Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 ✝ GuðmundurFinnsson fædd- ist í Borgarnesi 19. júlí 1943. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Brákarhlíð, Borgarnesi, 8. nóv- ember 2016. Foreldrar hans voru Elín Guð- mundsdóttir, f. 4. júní 1917, d. 26. ágúst 2005, og Finnur Friðrik Einarsson, f. 6. október 1917, d. 31. janúar 2007, bændur frá Gufuá, Borg- arhreppi. Systur hans eru Sól- veig Sigríður, f. 24. ágúst 1941, gift Þorsteini Vilhjálmssyni, f. 21. apríl 1941, Sesselja Valdís, f. 12. október 1944, gift Kristjáni Björnssyni, f. 1943, og Gróa, f. 12. ágúst 1951, gift Ólafi Inga Jónssyni, f. 1957. Þann 11. júní 1966 kvæntist Guðmundur Jennýju Svönu Hall- dórsdóttur, f. 12. febrúar 1947. Foreldrar hennar voru Anna Pálína Jónsdóttir, f. 14. júlí 1922, d. 30. janúar 2006, og Halldór Sigurbjörnsson, f. 17. desember 1976. Börn þeirra eru: Þórunn, f. 19. apríl 2006, Friðrika, f. 17. apríl 2010, og Smári, f. 1. júní 2012. 4) Sigurbjörn Ingi, f. 24. september 1981, maki Rakel Björk Gunnarsdóttir, f. 5. mars 1980. Börn þeirra eru: Emilía Eir, f. 1. júní 2003, Eyrún Eva, f. 5. febrúar 2008, og Eymar Ingi, f. 13. október 2015. Guðmundur stundaði nám við Héraðsskólann Reykholti og lærði húsa- og tré- smíðar við Iðnskólann í Borg- arnesi hjá Sigurgeiri Ingimars- syni, húsasmíðameistara. Hann vann við húsasmíðar um árabil og var mikill hagleiksmaður til verka. Meðal annars vann hann hjá Borgarneshreppi frá því um 1970 til ársins 1997, lengst af sem verkstjóri. Síðast vann hann sem sölumaður hjá Límtré Vír- net, Borgarnesi, til ársins 2010, auk þess sem hann starfaði við smíðar og húsbyggingar. Sömu- leiðis rak hann innrömm- unarverkstæði um tíma. Guð- mundur var mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði meðal annars badminton, golf og stang- veiðar. Jafnframt sinnti hann ýmsum félagsstörfum og var lengi virkur félagsmaður Lions- hreyfingarinnar í Borgarnesi. Útför Guðmundar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 14. nóvember 2016, og hefst athöfn- in klukkan 15. 1920, d. 7. desem- ber 1979. Börn Guð- mundar og Jennýj- ar eru: 1) Halldór, f. 12. febrúar 1968. Eiginkona hans er Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir, f. 8. febrúar 1974. Son- ur þeirra er Tristan Bergmann, f. 23. mars 2011. Fyrri eiginkona Halldórs var Sigríður Lára Hermanns- dóttir, f. 26. ágúst 1970. Þau skildu. Tvíburadætur þeirra eru Hekla og Katla, f. 11. nóvember 1999. Stjúpbörn Halldórs eru Michael Alex Bergmann, f. 26. desember 1995, Nadia Katrín Bergmann Halldórsdóttir, f. 25. maí 1999, og Nicolas Ismael Cor- doba, f. 5. september 2003. 2) Finnur, f. 22. september 1971, maki Angela Maria Roldos, f. 21. mars 1975. Börn þeirra eru: Kar- olína, f. 8. október 2001, Daníel, f. 30. desember 2002, og Viktor, f. 19. mars 2009. 3) Elín, f. 29. nóvember 1977, maki Gunnar Þórunnarson, f. 10. desember Elsku pabbi minn, ég get ekki lýst þeirri sorg sem ég finn fyrir á þessari stundu. Minningarnar eru óteljandi sem koma upp í hugann. Þú, mamma og ég höfum alla tíð verið mjög náin og höfum við átt einstakt samband, eins og við ræddum oft á síðastliðnu ári. Þú varst alltaf svo góður við mig eins og alla sem þú komst nálægt og mér fannst alltaf svo notalegt að alveg frá því að ég var lítil stelpa þá kallaðir þú mig heimasætuna þína. Eftir að ég varð eldri þá hættir þú nú eiginlega að nota þetta orð yfir mig en stundum læddir þú því að og þú vissir vel hvað mér fannst það yndislegt. Þú varst alltaf svo mikill