Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016
HVAR ER SÓSAN?
Það er ekkert betra en steiktur fiskur í raspi og nýjar kartöflur.
Nema kannski steiktur fiskur í raspi, nýjar kartöflur og nóg af remolaði.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Óvænt rómantískt daður við ein-
hvern leiðir þig í vandræði. Ekki kaupa
neinn óþarfa á næstunni, það er meira en
nóg í skápunum heima hjá þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú getur þú ekki lengur vikist undan
því að gera þá hluti heima fyrir sem þú
hefur frestað of lengi. Gríptu tækifærin
þegar þau gefast og njóttu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki erfiðar minningar úr
fortíðinni standa í vegi fyrir þér. Liðið er
liðið. Farðu þér hægt og úthelltu ekki
hjarta þínu yfir ókunnuga.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ástvinir þínir eru óhemju gjafmildir
í dag. Þér hættir til að gera úlfalda úr mý-
flugu. Láttu það eftir þér að kaupa
draumaflíkina, það eru að koma jól.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er komið að því að þú þarft að
taka ákvörðun í stóru máli. Ekki gefa
höggstað á þér, það á ýmislegt eftir að
koma upp úr kafinu sem þú áttir ekki von
á.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er rétti tíminn til að finna sér
afdrep til þess að hvíla lúin bein og end-
urnýja krafta sína. Aðalmálið er að þú sért
sátt/ur við sjálfa/n þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til að hringja í
gamla vini eða senda tölvupóst og blása til
veislu. Góðir vinir eru nefnilega gulli betri.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er auðvelt að halda alltaf
að vandræðin stafi af peningum – en
sjaldnast er raunin sú. Allt er með kyrrum
kjörum í vinnunni eftir mikil læti síðustu
vikur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert listræn/n og ættir að
sinna þeim hæfileikum betur. Allt er gott
sem endar vel. Þú leggur spilin á borðið,
það eru ekki allir sáttir við það.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft fyrr eða síðar að horf-
ast í augu við staðreyndir. Gerðu þér
dagamun út af vel unnu verkefni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þið hafið hug á að fara í ferða-
lag eða leggja stund á frekara nám. Dytt-
aðu að heima og lagfærðu það sem bilað
er.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert örlát/ur og tilfinningarík/ur
í eðli þínu. Þú vaknar upp við vondan
draum, félagslífið hefur setið á hakanum
of lengi. Gerðu eitthvað í því, bjóddu vin-
um heim eða mæltu þér mót við þá.
Páll Imsland heilsaði Leirliði í há-deginu og var í hátíðarskapi:
Það sagði hún Malla á Mæri
að margallrabest á því færi
á jólum að bjóða
(strax byrja skal sjóða)
uppá hross- reykt og langsaltað -læri.
Hér kemur svo óvenjuleg en
skemmtileg ferðasaga frá sól-
arlöndum og það er Ólafur Stef-
ánsson sem segir frá: „Það var
hérna um daginn. Ég var kominn út
af flugstöðinni, á sólareyjunni, þeg-
ar ég fann að ég hefði átt að losa
mig við hluta af kaffinu sem ég
drakk í vélinni, og spurði því farar-
stjórann hvort rútan færi nokkuð
svo brátt að ég gæti ekki brugðið
mér inn á snyrtinguna.
„Þú færð ekki að fara þarna inn
aftur fyrst þú ert kominn út,“ sagði
hún, en ég vildi reyna. Ekki hafði ég
lengi kafað gegn fólksstraumnum
þegar rödd kallaði: „Senjor, quo
vadis,“ hvert ætlar þú? Kunnugleg
orð, og ég sagði varðkonunni sem
var, að ég væri í spreng en ætlaði
ekki að sprengja neitt. Hún vildi þá
benda mér á ýmis náðhús utan
stöðvar, en mig óaði við vegalengd-
inni og bað hana að miskunna mér
og loka sínum dökku augum. Hvað
hún gerði og þegar ég kom léttari
til baka þakkaði ég henni alúðlega
fyrir og við brostum bæði yfir þessu
litla samsæri. „Ekki hefði ég fengið
að fara inn að pissa,“ sagði far-
arstýran þegar ég kom sigri hrós-
andi í rútuna á elleftu stundu.
