Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 27
lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1987, lauk Cand.oecon-prófi frá Háskóla Ís- lands 1992 og fékk löggildingu í endurskoðun árið 1999.“ Eymundur vann ýmis störf með náminu en fékk áhuga á bókhaldi eftir sumarstarf á Hótel Esju. Hann starfaði hjá Endurskoðun Gunnars Hjaltalín á árunum 1992-2000 en hefur síðan rekið eigin endurskoð- unarstofu, Endurskoðun og ráðgjöf ehf., cpa.is að Garðatorgi 7 í Garða- bæ. Fyrirtækið hefur vaxið og dafn- að frá stofnun og þar vinna nú 11 manns og þjónusta á þriðja þúsund aðila, einstaklinga, lögaðila og félagasamtök. Eymundur er félagi í Rótary- klúbbnum Görðum og hefur setið þar í stjórn, situr í stjórn Sjálfstæð- isfélags Garðabæjar, er fulltrúi í leikskólanefnd Garðabæjar, hefur setið í nefndum á vegum FLE, Fé- lags löggiltra endurskoðenda, er töluvert að skipta sér af íþróttaiðkun dótturinnar hjá Stjörnunni og hefur sinnt þar foreldrastarfi: „Dóttir mín er í flestum íþróttagreinum og fer mikill og skemmtilegur tími í að vera með henni í þessu. Ég er búinn að elta hana í fótbolta, handbolta og á fimleikamót víðsvegar um landið í góðum hópi Stjörnuforeldra en þar hefur myndast náinn og sterkur félagsskapur.“ Eymundur er ævifélagi í Hörp- unni hunting & fishing club, er stjórnarmaður í 12. Manninum, stuðningsmannafélagi meistara- flokks karla hjá Stjörnunni, en áhugamálin eru ferðalög, peningar og fjármál í víðu samhengi, knatt- spyrnuáhorf, Stjarnan, Tottenham Hotspurs, góður félagsskapur, að ógleymdri skíðaiðkun: „Ég hef alltaf haft áhuga á skíðaiðkun og við reyn- um að komast út fyrir höfuðborgar- svæðið á skíði einu sinni eða tvisvar á ári. Í janúar fórum við fjölskylda öll fimm saman til Madonna á Ítalíu á skíði og það fyrsta sem ég gerði þegar ég lenti í Keflavík var að panta skíðaferð í janúar 2017. Svo má geta þess að ég fer oft að veiða en veiði samt ekki mikið.“ Fjölskylda Eiginkona Eymundar er Ásgerð- ur María Óskarsdóttir, f. 13.1. 1966, flugfreyja og áráttuferðalangur. Foreldrar hennar: Óskar Þorgils Stefánsson, f. 25.9. 1925, d. 12.4. 2008, bifreiðastjóri á Akranesi, og Sigrún Gunnarsdóttir, f. 4.3. 1931, húsfreyja. Sonur Eymundar frá því áður og Soffíu Haraldsdóttur, f. 11.10. 1967, framkvæmdastjóra í Garðabæ, er Einar Alexander Eymundsson, f. 13.9. 1987, tölvunarfræðinemi og starfsmaður Íslandsbanka, búsettur í Reykjavík. Börn Eymundar og Ásgerðar Maríu eru Búi Alexander Eymunds- son, f. 24.8. 1991, viðskiptafræðinemi í Garðabæ, og Birna Dís Eymunds- dóttir, f. 1.6. 2004, íþróttakona og nemi í Garðabæ. Bróðir Eymundar er Nikulás Þór Einarsson, f. 7.1. 1960, viðskipta- fræðingur og veitingamaður, búsett- ur í Englandi: Foreldrar Eymundar eru Auður Hafdís Valdimarsdóttir, f. 2.3. 1938, verslunarkona í Reykjavík, og Einar Birgir Eymundsson, f. 15.5. 