herra- maður og alveg frá því ég man eft- ir mér þá gafstu alltaf mér og mömmu blóm eða einhverja gjöf á konudaginn. Pabbi, þú ert svo yndislegur. Þú varst með ólíkind- um hjálpsamur og þið mamma bæði. Hvort sem það vorum við börnin ykkar eða einhver annar sem þurfti aðstoð, sama hvað það var þá voru þið mætt til að hjálpa. Pabbi minn, þú ert eini maður- inn sem ég þekki sem hefur aldrei blótað í sínu lífi. Ég var stundum að stríða þér þegar ég var yngri til að fá þig til að blóta, og þú spurðir alltaf, af hverju á maður að blóta, hlutirnir batna ekkert þó maður blóti. Þetta er svo einfalt og svo innilega rétt. Elsku pabbi, við höfum átt ynd- islegt líf og eigum því yndislegar minningar. Örlög okkar fjölskyld- unnar eru óskiljanleg, að mamma greinist með sinn sjúkdóm fyrir tveimur árum og þú með þinn fyr- ir ári. Höggið var ólýsanlegt þegar við fengum að vita hvað væri að mömmu en rothöggið var algjört þegar við fengum að vita hvaða sjúkdóm þú værir með. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið heilt ár með þér frá sjúkdómsgreiningu og við nýttum tímann vel. Ég er þakklát fyrir að hafa hjálpað þér eins mikið og ég gat á þessu erfiða ári og allar þessar stundir sem ég átti með þér eru mér svo dýrmætar. Það var ekk- ert ósagt. Við höfum átt mjög góð samtöl, rifjað upp minningar frá minni æsku og þú hefur sagt mér sögur frá þínu lífi, frá því þú varst polli á Gufuá og þar til þú kynntist mömmu og líf ykkar saman þar til við urðum stórfjölskylda. Ég er svo glöð að börnin mín fengu tíma með afa sínum, þau elska þig svo mikið eins og þú fékkst sem oftast að heyra frá okkur og þau sakna þín svo sárt. Takk fyrir að kenna mér að hjóla, takk fyrir að þreytast ekki á að segja okkur nöfn á fjöllum og kennileitum þegar við ferðuðumst um landið, takk fyrir að hjálpa mér upp þegar ég datt, takk fyrir að kenna mér skrítin veðurorð eins og grásleppudrífa og dala- læða, takk fyrir allar kvöldsögurn- ar, takk fyrir öll símtölin, takk fyr- ir að gera margar heiðarlegar tilraunir til að kenna mér að tjútta, takk fyrir lífið sem þú gafst mér, takk fyrir allt, pabbi minn. Ég stend við mitt loforð um að við pössum mömmu og ég veit að þú stendur við þitt loforð um að þú passir okkur. Elsku hjartans pabbi minn, ég elska þig svo mikið og söknuður- inn er svo sár. Minning um besta pabba í heimi lifir í hjarta mér. Þín heimasæta, Elín. Guðmundur Finnsson  Fleiri minningargreinar um Guðmund Finnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ ArngrímurFriðrik Krist- jánsson fæddist í Sandgerðisbót, Glerárþorpi, 14. nóvember 1930. Hann lést 15. júlí 2016. Foreldrar hans voru Kristján Hallfreður Sig- urjónsson, f. 28. júlí 1895 á Gler- árholti í Eyjafirði, og Anna Pétursdóttir, f. 23. júlí 1894 í Skörðum á Tjörnesi. Systkini hans: Jóhann Benedikt, f. 7. apríl 1922, d. 30. september 1976. Sigurður Lárus, f. 13. september 1923, d. 20. októ- ber 2010. Þórey Edith, f. 15. nóvember 1924, d. 17. júlí 1981. Anna Marín, f. 27. ágúst 1927. Pétur Sigurjón, f. 1. október 1929. Kristján Guð- mundur, f. 14. nóvember 1930, d. 8. júlí 1951. Erla, f. 21. jan- úar 1932, d. 17. ágúst 2003 (hálfsystir). Sigríður Kristín, f. 3. júlí 1932, d. 14. mars 2000. Eftirlifandi eiginkona Arn- gríms er Guðfinna Anna Sig- urbjörnsdóttir, f. 22. sept- ember 1933. Börn þeirra eru Sigurbjörn, f. 6. apríl 1956, Bryndís, f. 2. júlí 1958, Krist- ján Guðmundur, f. 24. mars 1964, og Arngrímur, f. 21. júlí 1971. Barnabörn Arngríms eru sjö og barnabarnabarn eitt. Að loknum barnaskóla