Að pissa í útlöndum er ekkert grín,
oft hef ég farið á taugunum,
en varðstöðukonan var frjálslynd og fín,
og fúslega lokaði augunum.“
Björn Ingólfsson sá þetta allt fyrir
sér heima á Grenivík:
Öryggisreglurnar einskis hún mat
(sem var auðvitað lögbrot og skyssa)
og kreisti aftur augu sín eins og hún gat
meðan Ólafur var að pissa.
Sömuleiðis Gústi Mar:
Hún lagði augun aftur
og andann var að missa.
Rútan full af fólki
og flestir voru hissa
þó engan þyrfti að undra
að Óli fengi að pissa.
Þessi kveðskapur kallaði fram í
hugann limru eftir Kristján Karls-
son:
Af ástæðum ótilgreindum
ef til vill flóknum leyndum
hann gat ekki pissað,
það gjörði oss svo hissa að
vér gátum ei heldur sem reyndum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af jólamatnum og
góð ráð dýr í sólarlöndum
Í klípu
„ÉG BORÐA HVAÐ SEM ER, SVO
LENGI SEM ÞAÐ ER LÍFRÆNT, BEINT
FRÁ BÝLI OG GLÚTENLAUST.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG Á ÉG AÐ GETA HORFT Á
SJÓNVARPIÐ ÞEGAR HANN ER ALLTAF
MEÐ GLERAUGUN MÍN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að ná í uppáhalds-
pítsuna hennar á
leiðinni heim úr
vinnunni.
ÉG ÆTLA AÐ HLAUPA
GÖTUNA Á ENDA.
MJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖG
HÆGT.
ÞÚ KOMST MEÐ
HUGLEYSINGJA!
NEI, ÞEIR
ERU ALLIR
LEIKARAR!
ÉG VISSI EKKI AÐ ÞEIR
YRÐU ALLIR KALLAÐIR Í PRUFU
Á SAMA DEGI!
Eftir fréttir helgarinnar af útköll-um björgunarsveitanna líður
Víkverja mun betur með að hafa
keypt Neyðarkallinn. Víkverji er
að auki Bakvörður Landsbjargar
og kaupir um hver áramót heilan
helling af flugeldum.
x x x
Björgunarsveitarmenn vinnaþrekvirki í hverju útkalli, yfir-
leitt við erfiðar aðstæður, við að
bjarga mannslífum og í hvert sinn
hætta þeir eigin lífi og limum.
Gríðarlega erfiðar aðstæður voru í
tveimur leitum um helgina; á Snæ-
fellsnesi og Gunnólfsvíkurfjalli,
þar sem hundruð manna tóku þátt
ásamt þyrlusveit og varðskipi
Landhelgisgæslunnar. Sjálfsagt
átta fáir sig á því fyrr en á reynir
hve mikilvægu hlutverki þessar
sveitir gegna hér á norðurhjara
veraldar, þegar allra veðra er von.
x x x
Nú eru rjúpnaveiðar í hámarkiog á þeim árstíma eru björg-
unarsveitir til taks líkt og áður. Ef
menn lenda í nauðum, líkt og um
helgina, þá er engra spurninga
spurt þegar útkallið kemur. Á
meðan leitin stóð yfir á Snæfells-
nesi fylgdist Víkverji með um-
ræðum á samfélagsmiðlum þar
sem flestir báru lof á björgunar-
sveitirnar og fögnuðu því í leiðinni
að mennirnir hefðu fundist heilir á
húfi. Einn hafði þó farið öfugum
megin fram úr rúminu og skrifaði:
„Menn ættu að gæta fóta sinna í
þessum efnum og koma sér ekki í
aðstæður sem kalla á aðstoð sam-
félagsins.“
x x x
Þessi ummæli eru með ólíkindumog lýsa hreinni og klárri mann-
vonsku. Þau lýsa því einnig hvern-
ig umræðan á samfélagsmiðlum
getur orðið galin. Sami maður
skrifaði færslu á eigin Facebook-
síðu þar sem hann bætti um betur
og gagnrýndi þá harkalega sem
kæmu sér í svona aðstæður eins og
rjúpnaskytturnar. Vera kann að
maðurinn hafi fengið móral því
færslan var víst horfin í gær. Batn-
andi mönnum er best að lifa.
Góð regla að anda inn og anda út
áður en hamrað er á lyklaborðið.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð er ljós og myrkur er alls ekki í
honum. (1. Jh. 1.5)