1935, fyrrv. deildarstjóri hjá Toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli, bú- settur í Reykjavik. Úr frændgarði Eymundar Sveins Einarssonar Eymundur Sveinn Einarsson Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. í Flögu Einar Eyjólfsson b. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal Eymundur Einarsson b. í Flögu í Skriðdal Sveinbjörg Júlíana Magnúsdóttir húsfr. í Flögu Einar Birgir Eymundsson fyrrv. deildarstj., búsettur í Rvík Júlíana Valgerður Símonardóttir húsfr á Streiti og í Hrísey, fædd í Litlabæ í Eyjum Magnús Þorvarðsson b. á Streiti í Breiðdal og í Hrísey Jónas Þorsteinsson skáld í Norðfirði Jóhanna María Jóhannsdóttir húsfr. í Neskaupstað Ljósunn Jónasdóttir húsfr. í Rvík Valdimar Friðrik Sæmundur Óskar Hafliðason húsasmíðam. í Rvík Auður Hafdís Valdimarsdóttir verslunarm. í Rvík Steinunn Kristjánsdóttir húsfr. í Bergsholtskoti Hafliði Þorsteinsson b. í Bergsholtskoti í Staðarsveit, í Stóru-Hellu á Hellissandi og víðar Feðgar Eymundur, Einar og Búi í Madonna di Campilio 2016. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 Þórarinn Kristjánsson fæddistá Þönglabakka í Fjörðum, S-Þing. 8. nóvember 1816 . For- eldrar hans voru Kristján Þorsteins- son, f. 1780, d. 1859, síðast prestur á Völlum í Svarfaðardal, og fyrsta k.h. Þorbjörg Þórarinsdóttir, f. 1786, d. 1846, húsmóðir. Þórarinn og Jónas Hallgrímsson voru bræðrabörn. Þórarinn varð stúdent frá Bessa- stöðum 1838 og var fjögur ár skrifari M. F. Lunds, sýslumanns í Mýra- sýslu, að Vogi á Mýrum. Hann vígð- ist sem aðstoðarprestur föður síns 1842 á Bægisá í Hörgárdal en flutt- ist með honum að Tjörn í Svarfaðar- dal strax árið eftir og síðan að Völlum 1846. Þórarinn hóf sjálfstæðan prests- skap árið eftir þegar hann fluttist að Stað í Hrútafirði. Þaðan fór hann að Prestbakka í Hrútafirði og var þar á árunum 1850-1867. Þá fór hann að Reykholti í Borgarfirði 1867-1872 en flutti að lokum vestur í Vatnsfjörð og sat þar til æviloka. Þórarinn var skipaður prófastur í Strandasýslu 1850-67, í Borgarfjarðarsýslu 1967- 1871 og settur prófastur 7.6. 1881 til 1882 en gat ekki sinnt því vegna van- heilsu. „Þórarinn var meðalmaður á hæð, grannvaxinn og léttilegur. Svipur hans bar vott um alvöru og skarpar gáfur, en minna bar þar á lítillæti og mildi. Ræðumaður þókti hann hinn prýðilegasti og skrifari af hreinustu list.“ Hann sat Þjóðfundinn 1851 sem þjóðkjörinn fulltrúi Stranda- sýslu. Kona Þórarins var Ingibjörg Helgadóttir, f. 21.10. 1817 í Vogi á Mýrum, d. 6.6. 1896 í Rauðanesi á Mýrum. Börn Þórarins og Ingibjargar sem komust upp voru Kristján Eldjárn prestur á Tjörn í Svarfaðardal, Helgi Jónas bóndi í Rauðanesi, Þor- björg húsfreyja í Gullbringu í Svarf- aðardal, Sesselja Guðrún húsfreyja á Ísafirði, Ingibjörg húsfreyja á Eyri í Mjóafirði, og Stefán gull- smiður á Akureyri. Þórarinn dó 10.9. 