Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 Eiður Guðnason, áður ráð-herra og enn fyrr frétta- maður, veitir fjölmiðlum aðhald, ekki síst málfars- legt. Bendir iðu- lega á villur eða klaufsku í fjöl- miðlum Árvakurs. Eiður ítrekar ný- lega að óboðlegt sé, að allar dag- skrárkynningar Ríkissjónvarpsins skuli teknar upp löngu áður en þær eru flutt- ar:    Tvö dæmi frá föstudeginum(04.11. 2016). Sagt var í dag- skrárkynningu að umsjónarmenn Útsvars væru Sigmar Guðmunds- son og Þóra Arnórsdóttir. Það var rangt. Áreiðanlega var vitað með margra daga fyrirvara að þau yrðu ekki umsjónarmenn. Umsjón með Útsvari höfðu Einar Þorsteinsson og Þóra Arnórs- dóttir.    Annað dæmi. Verra. Um mið-bik vikunnar var skýrt frá því í fjölmiðlum að Gísli Marteinn mundi ekki stjórna föstudags- þætti sínum. Var ógangfær vegna hásinaraðgerðar. Samt var tönnl- ast á því í dagskrárkynningum að Gísli Marteinn væri með þáttinn. Rétt áður en þátturinn hófst var sagt við okkur: Nú fara Gísli Marteinn og gestir hans yfir helstu efni vikunnar í beinni út- sendingu. Bergsteinn Sigurðsson stjórnaði þættinum. Vitað var fyrir löngu að Gísli yrði ekki með þáttinn. Samt var haldið áfram að gefa okkur rangar upplýs- ingar, segja okkur ósatt.    Þetta er óboðlegt. Ókurteisisem engin alvöru sjónvarps- stöð mundi leyfa sér að sýna áhorfendum.    En Ríkissjónvarpið lætur sighafa það. Til skammar.“ Eiður Guðnason Þakkarvert aðhald STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.11., kl. 18.00 Reykjavík 8 súld Bolungarvík 11 súld Akureyri 12 skýjað Nuuk -1 skýjað Þórshöfn 6 rigning Ósló 6 skýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -3 snjókoma Helsinki -5 snjókoma Lúxemborg 3 skýjað Brussel 4 rigning Dublin 7 léttskýjað Glasgow 6 skýjað London 6 léttskýjað París 3 skýjað Amsterdam 4 skýjað Hamborg 2 rigning Berlín 4 rigning Vín 6 skýjað Moskva 0 þoka Algarve 18 léttskýjað Madríd 8 skúrir Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 skúrir Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 9 léttskýjað Montreal 5 léttskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 15 heiðskírt Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:36 16:48 ÍSAFJÖRÐUR 9:57 16:37 SIGLUFJÖRÐUR 9:40 16:20 DJÚPIVOGUR 9:09 16:14 Gert er ráð fyrir að birta muni til í rekstri Hafnarfjarðarbæjar skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, sem lagt var fram í gær. Auka á þjónustu, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjár- festa í auknum mæli fyrir eigið fé. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að útsvar verði lækkað úr 14,52%, sem er hámarks útsvar- sprósenta, í 14,48%. Aðgerðirnar miða að því að draga úr álögum á íbúa þrátt fyrir almennar verðlags- hækkanir. Einnig er gert ráð fyrir að álagningarprósenta fasteigna- skatts og holræsa- og vatnsgjalds lækki á milli ára á íbúðarhúsnæði þannig að álagning í krónum talið standi nánast í stað eða lækki lít- illega. Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með heildar- útgjöld um 23,3 milljarða króna, áætlaðan launakostnað um 11,7 milljarða króna og áætlaðan fjár- magnskostnað um 1,9 milljarða króna. Áætlað er að skuldaviðmið fari niður fyrir 150% á næsta ári Þá er gert ráð fyrir auknum út- gjöldum umfram almennar verð- lagshækkanir í fjárhagsáætluninni, samtals að fjárhæð 390 milljónir króna. Meðal annars aukin framlög til leik- og grunnskóla, fjölskyldu- þjónustu, menningarmála og um- hverfisþjónustu. Skuldahlutfall Hafnarfjarðar- bæjar verður samkvæmt áætlun 170% í lok árs 2017 en var 