Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 1

Fréttablaðið - 07.07.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 7 . j ú l Í 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag Fréttir Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 6 skoðun Eygló Harðardóttir skrifar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. 18 sport Þjóðverjar og Frakkar spila í undanúrslitum á EM. 24 Menning Janina Ryszarda Szymklewicz skrifar um Ísland í pólsk ferðatímarit og erlendar bækur. 34 lÍFið Júníus Meyvant er ekki auðveldur í hljóðverinu. 44 plús 2 sérblöð l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Útsala opið til 21 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM YFIR 15 TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR.24.990 HNÍFAPARATÖSKUR 45 ÁRA LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 Mannréttindi Útlendingastofnun og IOM, Alþjóðafólksflutninga- stofnunin, undirrituðu í gær samn- ing um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norður- löndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælis- leitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörf- ina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikil- vægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður yrði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðn- ing sem þennan. Í Noregi var mark- miðið að aðstoða 2.300 hælisleit- endur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst sam- starfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og uppruna- land hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælis- leitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þol- endur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlend- ingastofnunar og úrskurðir kæru- nefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr inn- anríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum væru reglulega til skoðunar með umbæt- ur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu. – kbg Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. Byggir á ákvæði í útlendingalögum. lÍFið „Þeir komu til landsins fyrir um tuttugu árum og spiluðu þá á Listahá- tíð. Tónleikarnir fóru fram í Laugar- dalshöllinni og þeir stútfylltu hana þá. Sem ekki var á allra færi á þeim tíma. Þeir áttu náttúrulega risastóra smelli á sínum tíma. Voru spilaðir út í eitt í partíum hérna heima,“ útskýrir Þorsteinn Stephensen tónleika- haldari sem stendur fyrir tónleikum Gipsy Kings í Hörpu í lok ágúst. Þrátt fyrir að sveitin hafi margsundrast á ferlinum verður öllu til tjaldað, segir Þorsteinn. – ga / sjá síðu 46 Gipsy Kings á leið til Íslands Hljómsveitin hefur áður komið hingað. 500 þúsund íslenskar krónur er hámarksupphæðin sem hælisleitendur í Noregi geta fengið frá hinu opinbera. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mann- úðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í. Það hlýtur að vera krefjandi verk að þrífa glugga á turninum við Höfðatorg, en byggingin er nítján hæðir. Og þá er gott að vera ekki mjög lofthræddur. Þessir vösku menn ákváðu að nýta góða veðrið í gær til verksins. Fréttablaðið/anton brink 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E F -9 6 6 0 1 9 E F -9 5 2 4 1 9 E F -9 3 E 8 1 9 E F -9 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.