sinnti Arngrímur ýmsum verkamanna- störfum og sjó- mennsku. Hann stundaði síðan nám við Iðnskól- ann á Akureyri, lauk þaðan sveins- prófi í múrverki 1960 og meist- araprófi fimm ár- um síðar. Á námsárum sínum byggði Arngrímur einbýlishús í Glerárþorpi og bjó þar til dauðadags. Hann var múrari á Akureyri og í Reykjavík í tvo áratugi en hóf þá rekstur eig- in fyrirtækis við framleiðslu og lagningu á gangstétt- arhellum. Arngrímur tók síðar við starfi húsvarðar við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri og gegndi því uns hann lét af störfum um síðustu alda- mót. Arngrímur stundaði íþróttir frá barnsaldri og fram á ní- ræðisaldur. Hann keppti í fót- bolta fyrir Þór og ÍBA á sín- um yngri árum og síðar var hann virkur í öldungablaki með Sundfélaginu Óðni. Alla tíð fylgdist hann af miklum áhuga með knattspyrnu- leikjum og fleiri íþróttum, nú síðast frækilegri framgöngu íslenska knattspyrnulandsliðs- ins á EM. Útför hans fór fram 25. júlí 2016. Elsku pabbi minn lést í sum- ar, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að deyja þegar maður er 85 ára og orðinn veikur. Mér finnst samt eins og að eitthvað hafi ekki verið rétt gert í með- höndlun hans, hugsa að margir gangi í gegnum svoleiðis þegar ástvinur deyr. Við systkinin vorum heppin að hafa hann sem föður, því- líkur gleðigjafi sem hann var, orkan alveg óendanleg og það var ekkert sem hann gerði ekki fyrir fjölskylduna sína. Það var alltaf eitthvað í gangi hjá hon- um, endalaus verkefni, hann vann mikið en hafði samt alltaf tíma fyrir bolta með félögunum. Þegar við eldri systkinin vor- um lítil var enginn bíll á heim- ilinu en það var hjól sem ég man eftir að hafa verið farþegi á ásamt eldri bróður, virkilega skemmtileg minning. Pabbi var ekkert alltaf að stjórnast í okkur, við fengum að ráða okkar ferð í gegnum líf- ið, en það var mjög mikið traust að vita af honum þarna, alltaf. Pabbi vann oftast mikið á sumrin þegar við vorum lítil þannig að það var ekki mikið um ferðalög, en við áttum nú eiginlega heima úti í sveit, hús- ið okkar, sem hann byggði, er þannig staðsett að við höfðum ósnortna náttúru sem garð öðr- um megin við húsið, en jú jú, við fórum í ótal sumarbústaða- ferðir, aðallega að Illugastöð- um. Síðan man ég eftir einni skemmtilegri ferð að sumri upp í Hlíðarfjall og ótal ferðum þangað að vetrarlagi, þá tókum við með okkur nesti og kakó á brúsa. Svo allar berjaferðirnar og að taka upp kartöflur. Já, það var mikið brallað, hann tók okkur með í ýmis verkefni, sérstaklega þó yngsta bróður minn, ég held að hann hafi hreinlega verið gróinn við hann á tímabili, gleymi heldur ekki þegar hann tók mig og næstyngsta bróður minn með upp í kirkjugarð, hann ætlaði að mæla fyrir leiðisgirðingu, hann ætlaði að laga þetta fyrir einhvern, ég og bróðir minn áttum að bíða í bílnum í smá stund, en bróðir minn, sem var eins árs, vildi fara út, ég fór með hann út og inn í garð, ég var 7 ára, þar slítur hann sig lausan og hleypur af stað inn í garðinn, ég varð hrædd um að hann mundi falla ofan í ein- hverja gröf, æpti á pabba sem kom eins og eldibrandur, sé þetta ljóslifandi fyrir mér enn í dag. Handverk þitt, pabbi minn, er út um allan bæ á Akureyri, þakka ég mömmu fyrir að hafa sagt mér frá nokkrum þeirra, en ég man vel þegar þú varst að höggva til steininn undir Út- lagann t.d. Gleymi aldrei þegar tröllin voru klædd í kjallaranum hjá okkur fyrir Þórsbrennuna og álfaskemmtunina. Þegar dóttir mín fæddist fékk hún líka að vera með afa, svo komu tvíbbarnir mínir