Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um viðhald og viðgerðir flugvéla og viðtali við framkvæmdastjóra ITS. Hringbraut næst á rásum7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 Heimsókn til Icelandair – Viðhaldsstöð ITS á Keflavíkurflugvelli í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld (ath. endursýnt á fimmtudagskvöldum og um helgar) • Viðhaldsstöðin var tekin í notkun 1993 og verið að stækka um helming • Flugskýlin rúma 3 þotur Icelandair samtímis • Fjölbreytt þjónusta við Icelandair og aðra viðskiptavini • Varahlutaþjónusta, RR-hreyflar, flugvéla- dekk ogmargt fleira Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Hatrið og gremjan í garð Hillary Clin- ton er undarlegt fyrirbæri. Ég held að það sé vegna þess að repúblikanar hafa í áraraðir haldið því á lofti hve hræðileg hún sé,“ segir Meghan Milloy, formað- ur samtaka kvenna í Repúblikana- flokknum sem ætla að kjósa Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demó- krata, í kosningunum í dag. Hún telur eins og fleiri í samtökunum að fram- koma Trumps gagnvart konum sé óviðunandi og því sé í fyrsta skipti ástæða til að kjósa forsetaefni demó- krata. Miklar líkur eru þó taldar á því, sam- kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal, að um þriðjungur kjörgengra kvenna kjósi Trump í dag. Ef Clinton sigrar má því telja að sá árangur hafi verið knúinn áfram með fordæma- lausum mun á fylgi forsetaefna eftir kyni kjósendanna. Margar kvennanna munu því líta á það sem stórslys frem- ur en sögulega stund í baráttu kvenna að Hillary Clinton verði kosin fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna. Meira forskot á meðal kvenna Clinton mælist með 13 prósentustiga forskot meðal kvenna í Bandaríkjunum samkvæmt nýjustu könnun The Wall Street Journal og NBC-sjónvarpsins. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, náði 10 prósentustiga forskoti á meðal kvenna í kosningunum 2012 en demó- kratar hafa í gegnum tíðina haft 8 pró- sentustiga meira fylgi meðal kvenna í forsetakosningum frá árinu 1980 í samanburði við frambjóðanda repú- blikana og er því allt útlit fyrir að Clin- ton muni setja nýtt met. Trump held- ur þó 8 prósentustiga forskoti á meðal karlmanna samkvæmt sömu könnun. Menntun, þjóðerni og aldur er það sem helst skilur að kvenkyns kjós- endur Trumps og Clinton að því er fram kemur í könnuninni. Konur yngri en 50 ára hallast frekar að Clinton, eða 51-30%, á meðan jafnari skipting er hjá eldri konum, eða 48-40%. Þá styð- ur yfirgnæfandi meirihluti svartra kvenna og kvenna af rómansk- amerískum uppruna Clinton. Trump er hins vegar með 8 prósentustiga meira fylgi meðal allra hvítra kvenna. Clinton hefur þó 18 prósentustiga for- skot á meðal hvítra kvenna með há- skólagráðu en Trump hefur 24 pró- sentustiga forskot á meðal hvítra kvenna sem eru ekki með háskóla- gráðu. Til samanburðar má nefna Barack Obama naut stuðnings svartra Banda- ríkjamanna með mjög afgerandi hætti. Um 95% þeirra kusu hann, fyrsta forseta Bandaríkjanna úr röð- um blökkumanna, árið 2008. Andúðin augljósari hjá Trump Kvenkyns stuðningsmenn fram- bjóðendanna, Trumps og Clinton, hafa gert sig gildandi í kosningabaráttunni og fara ekki leynt með stuðninginn. Stuðningsmenn Clinton horfa tárvot- um augum til þess að fyrsta konan verði forseti Bandaríkjanna og klæð- ast hvítu eins og konurnar sem börð- ust fyrir kosningarétti kvenna á með- an dætur þeirra klæðast bolum með áletruninni „Ég stend með henni“. Á kosningafundum Trumps má hins vegar sjá konur, margar hverjar klæddar eins og tugthúslimi eða í bol- um með svívirðilegum áletrunum til að lýsa skoðun sinni á Clinton. Skilti með áletruninni „Konur með Trump“ hafa einnig sést fyrir framan sjónvarpsvél- arnar á fundunum og þær segjast vilja mótmæla hlutdrægni fjölmiðlanna. Konur úr bæði Demókrataflokkn- um og Repúblikanaflokknum sem styðja Clinton segja að heiftin í garð hennar stafi af ákafanum sem ein- kenni marga stuðningsmenn Trumps en að andúð kvennanna sem mæta á kosningafundi hans sé oft sýnilegri en karlanna. Til að mynda hafi kona mætt með eftirmynd af Clinton með snöru um hálsins og önnur hafi stung- ið prjónum í vúdúdúkku sem svipaði til Clinton. „Stórslys“ eða sigur kvenna?  Hillary Clinton með 13 prósentustiga forskot á Donald Trump meðal kvenkyns kjósenda  Þriðjungur kvenna styður Trump  Mikil heift meðal stuðningsmanna hans í garð Clinton Flestar giftar konur kusu repúblikana Kjörsókn kynjanna í % Þekktur stuðningsmaður Trumps Þekktur stuðningsmaður Clinton 2000 58 62 61 60% 64%666561 Konur Karlar 2004 2008 2012 2000 2004 2008 2012 2016 (kannanir) 2008 McCain 2012 Romney 44 43 55% 56% Öldungadeildar- þingmaður frá Massachusetts Fyrrverandi varaforsetaefni repúblikana Sarah Palin Elizabeth Warren Ógiftar konur Tekist á um atkvæði kvenna Heimildir: Center for AmericanWomen and Politics, útgöngukannanir CNN, RealClearPolitics Ógiftar konur eru núna í fyrsta skipti fleiri en giftar á meðal þeirra sem eru kjörgengir Demókratar hafa notið meiri stuðnings meðal kvenna en karla. Hér er munurinn í% Hlutfall kvenna sem hneigjast til að styðja demókrata Kjörsókn kvenna er meiri en karla Fylgi meðal kvenna Obama 2008 Obama af skráðum kjósendum af öllum kjósendunum 26% 51% >60% 2012 af ógiftum konum kusu demókrata Árið 2012 kosningar 22 12 14 18 17 KOSNINGAR Í BANDARÍKJUNUM AFP Andúð Konur á kosningafundum Trumps sýna heift sína í garð Clinton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.