Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 sem dugir er að setja mislæg gatna- mót við öll helstu gatnamótin á Miklubraut og á Sæbraut líka,“ segir Ólafur. Hann segir að setja þurfi mis- læg gatnamót á öllum gatnamótum Miklubrautar, við Grensásveg, Háa- leitisbraut, Kringlumýrarbraut og Lönguhlíð. „Þessi framkvæmd var á aðalskipulagi en nú er búið að henda því út,“ segir Ólafur. Hann segir að það sama eigi við um Sæbrautina. Þar séu fjölmörg ljós sem tefji um- ferðina og á annatímum seinnipart dags myndist bílaröð frá miðborginni alla leið austur að Reykjanesbraut. Umferðin komi í gusum vegna ljós- anna og þess á milli sé brautin tóm. Mikið álag á gatnakerfið  Helstu umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu bera ekki umferðina á álagstímum, segir sérfræðingur  Könnun sýnir að ferðatíminn lengist  Þörf er á mislægum gatnamótum Morgunblaðið/Eggert Þung umferð Á álagstímum á morgnana nær bílaröðin iðulega frá Grensásvegi alla leið upp að Mosfellsbæ. Summa meðalumferðar á dag -fyrir mælisniðin þrjú í október 11 6. 07 4 1 25 .9 66 13 9. 78 9 13 4. 06 0 13 0. 70 6 13 1. 53 9 12 6. 58 7 13 1. 33 6 13 5. 50 5 14 0. 23 8 14 6. 68 8 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 He im ild :V eg ag er ði n 15 3. 02 1 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Það er alveg ljóst að helstu um- ferðaræðarnar á höfuðborgarsvæð- inu bera ekki umferðina á álags- tímum,“ segir Ólafur Kristinn Guðmundsson, umferðarsérfræð- ingur og stjórnarmaður í FÍB. Máli sínu til stuðnings bendir Ólaf- ur á niðurstöður viðhorfskönnunar á ferðavenjum landsmanna veturinn 2015- 2016 sem Bjarni Reynarsson, landfræðingur hjá Landráði sf., kynnti nýlega á rannsóknar- ráðstefnu Vega- gerðarinnar í Hörpu. Þetta var tíunda ferðavenju- könnunin sem fyrirtækið hefur unnið fyrir Vegagerðina. Um 950 manns svöruðu stöðluðum spurningum í net- könnun sem MMR annaðist. Eitt af því sem fram kom í könn- uninni var að meðalferðatími milli heimilis og vinnu á höfuðborgar- svæðinu hefur lengst. Árið 2007 var ferðatíminn 10:30 mínútur, var kom- inn í 12:45 mínútur árið 2014 og á þessu ári var hann kominn í 14:00 mínútur. Hlutfall þeirra sem ferðast yfirleitt í einkabíl á höfuðborgar- svæðinu er 78% á þessu ári og hafði lækkað úr 87% árið 2007. Loks má nefna að þorri svarenda segir að um- ferðarþungi á álagstímum hafi leitt til þess að þeir hafi valið að reka er- indi sín á öðrum tímum dagsins. Ólafur Kr. Guðmundsson segir að ástandið á Vesturlandsvegi á álags- tímum á morgnana gefi glögga mynd af þeim vanda sem við sé að etja. Þá nái bílaröðin iðulega frá Grensásvegi alla leið upp að Mosfellsbæ. Í bíl- unum sé fólk á leið í vinnu og skóla. „Miklabrautin annar bara um 60% af umferðinni með góðu móti. Það er vegna umferðarljósanna. Það eina Ólafur Kristinn Guðmundsson Frá áramótum hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um 6,5% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er mesta aukning á höfuðborgar- svæðinu miðað við árstíma frá árinu 2007. Er umferðin nú í ár orðin 14% meiri en hún var á sama tíma árið 2007. Umferðin jókst um 4,3% milli októbermánaða 2015 og 2016 um þrjú mælisnið Vega- gerðarinnar á höfuðborgar- svæðinu. Umferðin í nýliðnum mánuði er sú mesta sem mælst hefur á höfuðborgar- svæðinu í októbermánuði. Sem fyrr segir eru talninga- staðir Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu þrír:  Hafnarfjarðarvegur sunn- an Kópavogslækjar. Meðal- umferð á dag á þessum vegi í október var 44.845 ökutæki.  Reykjanesbraut við Dal- veg í Kópavogi. Meðalumferð á dag á þessum vegi í október var 54.878 ökutæki.  