sem var mjög gaman, og svo litla langafastelpan, þú elskaðir börnin. Systkini pabba voru átta og eru tvö enn á lífi, mikið var allt- af, og er, gott að eiga svona stóra fjölskyldu, alltaf gaman þegar hún kemur saman. Undanfarin ár hefur mér þótt gott að fara norður eftir að ég flutti suður, gott að koma til pabba og mömmu í húsið okkar þar sem ég er alin upp, var hjá þeim í fyrrasumar nánast allt sumarfríið mitt, það var svo gott og mikil forréttindi að vakna í gamla herberginu sínu að morgni og heyra í pabba frammi meðan kaffikannan kurraði. Við hugsum um mömmu, hún var mikilvægasta persónan í þínu lífi. Elsku pabbi minn, ég sakna þín og þinna góðu ráða, þú varst hlýr og yndislegur og gerðir allt til að fjölskyldunni liði sem best, alltaf. Er óendanlega þakklát fyrir að vera dóttir þín. Þín, Bryndís. Arngrímur Friðrik Kristjánsson ✝ Dagmar fædd-ist á Hellissandi 3. desember 1922. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 29. októ- ber 2016. Foreldrar henn- ar voru Anna María Einarsdóttir, f. 29. nóvember 1897, d. 3. maí 1994, og Axel Clausen, f. 30. apríl 1888, d. 5. febrúar 1985. Alsystkini hennar voru: Hans Arreboe, f. 1918, d. 2009, Amy, f. 1920, d. 1920, Haukur, f. 1924, d. 2002, Herluf, f. 1926, d. 2011, Guðmundur, f. 1930 og Friðrik Áskell, f. 1933. Í apríl 1945 giftist Dagmar Þórði Guðmundssyni, f. 31. ágúst 1917, d. 30. maí 1992. For- eldrar hans voru Ólafía Sveins- dóttir, f. 8. október 1895, d. 21. maí 1985, og Guðmundur Þórð- arson, f. 19. október 1887, d. 21. desember 1935. Börn þeirra Dagmarar og Þórðar eru: Guð- mundur, f. 1945, kvæntur Mar- gréti Lindu Þórisdóttur. Synir þeirra eru: Guðmundur Ingi, f. 1970, sambýliskona Bungorn Tangrod. Þórður, f. 1978, kvæntur Hörpu Rós Heim- Dagmar ólst upp á Hellissandi, gekk hefðbundna skólagöngu. Sem barn brenndist hún illa á lærum. Á unglingsárum fékk hún svo upp úr því berkla í mjöðm og var mikið í Reykjavík til lækn- inga vegna þess. Á þessum árum starfaði hún á saumastofu hjá Gunnþóru og Önnu Vigfús- dætrum og bjó hjá þeim á Víði- mel þar til hún giftist Þórði eig- inmanni sínu árið 1945. Þau hófu búskap sinn á Þórsgötu 26 í Reykjavík, en fluttu árið 1951 í nýtt hús sem þau byggðu, ásamt Arreboe bróður Dæju, að Kárs- nesbraut 33 í Kópavogi og voru þannig í raun hluti af frum- byggjum Kópavogs í upphafi þéttbýlismyndunar þar. Þar bjuggu þau til ársins 1977 þegar þau fluttu í Víðigrund 25 í Kópa- vogi. Þórður lést 1992, en Dag- mar bjó þar áfram til ársins 2012. Dagmar var alla tíð húsmóðir og sinnti heimili og uppeldi barna sinna og gætti barnabarna sinna af kostgæfni og var alla tíð tilbúin að sinna þeim ef á þurfti að halda. Hún átti góðan hóp vin- kvenna og var alla tíð bræðrum sínum innan handar ef á þurfti að halda. Auk þess sá hún um ræst- ingu Kópavogsapóteks í yfir 20 ár. Útför Dagmarar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. nóv- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. isdóttur og eiga þau þrjú börn. Jónas Þór, f. 1981, sam- býliskona Carina Vabskof og eiga þau einn son. Þórð- ur Clausen, f. 1950, kvæntur Önnu Stellu Snorradótt- ur. Börn þeirra eru: Sjöfn, f. 1972, gift Lárusi Lárussyni og eiga þau tvö börn. Guðjón Leifur Gunn- arsson, stjúpsonur, f. 1972, kvæntur Huldu B. Eiríksdóttur og eiga þau fjögur börn. Eme- liana Torrini, f. 1977, sambýlis- maður Rowan Cain og eiga þau einn son. Thelma Clausen, f. 1980, gift Daða Jónssyni og eiga þau tvo syni. Dagmar, f. 1981, sambýlismaður Halldór Sigurðs- son og eiga þau eina