eru framleiddar hér úr íslensku hráefni og hvaða vörur eru framleiddar annars staðar úr sama hráefni, t.d. í Asíu,“ segir hún. Neytendamál heyra undir innan- ríkisráðuneyti og Ragnheiður vísar í starfandi vinnuhóp. „Mitt ráðu- neyti átti fulltrúa í þeim vinnuhópi. Hópurinn gerði hlé á störfum sínum þegar fánalagafrumvarpið svokall- aða var til meðferðar í þinginu og voru menn að freista þess þar að ná heildstætt utan um þessi mál. Það er hins vegar ljóst miðað við framkomnar athugasemdir að svo varð ekki,“ segir Ragnheiður Elín um lyktir mála og segir tilefni til að skoða málin þegar þing kemur saman í haust. kristjanabjorg@frettabladid.is Segir stjórnvöld hafa grafið undan innlendri framleiðslu Framkvæmdastjóri ullarvinnslufyrirtækisins Varma rekur lokun verksmiðju á Akureyri til sinnuleysis stjórnvalda. Engar kvaðir séu hér á landi um uppruna- eða innihaldsmerkingar á innfluttum ullar- og skinnavörum. Innlendir framleiðendur geti ekki keppt við erlenda framleiðslu sem líki eftir þeirri íslensku. Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri, hér í verksmiðju Varma í Reykjavík, segir ekkert gagn að breytingum sem gerðar hafi verið á lögum um notkun þjóðfánans. FRéttablaðið/Vilhelm Dómsmál Karlmaður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa dreift nekt- armynd af fjórán ára stúlku og fyrir að hafa viðhaft kynferðislegt tal við hana á samskiptamiðlinum Skype. Þá reyndi hann að falast eftir því að hitta hana í kynferðislegum tilgangi. Brotin áttu sér stað árið 2014 en maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Fram kemur í dómi hér- aðsdóms að hann iðrist mjög gjörða sinna og féllst hann á að greiða einkaréttarkröfu í málinu að fullu sem hljóðaði upp á eina milljón króna. Hann var ekki með verjanda í málinu. – ngy Dreifði mynd af nakinni stúlku reykjavík Stýrihópur um framtíð- arfyrirkomulag í málefnum mið- borgarinnar hefur sent frá sér til- lögur sem lesa má um á heimasíðu borgarinnar. Tillögurnar eru gerðar til að bregðast við breytingum á mið- borginni í þeim mikla uppgangi og uppbyggingu sem þar hefur verið síðustu misseri og ekki virðist lát á. Þar sem aukning ferðaþjónustu hefur orðið mun meiri en gert var ráð fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er nú unnið að breyting- artillögum á miðborgarkafla aðal- skipulagsins. Einnig er stefnt að gerð hverfis- skipulags í miðborginni og þá er talið mikilvægt að fjölga tekju- stofnum borgarinnar vegna aukins ferðamannastraums, til dæmis með gistináttagjaldi. Borgarar eru hvattir til að kynna sér drög skýrslu stýrihópsins og senda inn ábendingar og athuga- semdir fyrir 10. ágúst. – ebg Borgin bregst við fleiri ferðamönnum Verið er að bregðast við fjölda ferðamanna í miðborginni og uppbyggingu tengdri ferðamennsku með nýju framtíðarfyrirkomulagi. FRéttablaðið/PjetuR Dómsmál Tveir menn voru í gær sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna bruna í iðnaðarhúsi á Grettis- götu í mars síðastliðnum. Mennirnir eru bræður en annar þeirra játaði brot sitt. Sá var metinn ósakhæfur og var því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn maðurinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust. Mikill eldur kom upp í húsinu á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu var líkamsræktar- stöð, vinnustofa, tvö bifreiðaverk- stæði og íbúð listmálara. – ngy Dæmdir vegna bruna í mars mennirnir eru bræður en annar þeirra játaði brot sitt. FRéttablaðið/Valli suður-afríka Oscar Pistorius var í gær dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steen- kamp, árið 2013. Lögmenn hans sögðu hann ekki ætla að áfrýja dómnum heldur afplána refsingu sína. Dómarinn, Thokozile Masipa, sagði kringumstæður valda því að hann fengi ekki einu sinni þann lág- marksdóm, sem lög kveða á um, sem er fimmtán ára fangelsi. Pistorius hafi sem sagt ekki vís- vitandi ætlað sér að valda kærustu sinni bana, heldur talið að þar væri innbrotsþjófur á ferð. Hann hafi líka sýnt af sér greinilega iðrun. Á móti vegi að hann hafi greinilega ætlað sér að drepa manneskjuna, sem hann taldi vera innbrotsþjóf. Í september árið 2014 dæmdi sami dómari Pistorius í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið Steenkamp að bana. Hæstiréttur ógilti þennan dóm í desember síðastliðnum og sagði Pistorius sekan um morð, þar sem hann hefði átt að hafa gert sér fulla grein fyrir því að hann væri að verða manni að bana. Masipa fékk málið aftur til með- ferðar og sagðist sannfærð um að Pistorius væri ekki ofbeldismaður. Sér bæri skylda til að leiðrétta þann þráláta misskilning að Pistorius hefði vísvitandi ætlað að drepa kærustu sína: „Almannarómur getur verið hávær og þrálátur, en hann getur ekki átt neinn hlut að ákvörðun þessa dómstóls.“ – gb Pistorius sleppur með sex ár í staðinn fyrir fimmtán Almannarómur getur verið hávær og þrálátur, en hann getur ekki átt neinn hlut að ákvörðun þessa dómstóls. Thokozile Masipa, dómari Oscar Pistorius í réttarsal í gær. NORdicPhOtOs/aFP 7 . j ú l í 2 0 1 6 f I m m T u D a G u r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E F -A F 1 0 1 9 E F -A D D 4 1 9 E F -A C 9 8 1 9 E F -A B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.