Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Ár var um helgina liðið fráárásum öfgafullra íslamista á París þar sem 130 manns létu lífið og 350 særðust. Þessi hrotta- lega árás á saklausan almenning kallaði sem von var strax á sterk við- brögð stjórnvalda í Frakklandi og víð- ar.    Franskar orr-ustuþotur létu sprengjum rigna yfir Raqqa, eitt helsta vígi Ríkis íslams í Sýr- landi, og gripið var til neyðar- ráðstafana heima fyrir. Meðal þessara ráðstafana var að taka upp landamæraeftirlit en jafn- framt að auka valdheimildir lög- reglu með því til dæmis að heim- ila húsleit án dómsúrskurðar.    Í tilefni þess að ár var liðið fráárásunum voru haldnir tón- leikar í Bataclan-tónleikahöllinni í fyrsta sinn frá því að hrylling- urinn átti sér stað þar.    Það var erfið ákvörðun, ennauðsynleg. Ofbeldisfullir öfgamenn eiga ekki að fá að ráða ferðinni og setja mark sitt var- anlega á líf þeirra sem búa við frelsi, lýðræði og mannréttindi.    Af þeim sökum er líka um-hugsunarvert að Manuel Valls, forsætisráðherra Frakk- lands, skuli nú áforma að fram- lengja enn neyðarráðstafanir á borð við húsleitarheimildir án dómsúrskurðar. Í þeim efnum þarf að stíga mjög varlega til jarðar.    Á hinn bóginn er eðlilegt íFrakklandi og hvarvetna á Schengen-svæðinu að haldið sé uppi landamæraeftirliti, enda halda ytri landamærin engan veginn. Manuel Valls Fara þarf hóflega í neyðarráðstafanir STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 rigning Akureyri 6 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 11 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 3 rigning Brussel 5 þoka Dublin 11 rigning Glasgow 10 rigning London 9 léttskýjað París 9 þoka Amsterdam 5 þoka Hamborg 0 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín 2 léttskýjað Moskva -3 snjóél Algarve 19 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 20 heiðskírt Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 8 léttskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 8 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:55 16:30 ÍSAFJÖRÐUR 10:19 16:16 SIGLUFJÖRÐUR 10:03 15:58 DJÚPIVOGUR 9:30 15:55 Arctic Sea Farm hf. hyggst nýta heimildir sem Dýrfiskur hafði aflað sér til að tvöfalda eldið í Dýrafirði. Fram- leidd verða allt að 4.000 tonn af laxi á ári, í stað 2.000 tonna sem leyfi er nú fyrir. Umhverfisstofnun hefur gert til- lögu að starfsleyfi til aukinnar fram- leiðslu. Umhverfismat var gert fyrir allt að 4.000 tonna framleiðslu á ári á regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði. Aðstæður hafa breyst og nú stefnir fyrirtækið að því að einbeita sér að laxeldi. Arctic Sea Farm hefur leyfi fyrir sjókvíum í Haukadalsbót og við Gemlufall. Nú bætist við þriðji stað- urinn, við Eyrarhlíð. Eldið verður kynslóðaskipt. Að jafnaði verður lax- inn alinn á tveimur sjókvíaeldis- svæðum í senn og þriðja svæðið hvílt í sex til átta mánuði. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna til 5. janúar 2017. helgi@mbl.is Tvöfaldar framleiðslu í Dýrafirði  Tillaga að starfs- leyfi auglýst Sigurður Pétursson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu, segist að miklu leyti sammála þeirri gagnrýni á stefnumótun í lög- gæslu, sem fram kom í grein for- manna sambanda lögregluþjóna á Norðurlöndunum í Morgunblaðinu á laugardag. Þar sagði m.a. að lögregla á Ís- landi hefði fjar- lægst borgarana og traust til hennar hefði minnkað. „Það er margt sem við könn- umst við í þessari grein. Við höfum áhyggjur af því að það vanti meira fjármagn og við höfum áhyggjur af því að fólk er að fara úr stéttinni. Það virðist vera sameiginlegt á Norðurlöndunum,“ segir hún. „Ég er sammála því að það þurfi að fjölga lögregluþjónum og gera þá sýnilegri. Ég held að við þurfum að passa vel upp á það. Það þarf að styrkja útkallsliðið, fjölga í rann- sókn til að stytta rannsóknartíma og passa upp á tengingarnar við sam- félagið,“ segir Sigríður. Hún segir lögregluna þó sífellt bæta sig. „Við erum að reyna að bæta þjón- ustuna. Til dæmis með því að vinna að rafrænum eyðublöðum þannig fólk geti gert þetta gegnum netið, þurfi ekki að mæta niður á stöð til að tilkynna um allt, t.d. þessi minni- háttar mál,“ segir hún og vísar einn- ig til fésbókarsíðu lögreglunnar. Sammála gagnrýni á löggæsluna  Bæta þarf tengsl lögreglu og borgaranna  Reyna að færa þjónustuna á netið Sigríður Björk Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.