dóttur. Anna María, f. 1956, gift Ragn- ari Jóhanni Jónssyni. Synir þeirra eru: Þórður Rafn, f. 1976, kvæntur Steinunni Önnu Sig- urjónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Jón Rafn, f. 1979, kvæntur Ellen Maríu Sveinbjörnsdóttur og eiga þau fjögur börn. Atli Þór, f. 1983, kvæntur Ragnheiði Ragnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Fyrstu kynnum mínum af tengdamóður minni, Dagmar Clausen, mætti helst lýsa með orðatiltækinu „fall er fararheill“. Á táningsaldri steig ég inn í um- hverfi sem haldið var vel utan um og ljóst að kröfur voru gerðar til þeirra sem ætluðu sér þangað. En þegar maður var búinn að sýna að manni gekk allt gott til varð maður gjaldgengur. Þannig var Dæja, passaði vel upp á sína, hafði oft miklar vænt- ingar og gerði fyrir vikið kröfur bæði til sín og sinna. Sagði sína skoðun og ef hún var ekki til í að segja hana, sem kom fyrir, þá svaraði hún af hreinskilni að hún þvældi ekki um slíka hluti. Gest- risin var hún fram úr hófi og ef einhvern bar að garði var tekið vel á móti viðkomandi með veit- ingum eftir bestu getu og af bestu sort. Hún hafði í sér ís- lenska gestrisni eins og hún ger- ist best. Hennar heimili var alltaf opið og hver sem er gat droppað inn nánast hvenær sem var. Vikulegir „laugardagsfundir“ til margra ára í Víðigrund 25 segja sitt. Þar var alltaf glatt á hjalla og stríðnin og húmorinn allsráð- andi. Tengdaforeldrar mínir voru okkur Önnu miklir bak- hjarlar á okkar yngri árum. Þau voru alltaf til í að hjálpa og hlaupa undir bagga. Og eftir að við fluttum norður áttum við okkar athvarf í Víðigrund, sem þau Dæja og Þórður byggðu af ótrúlegri elju komin yfir miðjan aldur, eins og sagt er. Allavega sæi ég mig ekki, kominn á þenn- an aldur, fara að reisa einbýlis- hús frá grunni. Þarna var gott að koma og síðar áttu drengirnir okkar Önnu eftir að njóta hjálp- semi og velvildar ömmu sinnar þegar þeir þurftu suður í skemmri eða lengri tíma. Í gegnum tíðina höfum við Anna og strákarnir farið víða með tengdaforeldrum mínum, bæði erlendis og innanlands. Þau heimsóttu okkur reglulega norð- ur og við fórum víða um í slíkum heimsóknum. Eftirminnilegust er mér samt ferð sem við fórum eina lengda helgi um Snæfells- nes, sumarið 1977. Ási bróðir Dæju og fjölskylda hans voru þá nýlega flutt í Grundarfjörð og þangað var farið ásamt Önnu Maríu, móður Dæju. Þar nutum við gestrisni og höfðinglegrar móttöku þeirra hjóna, Sigrúnar og Ása. Þetta var sólrík helgi og nánst logn, íslenskt sumarveður eins og það gerist best. Farið var um nesið, fyrir jökul og víða stoppað og skoðað og heilsað upp á fólk, bæði ættingja og gamla góða vini Dæju og Þórðar. Fyrir mér, ungum manni úr þéttbýlinu, var þetta upplifun. Þarna voru þau komin í umhverfi og mannlíf sem þau þekktu vel til og höfðu mikla ánægju af að heimsækja. Þarna voru greinlega bæði rætur og taugar. Síðustu árin hefur Dæja átt í stríði við ellihrumleika, enda komin á tíræðisaldur. Það hefur örugglega ekki verið henni að skapi að vera upp á aðra komin og geta ekki farið allra sinna ferða. En hún hefur notið góðs aðbúnaðar og atlætis eftir að hún sagði skilið við Víðigrund, bæði í Roðasölum og síðan í Sunnuhlíð, aðbúnaðar og atlætis sem er til fyrirmyndar. Ég kveð tengdamóður mína bæði með söknuði og þakklæti, reynslunni ríkari og örugglega betri maður en ella. Megi hún hvíla í friði og blessuð sé minning hennar. Ragnar Jóhann. Dagmar Clausen  Fleiri minningargreinar um Dagmar Clausen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.