Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Sjö íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi kynna vörur sínar og þjónustu í Múr- mansk í Rússlandi í næstu viku. Fram undan er mikil uppbygging á rússneska fiskiskipaflotanum í Bar- entshafi og einnig í fiskvinnslu í landi. Því eru talin veruleg sóknarfæri á þessum slóðum, að sögn Ernu Björnsdóttur, verkefnastjóra hjá Ís- landsstofu. Ferðin er farin að frumkvæði sendiráðs Íslands í Moskvu, en Berg- lind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Rúss- landi, verður með erindi á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður sömu daga í Múrmansk. Þar verður áhersla lögð á málefni tengd norðurslóðum. Þrátt fyrir viðskiptabann á fisk eru engar hindranir á sölu á tækni og búnaði til fiskveiða og -vinnslu til Rússlands. Í Múrmansk tók stór- fyrirtækið Karat nýlega í notkun fisk- vinnslustöð sem m.a. notar „ofurkæl- ingu“ frá Skaganum. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína í Múrmansk eru Skaginn, Marel, Hampiðjan, verkfræði- og ráðgjafar- fyrirtækið Navis, Naust Marine, sem kynnir togvindur, Borgarplast, sem m.a. framleiðir kör, og Sjógull, sem er í fyrirsvari fyrir nokkur minni fyrir- tæki. Íslensk fyriræki minna á sig Að sögn Ernu gefst forsvarsmönn- um fyrirtækjanna tækifæri til að hitta tengiliði sína í Múrmansk og fulltrúa frá samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi á svæðinu, en einnig háttsetta menn í rússneska stjórn- kerfinu. Hún segir að Norðmenn hafi verið mjög vakandi fyrir auknum verkefnum við Barentshafið, en nú gefist íslenskum fyrirtækjum tæki- færi til að minna á sig. aij@mbl.is Sóknarfæri í Rússlandi  Sjö sjávarútvegsfyrirtæki kynna starfsemi sína í Múrmansk Morgunblaðið/Jim Smart Í Hafnarfirði Endurnýjun er sögð framundan í rússneska togaraflotanum, en á undanförnum hafa margir þeirra komið með fisk að landi í Hafnarfirði. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sérstakur flóttamannaáfangi verð- ur kenndur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (FSU) eftir áramót. Helgi Hermannsson fé- lagsfræðikennari stendur fyrir mótun hans en Helgi kom í fyrra- dag heim frá eyjunni Lesbos á Grikklandi þar sem hann skoðaði flóttamannabúðir. Var sú ferð farin í gegnum Eras- mus plús samstarfið en nokkrir evrópskir skólar tóku sig saman og ákváðu að setja á laggirnar þriggja ára verkefni þar sem flóttamenn og líf þeirra er skoðað. Í verkefn- inu taka þátt tveir skólar frá Grikklandi, annar frá Lesbos og hinn frá Aþenu, einn skóli frá Prag í Tékklandi, háskóli í Dresden í Þýskalandi, annar frá Ríga í Lett- landi og einn frá Ítalíu auk FSU á Íslandi. Skoðuðu Moria-búðirnar „Verkefnið gengur út á að safna upplýsingum um flóttamenn og flóttamannabylgjuna, hitta flótta- menn og heyra sögu þeirra og fræðast um þau vandamál sem þeir verða fyrir í löndunum sem þeir koma til,“ segir Helgi. Fyrsta skrefið var að fara til Lesbos, þar sem fulltrúar frá skólunum hitt- ust, og fá innsýn í líf flóttamanna. „Við fengum fund með björgunarfólki og frjálsum fé- lagasamtökum sem hafa verið að bjarga flóttamönnum, og foreldra- samtökunum í skólanum í Lesbos. Það eru þrennar flóttamannabúðir starfræktar á Lesbos og við feng- um að skoða þær allar. Þær al- ræmdustu eru Moria og er þeim stjórnað af grísku lögreglunni. Við fengum leyfi til að heimsækja búð- irnar vegna þess að einn í hópnum sér um kennslu flóttamannabarna. Þarna eru víggirðingar og vopn- aðir verðir úti um allt, fólk liggur í tjöldum á götunum og þarf að bíða í 2 til 