Vesturlandsvegur á móts við Skeljung, fyrir ofan Ár- túnsbrekku. Meðalumferð á dag á þessum vegi í október var 52.296 ökutæki. Samtals gerir þetta 153.021 ökutæki á dag að meðaltali á þessum þremur talningar- stöðum. Umferðin í október jókst alla vikudaga en mest varð aukningin á mánudögum, um tæp 9%. Í október var mest ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. Umferð auk- ist um 14% HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslensk geisladiskaútgáfa er í lág- marki þetta árið og lítur út fyrir afarslök plötujól. „Það hefur verið óvenjulega lítil geisladiskaútgáfa á árinu og ég er sannfærður um að 2016 verði langminnsta árið í geisladiskaútgáfu hingað til,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmda- stjóri Félags hljómplötuframleið- enda. „Þar munar um að tónlistarhluti Senu var seldur á árinu og nýir eigendur eru að fara mjög hægt í sakirnar. Þá hefur sala á geisla- diskum dregist saman á þann hátt að það er erfiðara að standa fjár- hagslega undir útgáfu,“ segir Eið- ur. Þrátt fyrir samdrátt í geisladiskaútgáfu má segja að út- gáfa á tónlist sé í ágætum blóma. Í fyrra komu út um 250 nýir titlar þegar allt er talið, stuttskífur og breiðskífur, en allt að helmingurinn af því kom aðeins út á rafrænu formi að sögn Eiðs. Hann er ekki kominn með sambærilegar tölur fyrir árið í ár en telur útgáfuna vera nokkuð svipaða og í fyrra þótt eitthvað gæti hafa dregið saman. Íslenska tónlistarmenn sem gefa tónlist sína aðeins út á rafrænu formi má finna á vefsíðum eins og Bandcamp og Soundcloud og tón- listarveitunni Spotify. Neyslan er stafræn Hjá Smekkleysu útgáfu koma út sjö plötur í ár, þar af fimm klass- ískar plötur fyrir jólin. „Það er langt frá því að tónlistarútgáfa sé að leggjast niður þótt hún komi ekki út á geisladiski. Stafræn dreif- ing á tónlist er orðin stór þáttur í neyslunni. Þær útgáfur sem ganga vel í hinu fasta formi skapa þó enn sem komið er meiri tekjur en þær rafrænu,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu, formaður Félags hljómplötuframleiðenda. Sena, sem var lengi umsvifamest í geisladiskaútgáfu hér á landi, er hætt að gefa út tónlist, en fyr- irtækið seldi tónlistarhluta sinn til Öldu nýverið. Nýja fyrirtækið tók yfir allan útgáfu- og upptökurétt Senu auk dreifingarsamninga. Samkvæmt Halldóri Baldvinssyni, útgáfustjóra Öldu, verða tvær plöt- ur gefnar út fyrir þessi jól, safn- plötur með Hauki Morthens og Ríó Tríói. Fyrr á árinu hafði Sena gefið út nýtt efni með Kaleo og Star- walker. „Alda fer á fullt á næsta ári og stefnir á meiri útgáfu, fimm til tíu plötur með nýju efni. Það er bæði með nýjum listamönnum og þeim sem voru fyrir hjá Senu,“ segir Halldór. Hjá útgáfufyrirtækinu Record Records kemur út ein plata í ár, með Júníusi Meyvant. „Þetta er landslagið á Íslandi í dag, það er lítið af plötum í boði frá flytjendum til að gefa út. Það er minna af stærri útgáfum sem þarfnast útgef- anda en á móti kemur að alltaf hef- ur verið mikil sjálfsútgáfa. Þá frestuðu margar hljómsveitir, sem ætluðu að gefa út í ár, því fram á næsta ár, þannig að plötuútgáfan gæti orðið blómleg á næsta ári,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records. Ein plata var gefin út hjá 12 tón- um á árinu, með Samaris. Lárus Jóhannsson hjá 12 tónum segir að útgáfan hafi verið með fjórar plötur planaðar á þessu ári, sem er svipað magn og síðustu ár, en þær hafi færst yfir á næsta ár. Lítil geisladiskaútgáfa fyrir jólin  Framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda sannfærður um að 2016 verði langminnsta árið í geisladiskaútgáfu hingað til  Mikil rafræn útgáfa  Næsta ár gæti orðið blómlegt tónlistarár Hljómsveit Kaleo gaf út plötu á árinu. Lítið er um plötuútgáfu í ár. Plötuútgáfa » 12 tónar gáfu út plötu með Samaris á árinu. » Hjá Record Records kom út plata með Júníusi Meyvant. » Sena er með tvær endur- útgáfur fyrir jólin, safnplötur með Hauki Morthens og Ríó Tríói. Fyrr á árinu gaf Sena út nýjar plötur með Kaleo og Starwalker. » Hjá Smekkleysu koma út sjö plötur á árinu, m.a. með rokk- bandinu Kroniku og Gyðu Val- týsdóttur úr Múm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.