Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016
Skreyting Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Eftir tæplega sjö vikur skellur jólahátíðin á og þá er eins gott að skreytingarnar verði allar á sínum stað eins og þessar í Austurstræti.
Eggert
Nú þegar kosningar
eru búnar er ýmislegt
sem kemur upp í hug-
ann. Blessuðu fólkinu
sem er upptekið af eig-
in ágæti og fullvisst um
að aðrir séu spilltir og
óheiðarlegir, einkum
sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn,
tókst að hrópa Sig-
mund Davíð Gunn-
laugsson úr forsætisráðherrastóln-
um. Síðan var plottið í þinginu að
smjaðra fyrir Sigurði Inga, fram-
sóknarmenn gengu í gildruna, héldu
að Sigurður Ingi væri einhver sér-
stakur friðarhöfðingi.
Segja má að framsóknarmönnum
hafi farið svipað og Njálssonum
forðum, sem létu gabba sig til að
vega Höskuld Hvítanesgoða. Sann-
leikurinn er sá að Sigurður Ingi hef-
ur ekki verið neinn leiðtogi, bara for-
sætisráðherra í starfsstjórn sem
þurfti að ljúka ákveðnum verkum.
Í kosningabaráttunni 2013 bar
Sigmundur Davíð fram ákveðna
stefnu um aðgerðir til að rétta við
hag lands og þjóðar, sem var skulda-
niðurfærsla heimilanna og hvernig
ná mætti til baka fé frá svokölluðum
hrægömmum og úr slitabúum bank-
anna. Fréttamenn og flestir stjórn-
málamenn kölluðu hann lýðskrum-
ara og lygara. Áður hafði Sigmundur
Davíð farið fremstur í baráttunni
gegn Icesave sem endaði með sigri
þjóðarinnar, en algjörri niðurlæg-
ingu Steingríms J. og Jóhönnu Sig.
Ýmislegt fleira hefir komið á daginn
um þeirra störf, eins og Vigdís-
arskýrslan sem ekki má ræða vitnar
um. Skömm Steingríms og Jóhönnu
mun uppi meðan land byggist.
Það hlálega við þetta allt er að
Sigmundur Davíð, sem hrópaður var
út af sviðinu, hefur með störfum sín-
um og stefnu unnið heimssögulegan
sigur yfir fjármálaöflunum, enda eru
það þau sem standa á bak við allt
plottið sem þessi Jó-
hannes Kristjánsson
lét ginna sig til að
vinna við og Kastljós
tók fegins hendi til
birtingar. Sannleik-
urinn er sá að þjóðir
eru misheppnar með
leiðtoga og á það við
um Íslendinga eins og
aðrar þjóðir. Heim-
urinn stendur t.d. í
ævarandi þakkarskuld
við Churchill, forsætis-
ráðherra Breta, fyrir að vinna stríðið
gegn Hitler.
Mér virðist að megnið af því fólki
sem kosið var nú á þing sé svona
miðlungar og lakara en það og sumt
jafnvel úrkast. Skömm þingflokks
framsóknarmanna í vor er mikil að
hafa ekki tekið utan um manninn og
stutt hann, ekki brugðust framsókn-
armenn Ólafi Jóhannessyni þegar
gerningahríðin gekk yfir hann. Ís-
lendingar standa í mikilli þakk-
arskuld við Sigmund Davíð fyrir
hans góðu störf, sem skilað hafa
þeim árangri að Ísland er í fremstu
röð á flestum sviðum og komið út úr
skuldakreppunni.
Skömm lítilmennanna sem lögð-
ust á sveif með fjármálaöflunum við
að fella Sigmund Davíð er mikil, þar
er skömm framsóknarmanna þó
langmest að bila þegar mest á
reyndi, enda varð fylgið við Fram-
sóknarflokkinn í kosningunum það
minnsta frá stofnun hans.
Eftir Þorstein
Ágústsson
» Sigmundur Davíð,
sem hrópaður var
út af sviðinu, hefur með
störfum sínum og
stefnu unnið heims-
sögulegan sigur yfir
fjármálaöflunum.
Þorsteinn Ágústsson
Höfundur er bóndi og
framsóknarmaður.
Spilling og
heiðarleiki
Ég smurði súkku-
laðikreminu varlega á
kökuna, sáldraði yfir
það kókosmjöli og
stakk afmæliskerti í
miðjuna og kveikti á.
Ég beið eftir að
mamma kæmi heim úr
vinnunni í Neðra-
Breiðholtið, þar sem
við bjuggum – en hún
átti ekki afmæli. Ég
vildi bara gleðja hana og fá hana til
að gleyma amstrinu um stund – og
þreytunni. Ég var átta ára. Mamma
var í tveimur vinnum, venjulegu
(láglauna)vinnunni sinni og svo ræsti
hún vinnustaðinn að hefðbundinni
vinnu lokinni. Venjulegu vinnulaunin
dugðu nefnilega ekki fyrir fram-
færslu litlu fjölskyldunnar, mömmu,
mín og bróður míns og ekki einu
sinni þó aukavinnunni væri bætt við.
Mamma var hörkudugleg og vann
oft tíu tíma á dag en við söknuðum
hennar. Þrátt fyrir að vera aðeins
sex ára þegar mamma varð einstæð
móðir skynjaði ég strax þá erfiðleik-
ana sem heimilið átti við að etja til að
ná endum saman – og þar var ekki
spreðað. Mamma var snillingur að
elda ríkisstjórnarmálítiðir og okkur
systkinum fannst lifur, hjörtu og
nýru herramannsmatur. Ég var stolt
af mömmu og öllu því sem hún gerði
og stóð fyrir og vitaskuld reyndi hún
eins og hún gat að láta okkur systk-
inin ekki finna fyrir efnaleysinu – en
stundum var það erfitt.
