Morgunblaðið - 14.11.2016, Page 5

Morgunblaðið - 14.11.2016, Page 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Myllarnir, keppnislið Myllubakka- skóla í Reykjanesbæ, sigraði í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League, sem haldin var í Há- skólabíói á laugardag. Sigrinum fylgir þátttökuréttur í úrslita- keppni sem haldin verður í Bodø í Noregi í desember. Verkefni keppenda var að forrita vélmenni úr tölvustýrðu legói til að leysa þraut sem tengdist þema keppninnar, en að þessu sinni var þemað samstarf manna og dýra. Keppendur þurftu einnig að gera vísindalega rannsókn á ákveðnu efni tengdu þemanu og gera grein fyrir því hvernig vélmennin voru forrituð. Myllarnir hlutu einnig verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið. GRÍSA frá Grunnskólanum á Ísa- firði hlaut verðlaun fyrir bestu hönnun og forritun, sigurvegari í vélmennakapphlaupi var liðið Oreo frá Egilsstaðaskóla og verðlaun fyrir bestu liðsheildina hlaut liðið Úrhelli frá Vættaskóla. Alls tóku um 200 nemendur þátt í keppninni. Myllarnir settu saman öflugasta vélmennið Sigurgleði Myllarnir voru að vonum sáttir með árangurinn, en meðal verðlaunagripa voru bikarar úr legói. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð bar sigur úr býtum í framkvæmda- keppni framhaldsskólanna, Boxinu. Úrslit fóru fram í Háskólanum í Reykjavík á laugardag og hafnaði lið Kvennó í öðru sæti og lið MR í því þriðja. Í sigurliði MH voru þau Magda- lena Guðrún Bryndísardóttir, Jessý Jónsdóttir, Ásmundur Jóhannsson, Unnar Ingi Sæmundarson og Ívar Dór Orrason. Alls tóku lið frá átta skólum þátt í úrslitakeppninni, sem fólst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Alls tók 21 lið frá þrettán skólum þátt í forkeppni Boxins í október, en auk sigurskólanna þriggja tóku þátt í úrslitunum lið frá Tækniskólanum, Menntaskólanum að Laugarvatni, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum í Kópavogi og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Liðin sem tóku þátt í úrslita- keppninni þurftu að spreyta sig í þrautabraut með átta þrautum sem hannaðar voru af sérfræðingum fyr- irtækja úr ólíkum greinum iðnaðar- ins með aðstoð fræðimanna Háskól- ans í Reykjavík. Að Boxinu standa Samtök iðnað- arins, HR og SÍF. Markmið keppn- innar er að kynna og vekja áhuga framhaldsskólanemenda á verk- og tækninámi og fjölbreyttum störfum í iðnaði. Lið MH vann Boxið þetta árið Morgunblaðið/Árni Sæberg Boxið Lið MH býr sig undir slaginn. Í vor var samþykkt á Alþingi að helga afmælisdag barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember ár hvert, fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Þar sem 20. nóvember ber nú upp á sunnu- dag, eru leik-, grunn- og framhalds- skólar hvattir til að helga föstudag- inn 18. nóvember mannréttindum barna. Barnaheillum – Save the Child- ren á Íslandi var falið af innanríkis- ráðherra og mennta- og menning- armálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins og hafa sam- tökin í samvinnu við ráðuneytin sett upp vefsvæði helgað þessari fræðslu. Föstudagurinn kem- ur helgaður mann- réttindum barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.