1883. Merkir Íslendingar Þórarinn Kristjánsson 90 ára Hildur Kristinsdóttir Sigurjón Hallgrímsson Stefanía T. Jóhannesdóttir 85 ára Árni Bjarnason Árni Einarsson 80 ára Ágústa Þorgilsdóttir Eiður Sigurður Gunnlaugsson Sigursteinn Steindórsson Valbjörn Guðjónsson 75 ára Guðmundur Gaukur Vigfússon Ingibjörg Bjarnadóttir Jóhanna Margrét Halldórsdóttir Jóhanna María Þórðardóttir Kristín Árnadóttir 70 ára Gréta Sigurðardóttir Guðmundur Þorkelsson Sigurður E.L. Guðmundsson 60 ára Álfheiður Emilsdóttir Ásdís Súsanna Gunnarsdóttir Borghildur Rún Baldursdóttir Friðrik Dagur Arnarson Guðjón Borgar Hilmarsson Guðmundur Ingimundarson Gunnlaugur Hilmarsson Inga Lucia Þorsteinsdóttir Ingibjörg Róbertsdóttir Ingvar Blængsson Jadwiga Stanislawa Nadolska Kristín Þórarinsdóttir Kristjana O. Kristjánsdóttir Magnús Margeirsson Ólafur Björn Jónsson Ólafur Björn Svavarsson Þór Jakob Sveinsson 50 ára Arnfríður Magnúsdóttir Eymundur Sveinn Einarsson Hólmfríður Þórðardóttir Ingólfur Ásgeirsson Jose Daniel de Almeida Santos Jónína Ólafsdóttir Kárdal Katrín Birna Viðarsdóttir Kristján Guðmundsson Sigsteinn Páll Grétarsson Þórunn Þórðardóttir 40 ára Ástþór Helgason Davíð Ásgeirsson Gunnlaugur Starri Gylfason Haukur Vatnar Viðarsson Kjartan Guðmundsson Mayra Alejandra G. Olivarez Ragnheiður Pálsdóttir Sigurjón Sigurjónsson Sigurlaug Gísladóttir Valgerður Sigurðardóttir Valgerður Þorsteinsdóttir 30 ára Adam Lechowicz Elín Guðmunda Einarsdóttir Gísli Ottósson Mariusz Bluszko Orri Arnórsson Valdimar Einar Valdimarsson Til hamingju með daginn 40 ára Ástþór er Hafn- firðingur en býr í Kópa- vogi. Hann vinnur á Fast- eignasölu Kópavogs. Maki: Hildur Erlingsdóttir, f. 1985, vinnur á Ás snyrtifélagi. Börn: Adam Freyr Víðis- son, f. 2003, og Kristófer Helgi Ástþórsson, f. 2009. Foreldrar: Helgi S. Harrysson, f. 1955, og Þóra K. Sigurðardóttir, f. 1954, bús. í Reykjavík. Ástþór Helgason 30 ára Orri býr í Vest- mannaeyjum og er fædd- ur þar og uppalinn. Hann rekur bakaríið Stofuna bakhús ásamt bróður sín- um, Davíð. Systkini: Gyða, f. 1975, Davíð, f. 1979, Aron, f. 1981, og Örvar, f. 1994. Foreldrar: Arnór Her- mannsson, f. 1954, bak- ari, og Helga Jónsdóttir, f. 1955. Þau stofnuðu bak- aríið en vinna hjá sonum sínum núna. Orri Arnórsson 40 ára Haukur er leikskóla- kennari í Leikholti í Braut- arholti. Hann býr á Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahr. og er fæddur þar og uppalinn. Maki: Kristín Gísladóttir, f. 1973, grunnskólakennari í Þjórsárskóla. Börn: Elías Hlynur, f. 1996, Þröstur Almar, f. 1997, Ey- dís Birta, f. 2000, og Alda Sól, f. 2005. Foreldrar: Viðar Gunn- geirsson, f. 1949, og Halla Guðmundsdóttir, f. 1951. Haukur Vatnar Viðarsson Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.