Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is ÖRYGGISSKÓR OG ÖRYGGISSANDALAR GÓÐIR SKÓR Á FRÁBÆRU VERÐI Verð: 7.990 kr.- Verð: 4.990 kr.- Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Pabbi er hornleikari svo þaðvar ekkert annað í boði enað við systurnar færum aðþeyta lúðra í Lúðrasveit Mosfellsbæjar þegar við vorum átta ára,“ segir Valdís sem er dóttir Þor- kels Jóelssonar hornleikara og Sig- rúnar Hjálmýsdóttur söngkonu. „Tónlistin togaði alltaf í mig þótt ég hafi ekki alltaf viljað viður- kenna það. Ég held að þess vegna hafi ég menntað mig seint. Ég byrj- aði á öfugum enda og fór að vinna sem skrifta á RÚV eftir útskriftina úr MH. Eftir að hafa túrað með Björk árið 2007 var ég svo innblásin að ég ákvað að mennta mig í tónlist. Ég kláraði burtfararpróf frá Tónlist- arskóla Reykjavíkur í klassískum trompetleik og árið 2013 kláraði ég BA-próf frá DIT Conservatory of Music and Drama í Dublin. Eftir það flutti ég til London og ætlaði reynd- ar að vinna þar við menningar- stjórnun, sem ég hafði klárað mastersgráðu í, en endaði svo óvart aftur í tónlistinni þegar ég fór að túra með Florence + The Machine.“ Besti yfirmaðurinn Árið 2007 var Valdís 22ja ára þegar hún fór í 18 mánaða tónlistar- ferðalag með Björk til að kynna plötuna Voltu. „Við vorum tíu íslenskar stelpur á aldrinum 18-25 sem vorum í brass- sveitinni Wonderbrass. Það var al- veg ógleymanlegt ævintýri sem mót- aði mig mikið. Við stelpurnar höldum ennþá sambandi, erum eins og systur. Það var algjör draumur að vera tíu saman. Það skiptir svo miklu máli á svona tónleika- ferðalögum að vera í góðum hópi. Þetta var eiginlega eins og hálfgert skólaferðalag, alveg dásamlegt!“ segir Valdís og hlær. Var Björk kröfuharður stjórn- andi? „Hún er besti yfirmaður sem ég hef haft, að öllum öðrum ólöstuðum. Hún er rosalega gefandi og lætur mann aldrei finna að hún sé yfirmað- urinn, við erum öll í þessu saman. Það hafði mjög mikil áhrif á okkur stelpurnar að fá tækifæri til að fara svona ungar og sjá svona mikið af heiminum og í dag erum við allar viðloðandi tónlist.“ Ávanabindandi líf Alin upp á tónlistarheimili var Valdís Þorkelsdóttir ekkert á því að verða tónlist- arkona. Nú hefur hún ferðast um allan heiminn sem trompetleikari og bakradda- söngkona með tónlistarrisunum Björk og Florence + The Machine og myndi ekki slá hendinni á móti þriðja tónleikaferðalaginu. Þakklát Valdís Þorkelsdóttir, trompetleikari og bakraddasöngkona, er þakklát fyrir reynsluna af tónleikaferðalögunum. Lenka og Peter Máté eru tónlist- arhjón sem fluttu frá Tékkóslóvakíu til Íslands fyrir 26 árum. Lenka starfar sem kantor við Kópavogs- kirkju en Peter er fagstjóri við tón- listardeild Listaháskóla Íslands og píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þau hafa bæði tekið drjúgan þátt í tónlistarlífinu á Ís- landi síðustu áratugi. Í kvöld kl. 20 verða þau í Hann- esarholti og segja frá lífinu á bak við járntjaldið og breytingum eftir byltinguna í Austur Evrópu, frá gömlum siðum á heimaslóðum og nýju lífi á Íslandi. Endilega . . . . . . hlýðið á Lenka og Peter Tónlistarhjón Lenka og Peter Máté Tungan og netið er yfirskrift mál- ræktarþings Íslenskrar málnefndar sem haldið verður kl. 15.30 til 17 á morgun, þriðjudaginn 15. nóvember, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Forseti Íslands setur þingið og flyt- ur ávarp. Að því búnu er kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu árið 2016. Málið punktur is nefnist erindi Ara Páls Kristinssonar og er það í senn fræðsla og leiðbeiningar um ís- lenskt mál á vef Árnastofnunar. Aðalsteinn J. Magnússon og Ing- ólfur Kristjánsson verða með stutta kynningu á fjórum íslenskum vef- síðum, Þórdís Gísladóttir með er- indið Bókablogg og niðurhal: hvern- ig netið auðgar íslenskuna, Alec Shaw erindið Virkjun tungunnar: aðgengileg og sveigjanleg tæki og Örn Hrafnkelsson fjallar um net- veitur Landsbókasafns og veltir því upp hverju stafrænn aðgangur breyti. Því næst veitir Íslenska mál- nefndin viðurkenningar og boðið verður upp á kaffiveitingar. Hægt er að senda fyrirspurnir um mál- ræktarþingið á netföngin gkvar- an@hi.is eða armannja@hi.is. Vefsíðan www.islenskan.is Tungumálið og netið Morgunblaðið/Árni Sæberg Staða íslenskrar tungu Fjallað verður um stöðu íslenskrar tungu í margs konar samhengi árið 2016 á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Flestir hafa upplifað aðeinhver þeim nákominnsé að ganga í gegnumerfiðleika, veikindi, skilnað, missi, áföll, breytingar á högum og svo mætti lengi telja. Jafnvel að einhver þeim nákominn sé nálægt öðrum sem er að glíma við mikla erfiðleika og það hefur mikil áhrif á viðkomandi sem er þá oftar en ekki í stuðningshlutverki. Oft gleymist að þeir sem eru í stuðningshlutverkinu séu líka und- ir miklu álagi og með áhyggjur af þeim sem þeir eru að styðja. Stuðningshlutverkið krefst mikils og getur verið mikið álag á hvers- dagsleika þess sem er í því hlut- verki. Á sama tíma er oft ætlast til þess að stuðningsaðilinn sinni sínu daglega lífi af sömu atorku og venjulega, sé jafnvirkur þátttak- andi og sé í jafnvægi. Það er jú ekki hann (hún) sem er veikur eða upplifði áfallið, eða hvað? Eru þetta hugsanlega óraunhæfar kröfur? Stuðningshlutverkið Sá sem er í stuðningshlutverk- inu upplifir oft að hann (hún) hafi ekki leyfi til að barma sér, líða illa, vera þreyttur eða leita sér stuðn- ings. Nærumhverfinu er oftast umhugað um þann sem er veikur eða upplifði áfallið og fáir velta fyrir sér hvernig aðstandendum (stuðningsaðilum) líður. Oft tala makar sjúklinga um að fólk spyrji hvernig sá sem er veikur hafi það en fáir velta fyrir sér hvernig makanum líði. Ofan á þær kröfur að stuðningsaðili haldi réttum takti í sínu hversdagslega lífi, bæt- ist oft við umönnun af einhverju tagi og að taka við hversdags- legum verkum þess sem er veikur. Hvernig hefur ÞÚ það? Morgunblaðið/Ómar Mikilvægt Aðstandendur sjúklinga þurfa líka á stuðningi að halda. Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.