194% í árslok 2015. Gangi áætlun eftir er vonast til að skuldaviðmiðið fari niður fyrir 150% á árinu 2017. Birtir til í rekstri Hafnarfjarðar  Auka á þjónustu, draga úr álögum á íbúa, lækka útsvar og greiða skuldir Tómas Árni Jónasson, fyrrverandi læknir á Landakotsspítala, lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 5. nóvember, 93 ára að aldri. Tómas Árni fæddist á Ísafirði 5. október 1923. Foreldrar hans voru Jónas Tómasson, bók- sali og organisti á Ísa- firði og Anna Ingv- arsdóttir húsfreyja. Tómas Árni var stúdent frá MA 1943 og lauk kandídatsprófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 1951. Að loknu kandí- datsári og starfi sem héraðslæknir í Súðavíkurlæknishéraði hélt hann til sérfræðináms í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna var hann sérfræðingur á Landakotsspítala 1957 til 1993. Einnig heimilislæknir í Reykjavík 1957 til 1962 og stundaði sér- fræðistörf á eigin stofu til 1996. Hann var prófdómari í lyflæknisfræði við embættispróf við læknadeild HÍ 1966-1974, lektor og síðar dósent í meltingarlækningum árin 1973 til 1989. Árið 1962 hóf hann að kynna sér nýjungar í meltingarlæknisfræðum með námsdvöl í Kaupmannahöfn, Gautaborg, á Englandi og síðar Er- langen í Þýskalandi. Var hann meðal fyrstu lækna hér á landi til að rann- saka og greina meltingarsjúkdóma með maga- og ristilspeglunum. Tómas Árni var virk- ur í félags- og trún- aðarstörfum á sviði heilbrigðismála, var formaður Lækna- félagsins Eirar, gjald- keri og formaður Læknafélags Reykja- víkur, Félags íslenskra lyflækna, Félags melt- ingarfræðinga og var formaður Læknafélags Íslands árin 1974-1978. Þá sat hann í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur, var for- maður 1978-1988 og varaformaður Krabbameinsfélags Íslands 1980- 1988. Hann var félagi í alþjóðafélagi meltingarsérfræðinga, Bockus Int- ernational Society of Gastroentero- logy frá 1972 og sat í stjórn þess árin 1980-1984. Þá skrifaði hann greinar varðandi sérgrein sína í innlend og erlend tímarit. Tómas Árni var kjörinn heið- ursfélagi Læknafélags Íslands 1993 og Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1994. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1990. Eftirlifandi eiginkona Tómasar er Anna Jóhannesdóttir, fædd 1924. Börn þeirra eru Jónas tónskáld, Jó- hannes upplýsingafulltrúi, Haukur tónskáld og Guðrún Anna píanókenn- ari. Útför Tómasar Árna verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 14. nóv- ember klukkan 13. Andlát Tómas Árni Jónasson Landskjörstjórn kom í gær saman á fundi og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis. En út- hlutunin byggðist á skýrslum yf- irkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosning- arnar sem fram fóru laugardaginn 29. október síðastliðinn. Landskjörstjórn gaf jafnframt út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri á Alþingi og jafn- margra varamanna, að því er segir í tilkynningu frá landskjörstjórn. Í alþingiskosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi, eða 29% og 21 þingmann. Næstir á eftir koma Vinstri grænir með 15,9% fylgi og 10 þingmenn kjörna; Píratar með 14,5% og 10 þing- menn; Framsóknarflokkurinn með 11,5% og 8 þingmenn; Viðreisn með 10,5% og 7 þingmenn; Björt fram- tíð með 7,2% og 4 þingmenn og Samfylkingin með 5,7% og 3 þing- menn. Morgunblaðið/Eggert Alþingiskosningar Búið er að gefa út kjörbréf til þeirra sem náðu kjöri. Þingsætum úthlutað til kjörinna fulltrúa  Landskjörstjórn kom saman í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.