Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 36

Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 36
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, Kristín Þorbjörg Ólafsdóttir Ferjunesi, lést á Fossheimum sunnudaginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Villingaholtskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarreikning Ljósheima og Fossheima, reiknnr. 0152 26 60860, kt. 690216-0860. Ingjaldur Ásmundsson Margrét Ósk Ingjaldsdóttir Guðjón Birgir Þórisson Ólafur Ingjaldsson Oddný Ása Ingjaldsdóttir Jakob Nielsen Ásmundur Ingjaldsson Ólafur Halldór Torfason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, María Kristinsson frá Sandvík á Melrakkasléttu, verður jarðsungin frá Snartarstaðakirkju, laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. María Kristjánsdóttir Hans Alfreð Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. 1211 Suðurlandsskjálfti, margir bæir hrynja og 18 manns farast. 1307 Játvarður 2. verður konungur Englands. 1456 Dómstóll skipaður af Kalixtusi III. páfa fellir dóminn yfir Jóhönnu af Örk úr gildi og lýsir hana saklausa. 1637 Hornsteinn er lagður að Sívalaturni í Kaupmannahöfn. 1874 Á Akureyri er vígður Gudmannsspítali, sem er til húsa í Aðal- stræti 14, en það er elsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi, reist 1836. 1915 Konur fagna nýfengnum kosningarétti sínum með hátíðar- fundi á Austurvelli. Sama dag stofna þær Landspítalasjóð Íslands. 1922 Lúðrasveit Reykjavíkur er stofnuð upp úr lúðrafélögunum Hörpu og Gígju og er hún elsta starfandi lúðrasveit á Íslandi. 1941 Bandaríkjaher kemur til landsins og tekur við vörnum þess af Bretum. Síðustu hermennirnir fara héðan í apríl 1947. 1966 U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í tveggja daga heimsókn til Íslands. 1974 Kútter Sigurfari er settur á byggðasafnið í Görðum á Akra- nesi. 1974 Vestur-Þýskaland vinnur heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu þegar lið landsins sigrar Hollendinga 2-1. 1978 Salómonseyjar fá sjálfstæði frá Bretlandi. 1983 Ray Charles skemmtir á Broad- way ásamt 25 manna hljómsveit. 2005 Fjórar sjálfsmorðs- sprengjuárásir verða 56 manns að bana í London. 2007 Heimsmet er slegið í vatnsbyssuslag á Lands- móti UMFÍ í Kópavogi. Fyrir þessu standa SPK og Út- varpsstöðin FM957. Merkisatburðir Við viljum virkja fólk til að miðla efni frá okkur, um menningarlífið í mið-borginni á mismunandi tungumálum,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri fjöl- menningar, sem í kvöld stendur fyrir Reykjavík-safarí kvöldgöngu. Er þetta í níunda skiptið sem gengið er. Gengið er frá Borgarbókasafninu í Grófinni klukkan 20.00 og er þátttaka alls kostar ókeypis. „Þetta er fjölmenningarkvöldganga þar sem menningarlífið í miðborginni er kynnt á mismunandi tungu- málum. Markhópurinn okkar er fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi, þó svo að vitaskuld séu allir vel- komnir,“ útskýrir Kristín. Boðið er upp á leiðsögn á ensku, pólsku, spænsku, portúgölsku, víetnömsku og persnesku að þessu sinni. „Allir hittast á bókasafninu og svo fara hóparnir hver sína leið. Þó koma allir til með að fara sama hringinn og á sömu söfnin. Þar munu starfsmenn segja frá sínu, aðeins á íslensku og svo túlkað yfir á hin tungumálin,“ útskýrir Kristín. Milli þess sem göngugarparnir stoppa á söfnum munu þeir staldra við hjá hinum ýmsu kennileitum í mið- borginni, svo sem við Alþingishúsið, Stjórnarráðið og við einstaka styttur þar sem leiðsögumenn gera stöðunum skil. „Þetta verða svona örkynningar til að leyfa fólki að bragða á því sem er í boði. Það er svo margt ókeypis sem fólk getur nýtt sér og getur reynst afbragðs leið til að komast inn í samfélagið.“ Kristín segist afar ánægð með hvernig bókasöfnin standi sig í að bjóða upp á viðburði með það fyrir augum að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. „Það er nefnilega mikið meira í boði heldur en bara að koma og fá bækur eða kíkja í tölvuna,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að það sé þýðingarmikið fyrir bæði þá sem hingað flytjast og inn- fædda að hitta fólk úr ólíkum áttum. „Til að miðla okkar eigin menningu en ekki síður til að kynnast ýmiss konar heimsborgurum. Við viljum leggja mikla áherslu á að vinna fjölmenn- ingarstarfið vel. Okkur langar að opna dyrnar fyrir fólki að íslensku samfélagi og þetta er góð leið til þess.“ Að lokinni göngunni munu hóparnir svo hittast aftur á Bókasafninu þar sem boðið verður upp á hressingu og lifandi tónlist, en Ballake Cissoko, einn besti trommuleikari Gíneu, ætlar að leika fyrir gesti. gudrun@frettabladid.is Opna dyrnar að íslensku samfélagi í kvöldgöngu Fjölmenningargangan verður gengin í níunda skiptið í kvöld. Alls verður boðið upp á sex tungumálaleiðir í ár. Gengið verður milli safna og helstu kennileiti miðborgar kynnt. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri fjölmenningar á Borgarbókasafninu. Hún segir göngurnar hafa fest sig í sessi. FRéttBlaðið/ EyþóR Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, Snorri Jónsson fyrrverandi kennari og ritstjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi fimmtudagsins 30. júní. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. júlí, kl. 15.00. Halla Snorradóttir Theódór Hallsson Snorri Rafn Snorrason Stefanía Sigurðardóttir Nanna Snorradóttir Jón Özur Snorrason Alda Sigurðardóttir Gísli Jens Snorrason Jóhanna Ólafsdóttir Svanur Már Snorrason Ásdís Erla Valdórsdóttir og fjölskyldur. Ástkær frændi okkar, Sigurður Reimarsson (Siggi Reim) lést á Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, þann 27. júní sl. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14. Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir Sigurður Ingi Lúðvíksson Bjarni Reynir Bergsson Sigurpáll Bergsson Bergur Bergsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, Karl Friðjón Arnarson húsasmíðameistari, Vesturbergi 41, lést af slysförum 27. júní sl. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 12. júlí klukkan 13.00. Snjólaug Guðrún Kjartansdóttir Örn Þór Karlsson Atli Björn Karlsson Úlfar Snær Arnarson Bróðir okkar, Vigfús F. Jónsson fyrrverandi fangavörður, Boðaþingi 8, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 29. júní. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Herdís, Jónía, Þorbjörn og Erla Jónsbörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Magni Daníelsson Lundarbrekku 16, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 3. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. júlí kl. 13. Fanney Dóra Kristmannsdóttir Ingibjörg Sveinsdóttir Vignir Sveinsson Anna Hauksdóttir Rósa Sveinsdóttir Ágúst Heimir Ólafsson Birgir Þór Sigurbjörnsson Kristín Haraldsdóttir Ingþór Sveinsson Ásta Þórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R28 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B l A ð I ð tímamót 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E F -D B 8 0 1 9 E F -D A 4 4 1 9 E F -D 9 0 8 1 9 E F -D 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.