Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 267. tölublað 104. árgangur
TÓNLEIKA-
FERÐALÖGIN
ÁVANABINDANDI
TÓNVERKIN ERU
DÝRMÆTUR
FJÁRSJÓÐUR
EINHVERS KONAR
SJÁLFSMYND
AF DANSINUM
HAMRAHLÍÐARKÓRINN 29 KATRÍN SÝNIR DANSVERK 26VALDÍS ÞORKELSDÓTTIR 12
hluti af
ÞÚ ÞARFT
í hádeginu
62 starfsmenn eru við nýtt atvinnufyrirtæki í Helguvík
í Reykjanesbæ, kísilmálmverksmiðju United Silicon
sem gangsett var í gær. Er þetta fyrsta kísilmálm-
verksmiðjan sem tekur til starfa hér á landi. Einnig er
verið að byggja slíka verksmiðju á Bakka við Húsavík
og undirbúa aðra í Helguvík. Fjórða verksmiðjan, sem
áformað er að reisa á Grundartanga, framleiðir enn
hreinni kísil.
Mun fleiri starfsmenn hafa verið við byggingu verk-
smiðjunnar í Helguvík, eða 300 þegar mest var. Ofninn
sem gangsettur var í gær er sá fyrsti af fjórum. Helgi
Björn, yfirverkfræðingur United Silicon, segir að ekki
liggi fyrir hvenær verksmiðjan verður stækkuð. Fyrst
verði að koma fyrsta ofninum í jafnan og góðan rekst-
ur og síðan að sjá hvernig kísilmarkaðurinn þróast. »2
62 störf við kísil í Helguvík
Áfangi Helgi Þórhallsson forstjóri, Ragnheiður Elín
Árnadóttir ráðherra, Helgi Björn og Mark Giese.
Fyrsta kísilmálmverksmiðja landsins gangsett Stjórn Kviku banka telur að hag-fellt kunni að vera að sameina bank-
ann fjármálafyrirtækinu Virðingu.
Stjórnin mælir hins vegar ekki með
því að hluthafar Kviku taki endur-
skoðuðu kauptilboði Virðingar sem
þeim barst í síðustu viku. Þar er gert
ráð fyrir að við samruna verði
skiptaverðmæti hlutafjár Kviku 69%
á móti 31% fyrir hlutafé í Virðingu.
Stjórnin telur skiptahlutfallið ekki
hagstætt hluthöfum Kviku, auk þess
sem fyrirvarar og skilyrði séu óað-
gengileg. Markvissari leið að sam-
einingu væri að Kvika gerði hlut-
höfum Virðingar tilboð um kaup á
bréfum þeirra í félaginu gegn
greiðslu í reiðufé. »14
Telur sameiningu
geta verið hagfellda
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samkomulag tókst seint í gærkvöldi á
milli útvegsmanna og hluta sjó-
mannasamtakanna, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Þegar blaðið
hafði síðast fréttir úr Karphúsinu var
verið að undirbúa undirritun samn-
inga við Sjómannasamband Íslands
og Verkalýðsfélag Vestfirðinga og
viðræður stóðu enn við Sjómanna-
félag Íslands. Hins vegar gengu
fulltrúar Sjómanna- og verkalýðs-
félags Grindavíkur af fundi. Verkfalli
á hluta fiskiskipaflotans er því vænt-
anlega frestað.
„Okkur finnst ekki vera nógu mikið
Fiskiskipin voru að tínast inn um
helgina, nema þau sem lengsta sigl-
ingu áttu til heimahafnar. Vinnu-
stöðvunin nær til um tvö þúsund und-
irmanna á fiskiskipum en hefur áhrif
á allar áhafnirnar og í framhaldinu á
þúsundir verkafólks, ef það stendur
áfram.
Vélstjórar sáttir
Samninganefnd vélstjóra í VM
kom saman í gærkvöldi til að fara yfir
drög að samningi sem forystumenn
félagsins gerðu við Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi (SFS) seint á
fimmtudagskvöld. Guðmundur Ragn-
arsson formaður segir að nefndin sé
sátt við efni samningsins en þó þurfi
að gera einhverjar breytingar á texta.
Reiknar hann með að það verði gert á
fundi með útvegsmönnum í dag, áður
en verkfallsfrestun félagsins rennur
út, og þá verði verkfalli frestað til
lengri tíma og samningur sendur í at-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna.
Bræla hefur verið meira og minna
síðan verkfallið skall á þannig að lítið
hefur reynt á það hvað smærri bátar
geta fiskað og hvernig fiskverð þróast
í verkfalli. Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda (LS), á von á því að smá-
bátaeigendur reyni að róa eins og
þeir geta eftir að brælunni lýkur enda
eigi menn von á því að verð á fiski
hækki verulega í verkfalli.
í þeim samningi sem lagður var á
borðið. Við ákváðum að taka samn-
ingsumboðið heim í hérað og semja
sjálfir fyrir okkar félagsmenn,“ sagði
Einar Hannes Harðarson, formaður
félagsins, seint í gærkvöldi og ræddi
þá um lokatilboð útvegsmanna.
Forystumenn deiluaðila ræddu
óformlega saman um helgina um
mögulega lausn á þeim atriðum sem
steytti á þegar sjómannasamtökin
slitu viðræðunum á fimmtudagskvöld
og fóru í verkfall. Það leiddi til þess að
ríkissáttasemjari boðaði samninga-
nefndirnar til formlegs sáttafundar
síðdegis í gær þar sem búist var við
að hægt yrði að ganga frá samkomu-
lagi.
Samið við hluta sjómanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heim í hérað Fulltrúar Grindvíkinga yfirgáfu Karphúsið seint í gærkvöldi og héldu til síns heima þar sem þeir ætluðu að funda um framhaldið.
Samkomulag náðist við Sjómannasambandið og Vestfirðinga Fulltrúar
Grindvíkinga gengu út Samningur við vélstjóra væntanlega í atkvæðagreiðslu
„Ég áttaði mig fljótlega á því að um
jarðskjálfta væri að ræða,“ segir
Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræð-
ingur, sem búsett er í Wellington í
Nýja-Sjálandi. „Þetta er nokkuð
flókinn jarðskjálfti þar sem hann
byrjar þegar einn fleki fer undir
annan en breytist í sniðgengis-
skjálfta.“
Það veldur m.a. eftirskjálftum
bæði til norðurs og suðurs frá upp-
tökunum. „Eftirskjálftar eru því hér
við Wellington og töluverðar
skemmdir eru í borginni af þeim
sökum.“ Upphaflegi skjálftinn var
7,8 stig og að minnsta kosti tveir
eru látnir. » 15
AFP
Skjálfti Tveir látnir í Nýja-Sjálandi.
Flókinn
jarðskjálfti
Ein mikilvægasta forsenda þess að
rafbílum fjölgi hér á landi er að
gott aðgengi sé að raftenglum við
heimili, ekki síst fjöleignarhús, og
vinnustaði. Þetta er mat Runólfs
Ólafssonar, framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB). „Yfirvöld hafa ekki sinnt því
í áratugi að setja þá kröfu í reglu-
verkið að það séu útitenglar í ný-
byggingum fyrir rafbíla,“ sagði
Runólfur.
Runólfur segir að skortur á raf-
tenglum, einkum við fjöleignarhús,
skapi vandamál. Rafbílseigandi í
blokk kemst ef til vill ekki í raf-
tengil til að hlaða bílinn nema í
sameign. Slík mál hafa m.a. komið á
borð FÍB, en verið leyst farsællega
hingað til. »10
Skortur á raftenglum
skapar vandamál