3 klukkustundir í röð eftir mat. Það var sjokkerandi að sjá hvernig aðbúnaðurinn var. Aðrar flóttamannabúðir heita Kara Tepe og eru reknar af sveitarfélaginu og eru miklu manneskjulegri. Þangað fer fólk sem er búið að fá skrán- ingu í Moria. Svo eru litlar flótta- mannabúðir rétt hjá höfuðborginni reknar af frjálsum félagasam- tökum en þangað fara þeir sem eru veikir og geta ekki þrifist í hinum búðunum,“ segir Helgi. Nú dvelja um 5.400 flóttamenn á Lesbos en þeim flóttamönnum sem koma þangað hefur fækkað mjög mikið að undanförnu. Helgi segir að allir sem rætt var við hafi verið mjög reiðir vegna aðstæðnanna í Moria-búðunum. Þá hafi verið áhugavert að ræða við heimamenn á Lesbos en þeir hafi miklar áhyggjur af afdrifum sínum vegna flóttamannastraumsins undanfarið, ferðamönnum hafi fækkað um helming og að auki hafi ólífuupp- skeran brugðist í sumar vegna við- varandi þurrka. Stuðningur við flóttamenn Helgi notar nú reynslu sína af heimsókninni til Lesbos við mótun á flóttamannaáfanganum. „Ég ætla að reyna að fá ungmennin til að skilja aðstæðurnar og gera eitt- hvað í þeim og dreifa þekkingunni út í samfélagið. Það er áætlað að það komi flóttamenn til Selfoss eða Hveragerðis fljótlega og því ekki ólíklegt að það komi flótta- mannabörn í skólann. Áfanginn yrði stuðningur við þau og þá eiga nemendur að búa til upplýsingar fyrir flóttamennina og styðja við þá.“ Í apríl koma kennarar og nem- endur úr þeim skólum sem eru með í Erasmus plús verkefninu til Íslands og verður sett upp vinnu- stofa í FSU. „Verkefnið er til þriggja ára og endar á stórri sýn- ingu í Prag á allri vinnu sem þátt- takendurnir hafa unnið,“ segir Helgi. Flóttamannaáfangi í framhaldsskóla  Helgi Hermannsson, kennari við FSU, skoðaði flóttamannabúðir á Grikklandi  Mótar áfanga sem á að fræða nemendur um flóttamenn  Vinna upplýsingaefni fyrir flóttamenn sem koma til Íslands Ljósmynd/Helgi Hermannsson Frá Lesbos Samferðamenn Helga ræða við barn í Kara Tepe-búðunum. Þær flóttamannabúðir eru miklu manneskjulegri en Moria. Helgi Hermannsson „Það er býsna milt að sjá þessa vik- una og það er hugsanlega laugar- dagur sem myndi kólna með slyddu og snjókomu fyrir norðan en það væri bara nokkurra klukkutíma sýnishorn. Á sunnudaginn er útlit fyrir að komin verði hvöss sunn- anátt með rigningu og hlýindum aftur,“ sagði Óli Þór Árnason, sér- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Morgunblaðið í gær. Nýliðinn októbermánuður var sá hlýjasti síðan mælingar hófust fyrir um 170 árum og virðast hlýindin ætla að teygja sig vel inn í nóv- ember. Í gær var hitinn víða átta til fjórtán stig og reis hæst í tæplega átján stig á Vopnafirði. Fyrri hluta október var öflug hæð yfir Skandin- avíu sem viðhélt sunnanáttum en Óli Þór rakti undanfarin hlýindi suður til Spánar. „Hæð sem er vestan við Spán stýrir lægðunum norður eftir til okkar og meðan þær fara fyrir vest- an land fáum við veruleg hlýindi frá þeim. Það þarf ekki mikið að bera út af til að þær fari austur fyrir land og þá er hætta á að það komi norð- anátt í kjölfarið. Þá kemur kaldara loft og gæti farið að snjóa en það er ekki að sjá að það gerist að neinu marki, allavega ekki næstu vik- una,“ sagði Óli Þór. Hann sagði að spáin næstu tíu daga gæfi enga verulega snjókomu til kynna á höf- uðborgarsvæðinu en hinsvegar væru blikur á lofti. tfh@mbl.is Engin merki um snjó á næstunni  Hitinn fór í 18 gráður á Vopnafirði Mynd/Veðurstofa Íslands Hlýindi Suðlæg átt hefur haldið norðanáttinni í skefjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.