Strax átta ára var ég orðin ansi
lunkin í heimilisbókhaldi. Um hver
mánaðamót, á meðan mamma var í
vinnunni, þá tók ég upp launaseð-
ilinn hennar og alla reikningana –
lagði reikningana saman og dró
heildarsummuna frá launaseðlinum.
Útkoman var nær alltaf í mínus. Þá
tók ég upp símtólið, hringdi í
mömmu í vinnuna og tilkynnti henni
að við ættum ekki fyrir mat þennan
mánuðinn. Vitaskuld harðbannaði
hún mér að gera þetta en ég hlýddi
aldrei og hún sagði mér að þetta
væri vitleysa en mér fannst þetta
vera sameiginlegt vandamál okkar
mömmu, bara verst að
ég gæti ekki fengið
vinnu líka til að hjálpa
til.
Okurlánaheimur
barnsins
Ég hafði heyrt talað
um okurlánara í frétt-
um og var alveg bálreið
að þeir skyldu vera að
senda henni mömmu
minni svona reikninga.
En mamma hafði ekki
svo mikið sem slegið
lán, nema fyrir íbúðinni okkar og
engan áttum við bílinn. Það var
þarna sem ég ákvað að ég skyldi
aldrei skulda neinum neitt og það
hefur reynst farsæl ákvörðun.
Reyndar sagði mamma mér seinna
að reikningarnir hefðu nú bara verið
hefðbundnir, eins og frá Orkuveit-
unni, Rafmagnsveitunni, rukkanir
fyrir fasteignagjöldum og því um
líkt. En það breytti því ekki að það
kom fyrir að við áttum við ekki fyrir
mat eftir að hafa greitt þessa reikn-
inga, þrátt fyrir að mamma ynni
svona mikið.
Við sultum ekki og áttum góða að
en það er alvarlegt ef vinnandi fólk
nær ekki endum saman á launum
sínum – að þau dugi ekki fyrir lág-
marksframfærslu. Er hægt að kalla
það eitthvað annað en fátækt? Um
það snúast kjaradeilur að hluta. Um
það snýst skýrslan um Efra-
Breiðholtið. Slíkt hlutskipti hefur
ekki aðeins áhrif á foreldrana heldur
líka börn og samfélagið allt, því eng-
inn maður er eyland, einhlítur sjálf-
um sér. Í Neðra-Breiðholtinu vorum
við krakkarnir lítt meðvitaðir um
hvað væru eignaríbúðir og hvað
væru félagslegar íbúðir. En allir
vissu hvar bæjarblokkin var og
hverjir komu þaðan. Þau, drengir og
stúlkur, fengu að finna fyrir því að
búa í þessari blokk.
Foreldravandi, barnavandi
eða samfélagsvandi?
Sjálf kenndi ég um skeið í Efra-
Breiðholtinu og í öðru úthverfi í
Reykjavík sem þá var í byggingu og
gat maður frekar fundið að það var
eitthvað að aðstæðum heima fyrir,
annaðhvort foreldravandamál (t.d.
hjónabandserfiðleikar, veikindi,
fíkniefnavandamál, vanhæfni) efna-
hagsvandamál (t.d. lág laun, mikil
skuldsetning miðað við tekjur eða
ein innkoma) eða sambland af þessu
tvennu, sem gerði það að verkum að
oft og tíðum voru það börn frá sömu
fjölskyldu sem lentu í erfiðleikum í
skóla.
Það eru í raun ekki börn sem eru
fátæk heldur foreldrarnir. Fátækt
er efnahagslegt ástand, skortur,
hvort sem það er algilt eða afstætt.
Börn eru iðulega mjög meðvituð um
ástandið á heimili sínu og það getur
haft áhrif á þau, oft mótandi og til
góðs, en stundum fylgja fátækt erf-
iðleikar, færri tækifæri og minni lífs-
gæði fyrir börn sem geta haft nei-
kvæð áhrif á lífstakt þeirra. Við
höfum búið í velferðarþjóðfélagi síð-
an eftir stríð og það hlýtur að vera
metnaður okkar að halda því áfram
fyrir komandi kynslóðir.
Stefnum að því að útrýma fátækt
og basli á Íslandi, ekki bara í Efra-
Breiðholti, heldur alls staðar.
Stefnum að því að útrýma hinum
langa vinnutíma, stefnum á að leyfa
íslenskum fjölskyldum að njóta sín
saman, stefnum á að skipta íslensku
þjóðarkökunni á sanngjarnan en
skynsamlegan og uppbyggilegan
hátt. Stefnum á að gera Breiðholts-
börnunum og öllum öðrum slíkum
hátt undir höfði. Ég skora því á verð-
andi ríkisstjórn, núverandi borg-
aryfirvöld og sveitarfélög að móta
stefnu sem fylgt er eftir og gera sitt
til að bjarga börnunum því þetta er
fyrst og fremst samfélagsvandi sem
hleður upp á sig ef ekkert er að gert.
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur » Þrátt fyrir að vera
aðeins sex ára þegar
mamma varð einstæð
móðir skynjaði ég þá
strax erfiðleikana sem
heimilið átti við að etja
til að ná endum saman.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður og
með diplóma í fötlunarfræði.
Ég er Breiðholtsbarn